Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 Gluggað ígörnil kvennafræði MKonurnar eru skapaðar til að mýkja geösmuni karlmanna, at eggja þá á nærgætni og meðaumkan og þess þurfa margir karlmenn. Þaö er ein- hverr besti kostur góðrar konu, at hún bati bónda sinn í öllu, sem til hennar gétur náð, sjái hún hann reiðast, sefar hún hann; viti hun hann hafa þúngann hug á nokkrum, afsakar hún þann sama, og svo fer henni í hverju öðru; þó leitar hún sér ekki metnaöar og afhalds þar meö, heldur sýnir hún dygð sína Guöi, og væntir launa hjá honum, þó at enginn maðr viti af þessu. Hún gjörir þetta, svo at beggja þeirra hjónaskyldr rækist þvf betur. Þegar hún veit bresti bónda síns, þá er henni það mesta sómaverk og manndygö, at geta vanið hann frá þeim, og setiö í vegi fyrir því, at þeir verði honum at kinnroða; at hann verði hygginn af heimskum, góðgjarn og mildur af illgjörnum og haröúöugum. Hún gjörir hann að nafnkéndum sómamanni, sæll er sá sem hana fær, hans áratala tvöfaldast.Dugleg kona gleðr sinn mann og gjörir honum rósamt JJ líf, hún er gott hlutskipti, Syr. 26. 1.2. Hún er kóróna mannsins. Prov. 12, 4. s 9 Lífstykkíð var vinsælt hór sem annarstaðar og þótti fínt aö vera eins og stundaglas í lagínu, þótt það kostaði óteljandi yfirlið, breytingar á beinagrind og inn- yflaskemmdir. Daglegt —ÍTf-- Þannig voru kvenmönnum lagö- ar lifsreglurnar hérna í gamla daga, eöa fyrir réttum 200 árum. Höfundur þessarar greinar var sr. Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, en greinina skrifaöi hann ein- hverntíma í kringum 1780, en hún birtist þó ekki fyrr en mun síöar, áriö 1843 og þá í Búnaöarriti. Þetta mun vera fyrsta húsmæöra- fræöslan hér á landi og er fyrir- sögn greinarinnar Arnbjörg og undirfyrirsögn „æruþrýdd dánd- iskvinna á vestfjöröum islands, af- málar skikkun og háttsemi góörar húsmóöur í húss-stjórn, barnaupp- eldi og allri innanbæjar búsýslu". Ég fékk aö glugga í nokkrar gamlar bækur hjá Önnu Sigurö- ardóttur í Kvennasögusafninu, til- efnið var reyndar í fyrstu aö vita hvort hún ætti heillegt eintak af gamla Kvennafræöaranum, einni vinsælustu bók sem gefin var út hér á árum áöur. Eintakiö sem ég hafði undir höndum haföi verið les- iö upp til agna, því fremstu og öft- ustu blaðsíöurnar vantaöi alveg, auk nokkurra blaösíöna í miöri bókinni, og þar fyrir utan höföu börn greinilega komist til aö teikna stafi og myndir hér og hvar. Jú, Anna átti heillegt eintak af Kvennafræðaranum og þau fleiri en eitt, því bókin var gefin út fjór- um sinnum, í fyrsta sinn 1889 og þá í þrjú þúsund eintökum sem mun hafa veriö einstakt á þeim tíma. Upplagiö seldist þó upp fljótlega og var bókin gefin út aftur aöeins tveim árum síðar, en síöast var hún svo gefin út 1911. Höfund- urinn, Elín Briem, var meö mennt- uöustu konum landsins á þeim tíma. Hún var fædd að Espihóli í Eyjáfiröi 19. október 1856 og varð kennari viö nýstofnaöan kvenna- skóla Skagfiröinga 18 ára gömul. Síðar varö hún forstööumaöur aö skóla sem Skagfirðingar og Hún- vetningar sameinuöust um á jörö- inni Ytri-Ey á Skagaströnd og gengdi því starfi til 1895. Aö sögn Ónnu Siguröardóttur höföu nokkr ar matreiðslubækur komiö út áöur á íslensku. Fyrsta íslenska mat- reiðslubókin kom út árið 1900, höfundur hennar var Marta María Stephensen og hét sú bók „Einfalt matreiöslu vasaqver fyrir heldri manna húsfreyjur". Síöar kom svo út bók á Akureyri eftir Þóru And- reu Nikolínu Jónsdóttur, 1858, og bar hún heitiö „Ný matreiöslubók ásamt ávísun um litun, þvott og fleira". Kvennafræðarinn er þó langút- breiddasta bókin og var sagt aö flestum konum hafi þótt brýn nauösyn aö eignast bókina og sjaldan hafi konur landsins eignast bók sem kom þeim meira aö gagni í margháttuöum störfum þeirra. í bókinni er aö finna fjöldann allan af mataruppskriftum og leiöbein- ingum um matargerö en auk þess er víða komiö viö, leiöbeiningar um þvott og meöferö á fatnaöi, til- tektir, hreinlæti, fjallaö um æskilegan fatnaö kvenna o.s.frv. Alllangur kafli er um hreinlæti, en því mun viöa hafa veriö ábótavant fyrir hundraö árum enda aöstæöur all- ólíkar þvi sem þekkist í dag. Lang- ur kafli er einnig um nauösyn þess aö hafa gott loft í húsakynnum sín- um, enda mun víöa hafa veriö sparaö aö opna glugga þar sem því fylgdi hitatap. Þarna má einnig finna greinagóöar lýsingar á því hvernig taka á til í herbergjum og stofum, hvernig á að þvo þvott, hvernig kvenfólk á aö klæöast þannig aö þaö haldi heilsu og fleira og fleira. Til gamans fara hér á eftir nokkrir kaflar úr síöustu útgáfu bókarinnar, eöa frá árinu 1911. „Búr og eldhús þarf að vera nægilega rúmgott, bjart og hrein- lega umgengið og öll áhöld aö eiga vísan staö. Daglega skal sópa eöa þvo gólfiö og þurrka ryk af meö deiqum klút, síöan skal þvo öll borö og bekki. Einu sinni í viku skal þurrka ofan, svo skúm og pöddur, ryk og sót hafi ekki tíma til aö safnast fyrir, þá skal og þvo glugga, hillur, skápa, þiljur í kring, og seinast gólfiö. Þaö sem málaö er, skal þvo úr volgu vatni og sápu, en ómálaö úr sandi. Torfgólf skal aðeins sópa.“ Um umgengni í búri og eldhúsi „Allt matarvatn skal sia, ann- aöhvort um leiö og þaö er brúkaö, eöa þegar því er hellt í vatnstunn- una. Hana skal þvo einu sinni í viku, einnig vatnsföturnar. Á milll þess sem þær eru brúkaöar, skulu þær hanga uppi á nagla, svo hund- ar komist ekki í þær, í hvert sinn áöur en vatniö er sótt í þeim, skal skola þær innan.“ Umgengni í búri og eldhúsi „Á meöan verið er aö boröa eiga allir aö haga sér kurteislega, leggja ekki olnbogana upp á borðið, og hvorki sötra matinn upp í sig né kjamsa. Ekki má leggja meira en eina tegund ofan á hverja brauðsneiö, og yfir höfuö ekki boröa margar tegundir meö sama brauöbitanum. Aldrei má leggja hníf eöa gaffal á dúkinn, heldur ekki bein, og skal annaöhvort leggja þau á diskbarminn eöa á fat, sem ætlað er til þess. Þegar vatni er hellt í glas, ef fleiri eiga aö brúka þaö, má ekki hella meiru í þaö en menn ætla sér aö drekka, svo aö sá, sem næst vill brúka glasið, fái þaö tómt. Þess skal og gæta, aö taka ávallt utan um glas- iö, en setja ekki fingurinn ofan í þaö.“ Úr kaflanum aö leggja á borö m.m. „Þegar meira er haft viö, er rjómi og sykur borinn sér, í könnu og keri á litlum bakka, og skal þá ávallt gæta þess, aö hvorttveggja sé hreint, og er vissast aö hafa litla vírsíu til aö sía rjómann á í könn- una. Þegar búiö er aö breiöa dúkinn á boröiö, er bakkinn meö kerinu og könnunni látinn á þaö mitt, og ef kökur eru haföar, eru þær látnar á einn eöa fleiri diska eöa bakka og eru þeir settir til hliöar. Ef hver á aö hella í bollann handa sér, skal raöa bollunum á borðiö, ef te- skeiöar eru ekki haföar sér á te- skeiöarbakka, skal láta þær á boll- ann og gæta þess aö hver skeiö snúi rétt, þannig, aö skaftiö sé til hægri hliöar viö eyraö á bollanum. Síðan er kaffinu hellt í kaffikönnu, sem látin er á boröiö eöa rétt hverjum fyrir sig, og skal þá eins og ávallt, þegar eitthvaö er boriö um, rétta þaö vinstra megin, svo þaö snúi rétt fyrir hægri hendinni." Úr kaflanum aö bera kaffi „Inn í hvert hús streymir þaö loft, sem umkringir þaö aö utan, aö eins streymir þaö hægara og hraöara eftir atvikum. Á leiðinni gegnum húsiö spillist þaö eöa óhreinkast meira eöur minna eftir þvi, hve mikiö blandast saman viö þaö, og hve hraöur loftstraumurinn er, en hann veröur aö vera í réttu hlutfaili viö þaö, sem blandast saman við loftiö, þannig aö því meira, sem loftið tekur á móti af óhreinum efnum, því meiri veröur loftstraumurinn aö vera í húsinu." Um loftiö „Ekki er hægt aö ákveöa neinn vissan mælikvaröa fyrir hreinu og hollu loft í hýbýlum, lyktin getur aö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.