Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983
''t Á'/'/''' ■
-
'
W '
,^?JJI||j!y|yy|g£>^ -
Hluturinn á myndinni minnir óneitanlega á flugvél —
en hann var smíðaður í Egyptalandi um 200 fyrir
Kristsburð. Sumir halda því fram að hér sé um að ræða
líkan af stórri svifflugu — aðrir hafa hins vegar bent á
að þetta gæti hugsanlega hafa verið veðurviti.
VLSINDALEGIR
FORNGRIPIR
?
L. f
í safni nokkru í Kaíro á
Egyptalandi getur að
líta haganlega gerðan
mun úr tré. Varla fer á
milli mála hvað þarna
er um að ræða: vængir,
stél, hæðarstýri og
straumlínulaga bolur,
— einhvers konar flug-
vél eða sviffluga?
Skrokkurinn er 15 sm
langur en vængjahafið
18 sm. Líkanið er gert
af léttum við og svífur
nokkra vegalengd sé því
varpað af hendi.
Það kæmi vart á óvart að sjá
slíkan hlut á einhverju vísinda-
safni. En þetta líkan er meðal
merkustu gripa á Fornminja-
safni Kaíróborgar — og er álitið
frá því um 200 fyrir Kristsburð.
Þessi gamli gripur hlýtur að
vekja spurningar um tækniþekk-
ingu manna á þessu menning-
arskeiði — það er eitt af fjölda-
mörgum ráðgátum sem hljóta
alltaf að valda vangaveltum um
vísindalega þekkingu og verk-
kunnáttu forfeðra okkar.
Fornegypsk sviffluga
Engum datt í hug að setja
þennan grip í samband við flug-
vélar þegar hann fannst í gröf í
hinni fornu egypsku borg Saqq-
ara árið 1898 — fimm árum áður
en Wright-bræðrunum heppnað-
ist hið fyrsta mótorflug sitt. Var
það lengst af geymt í kassa
ásamt líkönum af ýmiskonar
fuglum. Enginn veitti því sér-
staka athygli fyrr en að dr. Ka-
hlil Messiha rakst á það innan
um aðra safngripi, og undraðist
hversu það líktist flugvélum nú-
tímans.
Nefnd fornfræðinga og sér-
fræðinga um flugmál gerði ítar-
lega rannsókn á líkaninu.
Nefndarmenn bentu sérstaklega
á hina kúptu lögun vængjanna,
sem veldur „lyftingu", og niður-
sveigju vængbarðana, sem stuðl-
ar að jafnvægi. Niðurstaða
þeirra var á þá leið að hér gæti
verið um að ræða líkan af flugvél
í fullri stærð — hugsanlega svif-
flugu með hjálparvél, er ætluð
hefði verið til að flytja þungan
farm og flogið hefði á tiltölulega
litlum hraða, jafnvel innan við
100 kílómetra á klukkustund.
Töldu nefndarmenn að hún hefði
hugsanlega verið knúin hreyfli
sem staðsettur hefði verið aft-
ast, þar sem stél líkansins er
brotið.
Nefndarmenn voru svo sann-
færðir um mikilvægi þessarar
niðurstöðu sinnar að þeir komu
því til leiðar að líkaninu var
helguð sérstök sýning í Kaíró.
Þetta varð svo til þess að menn
tóku að endurskoða skordýra- og
fuglalíkön í öðrum söfnum á Eg-
yptalandi og fundust á annan
tug svipaðra „svifflugulíkana" á
skömmum tíma.
Fleiri fornaldar-
flugvélar
Er menn tóku að svipast um á
söfnum víðar um heim þótti
sumum engu líkara en flug-
módelasmiðir hafi verið teknir
til við iðju sína vestanhafs á
fyrstu árhundruðunum eftir
Kristsburð. Telja sumir hafið yf-
ir allan efa að litlir gullskart-
gripir sem fundist hafa í Kól-
Gullskartgripir frá Suður-Ameríku gerðir einhvern tíma á tímabilÍBH frá
500—800 e.Kr. Annar þeirra (vinstra megin) þykir minna á þotnr nútimans.
þeirra en Bagdad-rafhlaðan
hlýtur jafnvel að teljast ennþá
merkilegri í þessu sambandi.
Bagdad-rafhlaðan
Uppistaða Bagdad-rafhlöð-
urnar er leirker um 15 sm hátt.
Það var innsiglað með jarðbiki
en í bikið steyptur koparsívaln-
ingur sem liggur u.þ.b. 10 sm inn
í leirkerið. Sívalningurinn er
gerður úr koparþynnum sem lóð-
aðar hafa verið saman og er hon-
um lokað að ofan með koparloki.
Inni í koparsívalningnum er
járnkjarni og er hann tærður
mjög, af sýru að því er virðist.
Þessi gripur fannst í Bagdad og
er talinn frá valdatímum parþa í
írak sem stóð frá um 250 f. Kr.
til 224 e. Kr.
Þegar fornleifafræðingurinn
Wilhelm König rakst á þennan
hlut á safni í Irak árið 1937 átt-
aði hann sig strax á því hvernig
hægt hefði verið að nota hann til
að framleiða rafmagn. Tilraunir
sem gerðar voru með líkönum af
rafhlöðunni nokkrum árum síð-
ar staðfestu að gripurinn hefði
getað þjónað þessum tilgangi.
Til þess að framleiða rafmagn
hefði aðeins þurft að hella sýru
niður í koparsívalninginn. Fjöl-
margar sýrutegundir hefði mátt
nota t.d. ediksýru eða sítrónu-
sýru. Með þessum hætti myndi
Hin svonefnda Bagdad-rafhlaða er einstakur vitnisburður um ótrúlega mikla
tækniþekkingu í fornöld. Hún var gerð einhvern tíma á valdaskeiði parþa í
írak, milli 250 f.Kr. og 224 e.Kr. Dr. Arne Eggebricht (til vinstri) hefur fært
á það sönnur, með því að gera af henni líkan, að rafhlöðu sem þessa hefði
mátt nota til að húða litlar styttur með gulii.
Meðal gripa
sem fundust árið
1900 í farmi
skips, sem fórst
fyrir nær 2000
árum undan ströndum grísku eyjarinnar Antikytheu, var flókin vél úr tré og
bronsi (að ofan). Næstum ómögulegt var að ráða í til hvers hún hafði verið
notuð, svo illa var hún farin. Það var ekki fyrr en hálfri öld eftir að hún
fannst að mönnum tókst að átta sig á hverju hlutverki hún gegndi — að sýna
innbyrðis afstöðu reikistjarnanna á hverjum tíma. Jafn flókin tæki komu
ekki til sögunnar aftur fyrr en meó
klukkum endurreisnartímabilsins,
eins og þessi klukka sem sraíðuð
var í Þýzkalandi á fimmtándu
öld (til hægri).
ombíu, Costa Rica, Venezúela og
Perú séu sumir hverjir líkön af
flugvélum, en þessar styttur
voru flokkaðar sem líkön af
skordýrum er þær fundust. Sum-
ir þessara hluta bera nokkurn
svip af flugvélum nútímans, sér-
staklega einn sem er um 5 sm
langur og ætlaður í hálsfesti (sjá
mynd 2). Þessir skartgripir eru
taldir vera frá Shinu, fornu
inkasamfélagi sem stóð frá um
500 til 800 e. Kr.
I sambandi við hluti sem þessa
hafa túlkanir manna vissulega
oft gengið út í öfgar og nálgast
hreina draumóra, sem hefur leitt
til þess að vangaveltum sem
þessum er gjarnan tekið með
nokkurri tortryggni. En það
hlýtur þó að teljast forvitnilegt
að gaumgæfa þær fornminjar
sem fundist hafa og benda ótví-
rætt til tækniþekkingar í forn-
öld. Saqqara-svifflugan er einn
rafhlaðan framleiða 1,5 til 2
volta straum, og með því að
tengja nokkrar saman hefði ver-
ið hægt að auka strauminn veru-
lega.
Rafgreining í hinni
fornu Bagdad
Talið er hugsanlegt að raf-
hlöður sem þessar hafi verið not-
aðar til að gull- og silfurhúða
skartgripi í hinni fornu Bagdad.
Unnt hefði verið að nota nokkrar
slíkar rafhlöður til að koma á
straumi milli málmstyttu og