Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 32
—————BpMm ^/^skriftar- síminn er 830 33 SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1983 ^V^glýsinga- síminn er 2 24 80 Nígería: Búast má við auk- inni skreiðarsölu segir Stefán Gunnlaugsson ,,1'art hefur ekkert komið fram af opinberri hálfu í Nígeríu um kaup á skreið, en vonir standa til að úr ræt- ist á nýbyrjuðu ári. Þeir sem best þekkja telja að aukin hreyfing verði á sölu skreiðar til Nígeríu,“ sagði Stefán Gunnlaugsson, verzlunarfull- trúi í sendiráði Islands í Lundúnum í samtali við Mbl. Jón Kjartansson V estmannaeyjum: Sá sem lepur dauðann úr skel á skattskýrslu fær bæturnar „ÉG VERÐ nú að játa að ég skil hvorki upp né niður í þessu, mér finnst þetta hálfgerð skrípamynd. Mér hefur eiginlega fundist skásta skilgreiningin, sem maður á skatt- stofunni hérna kom með, þegar ég spurði hann eftir hvaða reglum þeir færu við útreikning á bótunum. Hann svaraði að þeir legðu nafn- númer ömmu viðkomandi saman við nafnnúmer hans. Ef út kæmi odda- tala þá fengjust bætur, annars ekki,“ sagði Jón Kjartansson for- maður Verkalýðsfélags Vestmanna- eyja er Mbl. spurði hann álits á svonefndum láglaunabótum. Jón sagði síðan: „Samkvæmt reglunum fer þetta eftir skatta- framtali. Utgerðarmenn, atvinnu- rekendur, kaupmenn og bílskúra- iðjuhöldar sem virðast hafa það nokkuð gott í daglegu lífi, en lepja dauðann úr skel á skattskýrslum sínum, fá þetta. Flestir hrista höf- uð og segja að þetta sé nú dæmi- gert fyrir þjóðaríþróttina, skatt- svikin, að úr því að verið sé að fara eftir skattaframtölum manna þá hljóti þetta að vera tóm endaleysa. Þetta virðist vera mjög drengileg íþrótt því menn gera þetta að við- lögðum drengskap eins og öllum er kunnugt. í heild er lítið annað um þetta að segja en að þeir sem helst hefðu þurft að fá þessar bætur fá þær ekki. Þá er þetta einnig borgað eftir tekjum þannig að eftir því sem menn hafa hærri tekjur, upp að vissu marki, fá þeir meira. Þeir sem hafa allra lægstu launin fá ekki neitt." „í fjárlögum Nígeríu 1983 er gert ráð fyrir enn frekari sam- drætti í innflutningi almennt tal- að, en var á síðastliðnu ári. Það er gert ráð fyrir því, að innflutning- ur nemi um 600 milljónum niara á mánuði eða sem nemur 550 millj- ón sterlingspundum. Efnahags- ráðstafanir Nígeríustjórnar í apríi síðastliðnum stefndu að því að minnka innflutning úr 1,2 millj- örðum niara,( það er 1.1 milljarði sterlingspunda) í 800 milljónir ni- ara eða 734 milljónir punda, eða sem nemur 30%. Líkur benda til að í raun hafi innflutningur numið 950 milljónum niara seinni hluta ársins 1982, en tekjur af útflutn- ingi voru að meðaltali undir 800 milljónum niara á mánuði. Væntanlegar ráðstafnir til takmörkunar á innflutningi, sem reiknað er með að komi til fram- kvæmda í byrjun þessa árs, eru taldar munu birtast í samdrætti svokallaðra M-forma, sem gefin eru út af Seðlabanka Nígeríu en það eru leyfi til gjaldeyriryfir- færslu. Þrátt fyrir spádóma um hömlur telja menn sem best þekkja til að aukin hreyfing verði á sölu skreiðar íil Nígeríu í náinni framtíð. Skreiðin er mjög eftirsótt vara í landinu," sagði Stefán Gunnlaugsson. t GÆRMORGUN brast enn ein snjókomu- og skafrenningshrinan i i Suður- og Vesturlandi. Færð spilltist þegar, enda fljótt að skafa í ruðninga, sem víðast hvar eru orðnir djúpir. Um hádegisbilið var blindbylur og talsverður skafrenningur og snjókoma viðast hvar á þessum landshluta. í kauptúnum og kaupstöðum var færð orðin mjö| þung og þegar farið aö aðstoöa fólk við að komast leiðar sinnar. Reykjavík var orðið þungfært um alla borg og hafði Slysavarnafélagið skipulagt vakt manna á beltabílum til að aðstoða slökkviliðið og við sjúkraflutninga, ef á þyrfti að halda. Mun þetta vera orðinn einn lengsti óveðrakafli, sem menn muna eftir á Suðvesturlandi. Hátt í 400 atvinnulausir í Reykjavík „ÞAÐ hefur fjölgað jafnt og þétt á at- vinnuleysisskránni frá því skömmu eftir mánaðamótin október/nóvember. Margir hafa verið að skrá sig nú síð- ustu daga, og því miður er útlit fyrir að þessi þróun haldi áfram, en í gær voru komnir um 370 manns á skrána,“ sagði Gunnar Helgason forstöðumaður ráðningastofu Reykjavíkurborgar í samtali við Mbl. i gær. „Það voru um eitthundrað menn á skránni í októberlok, en síðan hefur verið að bætast á hana smátt og smátt. Starfsmenn í byggingariðnaði eru áberandi fjölmennir á skránni og einnig verkamenn. Af þessum 370 eru rúmlega 270 karlar og tæplega eitthundrað konur," sagði Gunnar. Tveir unglings- piltar játa sprengjuhótun LÖGREGLAN handtók á föstudag tvo unglingspilta, 14 og 16 ára gamla, og hafa þeir játað að hafa hringt og til- kynnt i Utvegsbankann í Kópavogi, samkvæmt upplýsingum rannsóknar- lögreglunnar. Hringt var úr símaklefa til bank- ans og sagt að í bankanum væri sprengja. Piltarnir voru handteknir í Reykjavík og við yfirheyrslur kom í ljós að þeir áttu sök á sprengjuhót- uninni, en hringt var til bankans úr símaklefa úr Kópavogi. Fjárhagsáætlun borgarinnar samþykkt við síðari umræðu: Rekstrarútgjöld hækkuðu um 13 milljónir króna 0,57% hækkun á heildarfjárhæð frumvarpsins ALMENN rekstrarútgjöld Reykja- víkurborgar hækkuðu um röskar 13 milljónir króna við siðari umræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar, sem samþykkt var í gærmorgun, en þá hafði fundur borgarstjórnar, sem hófst klukkan 17 sl. fimmtudag, staðið í um 16 klukkustundir. Kostn- aður við gatnagerð lækkaði um 3 milljónir á m'illi umræðnanna, en rekstrartekjur hækkuðu um rúmlega 10 mrlljónir króná. Þetta kom fram í ræðu borgarstjórans í Reykjavik, Davíðs Oddssonar, á síðari fundi borgarstjórnar um fjárhagsáætlun fyrir 1983. Davíð sagði að þessu tvennu, lækkun rekstrarafgangs og og hækkun eignabreytingagjalda, væri mætt með því að lækka áætl- að framlag á móti auknum tekju- færðum eftirstöðvum um sömu fjárhæð, sem er rúmlega 773 þús- und krónur. Hækkun almennra rekstrargjalda skiptist í tvennt í aðalatriðum, styrkir hækkuðu á milli umræðna um 6,7 milljónir og aðrir reikningsliðir almennra rekstrargjalda hækkuðu um 6,3 milljónir, en framlag til gatna- gerðar lækkaði um 3 milljónir. Um hækkun einstakra gjalda- liða nefndi Davið nokkur dæmi, m.a. hækkun launakostnaðar tón- Innanlandsflugið lá enn niðri í gær Innanlandsflug Flugleiða og Arnarflugs hefur gengið erfiðlega síöustu daga sökum illsku veöurs víða á landinu. Um hádegisbilið i gær hafði aðeins ein flugvél farið frá Reykjavik og útlit fyrir að allt flug lægi niðri vegna aðstæðna á Reykjavíkurflugvelli. A föstudag fóru Flugleiðir 14 ferðir frá Reykjavík til Akureyr- ar, Húsavíkur, Sauðárkróks, Hafnar, Egilsstaða, Norðfjarðar, Vestmannaeyja og ísafjarðar. Arnarflug flaug 19 ferðir til Bíldudals, Blönduóss, Flateyrar, Suðureyrar, Hólmavíkur, Gjög- urs, Rifs, Stykkishólms og far- þegar frá Siglufirði voru sóttir til Sauðárkróks. Á hádegi í gær hafði Arnar- flugi tekist að fljúga til Flateyr- ar, en aðstæður á Reykjavíkur- flugvelli leyfðu ekki flug á Fokker-vélum Flugleiða. Utlit var fyrir að ekkert yrði flogið til eða frá Reykjavík eftir hádegi. Nokkur röskun varð á flug- áætlunum vegna ofankomu í Reykjavík og misjafnlega greið- Úr innanlandsflugi rættist I gær og lentu þá fyntu Flugleiðavélarnar á ísafjarðarflugvelli. Þær þurftu þó að gera meira en stuttan stanz, því ofankoma i Reykjavík um hádegisbilið tafði for þeirra þangað á ný. Ljósm. Mbl. Úlfar. lega gekk að opna flugvelli úti á landi. Ekki hefur tekist að fljúga til Patreksfjarðar frá því á gamlársdag vegna veðurs og snjóa á flugvellinum þar. I fyrrakvöld sótti Arnar- flugsvél 800 kíló af ýsuflökum til Rifs fyrir reykvíska fisksala, en borgin var að þeirra sögn orðin ýsulaus. \ listarskóla um 2,8 milljónir, sem skapast af nýjum kjarasamning- um við kennara. Tölvunotkun verður aukin og áætlaður kostnað- ur við hugbúnað og aukna skýrslu- vélavinnu hækkaði um 830 þúsund krónur. Þá hefði verið fallist á ráðningu starfsfólks í tvö og hálft stöðugildi og nemur hækkun launakostnaðar tæpum 532 þús- undum króna af þeim sökum. Þá gat Davíð þess að ráð væri gert fyrir leikskóla að Njálsgötu 9 allt árið og hafinn yrði rekstur heilsugæslustöðvar í hluta hús- næðis lungna- og berklavarnar- deildar Heilsuverndarstöðvarinn- ar og hækkuðu rekstrargjöld um tæpar 1.400 þúsundir vegna þess. Helstu breytingar á útgjaldalið eignabreytinga sagði Davíð vera, að framlag til Borgarbókasafns hækkaði um 220 þúsund og jafn- framt væri framlag til smíði menningarmiðstöðvarinnar við Gerðuberg hækkað um 500 þús- und. Hins vegar lækkaði framlag til íþróttamannvirkja um 60 þús- und, framlag til B-álmu Borgar- spítalans lækkaði um 3,1 milljón, í samræmi við nýjar upplýsingar um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Þá hækkar framlag til áhaldakaupa um 300 þúsund. Davíð sagði að breytingartillög- ur borgarráðs fælu í sér 0,57% hækkun á heildarfjárhæðum frumvarpsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.