Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1983
19
gullstykkis sem umflotin væru
vatnslausn. Með þessu móti
flytjast gullatóm gegnum vökv-
ann og setjast í jafnt lag á yfir-
borð málmstyttunnar.
Svipuð leirker hafa fundist á
ýmsum stöðum í grennd við
Bagdad og bera þess vitni að
hugmynd okkar um stöðuga
framþróun þekkingar jafnhliða
framvindu mannkynssögunnar
er byggð á vanþekkingu ekki síð-
ur en þekkingu. Fornmenn
þekktu rafmagnið sem slíkt: þeir
vissu að þegar raf (á grísku el-
ektron) var strokið dró það að
sér létta hluti s.s. ryk og hár.
Aðferðin við að framleiða raf-
magn með efnahvörfum hefur
e.t.v. verið uppgötvuð fyrir
tilviljun. Hvorug þessara upp-
götvana virðist hins vegar hafa
leitt til frekari tækniþróunar
eða skilnings á orsökum fyrir-
bæranna — og einfaldlega
gleymst aftur í tímans rás.
Töluvert er til af sérstæðum
fornminjum sem bera þess vitni
að sum menningarsamfélög for-
feðra okkar höfðu undraverða
tækni á valdi sínu.
Árið 1900 fundu svampkafarar
næstum tvö þúsund ára gamalt
fjárssjóðsskip undan strönd
grísku eyjarinnar Antikytheu.
Það var hlaðið brons- og marm-
arastyttum, og hefur ef til vill
verið á siglingu til Rómar þegar
það sökk um 65 f. Kr. í farmi
þess fannst einkennilegt stykki
úr tré og bronsi, en málmurinn
var orðinn svo eyddur að aðeins
var sjáanlegt að þarna var um
að ræða léifar af einhverskonar
tannhjólasamstæðu og margvís-
legum kvörðum. Það var ekki
fyrr en árið 1954 að Derek J. de
Solla Pride við Cambridge-
háskóla tókst að sýna fram á að
þarna var um að ræða reiknivél
— vél sem stóð framar öllu sem
smíðað var í Evrópu um hundr-
uðir ára eftir að Rómaveldi leið
undir lok.
Fornt líkan af
gangi himintungla
Tækið samanstóð af meira en
20 tannhjólum, sem haldið var
saman með fjölmörgum brons-
plötum og komið fyrir í trékistu.
Þegar öxli sem stóð út úr kist-
unni var snúið hreyfðust vísar
eftir kvörðum sem verndaðir
voru undir hlerum á hliðum kist-
unnar. Tæki þetta starfaði sem
líkan af gangi himintunglanna
— sól, tungli og þeim reiki-
stjörnum sem sjást með berum
augum: Merkúr, Venus, Marz,
Júpiter og Satúrnusi. Innbyrðis
afstaða himintunglanna var
sýnd með mikilli nákvæmni og
vísarnir sýndu einnig nákvæm-
lega tíma dagsins. Pride hefur
sjálfur skrifað um þetta tæki:
„Enginn annar forngripur kemst
í hálfkvist við þetta sigurverk.
Ekkert sambærilegt er þekkt af
bókum eða rituðum heimildum
frá þessum tímum ... Svo virð-
ist sem völundar Antikythea
hafi haft aðgang að þekkingu
senvsíðan hefur týnst en þó lifað
áfram meðal araba að einhverju
leyti.“ Vélræn almanök sem ar-
abar smíðuðu mörgum öldum
eftir að fjársjóðsskipið týndist
við strendur Antikytheu, urðu
síðar kveikjan að starfsemi
klukkusmiða miðalda Evrópu.
Samantekt: — bó.
Framleiðslu-
eftirlit sjávar-
afurða gefur út
fjóra bæklinga
t
Framleiðslueftirlit sjávarafurða
hefur nýlega dreift síðasta upplýs-
ingaritinu í röð leiðbeininga-
bæklinga um fiskmat, fiskverkun,
og meðferð sjávarafla.
I frétt frá framleiðslueftirlitinu
er efni bæklinganna þannig kynnt:
Skreiðarverkun og skreiðarmat. í
bæklingnum er fjallað um verkun
skreiðar og undirbúning undir
upphengingu, helstu galla er fram
koma við verkun, skreiðarhjalla,
geymsluhús fyrir skreið og þurrk-
un skreiðar í húsum, undirbúning
undir mat, nauðsynleg áhöld og
aðstöðu við mat, gæðaflokkun og
skilgreiningu gæðaflokka á rá-
skerðingi og bolfiski, merkingu
umbúða, fyrirmæli til lestunar-
stjóra o.fl.
Saltfiskverkun. Greint er frá
nauðsynlegri aðstöðu á söltunar-
stöðvum, hráefni, hausun, flatn-
ingu, flökun, þvotti, salti, söltun
og verkun, helstu göllum, þurrkun
á saltfiski, geymslu á saltfiski o.fl.
Saltfiskmat. Farið er yfir helstu
atriði er gæta þarf að við mat,
helstu galla á saltfiski, undirbún-
ing undir mat og nauðsynlega að-
stöðu við mat, gæðaflokkun og
skilgreiningu gæðaflokka á blaut-
verkuðum og þurrkuðum saltfiski,
mat á mismunandi fisktegundum,
vigtun á saltfiski og ýmis vanda-
mál þar að lútandi, söltun í pakka,
geymslu á saltfiski, söltun á flök-
um og þunnildum, merkingu um-
búða, sampökkun, helstu mark-
aðslönd, hlutverk fiskmatsmanna
o.fi.
Medferd á ferskum fiski. Fjallað
er um helstu orsakir fiski-
skemmda og hvernig helst skuli
verjast þeim, áhrif veiðarfæra á
fisk, blóðgun, slægingu, fiskþvott,
kælingu og ísun með ferskvatns-
og sjávarís, sjókælingu, fiskkassa
— kosti þeirra og galla, löndun á
lausum fiski, einangrun og kæl-
ingu lesta, hráefnisgeymslur,
hreinlæti við fiskmeðferð o.fl.
Utsala
Útsalan hefst á morgun. Á útsölunni er m.a. gerfi-
pelsar, stuttir og síöir, samkvæmisbuxnadress á kr.
500, áöur 1200.
Kjólar, blússur, pils, jakkar og dragtir í fjölbreyttu
Dalakofinn,
urvali.
Linnetstíg 1, Hafnarfiröi,
sími 54295.
Vílltustu draumarþínír.
Björtustu vonír annarra.
Miöi í Happdrætti SÍBS hefurtvær góöar hliðar:
Þú gefursjálfum þér von um veglegan vinning.
Hin hliðin, - og ekki síðri. Þú tekur þátt í víðtæku
endurhæfingar-og þjálfunarstarfi á Múlalundi
og Reykjalundi.
HAPPDRÆTTISÍBS
Happdrætti til góðs.