Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 26 Taiwan — óaðskiljanlcj'ur liluli kína Fyrri hluli — ellir l’orbjörn (iuöniundsson Meginmarkmiðið er að ná aftur völdum á meginlandinu Við erum stödd á torginu fyrir framan forsetahöll- ina í Taipei, höfuðborg Taiwan, og hlýðum á ræðu Chiang Ching-kuos forseta „Lýðveldisins Kína“ þar sem hann ávarpar landa sína á þjóðhátíðardegi landsins. Hann beinir orðum sínum bæði til þeirra, sem búsettir eru á Taiwan og einnig þeirra þús- unda Kínverja, sem komið hafa erlendis frá til þess að votta lýðveldinu hollustu sína á þessum degi. Vélhjól hafa nú tekið vid af reiðhjólunum sem aðalfarartæki almennings auk bíla. Hér sést yfir vélhjólastæði í skipasmíðastöðinni í Kaohsiung. Chiang segir að þótt uppreisn kommúnista hafi ekki enn verið brotin á bak aftur þá muni sá dag- ur koma að Kína verði að nýju sameinað í eitt ríki með hinar þrjár grundvallarhugsjónir dr. Sun Yat-sen að leiðarljósi, þjóð- ernishyggju, lýðræði og félagslega velferð. Hann vitnar til orða föður síns, Chiang Kai-shek, sem sagði í stefnumarkandi ræðu 1951: „Hvað sem á dynur í heiminum er það óbifanleg sannfæring okkar að við sigrum að lokum þar sem lögin og rétturinn verða alltaf okkar meg- in.“ Trúr þessari kenningu sagði Chiang Ching-kuo að á meginlandi Kína væri nú sterk andkommún- ísk undiralda og að allir Kínverj- ar, heima og erlendis, þyrftu að sameina kraftana. Þeir þyrftu að sýna í verki að þeir vildu berjast fyrir sameinuðu Kína þar sem ríkti frelsi, lýðræði og hamingja, berjast fyrir nýju Kína friðar og velmegunar. Þetta voru fögur orð sögð á há- tíðlegri stundu. Aðspurður sagði einn viðmælandi minn, að sá, sem þau mælti, talaði af sannfæringu. Eg get þó ekki neitað að í eyrum ókunnugs hljómuðu þau frekar sem óskhyggja eða draumur. Hvernig átti leiðtogi lands með rúmlega 18 milljónir íbúa, lands, sem hann telur sjálfur hluta af Kína, að bola frá stjórn, sem ræð- ur yfir landi þar sem búa yfir 1000 milljónir? Að minnsta kosti fannst mér að mikil væri sú trú, sem þarna lægi að baki. Eða skildi ég ekki ástandið rétt og þann hugsunarhátt, sem ríkir í hinum kínverska heimi? Átök um yfirráð Áður en lengra er haldið er rétt að glugga aðeins í söguna. Hér á öldum áður, þegar Hollendingar, Spánverjar, Portúgalar og Eng- lendingar hófu siglingar til fjar- lægari austurlanda reyndist Tai- wan hinn ákjósanlegasti viðkomu- staður á ferðum milli Japan og Austur-Indía. Portúgalar lýstu eyjunni sem „Uha Formosa", þ.e.a.s. sem „fögru eyjunni". Var það til þess að nafnið Formosa festist við hana á vesturlöndum, en fjöldi Taiwana hefur aldrei heyrt þess nafns getið. Hollendingar köstuðu eign sinni á nokkurn hluta eyjarinnar 1624 og Spánverjar á annað landsvæði þar tveimur árum síðar. Sambýlið var þó ekki gott og 1641 höfðu Hollendingar hrakið Spánverja á brott. Þegar Ming-keisaraættin beið svo ósigur fyrir Manchuum, gerðu stuðningsmenn Ming-ættar- innar innrás á Taiwan 1661 og hugðust nota eyjuna til þess að ná aftur yfirráðum á meginlandinu. Sigruðu þeir Hollendinga ári síðar og þúsundir Kínverja flykktust til Taiwan. Manchuar náðu eyjunni á sitt vald 1683, og var hún hluti af kínverska ríkinu til 1895, er hún komst undir stjórn Japana og var japönsk nýlenda til loka síðari heimsstyrjaldarinnar 1945. Þá var hún aftur sameinuð Kína. Stjórn Lýðveldisins Kína til Taiwan Enn verða þáttaskil í sögu Tai- wan árið 1949, þegar kommúnistar brutust til valda á meginlandinu og Chiang Kai-shek hélt þangað með her sinn ásamt þingi og stjórn Lýðveldisins Kína. Lýðveldið Kína var formlega stofnað 1. janúar 1912, er endi hafði endanlega verið bundinn á keisaradæmið eftir uppreisn undir forystu Sun Yat-sen. Eftir lýð- veldisstofnunina gekk þó á ýmsu. Landið logaði í innanlandsátök- um, en þó fór svo að Kuomintang, flokkur Sun Yat-sen, varð sterkasta aflið. Chiang Kai-shek tók síðan við forystu flokksins að Sun látnum og var kjörinn forseti lýðveldisins 1948. Það hvarflaði ekki að Chiang Kai-shek að lýsa yfir sjálfstæði Taiwan, stofna nýtt kínverskt ríki. í hans augum hafði Taiwan verið óaðskiljanlegur hluti Kína um aldir. Ibúarnir voru Kínverjar að meginhluta, menningin kínversk, hugsunarhátturinn kínverskur. „Hin eina löglega stjórn ríkisins" hafði aðeins neyðst til að taka sér þar bólfestu um sinn, og megin- markmið hennar var að ná aftur völdum á meginlandinu. Auk Tai- wans tilheyra eyjarnar Kinnan (Quemoy) og Matsú, skammt und- an strönd meginlandsins, Lýðveld- inu Kína. Stjórnkerfiö miðar við Kínaveldi allt Grundvallarreglur Sun Yat-sen er sá grunnur, sem stjórn „Lýð- veldisins Kína“ byggir á. Enginn efast um þjóðernis- hyggju stjórnvalda á Taiwan. Svo- lítið erfiðara er með lýðræðið. Tal- ið er að um 2 milljónir megin- landsbúa hafi flúið til Taiwan 'og þar á meðal stjórn ríkisins. Fylk- isstjóm á Taiwan gat að sjálf- sögðu ekki tekið við hlutverki þeirrar stjórnar auk þess sem Tai- wanar voru orðnir vanir því að ráða málum sínum ekki sjálfir eft- ir 50 ára nýlendustjórn Japana. Landinu er í raun skipt í þrjú svæði. Tvær stærstu borgirnar, Taipei (2,2 millj. íbúa) ' og Kaohsiung, (1,2 millj íbúa) og hér- uðin umhverfis heyra beint undir ríkisstjórnina, en önnur svæði kjósa sínar eigin héraðsstjórnir. Stjórnkerfi landsins miðast við ailt Kínaveldi, þar sem fulltrúum allra fylkja landsins er ætluð seta á þingi. En af augljósum ástæðum hafa fylkin á meginlandinu ekki kosið fulltrúa til þess þings í ára- tugi. Gamlir fulltrúar þessara fylkja hafa því setið áfram á þingi og sitja þar til þeir falla frá. Eitt- hvað hefur þó verið fyllt upp í skörðin með því að auka hlut Tai- wana. „Ekki herlög — þjódvarnarlög“ Aðeins þrír stjórnmálaflokkar eru leyfðir, Kuomintang, Æsku- lýðsflokkur Kína og Lýðræðislegi sósíalistaflokkurinn, en það eru allt flokkar, sem starfandi voru á meginlandinu. Þó geta óháðir frambjóðendur boðið sig fram t.d. til sveitastjórna, þar sem þær kosningar fara fram. Jafnrétti er milli kynjanna samkvæmt lögum og þátttaka kvenna í stjórnkerfinu er tryggð. Skipa konur ýmis veiga- mikil embætti. Frambjóðendur verða að hafa ákveðna menntun eða reynslu sem talin er jafngild. Kostnaður við framboð er að mestu greiddur úr almennum sjóði. Er það gert til þess að tryg&ja hinum efnaminni sömu aðstöðu og hinum efnaðri. Þá er lögð áhersla á að frambjóðendur séu jákvæðir í málflutningi sínum, leggi megináherslu á að útskýra stefnu sína í stað þess að deila endalaust á andstæðinginn. Annars er stjórnkerfið þarna flóknara en svo að mér tækist að ná þar til botns á þeim skamma tíma, sem ég var í landinu. „Her- lög? Nei, hér ríkja ekki herlög," sagði stjórnarstarfsmaður, sem ég ræddi við. „Réttnefni væri að kalla það þjóðvarnarlög, alls ekki herlög samkvæmt þeim skiln- ingi, sem venjulega er lagður í það orð. Þið verðið að athuga að rík- asti þáttur í fari fólks hér er skyldan við föðurlandið og ábyrgðartilfinning. Þess vegna eru lög okkar, þjóðvarnarlögin, vel í samræmi við það.“ Þriðja grund- vallarreglan Taiwan-búar segjast vera stoltir af, hve vel hafi tekist til með þriðju grundvallarregluna, félags- lega þjónustu. Lagt hafi verið kapp á að gera einstaklinginn efnahagslega sjálfstæðan og að minnka muninn á milli hinna ríku og fátæku. Tekist hafi að halda atvinnuleysi í lágmarki, eða innan við 2%. Séð sé um að hinir fáu, sem talist geti fátækir, líði ekki skort. Vel sé séð fyrir öryrkjum, og læknishjálp er tryggð öllum. „Vissulega er fátækt fólk til hér,“ sagði einn viðmælandi minn að- spurður, „en það er þó ekki fátæk- ara en svo að langflest á það bæði ísskáp og litasjónvarp." Vegna þess hve fjölskyldubönd- in eru sterk meðal Kínverja — hinir yngri sjá um þá öldruðu — hefur þjónusta ríkisins við ald- urhnigna ekki orðið neitt vanda- mál. Er mjög algengt að aldraðir foreldrar, afar og ömmur, búi hjá hinum yngri. „En þetta er nú að breytast hjá okkur," sagði ungur maður. „Foreldrar mínir til dæmis kjósa heldur að búa í eigin íbúð. Og svo er um marga aðra. Yngra fólkið leggur kapp á að eignast íbúð, þegar það giftist, en foreldr- arnir verða eftir „heima". Sam- bandið á milli fjölskyldunnar rofnar þó ekki við það, fær aðeins á sig frjálsari blæ.“ Trúfrelsi er algert í landinu. Þar starfa hlið við hlið buddha- trúarmenn, taóistar, kristnir söfn- uðir og múhameðstrúarmenn. Aöstoð við uppgjafa- hermenn leiddi til stofnunar stórfyrirtækis Um 600 þús. hermenn voru í hersveitum Chiang Kai-shek, sem héldu til Taiwan. Fljótlega kom að því að herþjónustu margra þeirra lyki og augljóst að eitthvað varð fyrir uppgjafahermennina að gera. Hér voru þeir bæði ættingja- lausir og atvinnulausir. Var þá stofnaður sérstakur sjóður, sem hafði það að markmiði að útvega þeim vinnu hverjum og einum við sitt hæfi og hlynna að þeim fé- lagslega. En það varð ekki gert nema með því að útvega ný at- vinnutækifæri, þeir gátu ekki gengið inn í vinnu annarra. Stofnað var sérstakt fyrirtæki, RSEA, til þess að sjá um fram- kvæmdina. Eitt fyrsta verkefnið var lagning vegar um þröngt Þrír fjórðu hlutar Taiwan eru fjalllendi, illt yfirferðar og með öllu óbyggilegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.