Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1983 Þær greinar sem hér eru birtar eru skrifaðar vegna skoðana tveggja rithöfunda, annars vegar um andóf Jerzy Kosinski gegn alræðishyggj- unni og þær árásir sem hann hefur orðið fyrir af þeim sökum, meðai annars í Bandaríkjunum, og hins vegar um málsvörn Gabriel Garcia Marquez fyrir alræðishyggjuna og þær vinsæidir sem hann nýtur af þeim sökum meðai annars í Sví- þjóð. Bækur eftir báða höfundana hafa verið þýddar á íslensku, þrjár eftir Garcia Marquez, en ein eftir Kosinski, Fram í sviðsljósið, sem bókaklúbbur Almenna bókafélags- ins gaf út 1981. Sú bók var kvik- mynduð og hefur myndin, Being There, verið sýnd í tæpt ár í Bíó- höllinni í Reykjavík. William Safire höfundur greinar- innar um Jerzy Kosinski er dálka- höfundur hjá The New York Times Hin greinin er úr sænska vikublað- inu Tempus en höfundur hennar, Mats Gellerfelt, er menningarrit- stjóri blaðsins. Greinarnar snúast um sama efni; hve erfitt þeir eiga uppdráttar í heimi lista og hugmyndafræði sem ekki fara troðnar slóðir vinstri- mennskunnar í menningarmálum. Leyfa sér að nota frelsi hins opna þjóðfélags og andæfa gegn meðvit- aðri eða ómeðvitaðri þjónkun drambsamra menningarvita og sjálfskipaðra dómara við það stjórnkerfí, sem kæfir frjálsa hugs- un og vill að listsköpun lúti duttl- Að rægja rithöfund eftir William Safire Wieslaw Gornicki er áróð- urssmiður kommúnista og starf- ar um þessar mundir fyrir sov- ésku leppstjórnina í Varsjá. Um langt árabil hefur hann sem starfsmaður Sameinuðu þjóð- anna og í öðrum embættum varið miklum tíma og fjármunum til að sverta og vanvirða verk frjáls manns frá Póllandi, Jerzy Kos- inski. ^jEnginn sakar þá um að vera kommúnista, ekki einu sinni nyts- ama sakleysingja. || Kosinski flúði frá Póllandi eft- ir að nasistar höfðu lagt það und- ir sig, settist að í Bandaríkjunum og ritaði bókina The Painted Bird — Málaði fuglinn — skáld- sögu sem af flestum er talin lýsa ógnarstjórn alræðisafla meist- aralega vel, og fleiri hugmynda- ríkar, átakanlegar bækur, þar sem athyglin er oftar en ekki dregin að hættulegum áhrifum samhyggjunnar á einstaklinginn. Áróðurssmiðurinn Gornicki hefur eins og Javert, lögreglu- fulltrúi, í sögu Victors Hugo sem elti Jean Valjean, lagt Kosinski í einelti með skömmum og ásökun- um um að hann væri „verkfæri Zíonista" eða útsendari CIA. Fyrir nokkrum mánuðum birt- ist löng árásargrein í vinstri- sinnaða vikublaðinu The Village Voice í New York, þar sem öllum róginum var safnað á einn stað, hann matreiddur fyrir lesandann með löngum viðtölum og síðan meira en gefið í skyn, að Kos- inski hefði ekki aðeins logið um eigin fortíð (eins og margir skáldsagnahöfundar gera) held- ur gerst sekur um anna'ð og miklu verra — hann væri ritþjóf- ur og höfundur sém ritstjórar bókaútgefenda yrðu að skrifa fyrir. Tvö dagblöð — The Chicago Sun-Times og The Los Angeles Times tóku upp hanskann fyrir hinn pólsk-bandaríska höfund. Síðan kom John Corry hjá The New York Times til sögunnar og skrifaði 6000 orða bókmennta- lega leynilögreglusögu sem ætti að fá Pulitzer-verðlaun um „17 ára hugmyndafræðilegt árás- arstríð á menningarmann". Þar var með óhrekjandi hætti dregið fram, hvaða menningarleg grimmdarörlög geta beðið ótrauðs andkommúnista í rithöf- undahópi nái hin einangraða klíka fram vilja sínum sem ræb- ur öllu í hugmyndafræðilegum menningarheimi New York- borgar. Þá komu Washington Post & Newsweek til sögunnar. I grein, sem fór eins og gleðileiftur meðal allra þeirra sem enn eru eftir af vinstrisinnum í New York, mat blaðamaður hjá Newsweek ásak- anirnar varðandi listræna hæfni Kosinski og málsbætur hans og komst hátíðlega að þessari niður- stöðu: „Hvorki The Voice né The N.Y. Times hafa fært fram óyggjandi sannanir um það hver sé höfundurinn" (að bókum Kos- inski innsk. þýð.) Veltið þessu fyrir ykkur: Hjá þeim okkar sem meta lýðræðis- lega hætti, hvílir sönnunarbyrð- in á ákærandanum. En í veröld Newsweek verður höfundur sem hefur verið úthrópaður af hug- myndafræðilegum fjandmönnum að færa sönnur á það, að hann sé „höfundur" eigin verka. En Newsweek lét ekki staðar numið við þetta heldur greip til hefðbundinna aðgerða til að slá þá út af laginu, sem dirfast að taka upp hanskann fyrir þá lista- menn sem eru í miðjunni eða til hægri við hana og verða fyrir gagnrýni sem gegnsýrð er af hugmyndafræðilegri spillingu. Ritstjórar The N.Y. Times A.M. Rosenthal og Arthur Gelb voru sakaðir um að nota vald blaðsins til „umbuna vinum og refsa óvin- um“. Þeir þekkja Kosinski per- sónulega, og þess vegna mega þeir ekki samkvæmt skringi- legum kokkabókum vinstrisinna fela blaðamanni að draga fram hið sanna um baráttuna gegn honum. Hér er þó ekki allt sem sýnist: Blaðamaðurinn sem ritstjórar Newsweek völdu til að ráðast á ritstjóra The N.Y. Times fyrir að láta eigin tilfinningar hafa áhrif á ritstjórn sína var ungur fyrr- verandi starfsmaður The N.Y. Times sem hafði yfirgefið blaðið fullur fyrirlitningar, en með öllu átölulaust af ritstjórunum — hann hlaut að þurfa að koma fram hefndum. The Washington Post sem er systurblað Newsweek hélt áfram tilraunum til að þagga niður í andmælendunum og enn var hið slóttuga orð „óyggjandi" notað í fyrirsögn The W. Post stóð: Grein The New York Times veitir ekki óyggjandi svör. Þar af leið- andi liggur tilgangur verjenda || Þar var með óhrekj- andi hætti dregið fram, hvaða menning- arleg grimmdarörlög geta beðið ótrauðs andkommúnista í rit- höfundahópi. . . || Kosinski ekki óyggjandi fyrir eða að þeir séu óvilhallir. Hér er þó ekki heldur allt sem sýnist: Einmitt þeir sem hafa verið að úthrópa Kosinski með kröfum um að hann sanni sak- leysi sitt — en Joe McCarthy, öldungardeildarþingmaður, var brautryðjandi í þessari listgrein — reyna að gera sjálfa sig að fórnarlömbum McCarthy-isma. Þeir grípa til þess ráðs að segja: „Þið sakið okkur um að vera kommúnista!" Enginn sakar þá um að vera kommúnista, ekki einu sinni nytsama sakleysingja, það er í senn heimskulegt og úrelt að vera með slíkar aðdróttanir. Enginn hefur heldur haldið því fram að áróðurssmiður, sem heitir Gornicki og er í Varsjá ( en hann fær brátt það verkefni að grafa undan Lech Walesa í fjöl- miðlum heimsins), hafi komið að máli við einhvern menningarvita á á einhverju afkáralegu rithöf- undaþingi og sagt: „Nú skaltu taka Kosinski til bæna.“ Þessum aðferðum hefur ekki verið beitt. Það er enginn snillingur sem heldur öllum þráðum í hendi sér þegar unnið er að því að eyði- leggja rithöfund, sem neitar að fara í einu og öllu eftir því vinstrirugli sem setur svip sinn á viðhorf stórra bókmenntahópa. Áróðurssmiðurinn sáir aðeins og bíður svo. Þeir sem hafa verið blekktir vinna verkið á þeim vettvangi þar sem fulltrúar Ag- 7... Verður höfundur sem hefur verið út- hrópaður af hug- myndafræðilegum fjandmönnum að færa sönnur á það, að hann höfundur“ eigin se verka. » itprop vita að þeir eiga ekki að láta til sín taka. Þetta er ekki samsæri heldur fylking skoðanabræðra í bók- menntaheiminum, sem lætur hvern þann listamann finna fyrir því sem hafnar viðteknum for- dómum. Eins og venjulega fylgja fjölmiðlasmámenni fylkingunni í atlögu hennar og ata þá auri sem gæta skyldu sinnar með því að leita að upptökunum og kanna aðferðirnar við gagnrýnina. Jerzy Kosinski er margþættur og sérkennilegur snillingur. Af því að ég hef aðeins lítillega kynnst honum, finnst mér ég hafa fullt frelsi til að hampa honum vegna þess hve hann er stórhuga í beinskeyttri ádeilu sinni og vegna þeirra sem hann hefur gert að óvinum sínum. Hér aé«t P«t*r Scltor* I aöalhlutverki Kvikmyndarinnar Baing Thara, sem gerð er eftir bók Jerzy Koeinaki og sýnd er I Bíóhöllinni. Áróðursamiðurinn sem hóf árásirnar é Kosinski starfar nú á vegum leppstjórnarinnar í Póllandi. Hann hefur þar það hlutverk að gera veg Lech Walesa sem minnstan í fjölmiðlum vítt og breitt um veröldina. Jerzy Kosinski hefur verið lagður í einelti og þess er nú jafnvel krafist að hann „sanni“ að hann sé „höfundur" bóka sinna. Armando Valladeres ésamt eiginkonu sinni Mörtu í París, en til hennar hélt hann, þegar honum var sleppt úr fangelsi Castrós. I Svíþjóð finnst ýmsum, að þeir séu búnir að fá nóg af einhliða upplýsingum um þetta landflótta, kúbanska Ijóðskáld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.