Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNÚDAGUR 9. JANÚAR 1983 31 Svíþjóó og Bandaríkjunum ungarfullum lögmálum misviturra ritskoöara. „Hernám hugarfarsins“ hefur þessi vinstrisinnaöa viðleitni meðalmennskunnar verið kölluð hér á landi — og er það svo sann- arlega réttnefni. Og Vladimir Bukovsky talaði um um „andrúm morðsins“ sem búið væri til í kring- um menn. Greinarnar sýna, að vegna stundarhagsmuna og til að vera gjaldgengur í hópnum, er auðveld- ara að velja sér hlutskipti með- reiðarsveinsins. En að skipa sér í þann sviplausa flokk múgmennsk- unnar er í senn auvirðilegt og hæt- tulegt þegar til lengdar lætur og það er metið sem í húfí er: frelsið sem veitir lífinu gildi, ekki síst lífi listamannsins. Engan þarf að undra þá stað- reynd að menningarleg gróska er mest þar sem marxisminn er á und- anhaldi. Og hvaða menningarjöfur samtímans dirfíst að ganga fram fyrir skjöldu sem málsvari marx- ismans? En á þeim tíma þegar þeir valdhafar sem telja sig veraldlega gæslumenn hinna marxísku sann- inda hika ekki einu sinni við að brugga páfanum í Róm launráð og senda morðingja inn á Péturstorgið til að ráða hann af dögum, má nærri geta hvaða spjót þeir hafa úti gagnvart öðrum einstaklingum þótt þeir kunni að vera ómerkari. Björn Bjarnason OabrM Oarcia RtorqtMz hlaut nóbatavarðlaunln (vatur. Hann „hafur gaM margar dularfullar yftrtýaíngar um atMóðamál." Fidol Caatró hafur (maira an 20 ár farið mað alræöisvald á Kúbu og stjórnar þar í krafti fjármagns frá Sovótríkjunum og ógnvakjandi lögraglu. Þagar Alaxandar Solzjanitsyn hlaut nóbalsvarðlaunin 1970 var Olof Palme forsœtiaráóherra. Þá fékk Solzjanitsyn akki einu sinni loyfi til að taka á móti verölaununum í sœnska sendiráóinu í Moskvu. Landftótta Pólvarjinn Czaalaw Milosz hlaut nóbalsverðlaunin 1980 — akki var haldin ráðherravaisla honum til heiðurs í Svíþjóð af því tilefni. Heyrist rödd andófö- mannanna ekkí lengur? eftir Mats Gellerfelt „Forsætisráðherrann, Olof Palme, efnir til kvöldverðar að Harpsund hinn 9. desember fyrir nóbelsverðlaunahafann Gabriel Garcia Marquez." Þetta hljómar ágætlega. Það er svei mér gott að við höfum skyndi- lega fengið ríkisstjórn sem sýnir vott af bókmenntaáhuga. Áhuginn sýnist þó nokkuð sein- borinn. Við munum hve Alexander Solzjenitsyn var sýndur lítill sómi í Moskvu þegar Palme var síðast við völd — rússneski nóbelsverðlauna- hafinn fékk ekki einu sinni að taka á móti verðlaunum sínum í sænska sendiráðinu. Áhugi stjórnmála- manna á pólska verðlaunahafanum Olof Palmo, fortMatiaráöhofTa Svíþjóðor, bauð Gabriel Garcia Marques til kvöldveröar að Harpaund þegar hann sótti nóbelsverölaunin. Tœkifærið var notað til að leggja áherslu á nýsköpun í utanríkisstefnu Svía. Czeslaw Milosz var einnig lítill. Er hugsanlegt að menn noti bók- menntir í pólitískum tilgangi? Það liggur í augum uppi. Það á rætur að rekja til þess að sósíal- demókratar eru að umbylta utan- ríkisstefnunni, að tekið er á móti Garcia Marquez með pomp og prakt. Ætlunin er að beina athygl- inni frá Afganistan og Póllandi að Suður-Ameríku. Pierre Schori (að- stoðarmaður sænska utanríkis- ráðherrans, innsk. þýð.) er kapps- mál að Suður-Ameríka verði póli- tískur brennipunktur veraldar. Þess vegna er um að gera að slá eign sinni, ef svo má segja, á hinn vinsæla nóbelsverðlaunahöfund ársins — er hann kannski ekki einn a/ oss. || Er hugsanlegt að menn noti bókmenntir í póli tískum tilgangi ? II Því miður er hann það meira en Schori og félaga grunar, eða öllu heldur meira en sænskur almenn- ingur hefur gert sér ljóst. Margir hafa brugðist illa við, eft- ir að tilkynnt var að Garcia Mar- quez hlyti nóbelsverðlaunin. Hann er stalínisti, segja ekki síst land- flótta rithöfundar frá Kúbu — þ.e. a.s. næstum allir. Colombíumaður- inn hefur gefið margar og dular- fullar yfirlýsingar um alþjóðamál. Hann hefur tekið upp hanskann ^Þorir í raun nokkur af fulltrúum þriðja aðila ríkisvaldsins í Svíþjóð að leggja óþægilegar spurningar fyrir Garcia Marquez? || fyrir ógnarstjórn Castrós, varið Jaruzelski, varið íhlutun Sovét- manna í Angóla og hernám þeirra í Afganistan, neitað því að pólitískir fangar séu á Kúbu. Það er því ástæða til að leggja fyrir hann margar spurningar. Palme, Bodström (utanríkisráð- herra Svía innsk. þýð.) og Schori munu ekki spyrja hann neins, það er víst. Ekki heldur hin trygga hirð rithöfunda sem er boðið til veisl- unnar — Jersild, Enqvist, Lind- qvist. Þorir í raun nokkur af fulltrúum þriðja aðila ríkisvaldsins í Svíþjóð að leggja óþægilegar spurningar fyrir Garcia Marquez? Varla neinn frá Dagens Nyheter — þar er Garcia Marquez jú einn af dálka- höfundunum. Og Expressen? Menn- ingarsíður þess blaðs hafa breyst í eins konar leikvöll fyrir unga menningarvita úr VPK (sænska kommúnistaflokknum innsk. þýð.) Þar er einna helst litið á gagnrýni á Kúbu sem boðskap frá CIA. Þegar menn tóku í sig kjark í fréttaskýr- ingaþætti sjónvarpsins og gagn- rýndu Kúbu og ógnarstjórn Castr- ós, var því tekið með þessum hætti undir nafni Stig Björkmans (Ex- pressen 25.11): „En umræðurnar um Kúbu voru of þunglamalegar. Þær hófust með enn einu viðtalinu við Kúbumann- inn Armando Valladeres (skáld sem sat í rúm 20 ár í fangelsi á Kúbu án þess að vera dæmdur, innsk. þýð.) sem látinn hefur verið laus, en um hann höfum við fengið mikið af ein- hliða upplýsingum í Svíþjóð... Leikurinn var ójafn frá upphafi. Öðrum megin var Eva Björklund frá félaginu Kúba-Svíþjóð, rauðklædd og vissi sínu viti. Hinum megin voru tveir sammála bold- angsdurgar, stjórnandi þáttarins Göran Rosenberg og fyrrum Kúbu- maðurínn Humberto Lopez (skálet- ur höf. ath. ekki landflótta Kúbu- maðurinn).... Eva Björklund fékk ekkert tækifæri þrátt fyrir reynslu sina og þekkingu. Þar að auki var alltaf gripið fram í fyrir henni af andmælandanum Lopez, sem var menntaður í Austur-Þýskalandi á kostnað þeirrar ríkisstjórnar sem hann formælir nú í kór með Miami-bræðrum sínum." Þetta er Prövdumál og Prövduað- ferð. Þannig talar aðeins meðreiðar- sveinn. Og eru það ekki einmitt meðreiðarsveinarnir sem vaða uppi núna, það er hægt og sígandi verið að laga okkur að kröfum og þörfum Sovétríkjanna... Ég ætla að birta nokkrar nýjar blaðaúrklippur. Og segi menn svo að „sænska umræð- an“ beri ekki æ meiri blæ finnland- íseringar: „I andstöðu við viðmælendur sína er hann alls ekki í hópi þeirra sem telja að Sovétríkin ógni Vesturlönd- um. Rússar eiga fullt í fangi með að reyna að hafa stjórn á því sem þeir ráða þegar yfir, er skoðun hans. Lítið til þess sem er að gerast í Mið-Austurlöndum. Þar hefur þeim alveg verið ýtt til hliðar. Jafnvel vopnin sem þeir hafa sent Sýrlend- ingum þykja ekki duga. Nei, hann þjáist ekki af rússa- hræðslu. Þess í stað telur hann að fjandskapur í garð Rússa komi í veg fyrir að við getum til dæmis skil- greint ástandið í Póllandi fordóma- laust. Kannski eru Jaruzelski og fé- lagar hans í æðstu landsstjórninni ekki eins slæmir og við álítum? Kannski er það sem gerst hefur t Póllandi skársti kosturinn? Og hann telur að það eigi að veita Jaruzelski tækifæri til að leiða Pól- verja inn á þá braut sem Kadar hef- ur leitt Ungverja." Sivar Arnér í samtali við Urban Andersson Vi 46/82. Takið eftir að afstaðan til Pól- lands er hin sama og hjá Yrsa Stenius, hinum nýja stjórnmálarit- stjóra Aftonbladet (eign Alþýðu- sambandsins og málgagn sósíal- demókrata innsk. þýð.). „Á sama tíma hafa orðið miklar Sænsku menningar- vitarnir hafa þegar svikið Afganistan. II efnahagsframfarir í Sovétríkjun- um. Þar nefur verið byggt upp næst sterkasta efnahagskerfi veraldar. Menn geta sagt hvað sem þeir vilja um sovéska efnahags- og stjórn- málakerfið en staðreynd er, að ekki síst á valdatima Leonid Brezhnevs hafa kjör sovéskra borgara batnað (í raun hefur þróunin líklega verið þveröfug innsk. höf.). Einmitt frá þeim sjónarhóli er nauðsynlegt að meta tilraunirnar til að binda enda á deiluna við Kínverja. Með því að draga úr spennu við austurlanda- mæri Sovétríkjanna væri unnt að leysa mikla efnahagskrafta úr læð- ingi, þegar fækkað væri í herliðinu þar. Únnt er að líta á sovésku bar- áttuna fyrir friði og afvopnun á Vesturlöndum frá sama sjónar- horni. Sovétmenn verða einfaldlega að draga úr vígbúnaði til að styrkja efnahag sinn. Það tekst þó ekki á meðan Vesturlönd halda áfram ad vígbúast (leturbreyt. höf.)“ Per- Olof Karlsson í Vi 47/82. „Tvær vofur fara um og ógna hin- um vestræna heimi, ógnin af heims- styrjöld, ógnin af fasistastjórn." Tilvitnanirnar skýra sig sjálfar. En hin síðasta sem er eftir lista- konuna Channa Bankier í Dagens Nyheter (23.11) er einstaklega for- vitnileg. Styrjaldarógnin. Einhver verður að byrja stríðið. Hver ógnar friðinum? Hrópandi þögn breiðir sig smátt og smátt yfir landið. Geta andófsmennirnir lengur lát- ið rödd sína heyrast? Sænska útvarpið er þátttakandi — alveg gagnrýnislaus — í barátt- unni fyrir hina svonefndu friðar- hreyfingu. Sérhver stétt — „leikar- ar, sálfræðingar o.s.frv. fyrir frið“ — sem slæst í hópinn er hyllt með viðeigandi hætti í fréttatímum. Maj Wechselmann er með friðarorð í út- varpinu, þar sem haldið er á loft hinum undarlegustu fullyrðingum um stríð og frið. Hin fremur útþvælda leikkona PP Er þetta virkilega líkasvona slæmt í Finnlandi?JJ Bibi Andersson gefur yfirlýsingar í Expressen um friðarvilja Sovétríkj- anna, en hann er sagður mjög mik- ill. Maria Bergom-Larsson skýrir frá því í Svenska Dagbladet að um- fram allt vilji Sovétríkin frið. Sá sem tekur ekki þátt í þessum kór nú um stundir fær æ færri tækifæri til að láta rödd sína heyr- ast. Sá sem er ekki þeirrar skoðun- ar, að unnt sé að greina á milli frelsis, lýðræðis og þjóðlegs sjálf- stæðis annars vegar og friðar og afvopnunar hins vegar er stimplað- ur sem friðarspillir. Og Gabriel Garcia Marquez kem- ur til Svíþjóðar. Afskipti Banda- ríkjanna í Suður-Ameríku — sem eru út af fyrir sig yfirleitt gagnrýn- isverð — verða enn á ný talin helsta ógnin við heimsfriðinn. Við getum gleymt Póllandi. Sænsku menning- arvitarnir hafa þegar svikið Afgan- istan. Og friðarhreyfingin getur gengið áfram, Aftonbladet getur birt myndir af sovéska sendiherranum með barn í fanginu og skrifað, að „Sovét hafi tekið á móti hinni fram- réttu hönd.“ Er þetta virkilega líka svona slæmt í Finnlandi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.