Morgunblaðið - 14.01.1983, Side 1
10. tbl. 70. árg.
FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983
Prentsmiðja Morgunblaösins
Lögreglumenn í Memphis ganga burt vonsviknir eftir aö hafa reynt að frelsa félaga sinn eftir 30 klukkustunda
umsátur. Lögreglumaðurinn var myrtur þegar að var komið, en 7 meðlimir sértrúarflokks féllu í árás lögreglunnar.
Átta féllu í um-
sátri í Memphis
Memphis, Tennessee, 13. janúar. AP.
SGRMÁLFAÐIR lögreglumenn í Memphis réðust í morgun inn í hús í
borginni þar sem lögreglumanni hafði verið haldið sem gísl í 30 klukku-
stundir, til þess eins að finna hann látinn.
Líkur þykja benda til þess, að
lögreglumaðurinn hafi verið lát-
inn í nokkurn tíma áður en árásin
hófst. Ekkert hafði heyrst í hon-
um um nokkurra klukkustunda
skeið í hlerunartækjum lögregl-
unnar.
í árásinni drápu lögreglumenn-
irnir alla aðra íbúa hússins, sjö að
tölu. Þeir voru allir þeldökkir
karlmenn, meðlimir sértrúar-
flokks.
Lögreglumaðurinn, sem fannst
látinn, hafði verið tekinn sem gísl
af foringja trúarflokksins. Maður
þessi var trúarofstækismaður og
er talinn hafa verið veill á geðs-
munum. Stóð hann í þeirri trú, að
lögreglumenn væru verkfæri djöf-
ulsins.
Árásin hófst í morgunsárið, en
áður höfðu lögreglumennirnir
reynt um klukkustundar skeið að
ná samkomulagi við foringja
hópsins án árangurs. Eftir að ljóst
var, að ekki yrði komist að frið-
samlegu samkomulagi var ákveðið
að láta til skarar skríða.
Lech Walesa
til vinnu í dag
Varsjá, 13. janúar. AP. ~
„ÉG MUN snúa aftur til fæðingar-
staðar Samstööu sannfærður um það,
að ég eigi heima á meðal alþýðu-
nnar,“ sagði Lech Walesa í tilkynn-
ingu, sem afhent var vestrænum
fréttamanni í Varsjá í dag. Sagði Wal-
esa ennfremur, að hann ætlaði að
mæta aftur til vinnu við sitt fyrra starf
við Lenín-skipasmíðastöðvarnar í dag,
föstudag.
Pólskir embættismenn hafa látið
þau orð falla, að Walesa sé frjálst
að mæta aftur til vinnu og enn-'
fremur sé honum velkomið að
ganga í eitthvert nýju verkalýðsfé-
laganna.
„Ég mun verða áfram í Samstöðu
ásamt stéttarbræðrum mínum, sér í
lagi þeim sem er meinaður aðgang-
ur að starfi sínu, og öllum þeim sem
trúa á málstað samtakanna," sagði
verkalýðsleiðtoginn ennfremur i til-
kynningu sinni.
Samkomulag í deilunni um
dagskrá viðræðufundanna
— „Ákaflega merkur áfangi,“ segir Ariel
Sharon, varnarmálaráðherra ísraels
Kiryat Shmona og Beirút,13. janúar. AP.
„ÞETTA ER ákaflega merkur áfangi,“ sagði Ariel Sharon, varnarmálaráð-
herra ísraela eftir að samkomulag hafði loks tekist á milli þeirra og I.íbana
um dagskrá viðræðufunda þeirra um brottflutning erlends herliðs frá Líban-
on. Deilt hefur verið um dagskrána i nær þrjár vikur.
Samkomulagið var tilkynnt í
dag í landamærabænum Kiryat
Shmona, aðeins skömmu eftir að
Philip Habib, sérlegur sendimaður
Bandaríkjastjórnar í Mið-Aust-
urlöndum, hafði átt viðræður við
Menachem Begin, forsætisráð-
herra ísraela og jafnframt afhent
honum bréf frá Reagan Banda-
ríkjaforseta.
Dagblöð í ísrael skýrðu frá því,
að í bréfinu væri þungorð skipun
til ísraela þess efnis að þeir sýndu
meiri lipurð og sveigjanleika í
samningaviðræðunum en til þessa,
en talsmaður Begins sagði brefið
hafa verið einkar vinsamlegt. Þá
neitaði Sharon því, að eirihver
tengsl væru á milli fundar Habibs
og Begins og samkomulags þjóð-
anna.
Það var fyrst og fremst fyrir
tilstilli tillagna Bandaríkja-
manna, að samkomulag náðist.
Segir a.m.k. 55 Afgani
myrta í árás á bænahús
Lundúnunt og Islamahad, 13. janúar. AP.
AFGÖNSK fréttastofa með bæki-
stöðvar í Lundúnum skýrði frá
því í dag, að innrásarher Sovét-
manna hefði orðið a.m.k. 55 Af-
gönum að bana er gerð var árás á
bænahús í litlu þorpi, skammt
norðan höfuðborgarinnar Kabúl.
Fréttastofan, sem heldur því
Nýs tilfellis gin- og klaufa-
veiki verður vart á Fjóni
Knnnmannahiirn 1.3 innunr AP ”
kaupmannahöfn, 13. janúar. AP.
FULLTRÚAR frá danska dýralæknisembættinu hófu í kvöld að aflífa 75
nautgripi og svín á býli á miðhluta Fjóns eftir að vart hafði orðið gin- og
klaufaveiki í dýrunum. Sýni voru tekin úr dýrunum í morgun og niður-
stöður rannsókna staðfestu í kvöld þann grun manna, að um gin- og
klaufaveiki væri að ræða.
Fréttir af þessu nýja tilfelli
berast á sama tíma og Danir
hafa verið að reyna að sannfæra
Bandaríkjamenn og Japani um
að kaupa kjötafurðir af sér á ný
eftir bann á kjötinnflutning frá
Danmörku í þessum löndum í
kjölfar gin- og klaufaveikifar-
aldursins, sem gekk yfir Fjón í
mars á síðasta ári.
Talsmaður landbúnaðarráðun-
eytisins sagði, að þessa nýja til-
fellis hefði orðið vart utan þess
svæðis, sem sjúkdómurinn herj-
aði á í mars. Sagði talsmaðurinn
ennfremur, að ekki væri hægt að
koma auga á bein tengsl á milli
sjúkdómstilfellisins nú og þá.
Strax og sá grunur kom upp,
að um sýkingu kynni að vera var
gripið til mikilla varúrðarráðst-
afana. Nautgripir þeir og svín,
sem um ræðir, voru sett í sóttkví
og þeim tilmælum beint til
bænda á Fjóni, að þeir könnuðu
hvort einhver sjúkdómseinkenni
væri að sjá á nautgripum og
svínum þeirra. Þá voru bændur
ennfremur beðnir um að reyna
að koma í veg fyrir hugsanlega
smithættu með eins strjálum
ferðum á milli einstakra býla og
mögulegt væri.
Fyrsta tilfelli gin- og klaufa-
veiki í 12 ár herjaði á Dani í
mars á síðasta ári. Kom það upp
á Fjóni og breiddist hratt út á
sex vikna tímabili. Varð að
slátra á fimmta þúsund naut-
gripum og svínum af þeim sök-
um.
Báðir aðilar slökuðu þó á kröfum
sínum að vissu marki. í samkom-
ulaginu var tekið tillit til óska
beggja þjóðanna og verður sam-
tímis rætt um öll þau atriði, sem
áður var deilt um. Deilan stóð
fyrst og fremst um í hvaða röð
skyldi ræða atriðin.
Tveir menn létust og nokkrir
slösuðust í dag þegar sprengja
sprakk í bifreið á þjóðveginum
rétt fyrir utan hafnarborgina Sa-
adiyat, um 20 km suður af Beirút.
Þarna er yfirráðasvæði ísraela.
Annar þeirra er lést var ökumaður
bifreiðarinnar, en hinn var
óþekktur.
fram, að hún hafi mjög góð
sambönd við heimaland sitt,
sagði ennfremur að árás þessi
hefði verið gerð skömmu fyrir
áramót í þorpinu Said Khel í
Parwan-héraði.
Samkvæmt upplýsingum
fréttastofunnar var árásin gerð
þegar 25 manns voru saman
komnir til bænahalds. Innan
tveggja mínútna var bænahúsið
orðið að rústum einum.
Fjölda manns dreif að til
hjálpar, ef einhver kynni að
leynast lifandi undir rústunum,
en áður en hægt var að hefjast
handa var önnur árás gerð með
þeim afleiðingum að a.m.k. 30
létust.
Ríkisstjórn Pakistan neitaði
því alfarið í dag, að pakistansk-
ur njósnari hefði verið hand-
tekinn í Kabúl eins og útvarps-
fregnir þaðan hermdu. Tals-
maður stjórnarinnar sagði í
viðtali við fréttamann AP, að
fregnir þessar væru uppspuni
frá rótum.
Hæsta
gullverð í
20 mánuði
Lundúnum, 13. janúar. AP.
GENGI Bandaríkjadollars og
breska pundsins haföi fallið lit-
ilsháttar í dag þegar lokað var
fyrir gjaldeyrisviðskipti í Evrópu.
Á hinn bóginn var verð á gulli og
silfri hærra við lokun markaða í
dag en það hefur verið um 20
mánaða skeið.
Staða breska sterlings-
pundsins batnaði örlítið gagn-
vart dollaranum, en versnaði
gagnvart öðrum gjaldmiðlum.
Margaret Thatcher, forsætis-
ráðherra Breta, flaug heim í
dag frá Falklandseyjum og
fyrsta verkefni hennar eftir
heimkomuna verður að takast
á við vandamál pundsins.
Gullúnsan var skráð hæst á
491 dollara í dag, en skráningin
hljóðaði upp á 487,50 dollara
við lokun markaða í dag. Gull-
verð hefur ekki verið svo hátt
frá því í maí 1981. Þá var verð
á silfri hærra en verið hefur
frá því í marslok 1981.