Morgunblaðið - 14.01.1983, Síða 10

Morgunblaðið - 14.01.1983, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983 Vindsins mjúku hendur Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson Jón Óskar: NÆTURFERÐ. Ljóó um frelsi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1982. Jón Óskar er eitt þeirra skálda sem að ósekju hafa vefið kölluð óskiljanleg. Þá á ég við atóm- skáldakynslóðina sem Jón tilheyr- ir. En Jón hefur alltaf ort ljóst og lipurt. Eiginlega eru flest ljóð hans ættjarðarljóð með einhverj- um hætti. Næturferð er ekki síst dæmi um það hvernig Jón Óskar yrkir um ættjörðina. Og hér er það frelsið eins og svo oft áður sem Jón Óskar vegsamar. Ljóð um frelsi er undir- titill Næturferðar. . Náttfarabálkur heitir fyrsti kafli bókarinnar. Eins og nafnið bendir til er í honum fjallað um Náttfara þann sem kom hingað til lands með Garðari Svavarssyni, en varð eftir þegar Garðar sigldi burt og byggði þar er heitið Nátt- faravík. Með Náttfara var þræll og ambátt. Jón Óskar styðst við Landnámabók, en birtir sína eigin skýringu á frásögn Ara fróða. Hann gerir Náttfara að fyrsta landnámsmanninum, fulltrúa hinna smáðu og kúguðu og þeirra sem ekki mega njóta sannmælis vegna þrælakyns. Það var ekki að skapi norrænan höfðingja. Svipaðar túlkanir á sögu Nátt- fara hafa birst áður. En ambáttin fær líka sína umfjöllun hjá Jóni Óskari og er kölluð fyrsta móðir íslands: „Konan sem landið vigði, enginn snillingur/skrifaði um þig, enginn skáldi orti/um þig, og þú ert nafnlaus, enginn Snorri/kunni að skrá það nafn og enginn hafði/í sögu nafn að gefa þér. Hver varstu?" Sama er að vísu að segja um Náttfara sjálfan: „Náttfari var hann heitinn, sá sem fer/að nóttu til, því nafn hans vissi enginn." Um Náttfarabálk Jóns Óskars gildir það að hann er nýstárlegur vegna þess að fátítt er að íslensk nútímaskáld yrki söguleg ljóð eða láti sagnfræðileg efni skipa svo stórt qám í bókum sínum. Túlkun- in er kannski ekki aðalatriðið. Mestu skiptir að skáldlegt líf ljóðsins opni lesandanum nýja sýn. Það er einkum í hinum ein- földu myndum úr lífi Náttfara og ambáttarinnar í nýju landi sem Jón Óskar nær að höfða til undir- ritaðs lesanda. Það er eins og endurskoðun sögunnar, boðunin, dragi úr áhrifamætti ljóðsins í heild. Lítum á eitt af geðfelldari dæmunum úr þessum bálki. Frelsi í nýju landi nefnist það: Og enn var kvöld, þau hofóu dregid bátinn hátt upp í fjöru, gengið síðan frá og kannað landið meðfram sjó og ofar, en lágu nú í rjóðri uppi í hlíð og sváfu örþreytt, frjáls í nýju landi óvissunnar, vindur þaut í greinum birkitrjánna og neðar heyrðist hljómur sævarins er aldan skall á land, tvö mannabörn í rjóðri hlið við hlið með trjálim eitt að þaki á nýrri jörð heillandi frelsis, vissu ekki neitt hvað gerast mundi, en sváfu ein.s og börn hjá góðri móður eftir strangan dag, og vindur lék um þeirra sofnu brár og kvöldsólin um vindsins mjúku hendur. Sjaldséðir hvítir hrafnar Bókmenntír Sveinbjörn I. Baldvinsson Omar Þ. Halldórsson: ÞETTA VAR NÚ í FYLLIRÍI skáldsaga, 151 bls. Hinir og þessir. Þessi bók kom ekki út fyrr en rétt fyrir jól og hlaut hún því þau dapurlegu örlög að velkjast neðst í bunkum og aftast í röðum á megin bókavertíðinni. Það var ómaklegt. Þessi saga er ein af áhugaverðustu bókum sem ég rakst á í jólabóka- flóðinu að þessu sinni. Efni sögunnar á ytra borði er það, að ungt fólk úr höfuðborginni hyggst eyða jóladögunum í sumar- húsi í sveit fyrir austan fjall. Er fólkið ólíkt í skoðunum og hegðun og verður brátt Ijóst hve þessi munur á fólkinu er djúptækur þegar það fer að vera í svo nánum kynnum, sem frá greinir. Mitt í samdrykkjunni gerast atburðir sem verða til þess að koma róti á hugi allra persónanna, en þrátt fyrir allt virðist afstaða þeirra hverrar um sig og hverrar til ann- arrar, ekki breytast að marki þrátt fyrir sameiginlega og áhrifamikla upplifun. Þetta er ekkert óskaplega frum- legt. Einn úr hópnum verður úti í óveðri. Nútímafólk andspænis ofurmætti æðri afla. Þetta er ekki óalgengt þema í verkum á þessari öld, bæði bókum, leikritum og kvikmyndum. Mér dettur til dæm- is í hug bíómyndin ágæta, „Deli- verance“, eftir sögu James Dick- eys, sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. Það er ekki auðvelt að skrifa skáldsögu, enda þótt þemað sé gamalt. Kannski er aldrei erfiðara að skrifa skáldsögu, en einmitt þá. Sérstaklega ef sagan á að vera góð og skipta einhverju máli. Mér finnst að ómari Þ. Halldórssyni hafi tekist að Ieysa þetta verk af hendi með ágætum. Sagan er sögð á góðu og líflegu máli og sú aðferð höfundarins að leiða lesandann inn í hugskot fleiri en einnar persónu gefur verkinu aukið gildi, þótt ekki fari alveg hjá því að hann verði örlítið ruglaður á stundum, einkum framan af. Þessi frásagnaraðferð gerir geysilegar kröfur til höfundarins, sem verður að fullskapa margar persónur og láta þær allar hafa eitthvað fram að færa sem rétt- lætir þessa tækni. Þetta hefur Ómari tekist. Sumir eru jafnari en aðrir. Ein persónan í sögunni hef- ur meiri vigt en hinar. Það er maður sem nefndur er Urriði. Hann hefur hálfpartinn gefist upp á tilverunni og hún á honum. Þetta verður honum tilefni mikilla vangavelta, sem gæða söguna dýpt sem oftar en ekki er víðsfjarri í nútímaskáldskap. Mér þykir hvað bestur sá kafli sögunnar er fjallar um það, er lík Urriða fannst daginn eftir óveðr. ið. Þar stendur m.a. þetta: „Út undan sér sá hann skugga af manni sem stóð upp á brúninni. Hann leit við og horfði í augu ein- hvers sem hann þekkti ekki. Sá á brúninni fikraði sig niður bratt- ann og klöngraðist yfir til hans. Hann heilsaði ekki en horfði þungbúinn niðrá líkið. Það var óþarfi að spyrja um neitt og lá allt ljóst fyrir. Ég hefði ekki átt að láta hann fara, sagði sá aðkomni. Þú ert maðurinn af bænum? Hinn ansaði ekki og þagði drjúgt. Hann sagði sér væri óhætt. Hann andvarpaði og sagði eitt einmana djöfulsins. Svo mundi hann að hann var með húfu á höfðinu og tók hana ofan. Þeir heyrðu í fulltrúanum uppí brekkunni en litu ekki við, horfðu hreyfingarlausir niðrá frosinn lík- amann og virtust hugsi. Full- trúinn settist í snjóinn og blés mæðinni. Það hafði verið of snemmt að segja nokkuð þarna áðan, nú var eins og það væri of seint." (Bls. 136). Ég held að þessi litli kafli gefi allgóða hugmynd um þann anda og þann stíl sem er yfir þessari sögu og ég held líka að af honum megi greina nokkuð um það hvernig þessi saga er ólík flestum þeim sem nú líta dagsins ijós. Hér er ekki hikað við að fjalla um mannlegar tilfinningar og drama- tíska atburði og ekki fallið í þá gryfju að skrifa bara eitthvað fyndið eða hnyttið eða sniðugt eða hæðið af ótta við að skrifa um eitthvað sem raunverulegu máli skiptir. Ég held, að þrátt fyrir ein- hverja annmarka, sé þessi skáld- saga eitt merkasta bókmennta- verk ársins 1982 og óska ég Ómari og væntanlegum lesendum til hamingju með það. Gildi þess er kannski ekki helst fólgið í sjálfri frásögninni, heldur viðleitninni til að skrifa eitthvað sem skiptir máli. Sjaldséðir hvítir hrafnar. Fáskrúðsfjörður: Afli togaranna minni 1982 en árið áður Ká.skrúðsfirði, 12. janúar. 8. JANÚAR landaði Ljósafellið 56 lestum af fiski, er það fyrsti aflinn sem berst hér á land eftir áramót, og daginn eftir landaði Hoffeíl 84 lest- um. í fyrra aflaði Ljósafellið 3.022 lesta alls og var aflaverðmæti 17 milljónir rúmar og Hoffell landaði alls 3.202 lestum og aflaverðmæti tæpar 17 milljónir. Samtals eru þetta 6.424 lcstir en árið 1981 öfluðu tog- ararnir samtals 7.737 lesta. Af þvi var landað erlendis og á öðrum höfnum sem næst 1.000 lestum. Af þessu má sjá að toppárið, sem Gísli Jónatansson vísar til vegna fréttar um atvinnuleysi 6. janúar síðastliðinn, er kannski ekki alveg eins mikið og hann vill vera láta. Hér á Fáskrúðsfirði hef- ur sem betur fer ekki þurft að skrá menn atvinnulausa í jafnlangan tíma og raun ber vitni nú, en byrj- að var að skrá atvinnulausa 1. nóvember síðastliðinn og jókst skráningin jafnt og þétt og náði hámarki 10. þessa mánaðar er 90 manns voru skráðir atvinnulausir. í dag, 12. janúar, eru 36 skráðir atvinnulausir og þessar upplýs- ingar um atvinnuleysisskráningu eru fengnar hjá skrifstofu sveitar- stjóra. Þess má geta að ungmenni, sem hafa komið heim í jólaleyfi, hafa yfirleitt fengið vinnu í jóla- fríinu og yfirleitt við það, sem Gísli minntist á í athugasemd sinni, að dytta að skipum og hús- um, en svo var ekki nú. Hann vill kannski hafa það eins og forsæt- isráðherrann okkar, þegar hann vitnar í „Sálarskip" Bólu-Hjálm- ars og fá menn til að horfa til fortíðarinnar. — Albert Jón Óskar Það er skemmtileg hrynjandi í þessu ljóði, reynar einkenni flestra ljóðanna í Næturferð, en ekki tel ég nauðsynlegt að geta þess að frelsið sé heillandi; aftur á móti er línan um það hvernig kvöldsólin leikur um vindsins mjúku hendur skáldskapur sem ekki verður fundið að. Frelsi og haf, annar kafli Næt- urferðar, færir okkur bernsku- minningar skáldsins frá Akranesi, reynt er að gæða ljóðin lífi barns- legrar skynjunar og tekst stund- um vel eins og í Fiskhjallar við sjóinn: Lífið er þarna, þarna milli tveggja fiskhjalla þarna milli veggja tveggja húsa. Þegar Sigga fer um í ljósaskiptunum, þá er sæskrímsli hinumegin við húsin, í flæðarmálinu, þarna hinumegin þarna hinumegin. í þriðja kafla. Horft í skuggsjá, er aftur ort um söguleg efni og vikið að stéttabaráttu, yfirleitt eru þetta gagnrýnin ljóð á sam- tímann. En í fjórða og síðasta kafla bókarinnar hefur þessi gagnrýni breyst í vonbrigði. Góð- glaður maður í rútubíl, Magnús frá Hvammstanga, sem kann skil á ljóði og sögu og syngur af hjart- ans lyst, lætur nú ekki lengur í sér heyra meðal ferðamanna. I stað- inn fylla ærandi tónar bílinn. Næturferð hefur nokkra sér- stöðu meðal ljóðabóka Jóns Óskars. Hann hefur ekki fyrr orðað hugsun sína á jafn nakinn hátt. Þetta er oft gert á kostnað ljóðanna sem slíkra, þau verða full hversdagsleg á köflum og gefin fyrir yfirlýsingar. En í sumum þeirra er smitandi líf, gáski og frumleiki. Með kostum sínum og göllum ér Næturferð dæmigerð fyrir höfund sinn eins og hann er í dag. Getum við krafist annars? Islenskur jazz í miklum blóma Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Jakob Magnússon. Tvær systur. Steinar 057. Fyrir nokkru sendi Jakob Magnússon frá sér nýja plötu sem hann kallar „Tvær systur". Þar heldur hann áfram þar sem frá var horfið á hinni frábæru „Special Treatment" nema hvað nú er jazzrokkið þyngra. Jakob er óhræddur að reyna nýtt og hefur það ef til vill verið honum bæði til góðs og ills. Hann hefur ekki staðnað í ákveðnu formi hingað til en hefur á móti ekki tekist að þróa neitt af sinni tón- list áfram. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég fékk þessa plötu til um- sagnar var: „Enn ein jazzplat- an!“ Á árinu hafa komið út einar fimm jazzplötur og litli mark- aðurinn hér á landi ætti því að vera orðinn mettaður. En þegar betur er að gáð þá lítur málið ekki þannig út. Mezzo^orte eiga ugglaust bestu íslensku jazzplöt- una í ár, þar sem þeir fást við jazzrokk eins og það gerist best. Guðmundur Ingólfsson og Nýja kompaníið sendu frá sér góðar plötur í dálítið öðrum dúr en Mezzo. Einnig gaf Björn Thor- oddsen út sína fyrstu sólóplötu og verður hún að teljast mjög góð byrjun. Hann er meira í átt til „fusion" og þar má heyra hversu frábær gítarleikari Björn er orðinn. Fimmta jazzplatan og sú nýjasta er plata Jakobs. Til glöggvunar þá er hann á svipuð- um slóðum og Mezzo nema hvað hann er ekki eins rokkaður og tónlistin er frjálsari. Eins og fyrr segir þá virkaði platan þung í fyrstu og ekki nærri eins aðlaðandi og áður- nefndar íslenskar jazzplötur. Frábær hljóðfæraleikur vakti þó strax athygli mína enda eru meðspilarar Jakobs ekki af verri endanum. Um gítarleikinn sér Mike Landau og mun það vera sá hinn sami og heillaði mig upp úr skónum á nýútkominni Joni Mitchell-plötu „Wild Things run fast“. Með Jakobi er hann víst ekki eins stórfenglegur en að vita að þetta sé sami maðurinn er nóg, að minnsta kosti fyrir mig. Sama er að segja um trommarann Vinnie Colaiuta. Hann spilar einnig með Joni á áðurnefndri plötu, hreint frábær trommari. Tveir bassaleikarar eru nefndir á plötuumslaginu og ekki veit ég hvor þeirra á í hlut í laginu „Fingrarím". í sjálfu sér skiptir það ekki höfuðmáli en meðferðin á bassanum, tæknin og allt í hljóðfæraleiknum. skip- ar þeim sem í hlut á í röð þeirra bestu ef hann er það ekki nú þeg- ar. Jakob lætur heldur hvergi bilbug á sér finna. Ég sagði fyrr að honum hefði ekki tekist að þróa þá tónlist sem hann hefur fengist við í gegnum árin en svo sannarlega er hann á réttri braut hvað hljóðfæraleik varðar. Um það ber platan „Tvær syst- ur“ glöggt vitni. Hversu seintek- in platan er, er sennilega vegna þess hve lögin eru frjáls. Fastri laglínu er ekki fylgt út í ystu æsar heldur er leikið af fingrum fram. Eflaust verður þessi plata ekki talin eins góð og „Special Treat- ment“ eða „Jack Magnet", enda platan ekki gallalaus. Það tvennt sem ég fann mest fyrir er um- slagið og upplýsingaskortur. Gul innihaldslaus, fráhrindandi mynd venst ekki þó tónlistin geri það. Svo hefur það oft viljað brenna við að allra nauðsynleg- ustu upplýsingar vanti og er það miður. Eg trúi því ekki að það sé svo mikill aukakostnaður að því beri að sleppa. „Tvær systur" Jakobs þurfa tíma og þeim tíma er ekki illa varið. Að minnsta kosti þá vona ég að Jakob haldi áfram að taka með sér góða spilamenn á plötur sínar, hvar svo sem það verður í tónlistinni. FM/AM.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.