Morgunblaðið - 14.01.1983, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983
11
Himmel og helvede ,
eftir Kirsten Thorup
91,7% gjalda inn-
heimtust á Akureyri
Erlendar
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Himmel og helvede, eftir Kirst-
en Thorup, tveggja binda skáld-
verk sem kom út í Danmörku
skömmu fyrir síðustu jól, hefur
verið þar mjög umrætt, mikið les-
ið og gagnrýnendur hafa lokið á
verkið lofsorði og talið þetta meiri
háttar bókmenntaviðburð. Það er
sjáifsagt vel hægt að fallast á
margt gott um þetta verk, þó svo
að uppbygging sögunnar sé alllos-
araleg á stundum og höfundur víki
einnig allskringilega frá sögu-
þræðinum langtímum saman, þeg-
ar honum dettur í hug að gera skil
persónum, sem fyrir tilviljun
skjóta upp kollinum.
Engu að síður heldur þessi
langa saga athygli manns frá upp-
hafi til enda. Það er ærið afrek út
af fyrir sig. Og hún er áleitin,
skemmtileg og vitsmunaleg. Kalla
mætti hana meðvitaða, ef það
væri ekki ofbrúkaður frasi.
Erfitt er að rekja söguþráðinn,
svo að gagn sé að. En kannski
mætti byrja á að segja frá fröken
Agnete Andersen, enda hefst sag-
an á henni og til að byrja með
lítur út fyrir, að hún verði burðar-
ás bókarinnar. Frk. Andersen hef-
ur starfað á læknastofu, en nú
verður hún að hætta sakir þess að
læknirinn er orðinn aldurhniginn
og hættir störfum. Það kippir
stoðum undan tilveru hennar, en
hún kemst þá í kynni við útlend
hjón, Jasmin, sem er rugluð eða
gædd spádómshæfileikum, nema
hvort tveggja sé, svo og Bols, mað-
ur hennar, hvimleiður maður með
afbrigðum. Þau skjóta yfir hana
skjólshúsi um hríð og verður sam-
band hennar við þau afdrifaríkt
þeim öllum. Síðan fer eins og í
ævintýrunum, frk. Andersen erfir
stóreignir eftir lækninn. Er hún
nú úr sögunni í bili — og reyndar
býsna lengi. Er þá tekið til við
hjónin Bols og Jasmin en síðan
Maria dóttir þeirra í sviðsljósinu
og það er hún sem er höfuðper-
sóna bókarinnar og sú sem öllu
máli skiptir. Hún hefur verið
neydd til að hefja nám í fiðluleik,
barn að aldri, og líklega aldrei átt
neina æsku. Hún gerir síðan upp-
reisn gegn umhverfi sínu með því
að flytja til Jonnis, hann er þjónn
að atvinnu og hneigist til karla, en
hefur þörf fyrir að vera með kon-
um og sýna getu sína þar líka.
Upphefst þá samband þeirra, sem
er fjölskrúðugt og inn á milli öld-
ungis frábærar lýsingar hvað
stemningu og persónur snertir.
Maria hættir fiðlunáminu, lifir
fyrir Jonni, en vitanlega fær það
ekki staðizt. Sambandið fyllir
hana æ meiri örvæntingu, loks
flýr hún til vinkonu sinnar í Wal-
es, lendir þar á LSD-trippi, og
munar engu að hún bíði af því var-
aniegt tjón. Fer heim og hefur þá
fyrir skömmu aftur komið til sög-
unnar frk. Andersen, sem hefur
varið auðæfum sínum í að kaupa
hús á Vesterbro og rekur þar
hóruhús af hinum mesta skör-
ungsskap. Þegar Maria er komin
heim hefur hún áttað sig á því að
lífið er að renna henni úr greipum
og hún er komin að krossgötum í
lífu sínu. Hún ákveður að fara aft-
Kirsten Thorup
ur í tónlistarnám, giftist leigubíl-
stjóranum John og það virðist
ætla að lánast bara þokkalega.
Margs mætti spyrja að loknum
lestri þessarar sögu. Mér skilst t.d.
að Kirsten Thorup hafi áður skrif-
að sams konar verk um stúlkuna
Jonnu og hún sé sögumaður þess-
arar bókar og John bróðir hennar.
Sögumaður og hlutverk hans er
gersamlega út í bláinn í þessu
verki og skiptir ekki minnsta máli.
Spyrja mætti á hvaða bókmennta-
hefð Kirsten Thorup byggi. Við
því er kannski ekkert svar og
kannski mörg. Melódrama eins og
hjá Bronté-systrum, hörkulegar
lýsingar á pólitísku ofbeldi og
valdbeitingu lögreglunnar, und-
arlegar uppákomur í anda Balzac,
langanir og draumar eins og í af-
þreyingabókum.
Svona mætti lengi telja. Höf-
undur brýtur eiginlega öll lögmál
skáldsögunnar. Og stendur þó eft-
ir með pálmann í höndum. Það er
einhver sérstæður galdur sem
Kirsten Thorup hefur á valdi sínu
og er ekki allra.
Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar
6. janúar sl. gerði bæjarritari
grein fyrir innheimtu bæjar-
gjalda á árinu 1982. Samtals
voru t,'l innheimtu að meðtöld-
um dráttarvöxtum kr.
YKIRNEFND Verölagsráðs sjávarút-
vegsins ákvaö á fundi sl. miðvikudag
eftirfarandi lágmarksverð á rækju frá
I. janúar til 28. febrúar 1983.
Kækja, nskelflett í vinnsluhæfu
ástandi:
a) 160 stk. í kg eða færri í kg,
hvert kg .................. kr. 13,44
b) 161 til 180 stk. í kg,
hvert kg .................. kr. 11,71
c) 181 til 200 stk. í kg,
hvert kg ................. kr. 10,84
d) 201 til 220 stk í kg,
hvert kg .................. kr. 10,46
e) 221 til 240 stk. í kg,
hvert kg .................. kr. 9,38
f) 241 til 260 stk. í kg,
hvert kg .................. kr. 8,54
g) 261 til 350 stk. í kg,
hvertkg .................... kr. ,71
h) 351 stk og fleiri í kg,
hvert kg.....'............. kr. 4,20
Afhendingarskilmálar eru óbreytt-
ir.
Hækkunin nemur að meðaltali
28,1% miðað við aflasamsetningu
janúar—apríl 1982.
Verðið var ákveðið af oddamanni
og fulltrúum seljenda í nefndinni
gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda.
I yfirnefndinni áttu sæti: Bolli Þór
Bollason, oddamaður, Ágúst Einars-
146.957.612.-, þar af innheimt-
ust kr. 134.772.153.- eða 91,7%.
Af útsvörum og aðstöðugjöld-
um innheimtust 92,2% af fast-
eignagjöldum 96,3% og af
dráttarvöxtum 63,5%.
son og Ingólfur Stefánsson voru full-
trúar seljenda, Árni Benediktsson og
Marías Þ. Guðmundsson fulltrúar
kaupenda.
Skýring-
ar gefnar
út við Tarot-
spilin
KOMINN er út skýringabæklingur
„Tarot á Vatnsberaöld", sem Edda
Geirsdóttir hefur tekið saman. Þar
er að finna hagnýtar upplýsingar um
lagnir og lestur Tarot-spilanna, þar
sem skýrt er með máli og myndum,
hvernig á að leggja Tarot-spilin og
túlka síðan, þau sem upp koma. Er
hvert spil útskýrt fyrir sig og síðan
hvernig lesa megi úr hverri „lögn“
fyrir sig.
Tarot-spilin eru 78 og þau eru
skreytt með myndum og táknum.
Spilunum er skipt í tvo hluta,
Major og Minor Arcana. Fyrstu 22
spilin í Tarot eru kölluð Major
Arcana og bera þau táknrænar
myndir af þjóð- og goðsagna-
persónum, en nöfnin eru oft tengd
trúarbrögðum og dulvísindum.
Næstu 56 spil, Minor Arcana,
skiptast svo í fjórar mismunandi
gerðir. Eitt Tarot-spil er ónúmer-
að, Fíflið, og er það haft með í
nútímaspilastokknum.
Útgefandi „Tarot á Vatnsbera-
öld“ er Kiljuforlagið.
Kammertónleikar
Tónlist
Egill Friöleifsson
Bústaðakirkja 12. janúar 1983.
Flytjendur: Guðný Guðmundsdótt-
ir, Mark Reedman ásamt 6 nem-
endum úr Tónlistarskólanum í
Reykjavík.
Verkefni eftir W.A. Mozart, A.
Dvorák, R. Strauss og G.F. Hánd-
el.
Aðrir tónleikar Kammermús-
íkklúbbsins á þessu starfsári
fóru fram í Bústaðakirkju sl.
miðvikudagskvöld. Flytjendur
voru Guðný Guðmundsdóttir,
Mark Reedman ásamt 6 nemend-
um Tónlistarskólans í Reykja-
vík, en þeir voru fiðluleikararnir
Auður Hafsteinsdóttir, Sigrún
Eðvaldsdóttir, Sigurlaug Eð-
valdsdóttir, Guðrún Þórarins-
dóttir er lék á víólu og sellóleik-
ararnir Bryndís Halla Gylfa-
dóttir og Bryndís Björgvinsdótt-
ir.
Þau Guðný og Mark hafa unn-
ið frábært starf sem uppalendur
fiðlunga við Tónlistarskólann í
Reykjavík á undanförnum árum.
Strengjasveit skólans leikur nú
með áður óþekktum ágætum,
þegar talað er um nemenda-
hljómsveit, og ber kennurum
sínum fagurt vitni.
Tónleikarnir hófust á Dúói
fyrir fiðlu og víólu k. 423 eftir
Mozart er þau Guðný og Mark
léku. Þetta er fallegt verk og
fínlegt. Því færri sem raddirnar
eru, því gegnsærra er verkið og
viðkvæmara fyrir minnstu
hnökrum. Þau Guðný og Mark
léku verkið með öryggi atvinnu-
mannsins, en tæpast af þeim
léttleika og mýkt, sem fer Moz-
art svo vel. Áreiðanlega er ekki
auðvelt að hefja tónleika með
jafn krefjandi tónsmíð, a.m.k.
tókst þeim mun betur upp í
verkinu er var síðast á efnis-
skránni og var einnig eftir Moz-
art, nefnilega Strengjakvintett í
g-moll k. 516.
Antonin Dvorák var næstur í
röðinni með Terzetto fyrir tvær
fiðlur og víólu í C-dúr op. 74. Til
liðs við þau Guðnýju og Mark
kom nú Garðbæingurinn snjalli
Sigrún Eðvaldsdóttir og lék á 1.
púlti. Sigrún hefur hlotið mikið
og verðskuldað lof fyrir leik sinn
að undanförnu og mikið ansi lék
hún vel í þessu rómantíska verki.
Tónn hennar er óvenju fagur,
tækni góð og túlkun ótrúlega
innihaldsrík, þegar haft er í
huga hve ung hún er. Sigrún er
vissulega ein þeirra, sem guðirn-
ir elska. Vonandi tekst henni
sem best að þroska þá hæfileika,
sem forsjónin hefur gætt hana í
óvenju ríkum mæli.
Næst mátti heyra strengja-
sextett, forleikinn að óperunni
„Capriccio" eftir R. Strauss, vel
skrifað verk og áheyrilegt. Nem-
endurnir nutu sín vel við hlið
meistara sinna, þó nokkuð hall-
aði á sellóin á stundum, sem
hefðu mátt svara ákefð fiðiung-
anna með meiri snerpu.
Að hléi loknu léku þau Guðný
og Mark Passacagliu í g-moll
eftir G.F. Hándel, sem sótt er í
svítu nr. 7 fyrir sembal, en um-
rituð fyrir fiðlu og víólu af Jo-
han Halvorsen. Ekki er ég
sannfærður um að þessi um-
breyting Passacagliunnar sé til
bóta nema síður sé. Þó er for-
vitnilegt að heyra þennan vel
þekkta þátt í öðrum klæðum.
Tónleikunum lauk svo sem fyrr
segir með Strengjakvintett K..
516 eftir Mozart og var þar
margt vel gert, ekki síst þriðji
kaflinn er ber yfirskriftina
Adagio ma non troppo. Nemend-
urnir stóðu sig allir vel á þessum
konsert. Það eykur bjartsýni og
trú á tónmenntir framtíðarinnar
að heyra ungt hæfileikafólk
leika af jafn mikilli reisn. Von-
andi eiga þessar dugnaðarstelp-
ur eftir að fara út á akurinn og
breiða út' meðal landa vorra
leyndardóma listarinnar.
Kannske rætist gamla óskin er
Hallgrímur Helgason setti einu
sinni fram að mig minnir, nefni-
lega „fiðla í hvern fjörð“.
Lágmarksverð á rækju
hækkar að meðaltali um 28%
færð þú allt sem
allt annað sem