Morgunblaðið - 14.01.1983, Side 12

Morgunblaðið - 14.01.1983, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MAGNÚS SIGURÐSSON Nýjustu eldflaugar Rússa á hersýningu í Moskvu. Áróðurskeimur er af friðartillögum Rússa UMR/RÐUR um vígbúnað og afvopnun eiga eftir að verða ofarlega á baugi í alþjóðaumræðum á því ári, sem nú er nýbyrjað. Að mörgu leyti er hér um svo flókið og tæknilegt efni að ræða, að menn þurfa helzt aö ráða yfir sérþekkingu til þess að geta gert sér grein fyrir öllum hliðum málsins. Samt eru fá málefni, ef nokkur, sem skipta jafn miklu máli fyrir heimsbyggðina alla, enda eru eyðileggingarvopnin jafn hættuleg í austri sem í vestri. Hinn 21. desember sl. bauðst Yuri Andropov, leiðtogi Sovétríkjanna til þess að láta fækka meðaldrægum eldflaug- um Rússa í 162, sem er saman- lagður fjöldi þeirra eldflauga, er Bretar og Frakkar eiga. For- senda þessa boðs var þó, að Atl- antshafsbandalagið hætti við fyrirhuguð áform um að koma fyrir nýjum bandarískum eld- flaugum í Vestur-Evrópu. Eins og er ráða Rússar yfir 333 nýjum eldflaugum af gerðinni SS-20 og er hver þeirra búin þremur kjarnaoddum. Af þessum eld- flaugum erú 220 innan skotfæris við Vestur-Evrópu. Af hálfu NATO-ríkjanna var boði Andropovs hafnað fyrst og fremst á þeim forsendum, að þar var engin grein gerð fyrir því, með hvaða hætti Sovétríkin hygðust fækka eldflagum sínum í Evrópu. Því væri algerlega ósvarað, hvort Rússar hygðust eyðileggja eldflaugar sínar eða aðeins flytja þær til. í síðara til- fellinu gætu þeir auðveldlega og það með litlum fyrirvara flutt eldflaugarnar aftur á fyrri stað þeirra innan árásarfæris gagn- vart Vestur-Evrópu. I síðustu viku komu leiðtogar aðildarríkja Varsjárbandalags- ins saman til fundar í Prag. Að honum loknum var birt 7.000 orða yfirlýsing, sem hafði að geyma tillögur um griðasátt- mála við NATO. Var þar tekið fram, að friður í heiminum væri í enn meira mæli en áður kom- inn undir því, hvort takast mætti að draga úr tortryggni milli aðildarríkja hernaðar- bandalaganna tveggja. Með æssum tillögum var í raun verið að leggja fram að nýju tillögur en með breyttu formi, sem stjórnvöld í Kreml báru fram á árunum eftir 1950. Samkvæmt þeim eiga aðildarríki bandalag- anna tveggja að skuldbinda sig gagnkvæmt til þess að beita hvorki kjarnorkuvopnum né öðr- um vopnum að fyrra bragði. Hugmyndir um griðasáttmála milli austurs og vesturs litu fyrst dagsins ljós árið 1955 á fundi æðstu manna Sovétríkj- anna, Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. Þáverandi for- sætisráðherra Rússa, Nikolai Bulganin, bar þá fram tillögur um griðasáttmála, sem skyldi vera skref í þá átt að leggja niður bæði hernaðarbandalögin. Þessum tillögum var hafnað af hálfu Vesturveldanna, sem héldu því fram, að þeim væri ætlað að veikja NATO og aðskilja Vest- ur-Þýzkaland frá Vesturlöndum. Mörgum vestrænum stjórn- málafréttariturum hefur þótt vera áróðursbragð af tillögum Rússa nú og að þær séu fyrst og fremst þáttur í þeirri viðleitni að koma í veg fyrir áform NATO um að koma fyrir bandarískum meðaldrægum eldflagum í Vest- ur-Evrópu, sem vegið geti upp á móti yfirburðum Sovétríkjanna á þessu sviði. Sé tillögum Rússa einkum ætlað að hafa áhrif á Vestur-Þjóðverja, en í Vestur- Þýzkalandi er einmitt fyrirhug- að að setja upp 108 eldflaugar af gerðinni Pershing II. Bandarísk stjórnvöld hafa tekið dræmt í þessar tillögur Sovétríkjanna en þó sagt, að þær yrðu skoðaðar gaumgæfilega. „Við vitum það af biturri reynslu áranna milli heimsstyrjaldanna tveggja," sagði John Hughes, blaðafulltrúi bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, „að yfirlýs- ingar einar saman um friðsam- legan ásetning duga skammt. Það, sem heimurinn þarfnast, eru raunhæfar aðgerðir, sem ekki myndu einungis minnka hættuna á stríði, heldur jafn- framt efla gagnkvæmt traust á milli þjóða. Friður verður alltaf forgangsmarkmið Bandaríkja- manna. Við erum og verðum alltaf reiðubúnir til þess að taka til athugunar allar hugmyndir, sem í raun og veru miða að því að tryggja frið og viljum vinna að því að finna friðsamlega lausn á deilumálum milli þjóða." Þá tók Hughes það fram, að á fundi æstu manna NATO-ríkj- anna í Bonn í fyrra hefði því ver- ið lýst yfir, að kjarnorkuvopnum yrði aldrei beitt nema til þess að svara árás. Hann bætti því ennfremur við, að ákvæðin um friðarsáttmála milii þjóða væru á meðal mikilvægustu ákvæð- anna í sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hans-Jochen Vogel, kanslara- efni jafnaðarmanna í Vestur- Þýzkalandi hefur tekið betur í tillögur Sovétstjórnarinnar nú og hefur látið hafa eftir sér, að þær stefndu í rétta átt. Hann fór í síðustu viku til Washington til viðræðna við Reagan forseta og Schultz utanríkisráðherra. Að þeim loknum kvaðst hann ekki vera sannfærður um nauðsyn þess, að Bandaríkjamenn komi fyrir nýjum eldflaugum í Vest- ur-Evrópu. Síðan fór hann svo í tveggja daga ferðalag til Moskvu, þar sem hann átti m.a. viðræður við Andropov. Að þeim loknum lýsti Vogel því yfir, að hann væri vongóður um, að Bandaríkjamenn og Rússar ættu eftir að ná samkomulagi um fækkun kjarnorkueldflauga. En þess verður að gæta, að Vogel 4 fyrir höndum þingkosn- ingar í Vestur-Þýzkalandi í marz nk. og hann er þegar farinn að viðra sig við þá, sem eru til vinstri í flokki hans til þess að tryggja sér og flokki sínum, jafnaðarmönnum, atkvæði þeirra. För Vogels, fyrst til Washington og síðan til Moskvu, er kannski miklu fremur upp- hafið á kosningabaráttu hans en ásetningur um að hafa sjálfur áhrif á þær viðræður um afvopn- unarmál, sem framundan eru milli vesturs og austurs. Erum við öll blind? - eftir Halldór Jónsson, verkfrœðing I búðarhillunni er vöfflujárn. Á verðmiðanum stendur að það kosti 1.695 kr. Mikið eru nú vöfflur góð- ar. En mikið er þetta járn annars dýrt, fyrir ári kostaði það 860 kr. í sömu hillu, hefur hækkað um 97%, án þess að hafa hækkað nema 4% erlendis. Álagning hefur þó lækkað um 1% innanlands þar á móti. Þessi kostnaðarskipting gildir í megindráttum um innflutning á vöfflujárnum, sem og öðrum rafknúnum heimilistækjum: Ríkið fær í sinn hlut 53%, (sölu- skattur 23,5%, tollur 80% og vöru- gjald 32%). Framleiðandinn fær í sinn hlut 22%. Kostnaður (flutningsgjald, vá- trygging, bankakostn.) 7%, heild- söluálagning 4,8%. Smásöluálagning 13,5%. Hver okrar á þeim sem langar í vöfflur? Verslunin segir Grýla í Þjóðvilj- anum. Vextirnir hjá ríkissjóði eru 5% á mánuði, ef þú skuldar opinb- er gjöld. Ef vara er óseld í 48 daga frá tollafgreiðslu kostar það 8%. Aðstöðugjald er 1,3% hvort sem grætt er eða tapað. Ætli verslunin sé of sæl með sinn hlut til þess að borga kaup, frídaga og fjarvistir afgreiðslufólks, rýrnun (búðar- þjófnað), innkaup á óseljanlegum vörum, húsnæði, hita, rafmagn, síma o.s.frv. Ríkið hirðir 53% af verðinu í sinn hlut staðgreitt. Enginn veit hvort það er sann- gjarnt eða ekki. Það bara er svona og öllum virðist vera sama. Við virðumst öll vera blind á fjár- málaframferði opinberra aðila. Hólmadrangur, Kísilmálmur, Krafla og Járnblendi. Við ypptum bara öxlum og virðist vera fjand- ans sama. Því vekja kaupmenn ekki at- hygli á hlut ríkissjóðs í verði há- tollavöru, sem engu að síður er þáttur í daglegu lífi, þó „óþarfi" sé skv. skilgreiningu framsóknar- manna? Þá værum við minnt dag- lega á tilvist kerfisins. Fólkið stynur yfir slaknandi lífskjörum sínum. Innblásnir landsfeðurnir úr Framsókn og AI- þýðubandalagi, yfirkomnir af um- hyggju fyrir alþýðunni, svipta hana 9,79% af umsömdu kaupi sínu 1. desember, því að þeir ætla að hafa hemil á verðbólgu. (Sömu aðilar fögnuðu kjarasamningun- um þegar þeir voru gerðir.) Verð- bólgan er nú kannske að verða 100% á ársgrundvelli og er það íslandsmet. Varanlegur minnis- varði niðurtalningarstjórnarinn- ar? Utanaðkomandi áhrif? Afla- brestur? Á móti þessari niður- stöðu niðurtalningarinnar er svo útdeilt láglaunabótum, allt upp í deildarstjóra í bönkum, sem fé- lagsmálaaðgerð, og orlofsdögum fjölgað. Ekkert útflutningsbann er sett núna þó kaupskerðingin sé meiri en 1977. Skyldi Guðmundur J. vera í Stykkishólmi þessa daga? Neyðaráætlanir hinna óréttkjörnu Nú ætlar félagi Svavar að bjarga efnahagsmálum þjóðarinn- ar með því að bjóða þjóðinni upp á fjögurra ára neyðaráætlun. Til þess að bjarga henni úr því foraði, sem fjögurra ára stjórnarseta óréttkjörinna fulltrúa Framsókn- ar, fulltrúa Alþýðubandalagsins og meðreiðarsveina þeirra er búin að koma henni í. Boðaðar eru nú af þessum flokkum innflutnings- hömlur á „óþarfa", skv. nánari skilningi þeirra, væntanlega vöfflujárn, brauðristar o.s.frv. meðtalin. Ríkissjóður virðist nú Halldór Jónsson verkfr. „Ingólfur á Hellu lýsir því grátbroslega í endurminn- ingum sínum, hvernig bóndi fékk aðeins með herkjum leyfi til þess að kaupa sér klofhá gúmmí- stígvél á velmektardögum Framsóknar 1943. Ungir kjósendur geta ekki mun- að og trúa því kannske ekki núna, að það eru ekki nema 22 ár síðan epli fengust aðeins á íslandi fyrir jólin. Trúi þjóðin því, að félagi Svavar og Stein- grímur hafi nú betri lausn- ir en þeir hafa boðið uppá síðustu ár, þá kýs hún þá sjálfsagt og þeirra flokka fram.“ kannske verða sá aðili sem fyrst kemst í neyð í áætluninni, skv. áð- urnefndum verðútreikningi 4 væntanlegum óþarfa, s.s. vöfflu- járnum, brauðristum, þvottavél- um, svo ekki sé talað um bíla, vatnsklósett og þvílíkan óþarfa skv. skilningi ríkissjóðs. Ingólfur á Hellu lýsir því í endurminningum sínum hvernig bóndi fékk aðeins með herkjum leyfi til þess að kaupa sér klofhá gúmmístígvél á velmektardögum Framsóknar 1943. Ungir kjósend- ur geta ekki munað og trúa því kannske ekki núna, að það eru ekki nema 22 ár síðan epli fengust aðeins á íslandi fyrir jólin. Trúi þjóðin því, að félagi Svavar og Steingrímur hafi nú betri lausnir en þeir hafa boðið uppá síðustu ár, þá kýs hún þá sjálfsagt og þeirra flokka áfram. Og þó hún kjósi þá ekki, fær hún þeirra efnahagsstefnu líklega samt, vegna þess að Island er í raun ekki lýðræðisríki. Því þar eru grundvallarmannréttindi eins og kosningaréttur fótum troðin, en þingmenn verzla purkunarlaust innbyrðis með það hver eigi að hafa meiri rétt og hver minni og láta jafnvel þar persónulegar skoðanir sínar falar fyrir stundar- frið. Það væri vel hægt að koma á jöfnuði atkvæða með fækkun þingmanna og óbreyttri kjör- dæmaskipan. Með því aðeins að leggja niður alla uppbótarþing- menn, en að hver hinna 49 kjör- dæmakosinna fái atkvæði á Al- þingi með vægi uppá 2 aukastafi í hlutfalli við kjósendafjölda í kjör- dæminu. Þannig myndu t.d. Geir Hallgrímsson og Ólafur Jóhann- esson fá 2,96 atkvæði hvor meðan Sverrir Hermannsson og Hjörleif- ur Guttormsson hefðu 1 atkvæði hvor á Alþingi. Þætti einhverjum það kannske vonum seinna. Með vasatölvu ættu forsetar Alþingis að geta bókað atkvæðagreiðslur á réttan hátt í þessu kerfi. En til breytinga á atkvæðamisvægis- kerfinu er „vilji allt sem þarf“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.