Morgunblaðið - 14.01.1983, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983
13
Hann er bara ekki fyrir hendi
hjá valdhöfunum við Austurvöll.
„Á sjálfan þig er hrís“
Einkennilegt fólk þessir íslend-
ingar. Þeir virðast vilja láta berja
sig og kúga. Ef að þeir hafa ekki
Dani til þess, þá gera þeir það
sjálfir. Nú er fiskurinn á undan-
haldi og með honum öll verðmæta-
sköpun, en rándýrum aflaskipum
fjölgar ört í veiðileysunni. Fall-
vötnin renna óbeizluð til sjávar
vegna hins stjórnmálalega
glundroða. Stórkostlegar vatns-
orkuvirkjanir rísa nú í 3. heimin-
um og laða til sín erlenda sam-
starfsaðila, meðan tiltrú heimsins
á okkur þverr vegna kotamennsku
okkar, sem birtist hvað dæmigerð-
ust í hegðun Hjörleifs gagnvart
Alusuisse og hefur kostað okkur
mörg mill. Kannske erum við að
missa af vagninum í stóriðju-
málum fyrir alla vitleysuna.
Svar okkar við versnandi lífs-
kjörum er dæmigert: Við lækkum
fyrst kaupið, fjölgum svo frídög-
um, greiðum þar næst út lág-
launabætur og setjum um leið sem
flest okkar fyrirtæki í þrot með
rangri verðlagningu í „félagsleg-
um tilgangi". Svo þegar dæmið
gengur ekki lengur upp, þá bjarga
snillingarnir í Arnarhvoli í horn
með því að hækka fiskverð og
stöðva gengisskráninguna með
ábúðarmiklu fasi og kliðmjúkum
ræðum. Allir vita hvað það þýðir
núorðið: þrengingar fyrir mig og
þig-
Það er eins og við vitum ekkert
unaðslegra en að velta okkur upp
úr skorti og kreppu, „baráttu gegn
verðbólgu", byggðastefnu, ríkis-
rekstri og hverskyns mismunun.
Hvaða máttarvöld skyldu til dæm-
is ákveða að í ríkismötuneytunum
til dæmis éta menn án söluskatts
(auk þess niðurgreitt), meðan þeir
sem kaupa tilbúinn mat greiða
söluskatt? Eru þeir sem sölu-
skattslögunum framfylgja að
túlka þau í þessu tilfelli á þennan
hátt, af því að það kemur þeim
sjálfum til góða? Já, rífðu hrís á
sjálfan þig íslendingur og þú
munt verða sæll.
Hvar eru nú prófkjörsskríbent-
ar Sjálfstæðisflokksins sem hæst
létu nýverið? Ætli þeir séu bæði
búnir með blekið og andagiftina
þegar sætin liggja fyrir? Persónu-
legir möguleikar á kjöri þýð-
ingarmeiri en málefnin? Er
kannske gjaldþrot félagshyggju-,
niðurtalningar- og fastgengis-
stjórnarinnar nú á þessum ára-
mótum ekki tilefni til umhugsun-
ar?
Eða erum við bara öll blind? Og
meira að segja sama?
4.1. 1983.
Vottum þingmönn-
um okkar traust
- eftir Gísla Jónsson,
menntaskólakennara
Hvort sem okkur líkar betur eða
verr, stöndum við, Sjálfstæðis-
menn í Norðurlandskjördæmi
eystra, í fyrsta sinni frammi fyrir
þeim vanda að velja okkur fram-
bjóðendur til alþingis í prófkjöri.
Um kosti og galla fyrirbærisins
prófkjör ætla ég ekki að ræða hér
að ráði, en augljóst er að prófkjör
eru nú orðin svo mikilvægt stjórn-
tæki, að ekki væri óeðlilegt að
lagasetning kæmi til um fram-
kvæmd þeirra. Mjög verulegur
hluti þeirra alþingismanna, er nú
sitja, var í raun valinn fyrirfram við
prófkjör, áður en til síðustu alþing-
iskosninga kom. Æskilegast væri,
að mínum dómi, að prófkjör færu
fram samtímis hjá öllum aðilum á
sama prófkjörssvæði, þannig að
þau yrðu alveg leynileg eins og að-
alkosningar og hver maður gæti
aðeins tekið þátt í prófkjöri eins
framboðsaðila.
En hverfum frá þessum hugleið-
ingum og að því sem framundan
er. Kjördæmisráð Sjálfstæðis-
flokksins á Norðurlandi eystra
hefur með drjúgum meirihluta
ákveðið að prófkjörið skuli fara
fram. Það hefur ákveðið að öllum,
sem telja sig stuðningsmenn
flokksins, sé gefið tækifæri til
þess að vera með. Ef menn eru
ekki þegar í einhverju flokksfé-
lagi, geta þeir gengið í það til loka
kjördags, og ef þeir vilja það ekki,
þá látið skrá sig á prófkjörsskrá
til 19. þessa mánaðar, og undirrit-
að þar með yfirlýsingu um stuðn-
ing við flokkinn.
Vonandi er að sem flestir stuðn-
ingsmenn Sjálfstæðisflokksins
sæki prófkjörið, svo að mark verði
á úrslitunum takandi. Ef þátttak-
an verður góð og úrslit ótvíræð,
eru þau reyndar bindandi fyrir
kjörnefnd og verður ekki haggað
af kjördæmisráði, nema þá með
samkomulagi þeirra sem boðið
hafa sig fram.
Það er fagnaðarefni, að sjö
manndómsmenn á góðum aldri
hafa gefið kost á sér í prófkjörinu.
Hitt er minna fagnaðarefni, að
þeir eru allir karlkyns. Er hér
Bridge
Arnór Ragnarsson
Bridgefélag
Akureyrar
Sl. þriðjudag var spiluð næst-
síðasta umferðin í Akureyrar-
mótinu í sveitakeppni og fóru
leikar sem hér segir í A-riðli:
Stefán Ragnarsson —
Júlíus Thorarensen 12-8
Páll Pálsson —
Jón Stefánsson 12-8
Hörður Steinbergsson —
Ferðaskrifstofa Akureyrarl3—7
Staðan í A-riðli:
Júlíus Thorarensen 51
Stefán Ragnarsson 48
Páll Pálsson 46
Jón Stefánsson 46
Hörður Steinbergsson 36
Ferðaskrifstofa Akureyrar 13
I síðustu umferð spila saman:
Stefán gegn Herði, Július gegn
Jóni og Páll gegn Ferðaskrifstof-
unni.
Staðan í B-riðli:
Halldór Gestsson 55
Anton Haraldsson 53
Stefán Vilhjálmsson 46
Staðan í Oriðli:
Kári Gíslason 67
Eiríkur Jónsson 57
Una Sveinsdóttir 37
nk. þriðjudag 18. janúar í Fé-
lagsborg og hefst kl. 20.
Bridgefélag
Breiðholts
Sl. miðvikudag var spilaður
eins kvölds tvímenningur og var
spilað í einum 8 para riðli.
Urslit:
Leifur Karlsson —
Axel Lárusson 78
Kjartan Kristófersson —
Helgi Skúlason 69
Baldur Bjartmarsson —
Bjarni Ásmundsson 68
Guðmundur Grétarsson —
Stefán Jónsson 68
Á þriðjudag hefst aðalsveita-
keppni félagsins og eru félagar
beðnir að mæta tímanlega til
skráningar.
Spilað er í húsi Kjöts og fisks í
Seljahverfi. Keppnisstjóri er
Hermann Lárusson.
Urslitaumferðin verður spiluð
„Mér er efst í huga að ráða
öllum stuðningsmönnum
flokksins til þátttöku og
hvetja þá til þess að skipa
þeim, sem í fylkingarbrjósti
hafa verið, til forystu á ný.
Þingmenn okkar hafa sýnt
það með störfum sínum á al-
þingi, með störfum sínum
fyrir okkur hvert og eitt og
með persónulegri viðkynn-
ingu, að þeir eru traustsins
verðir.“
augljós einn af annmörkum
prófkjörs, en hann er sá, hversu
hlutur kvenna vill verða rýr, þegar
framboðslistar eru settir saman á
grundvelli þess. En hvað um það.
Mestu skiptir auðvitað að maður-
inn sé gott þingmannsefni, hvort
sem hann er karl eða kona.
Ánægjulegt er það hverjum
stjórnmálaflokki, þegar vaskir
menn og vel menntir sækjast eftir
að gera þjóðinni gagn í anda hans
og innan hans vébanda. Því má
Sjálfstæðisflokkurinn í Norður-
landskjördæmi eystra fagna
framboðum sjömenninganna sem
allir eru hæfir og kunnir af góðum
verkum sínum og mannkostum.
Við eigum því kost þess að búa til
sterkan og sigurstranglegan lista.
Mér er efst í huga að ráða öllum
stuðningsmönnum flokksins til
þátttöku og hvetja þá til þess að
skipa þeim, sem í fylkingarbrjósti
hafa verið, til forystu á ný. Þing-
menn okkar hafa sýnt það með
störfum sínum á alþingi, með
störfum sínum fyrir okkur hvert
og eitt og með persónulegri við-
kynningu, að þeir eru traustsins
verðir.
Ljóst er af skrifum andstæð-
inganna um prófkjörið að þeir
óttast mjög framgang flokks
okkar, ef þeir Lárus og Halldór
verða áfram efstir á lista. Það er
líka rétt mat. Við skulum því votta
þingmönnum okkar traust og
þakkir fyrir hið fjölmarga sem
þeir hafa gott gert, því um leið
leggjum við okkar lóð á vog til
þess að setja saman sigurvænleg-
an flokkslista.
Ástandið í þjóðfélaginu er orðið
svo uggvænlegt, að stórsigur
Sjálfstæðisflokksins þarf til að
koma, svo að eygja megi þá von, að
úr verði bætt að gagni. í því
endurreisnarstarfi, sem framund-
an hlýtur að vera, fyrir kjördæmi
okkar og allt landið, ætlum við
Lárusi Jónssyni og Halldóri
Blöndal forystuhlutverk.
7.1. 1983,
Gísli Jónsson.
I kvöld -
mælum við með
Forréttur:
Rækjur í kryddsósu framreiddar í smjördeigs-
botnum meö sítrónu
— O —
Adalréttur:
Hvítlaukskryddaö lambalæri meö gljáðum
gulrótum, rósenkáli, kartöflu
og piparsósu
Verð kr. 490,00
eöa
Heilsteiktur nautavöðvi meö grill-tómat, spergilkáli,
bakaðri kartöflu og piparsósu
Verö kr. 515,00
— O —
Eftirréttur:
Blandaöir ávextir í grand marnier líkjör meö vanillu
ís og þeyttum rjóma
Borðapantanir í síma 17759.
ÍSLANDS
Lestun í erlendum
höfnum
AMERÍKA
PORTSMOUTH/
NORFOLK
Mare Garant 19. jan.
City of Hartlepool 28. jan.
Mare Garant 7. feb.
City of Hartlepool 16. feb.
NEW YORK
Mare Garant 18. jan.
City of Hartlepool 27. jan.
Mare Garant 4. feb.
City of Hartlepool 15. feb.
HALIFAX
Stuölafoss 28. jan.
Hofsjökull 7. feb.
BRETLAND/
MEGINLAND
FELIXSTOWE
Eyrarfoss 17. jan.
Alafoss 24. jan.
Eyrarfoss 31. jan
Alafoss 7. feb.
ANTWERPEN
Eyrarfoss 18. jan.
Alafoss 25. jan.
Eyrarfoss 1. feb.
Alafoss 8. feb.
ROTTERDAM
Eyrarfoss 19. jan.
Alafoss 26. jan.
Eyrarfoss 2. feb.
Alafoss 9. feb.
HAMBORG
Eyrarfoss 20. jan.
Alafoss 27. jan.
Eyrarfoss 3. feb.
Alafoss 10. feb.
WESTON POINT
Helgey 18. jan.
Helgey 1. feb.
NORÐURLÖND/
EYSTRASALT
BERGEN
Mánafoss 14. jan.
Dettifoss 21. jan.
KRISTIANSAND
Manafoss 17. jan.
Dettifoss 24. jan.
MOSS
Mánafoss 14. jan.
Dettifoss 21. jan.
HORSENS
Mánafoss 2. febr.
Mánafoss 2. jan.
GAUTABORG
Mánafoss 19. jan.
Dettifoss 26. jan
KAUPMANNAHÖFN
Mánafoss 20. jan.
Dettifoss 27. jan.
HELSINGBORG
Mánafoss 21. jan.
Dettifoss 28. jan.
HELSINKI
Vessel 26. jan.
GDYNIA
Grundarfoss 17. jan.
Vessel 28. jan.
THORSHAVN
Dettifoss 20. jan
VIKULEGAR
STRANDSIGLINGAR
-framog til baka
frá REYKJAVÍK alla mánudaga
frá ISAFIRDI alla þriöjudaga
frá AKUREYRI alla fimmtudaga
EIMSKIP
SlMI 27100