Morgunblaðið - 14.01.1983, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983
I STUTTU MALI:
Ákærðir
fyrir
stórþjófnað
New York, 13. janúar. AF.
I>RÍR yfirmenn flutningafyrir-
Uekisins þar sem rænt var 11
milljónum dollara í síðastliðnum
mánuði, voru í dag ákærðir fyrir
100.000 dollara þjófnað hver,
samkvæmt upplýsingum lög
manns fyrirtækisins.
Þeir eru ekki grunaðir um
aðild að ráninu mikla, en eins
og lögmaðurinn sagði: „Það er
ekki hægt að útiloka neinn fyrr
en hinar ellefu milljónir doll
ara eru fundnar."
Rannsókn á málum þessum
stendur yfir.
Tveggja
mánaða
fangelsi
fyrir að berja Best
Lundúnum, 13. janúar. AP.
MAÐUR nokkur var i dag fund-
inn sekur ura aö hafa slegið fót
boltakappann George Best í höf-
uðið með bjórglasi og var hann
dæmdur í tveggja mánaða fang
elsi fyrir vikið.
Sean Murphy, sem er 49 ára
gamall, viðurkenndi fyrir rétti
að hafa veitt Best höggið, en
kvaðst ætla að áfrýja dómi
þessum til æðri yfirvalda.
Best hlaut tvö sár við höggið
og þurfti að eyða nótt í slysa-
varðstofunni þar sem gert var
að sárum hans.
Bólivía:
Fimmtíu
bændur
létust
í bílslysi
La Paz, Kólivíu, 13. janúar. AP.
VAGN með bændum og upp-
skeru innanborðs rann út af
fjallvegi i mikilli rigningu í gær
með þeim afleiðingum að fimm-
tíu bændur af fimmtiu og sjö í
béraðinu Epizana létu lífið, sam-
kvæmt upplýsingum lögreglunn-
ar í dag.
Lögreglan vissi ekkert um
slysið fyrr en u.þ.b. fjórum
klukkustundum eftir að það
átti sér stað, en þá keyrðu
ferðamenn fram á þá sjö
bændur sem komust lífs af úr
slysinu.
Unnið er að rannsókn slyss-
ins.
Mozambique:
Hörmungar
vegna
langvarandi
þurrka
Mapuio, Mozambique, 13. janúar. AP.
GÍFURLEGIR þurrkar í Mið- og
Suður-Mozambique ógna nú líf-
um meira en fjögurra milljóna
manna og aðeins alþjóðleg hjálp
svo fljótt sem auðið er getur
komið i veg fyrir þessar miklu
hörmungar, segir í tilkynningu
innanríkisráðherra landsins í
dag.
Hann sagði á fundi með
stjórnarerindrekum í dag, að
búfénaður væri þegar farinn
að falla vegna þurrkanna og
sagði ástandið fara hríðversn-
andi. Einnig mun þurrkurinn
hafa eyðilagt meira en 100.000
tonn af korni.
Eftirmaður Rostons:
Sammála Reagan um að möguleik-
ar séu á árangursríkum viðræðum
Washinglon, SI», Moskvu, 13. janúar. AP.
KENNETH Adelman sem Regan Bandaríkjaforseti hefur skipað aðalsamn-
ingamann Bandaríkjanna í afvopnunarviðræðunum í Genf sagði í dag að
hann væri sammála forseta sinum í þvi að nú væru fyrir hendi möguleikar á
árangursríkum samningaviðræðum við fulltrúa Sovétríkjanna. Adelman
kvaðst stoltur yfir því trausti sem sér væri með þessu sýnt. Staðfesting
öldungardeildarinnar á útnefningu hans liggur enn ekki fyrir. Adelman er
sagður hörkutól hið mesta og hafa mjög neikvæða afstöðu til Sovétríkjanna.
Voru skiptar skoðanir um útnefningu hans vegna þessa.
Eugene Roston hefur gengt
þessum starfa sl. 20 mánuði. Gabb
sagði af sér starfi í gær, miðviku-
dag. Hann er 69 ára að aldri og
mun nú snúa sér aftur að kennslu
við Yaleháskóla. Roston hefur
sætt gagnrýni íhaldssinnaðra öld-
ungardeildarþingmanna repúblik-
ana og einn helzti aðstoðarmaður
hans, Robert Grey, var látinn
víkja úr starfi nýlega. Roston
brást þá hinn versti við og sakaði
þingmennina um óviðfelldin af-
skipti af störfum sendinefndar-
innar og sakaði þá um vanþekk-
ingu og fordóma.
I bréfi Rostons þar sem hann
tilkynnir afsögn sína, og birt var í
gær, segir, að hann hafi verið svo
lánsamur að hafa verið í fyrir-
svari Bandaríkjanna í þessum við-
ræðum síðustu 20 mánuði. Síðustu
daga hafi það orðið ljóst, að Reag-
an forseti hafi óskað eftir breyt-
ingum, og sem svar við því hafi
hann afhent afsagnarbreiðni sína.
Eftir að Robert Grey var látinn
víkja á dögunum, neitaði Roston
því að hann myndi fylgja í fótspor
hans. Hann sagðist hafa áhyggjur
af því, að deila um skipan sendi-
nefndarinnar myndi skaða samn-
ingaviðræður Bandaríkjamanna
og Sovétmanna sem eiga að hefj-
ast í Genf í febrúar. Roston lét sér
fátt um finnast þegar Sovétmenn
lögðu fram tillögu skömmu fyrir
jól um að bæði Bandaríkin og Sov-
Úrskurðar dómstóls beðið
Réttarhöld yfir 740 Tyrkjum, sem sakaðir eru um að vera meðlimir í mamskum hryðjuverkasamtökum hófust
í Istanbul á miðvikudag. Dauðadóms hefur verið krafist yfir 260 þeirra. Myndin sýnir hópinn vð réttarhöldin.
Fjöldaréttarhöld yfir
tyrkneskum kommúnistum
Ankara, 13. janúar. AP.
RETTARHÖLD hófust yfir rösk-
lega sjö hundruð mönnum, sem
eru grunaðir um að hafa verið fé-
lagar í marxiskum hryðjuverka-
hópi og hefur saksóknari krafizt
dauðadóms yfir 260 þessara
manna. Þeir eru ákærðir fyrir að
hafa haft á prjónunum valdarán,
morð á a.m.k. 90 pólitískum and-
stæðingum, ótal morðtilræði,
sprengjuatlögur, mannrán o.fl.
Forystumenn hins meinta áform-
aða samsæris eru sagðir vera Fikri
Nonmez og Dev Yol. Farið er fram
á að þeir veröi báðir dæmdir til
lífláts.
Krafizt er fangelsisdóma frá
fimm árum til lífstíðarvistar yf-
ir um 480 sakborninga. Talið er
að réttarhöld þessi geti staðið
yfir í rúmlega ár.
Tengsl milli brottvísunar
Chernovs og stroks KGB-
mannsins til Bretlands?
I>ondon, 13. janúar. AP.
BREZKA BLAÐIÐ Guardian segir frá því í dag að brottvísun Vladimir
Chernovs, sovésks starfsmanns alþjóða hveitiráðsins, kunni að vera í tengsl-
um við flótta Vladimir Kuzichkins til Bretlands.
Kuzichkin var háttsettur
KGB-maður, eins og fram hefur
komið í fréttum og leiðir Guard-
ian getum að því að hann hafi gef-
ið íhygliverðar upplýsingar um
ýmsa sovézka starfsmenn í Bret-
landi. Guardian minnir á að
brezka leyniþjónustan álíti að
strok Kuzichkins, sem kom til
London frá Teheran í október, sé
einhver mesti „hvalreki" á fjörur
brezku leyniþjónustunnar fyrr og
étríkin drægju úr vopnabúnaði
sem þau réðu yfir í Evrópu. Sagði
hann að tillagan hefði valdið sér
miklum vonbrigðum. Þó svo að
Roston hafi þótt skeleggur mál-
síðar. Kuzichkin var aðstoðarræð-
ismaður við sovézka sendiráðið í
Teheran. Það hefur vakið tals-
verða athygli að eftir komu hans
til Bretlands, hefur fjölmörgum
Sovétmönnum verið vísað úr landi
vegna starfa sem samræmast ekki
stöðu þeirra, og er þar jafnan átt
við að viðkomandi hafi stundað
njósnir eða undirróðursstarfsemi.
svari Bandaríkjamanna á
viðræðufundunum hefur hann
alltaf öðru hverju sætt gagnrýni.
Einkum hefur hún komið frá
þekktum íhaldsmönnum.
TASS-fréttastofan sagði frá af-
sögn Rostons í morgun og sagði að
hún gæfi vísbendingu um „alvar-
legan skoðanaágreining" innan
Reagan-stjórnarinnar og hefðu
erkiíhaldsöfl í Bandaríkjunum
sem gætu ekki hugsað sér neina
samninga við Sovétríkin, hvorki í
bráð né lengd, þrýst svo að Rost-
ön, að hann hefði orðið að segja af
sér.
írland:
Ellefu franskra
sjómanna saknað
Wexford, írlandi, 13. janúar. AP.
ÍRSKAR óg breskar flugvélar gerðu
í dag áframhaldandi leit að ellefu
manna áhöfn fransks togara, sem
sökk undan ströndum Suðaustur-
írlands í gær i miklu óveðri sem þar
geisaði.
Leitað var við slæm skilyrði í
gær og nótt og talsmaður leitar-
sveitanna sagði í dag „vonlítið“ að
finna nokkurn á lífi.
ERLENT
Veður
víöa um heim
Akureyri -1 % I
Amsterdam 6 skýjaó
Aþena 14 heióskirt
Barcelona 13 Skýjaó
Berlín 6 skýjaö
BrUssel 6 skýjaó
Chicago 0 skýjað
Dublin 8 rigning
Feneyjar -0 hrímþoka
Franklurt 3 skýjaó
Færeyjar -0 snjóél
Genf 1 heiðskírt
Helsinki 5 skýjaó
Hong Kong 14 skýjað
Jerúsalem 12 heióskirt
Jóhannesarborg 33 skýjaó
Kaupmannahöfn 7 skýjaó
Kairó 16 skýjað
Las Palmas 19 mistur
Líssabon 12 heióskírt
London 6 skýjaó
Los Angeles 28 heiöskirt
Madrid 8 heióskírt
Mallorca 14 skýjað
Malaga 11 hálfskýjaó
Miami 23 heióskirt
Moskva 0 skýjaó
Nýja Delhí 18 heióskírt
New York 6 heiðskirt
Ósló 6 rigning
París 8 rigning
Peking 2 heióskírt
Perth 30 heióskírt
Reykjavík 1 slydda
Rio de Janeiro 36 skýjað
Róm 7 heióskírt
San Francísco 11 heióskírt
Stokkhólmur 4 skýjaó
Sydney 23 heiöskírt
Tókýó 11 heiöskírt
Vancouver 9 skýjaó
Vín llrigning