Morgunblaðið - 14.01.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983
17
Fjðldi Bkrádra atvinnuleysisdaga i desember 1982
eftir landshlutum og stöAum. (Svigatölur eru frá
nóvember 1982).
Atvinnuleysis- dagar Þar af hjá konum Atvinnulausir i mán. Þar af konur
1 .0 Höfudborgar*v*Mð: 9.350 (4.283) 2.789 (1.645) 432 (198) 129 (76)
1.1 ' Reykjavik 5.652 (3.173) 1.269 (971) 260 (46) 59 (45)
1.2 Seltjarnarnaa 66 (7) 15 (0) 3 (0) 0
1.3 . Kópavogur 921 (321) 333 (176) 43 (15) 15 (8)
1.4 Garðabær 96 (42) 32 (22) 4 (2) 1 (1)
1.5 - Hafnarfjöröur 2.558 (718) 1.140 (476) 118 (33) 53 (22)
1.6 Mosfellshreppur 57 (22) 0 (0) 3 (M
2.0 Vesturland: 1.112 (383) 579 (216) 51 (18) 27 (10)
2.1 Akranes 799 (346) 291 (186) 37 (16) 13 (9)
2.2 / Borgarnes 232 (30) 232 (30) 11 (1) 11 (1)
2.3 ólaf svik 46 (0) 36 (0) 2 (0) 2 (0)
2.4 Stykkishólmur 20 (7) 20 (0) 1 (0) 1 (0)
2.5 Hel1issandur 15 (0) 0
2.6 GrundarfJörður 0 (0)
3.0 Vestfirðir: 264 (96) 88 (0) 12 (4) 4 (0)
3.1 Bolungarvik 0 (0)
3.2* lsafjðrður 151 (22) 33 (0) 7 (1) 1 (0)
3.3 Patreksf jörður 4 (74) 1
3.4 Bildudalur 109 (0) 55 (0) 5 (0) 3 (0)
3.5 Þingeyri 0
3.6 Flateyri 0
3.7 Suðureyri 0
3.8 Súðavik 0
Atvinnuleysis- dagar Þar af hjá konum Atvinnulausir i mán. Þar af konur
4.0 Norðurland vestra: 4.623 (1 .720) 2.406 (1.130) 213 (79) 111 (52)
4.1 Sauðárkrókur 1.368 (379) 360 (174) 63 (17) 17 (8)
4.2 SiglufJörður 1 .642 (855) 1.385 (748) 76 (39) 64 (35)
4.3 Drangsnes 283 (0) 164 (0) 13 (0) 8 (0)
4.4 Hólmavik 338 (44) 180 (21) 16 (2) 54’ (1)
4.5 Hvéunmstangi 538 (231) 294 (144) 25 (11) 14 (7)
4.6 Blönduós 283 (71) 2 (0) (3) 13 (0)
4.7 Skagaströnd 55 (82) 0 (0) 3 (4) 0 (0)
4.8 Hofsós 116 (58) 21 (43) 5 (3) 1 (2)
5.0 Norðurland eystra: 7.129 (3.981) 2.496 (1.914) 329 (184) 115 (88)
5.1 ólafsfjörður 775 (1 .493) 508 (1.225) 36 (69) 23 (57)
5.2 Dalvik 627 (99) 319 (74) 29 (5) 15 (3)
5.3 Akureyri 2.134 (1 .515) 300 (248) 98 (70) 14 (11)
5.4 Húsavik 1) 1.971 (714) 864 (312) 91 (33) 40 (14)
5.5 Hrisey 0 (0)
5.6 Arskógshreppur 334 (66) 32 (0) 15 (3) 1 (0)
5.7 KÓpasker 95 (94) 50 (55) 4 (4) 2 (2)
5.8 Raufarhöfn 21 (0) 21 (0) 1 (0) 1 (0)
5.9 Þórshöfn 1.172 (0) 402 (0) 54 (0) 19 (0)
6.0 Austurland: 3.127 (935) 1.610 (640) 144 (43) 74 (30)
6.1 Seyðisfjörður 573 (0) 453 (0) 26 (0) 21 (0)
6.2 Neskaupstaður 64 (40) 0 (0) 4 (2)
6.3 Eskifjörður 0 (0)
6.4 Hðfn/Hornafirði 170 (62) 130 (62) 8 (3) 6 (3)
6.5 Bakkaf Jörður 0
6.6 VopnafJörður 729 (117) 160 (0) 34 (5) 7 (0)
6.7 Bakkagerði 300 (7) 182 (0) 14 (0) 8 (0)
6.8 Egilsstaðir 103 (46) 66 (18) 5 (2) 3 (0) |
6.9 Reyöarfjörður 56 (81) 39 (80) 3 (4) 2 (4)
6.10 Fáskrúðsfjörður 546 (70) 245 (11) 25 (3) 11 (0)
6.11 Stöðvar f jörður 338 (188) 215 (183) 16 (9) 10 (9)
6.12 Breiödalsvik 228 (324) 120 (266) 11 (15) 6 (13)
6.13 Djúpivogur 0
1) Meö Húsavik eru taldir hreppar í S-Þingeyjarsýslu.
Gífurleg aukning á atvinnuleysi í desember:
Rösklega 30 þúsund
atvinnuleysisdagar
í SÍÐASTA mánaðaryfirliti félagsmálaráöuncytisins kemur fram að í desembermánuöi voru
skráöir rösklega 30 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu, 17.623 hjá körlum og 12.979 hjá
konum. Skráðum atvinnuleysisdögum hefur því fjölgað um 18.478 frá því sem var í nóvember-
mánuöi sl., en um 14.500 frá því sem var í desember 1981. Þrjátíu þúsund atvinnuleysisdagar
jafngilda því aö 1.412 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá allan mánuðinn, sem svarar til 1,3%
af áætluöum fjölda fólks á vinnumarkaði í desember.
Það kemur fram í yfirlitinu að
skráðir atvinnuleysisdagar á
landinu öllu árið 1982 voru í
kringum 200.000. Ársmeðaltal at-
vinnulausra er talið vera um 770
manns, sem jafngildir 0,7% af
fjölda fólks á vinnumarkaði. Sú
tala er fengin með hliðsjón af
áætlun Þjóðhagsstofnunar, sem
telur að meðaltalsfjöldi fólks í
störfum á árinu 1982 hafi'verið
108.700. Um helmingur skráðra
atvinnuleysisdaga ársins 1982
voru í janúar og desember, en í
janúar var, sem kunnugt er, verk-
fall hjá sjómönnum sem olli því
að fiskvinnsla lá nánast alveg
niðri. Segir í yfirlitinu að fjöldi
atvinnulausra á tímabilinu febrú-
ar til nóvemberloka sé svipaður
og undanfarin ár.
Flestir atvinnuleysisdagar
voru skráðir á höfuðborgarsvæð-
inu, eða um 60.000 talsins. Þetta
þýðir að meðaltal atvinnulausra á
höfuðborgarsvæðinu árið 1982
hafi verið um 0,4%. í yfirlitinu er
þess getið til samanburðar að á
Norðurlandi vestra voru atvinnu-
leysisdagar ársins 1982 25.000
talsins, en það jafngildir 1,7% af
áætluðum fjölda fólks á vinnu-
markaði á þessu svæði.
í yfirliti félagsmálaráðuneytis-
ins eru gefnar fjórar skýringar á
þessari aukningu skráðra at-
vinnuleysisdaga: (1) aflasam-
dráttur, (2) minnkandi þjóðar-
framleiðsla, (3) róðrastöðvun í
janúar, (4) ný og rýmri lög um
Atvinnuleysistryggingasjóð, sem
fela m.a. í sér að tekjur maka
skerða ekki lengur rétt fólks til
atvinnuleysisbóta.
Atvinnuleysis- dagar Þar af hjá konum Atvinnulausir í mán. Þar af konur
7.0 Suðurland: 2.232 (362) 1 .427 (91) 103 (17) 66 (4)
7.1 Selfoss 966 (164) 567 (39) 45 (8) 26 (2)
7.2 Hveragerði 99 (9) 20 (7) 5 (0) 1 (0)
7.3 Þorlákshöfn 177 (0) 106 (0) 8 (0) 5 (0)
7.4 vik í Mýrdal 245 (12) 225 (0) 11 .(0) 10 (0)
7.5 Hvolsvöllur 153 (91) 92 (0) 7 (4) 4 (0)
7.6 Hella 67 (31) 57 (31) 3 (1) 3 (1)
7.7 Þykkviber 38 (0) 20 (0) 2 (0) 1 (0)
7.8 • ■ Stokkseyri 287 (0) 199 (0) 13 9 (0)
7.9 Eyrarbakki 200 (55) 141 (14) 9 (3) 7 (0)
8.0 Vestmannaeyjar: 855 (71) 380 (35) 39 (3) 18 (11
9.0 Reykjanes: 1.915 (298) 1.204 (244) 88 (14) 56 (11)
9.1 Gr indavik 61 (0) 56 (0) 3 (0) 3 (0)
9.2 Keflavik 1.021 (200) 579 (195) 47 (9) 27 (9)
9.3 Njarðvik 445 (88) 251 (49) 21 (4) 12 (2)
9.4 Sandgeröi 52 (0) 32 (0) 2 (0) 1 (0)
9.5 Gerðahreppur 336 (10) 286 (0) 16 (0) 13 (0)
Allt landið: 30.607 (12.129) 12.979 (5.915) 1.412 (560) 599 (272)
Skráð atvinnuleysi i desember 1982 borið saman við nóvem-
■ber 1982 og desember 1981. Skipting eftir la.ndshlutum.
Skráðir atvinnuleysisdagar: Atvir.nulausir i mán.
des.'82 nóv.'82 des. '81 des.'82 nóv.‘62 des. '81
Hðfuðborgarsveðið: 9.350 4.283 2.367 432 198 110
Vesturland: 1.112 383 1.163 51 18 54
Vestfiröir: 264 96 44 12 4 2
Norðurland vestra: 4.623 1 .720 1 .824 213 79 64
Norðurland eystra: 7.129 3.981 3.619 329 184 16'
Austurland: 3.127 935 1 .290 144 43 60
Suöurland: 3.087 433 3.885 142 20 179
Reykjanes: 1.915 298 1 .900 68 14 86
Allt landið: 30.607 12.129 16.112 1 .412 560 744
Jón Þorláksson
Ljosmynd: Hjörgvin Pálsson.
Frá fundi stofnunarinnar 12. janúar. Frá vinstri: Árdís Þórðardóttir, Oddur Thorarensen, Hannes H. Gissurarson
Sigurður Gísli Pálmason, dr. Þór Whitehead, Ragnar Halldórsson og Hjörtur Hjartarson.
Stofnun Jóns Þorláks-
sonar tekin til starfa
„1. JANÚAR 1983 hóf ný stofnun
starf sitt, Stofnun Jóns Þorláks-
sonar. Tilgangur hennar er aö
efla rannsóknir í atvinnumálum
og stjórnmálum á íslandi með út-
gáfu rita, styrkjum til fræði-
manna, söfnun og dreifingu upp-
lýsinga og ööru starfi eftir þörf-
um. Stofnunin er óháö öllum
stjórnmálaflokkum og hags-
munasamtökum,“ segir í frétta-
tilkynningu frá Stofnun Jóns
Þorlákssonar.
Þar segir ennfremur:
„í rannsóknarráði stofnun-
arinnar eru þeir Árni Vil-
hjálmsson, prófessor, dr. Guð-
mundur Magnússon, prófessor,
Friðrik Friðriksson, hagfræð-
ingur, Jónas H. Haralz, banka-
stjóri, Ólafur Björnsson, pró-
fessor, dr. Sigurður B. Stefáns-
son, hagfræðingur, dr. Þór
Whitehead, prófessor, dr. Þrá-
inn Eggertsson, prófessor, og
Valdimar Kristinsson, við-
skiptafræðingur.
I framkvæmdaráði stofnun-
arinnar eru þau Árdís Þórð-
ardóttir, viðskiptafræðingur,
Brynjólfur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri, Friðrik Krist-
jánsson, forstjóri, Hjörtur
Hjartarson, stórkaupmaður,
Ingimundur Sigfússon, stór-
kaupmaður, Sigurður Gísli
Pálmason, verslunarmaður,
Pétur Björnsson, forstjóri,
Oddur C.S. Thorarensen, lyf-
sali, og Ragnar Halldórsson,
forstjóri.
Framkvæmdastjóri stofnun-
arinnar er Hannes H. Gissur-
arson cand. mag.
Stofnunin hyggst starfa með
svipuðum hætti og ýmsar
rannsóknarstofnanir í Bret-
landi og Bandaríkjunum, svo
sem Institute of Economic Aff-
airs í Lundúnum, Heritage
Foundation og American Ent-
erprise Institute í Washington,
Hoover Institution í Stanford í
Kaliforníu, Institute for Hum-
ane Studies í Palo Alto í Kali-
forníu og Liberty Fund í Indi-
ana í Bandaríkjnnum. Hún
hefur tvo útlenda ráðgjafa, þá
Harris lávarð, yfirmann Insti-
tute of Economic Affairs í
Lundúnum, og James M. Buch-
anan, prófessor í Virginíu í
Bandaríkjunum.
Stofnunin er kennd við Jón
Þorláksson, verkfræðing og
forsætisráðherra, „með því að
hann mælti í ræðu og riti fyrir
einstaklingsfrelsi af glöggum
skilningi og víðtækri þekkingu
á stjórnmálum og atvinnumál-
um“.“