Morgunblaðið - 14.01.1983, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983
23
r
Islandssagan á myndband
eða verðum við
rituðum heimildum að bráð?
Hver mun nenna að fletta upp fortiðinni?
Ein mynd segir meir en þús-
und orð. Þessi margtuggna
„tugga“ (frasi) er náttúrulega
orðin ósköp þvæld og lítt ný-
stárleg flestum lesendum en er
ekki viss sannleikur í þessum
orðum? Tökum dæmi: Foreldri
lýsir kornabarni sínu bréflega
fyrir vini eða ættingja. Upp eru
talin ýmis sérkenni svo sem hör-
undslitur, augnalitur, þyngd og
svo framvegis. En hvað segir
þessi lýsing á nýfædda barninu
þeim sem bréfið les? Segjum
sem svo að barnið sé bláeygt og
ljóshært. Eru ekki flest börn
norrænna manna bláeyg og hve
mörg ljóshærð börn halda menn
að lesandi bréfs hafi augum lit-
ið? Lýsingin er sem sagt almenn
lýsing á ungbarni og þar af leið-
andi mjög misvísandi þegar lýsa
skal ákveðnu afkvæmi. Ef hins
vegar fylgdi bréfinu mynd af
barninu horfði málið öðruvísi
við, þá sæjum við á svipstundu
þau sérkenni sem greina það frá
öllum öðrum börnum. Hér segir
myndin ekki aðeins meir en þús-
und orð, hún lýsir ákveðnum
hlutum sem orð ná ekki yfir.
Auðvitað má snúa dæminu við
og segja sem svo að orð fái lýst
ýmsu sem myndir ná ekki til, til
dæmis hugsana- og tilfinninga-
ferli. En ef nú texti fylgir mynd-
unum er þá ekki lýsing þess sem
lýsa skal fullkomnuð? Því miður
virðist mér að við verðum að
beygja okkur undir þann sann-
leik að texti — einn sér, sé
ófullkomnara tæki til lýsingar
veruleikanum en myndmál stutt
texta. Og þá er ég kominn að
kjarna umræðuefnisins.
Á hvern hátt getum við nýtt
myndina til að gefa ókomnum
kynslóðum sem sannasta mynd
af lífi okkar eins og því er iifað
þessa stundina? Ég tel persónu-
lega að framlag okkar í þágu
mannkynssögunnar geti orðið
stórfenglegt ef rétt er á málum
haldið. Ég á við að við getum
unnið hér merkt brautryðjenda-
starf við að skrá samtímaheim-
ildir yfir á myndband. Samfélag
okkar er ekki stórt í sniðum og
því auðvelt að hafa yfirsýn yfir
það sem er að gerast. Ef til
dæmis hin stórmyndarlega Þjóð-
arbókhlaða sem nú rís af grunni
fengi það verkefni að safna á
myndbönd hverri einustu frétta-
mynd sem hér er tekin árlega,
plús að starfsmenn safnsins
fengju rúman fjárhag til að
vinna sjálfir efni og setja það í
rétta tímaröð — fengist þá ekki
nokkuð glögg mynd af því sögu-
lega ástandi sem ríkir hér þessa
stundina. Hér mætti og hafa
samstarf við erlenda aðila sem
yrðu fengnir til að skoða þjóðfé-
lagsástandið frá annarri hlið.
Sagnfræðistúdentar og leikmenn
ættu síðan greiðan aðgang að ís-
landssögunni með því að kíkja á
myndbönd í Þjóðarbókhlöðunni.
Nú kann einhver að spyrja: Er
ekki óþarfi að hafa svona mikið
við skráningu íslandssögunnar?
Er ekki nóg að fá sagnfræðinga
til að skrá þetta í handhægar
myndskreyttar bækur sem menn
geta gluggað í? Ég er bara ekki
viss um að komandi kynslóðir
stríðaldar á hverskyns myndefni
hafi áhuga á að líta í bækur þeg-
ar kanna skal fortíðina? Prent-
aður texti er nefnilega ekki ann-
að en ákveðið mynstur sem um-
breytist í huga mannsins í
myndir. Hvað gerist þegar heim-
urinn hefir flóð inn á skjáinn hjá
fólki í áratugi og aldir líkt og
manneskjan standi stöðugt í
hringiðu atburðanna? Hver
nennir þá að setjast niður og
ráða í svartar rúnir á hvítu
blaði? Verður þá ekki hæfileiki
okkar til að umbreyta táknum í
mynd frá okkur tekinn?
íslendingar hafa haldið
sjálfsvirðingu sinni gegnum ald-
irnar vegna þess að hér voru rit-
aðar stórfenglegar heimildir um
þann tíðaranda er ríkti á höfð-
ingjaöld. Við getum haldið
sjálfsvirðingu okkar meðal þjóð-
anna í framtíðinni með því að
festa sem flesta atburði hinnar
íslensku nútíðar á myndband. Sú
þjóð sem á glöggar heimildir um
fortíð sína á nefnilega síður á
hættu að sökkva í þjóðarsvelg-
inn þar sem vitundariðnaðurinn
hefir máð út öll sérkenni. Ég vil
að lokum þessa greinarkorns
nefna dæmi úr menningarlífinu
því til stuðnings að vænlegra sé
að skrá Islandssöguna á mynd-
band en bókfell. Eins og menn
muna vakti nýjasta verk Guð-
mundar Steinssonar „Garð-
veisla" einna mesta eftirtekt af
þrem leikverkum sem frumsýnd
voru í fyrra. Sagnfræðingar for-
tíðarinnar myndu ef til vill hafa
lýst þessu svo í annál: Leiklist-
arlíf íslendinga stóð nokkuð í
blóma þetta ár en einna mesta
athygli og deilur vakti verk Guð-
mundar Steinssonar „Garð-
veisla" sem fjallar um synda-
fallið og sitthvað fleira sem mið-
ur fór á þeirri tíð ...
Þó svo að mynd fylgdi þessum
texta segði hann sagnfræðistúd-
entum framtíðarinnar nákvæm-
lega ekki neitt. Ef hins vegar
væri mögulegt fyrir þá að skoða
uppfærsluna af myndbandi gætu
þeir komist í snertingu við and-
rúmsloft leikársins 1982 og jafn-
vel væri möguleiki að uppfærsl-
an yrði endurmetin og hlyti ann-
an sess í leiklistarsögunni en
hún skipaði árið 1982. Skiptir
slíkt ekki máli að menn og at-
burðir hljóti sinn réttmæta sess
er fram líða stundir? Að lifandi
samband myndist milli fortíðar
og nútíðar? Að við sem nú lifum,
lifum ekki aðeins fyrir hið hverf-
ula augnablik heldur fyrir þá
framtíð sem mun ef til vill njóta
ávaxtanna af verkum okkar?
Gefum rétta mynd af samtíðinni
til þess að menn framtíðarinnar
geti eitthvað lært af mistökum
okkar og sigrum!
Kirkjur á landsbyggðinni:
Guðspjall dagsins
Jóh. 2.: Brúðkaupið í Kana
HVAMMST ANGAKIRK JA. VÍKURPRESTAK ALL. Kirkju-
Messa kl. 14. Guöni Þór Ólafs- skólinn í Vík á morgun, laugar-
son. dag, kl. 11. Reyniskirkja: Guös-
EGILSSTAÐAKIRKJA. Sunnu- þjónusta sunnudag kl. 14.
dagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Organisti Sigríöur Olafsdóttir.
Organisti David Knowles. Sókn- Sóknarprestur.
arprestur.
m [iOfj0T1í n) H
£ Gódcin dciginn!
Kynningarfund-
ur AA og Al-Anon
AA OG Al-Anon samtökin á Suður-
nesjum gangast fyrir sameiginlegum
kynningarfundi í Félagsbíói í Kefla-
vík laugardagin 14. janúar klukkan
14.00.
Fyrirhugað var að halda fund
þennan fyrir viku, en honum varð
að fresta vegna veðurs.
Tilefni fundarins er, að á síðast-
liðnu ári voru tíu ár liðin frá því
fyrsta AA-deildin var stofnuð á
Suðurnesjum. í dag eru AA-
deildirnar orðnar 8, sem starfa að
Klapparstíg 7, Keflavík, auk starf-
andi deilda í Grindavík. Einnig er
starfandi Al-Anon deild á Suður-
nesjum, og heldur hún fundi að
Klapparstíg 7 á mánudögum.
í t r rréttalilkynningu
frá sam.starfsnrfndinni).
Hljómleikar á Hellu
TRÓMET-blásarasveitin — blásarasveit framhaldsskólanna — heldur
hljómleika á Hellu á Rangárvöllum nú á sunnudaginn.
Á efnisskrá er létt og aðgengileg blásaramúsík frá ýmsum tímum,
m.a. Ebony-konsertinn eftir Stravinsky. Stjórnandi er Þórir Þórisson.
Hljómleikar þessir eru liður í 25 ára afmælishátíð Tónlistarskóla
Rangárvallasýslu, þeir verða í Hellubíói og hefjast kl. 16.00 á sunnudag-
inn.
Sendi öllum hjartans þakkir fyrir vináttu mér
sýnda á 90 ára afmæli mínu. 10. janúar sl.
Lifiö heil!
Guöbjartur Jónsson,
húsasmíöameistari,
Grenimel 26.
Verzlunarskóli
íslands
- starfsnám
Tímabilið 17. janúar til 25. mars 1983 mun Verzl-
unarskóli íslands halda námskeið fyrir starfandi
fólk í atvinnulífinu sem hér segir:
1. Vélritun 60 st. kr. 2.000.-
Fingrasetning, uppsetning bréfa o.fl., hraðaæfing
og notkun diktaphons. Stefnt að vélritunarhraða
40 orð á mínútu.
2. Tölvufræöi 60 st. kr. 3.600.-
Kynning á tölvunotkun, tölvum og helstu hugtök-
um við tölvuvinnslu. Undirstööuatriði BASIC forit-
unarmáls, kennd og unnin æfingaverkefni, forrit
lesin og skýrð. Skráargerð á kasettu og diskettu
kynnt, svo og útprentun þeirra ásamt tölvuvæddri
skýrslugerð og bókhaldi.
3. Bókfærsla í 60 st. kr. 1.800.-
Almenn færslutækni í tvöföldu bókhaldi og upp-
gjör. Æfingaverkefni.
4. Ensk verzlunarbréf 40 st. kr. 1.200.-
Orðaforði og uppsetning enskra bréfa, telexskeyta
og í símtölum. Stílagerð og málæfingar.
5. Rekstrarhagfræði 40 st. kr. 1.200.-
Helstu grundvallarhugtök rekstrarhagfræðinnar
kynnt og fariö yfir æfingar í rekstri verzlunarfyrir-
tækja og gerð greiðsluáætlana. Raunhæf dæmi
með aðstoö tölvu.
Kennsla fer fram í húsakynnum skólans kl.
17.30—20.30 þrjá daga vikunnar.
Umsóknareyðublöö fást afhent á skrifstofu skól-
ans og ber að skila þéim útfylltum ásamt greiðslu
fyrir námskeiðsgjöldum fyrir 15. janúar 1983.
Fræðslusjóöur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur
styrkir fullgilda félagsmenn til þátttöku í starfs-
náminu. Endurgreiösla hluta námskeiðsgjaldsins
fæst á skrifstofu félagsins.
Verzlunarskóli íslands
Grundarstíg 24, Reykjavík, sími 13550.