Morgunblaðið - 14.01.1983, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.01.1983, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983 Hvað er minnisstætt frá hátíðisdögum jóla? - eftir Jónas Pétursson Einhvern veginn er það svo, að þessi tími hverfur undra fljótt og fátt lifir í minningunni. Aldurinn á þar vafalaust sök, en ég held þó enn meir sú ofgnótt fanga á öllum sviðum, lesmáls, útvarps og sjón- varps fyrir andann, og gæta þarf munns og maga einnig. En þó stundin fljúgi hratt, þá var ég svo heppinn að taka eftir þegar í út- varpinu kom viðtal við dr. Brodda Jóhannesson, síðast rektor við Kennaraháskólann, en annars ein- hvern frábærasta ræðumann úr útvarpi til fjölda ára. Þegar nafn hans var nefnt, náði það athygli minni allri. Hann var beðinn að lýsa bernskujólum, þau lifði hann syðst í Blönduhlíðinni í Skaga- firði. Ég ætla ekki að endursegja neitt af lýsingum hans, en ég þekkti þar flest mjög nákvæm- lega. Siðirnir svo líkir í Skagafirði og Eyjafirði. Frásagnarmátinn allur, röddin, hinn hlýi blær snilldarmálsins kom mér til að vikna. En eitt bar þó af, og það er tilefni þess framtaks míns að stinga niður penna. Það, sem hann sagði um stjörnuhimininn. Ég hefi stundum undrazt sjálfan mig í seinni tíð hve sjaldan stjörnuhim- inn vekur athygli mína, sem í æsku var kvöldhressing í skammdeginu, veitti sálarfrið, vakti lotningu til almættisins og þakkir fyrir þessa brosandi feg- urð. Mig langar til áherzlu að minna á sálm í sálmabókum, 1. erindi, sem mér vakir í minni frá æsku: „Ó, hve dýrdlegt er aA sjá — alstirnd himinfesting blá, þar sem Ijosin gullnu glitra, glöðu leika brosi og titra, og oss benda upp til sín." I*ýd. Stefán Thorarensen. Hlýtur ekki þetta sálmavers að vekja og örva athygli á töfrum stjörnuhimins! Láta syngja við barnamessur! Þá hefi ég reynt að komast í gegnum Morgunblaðið. Á bls. 62 miðvikudaginn 22. desember er í ramma viðtal við ljóðskáldið Þorstein frá Hamri. Það er stór- athyglisvert, — og ég finn mig knúinn til að vekja athygli á því! Hætt er við að alltof mörgum sjáist yfir það. H.G. spyr: Hver er staða ljóðasafns nú að þínu mati? „Það skiptir í tvö horn skoðun- um manna á því, hvort ljóð séu eftirtektarverð fyrir skólabörn. Þar eru að mínu mati vissar öfgar á ferð, það veldur hver á heldur. Viðhorf kennarans og efnismeð- ferð skiptir miklu máli. íslenzk ljóðagerð er mjög samfelld og mjög lítil skil eru á milli stór- skálda síðustu aldar og þeirra, sem nú eru að yrkja. Hið þjóðlega samhengi er auðséð. Á hinn bóg- inn óttast ég þá staðreynd, sem uppfræðendur hafa bent mér á, að börn geti komið nánast ólæs úr grunnskólanum. Meðan svo er háttað lesa unglingar ekki ljóð og hafa ekki hæfileika til að skynja þau og njóta, hversu velviljaður sem uppfræðarinn er. Þegar svona er komið, er verið að taka það frá okkur, sem gerði okkur að menn- ingarþjóð, að vera læs og geta dregið til stafs. Þarna mun „myndbandamenningunni" miklu um að kenna. En þverstæðurnar í viðhorfum manna hvað þetta varðar eru miklar. Ég hitti varla mann, sem ekki er á móti mynd- böndum, en það er eins og ekkert megi gera til að sporna við þessu í alvöru. Þarna er um blessað frels- ið að ræða. Það er allt í lagi að hafa myndböndin, en aðrir verða að hugsa um að varna því að skað- semi þeirra hafi áhrif og taka af- leiðingum hennar. Meðal annars vegna þessa hefur verið sett mikil pressa á uppalendur, komi eitt- hvað fyrir börnin, er þeim kennt um, en staðreyndin er sú, að upp- eldishlutverkið hefur um of verið tekið frá foreldrunum, og því ráða þeir ekki við það. Andrúmsloft ljóðagerðarinnar var dálítið annað, þegar ég gaf út mína fyrstu bók 1958. Þá komu fá- ar Ijóðabækur út og útgáfan var háð vissum skilyrðum. Ári áður var ég með tilbúið handrit, sem ég sýndi ýmsum góðum mönnum og þeir höfðu vit fyrir mér og sögðu mér að bíða. Nú er minna aðhald og megnið, sem maður sér af þessa tíma ljóðagerð, hefur ekkert höf- undarmark, margt er eins og úr sömu verksmiðjunni, en samt log- ar þar undir mikill ótaminn kraft- ur og það er góðs viti. Þá er einn annmarki á ljóðum þessara ára. í stað þess að hagnýta sér betur það, sem við eigum sameiginlegt, tungumálið, sem grundvöll tján- ingar reynslu og viðhorfs, fram- leiða menn gjarnan orðaleiki og skrýtlur, sem nóg er til af. Maður verður oft fyrir von- brigðum, en þó skín ljós í gegnum Jónas Pétursson „Ég hef stundum undrast sjálfan mig í seinni tíð hve sjaldan stjörnuhiminn vekur athygli mína, sem í æsku var kvöldhressing í skammdeginu, veitti sálar- frið, vakti lotningu til al- mættisins og þakkir fyrir þessa brosandi fegurð.“ myrkrið, vísbending um enn betra ástand," sagði Þorsteinn. Þorsteinn frá Hamri bendir á allt að ólæsi útúr grunnskólum; verið að taka frá okkur það sem gerði okkur að menningarþjóð. Og svo: „Þarna mun „myndbanda- menningunni" miklu (mikið) um að kenna ... Ég hitti varla mann, sem ekki er á móti myndböndum, en það er eins og ekkert megi gera til að sporna við þessu í alvöru. Þarna er um blessað frelsið að ræða.“ (lbr. mín). Þetta viðtal er ómetanlegt — og það verður að vera lesið! í mínum huga er myndbandafarganið leift- ursókn viðbjóðslegrar gróða- hyggju. Gróf misnotkun á frelsi og í raun tilræði við það frelsi, sem er grundvöllur lýðræðisins. Að því þriðja vil ég víkja: Að kvöldi 2. jóladags sýndi sjónvarpið leikritið: Stundarfriður, eftir Guð- mund Steinsson. Ég hafði áður enga hugmynd um leikritið, þótt það hefði oft verið sýnt á leiksviði. Játa verður að illa var nýlega búið að hvekkja mig á sýningum úr svonefndu „Félagsheimili" sem ég verð að kalla algjöra forsmán og svívirðu — það sem ég hefi séð af því! En á þetta vildi ég horfa. Og í stuttu máli er það með því besta úr íslenskum leikritum, sem sjón- varpið hefur sýnt. Leikur allra var nijög góður, og spillti hvergi því, sem sýna átti. Og frábær hjá Þorsteini, Helga Skúlasyni og Kristbjörgu Kjeld! Leikur Krist- bjargar var stórkostlegur og glæsileiki leikarans stækkaði hlutverkið — já, að sumu leyti. — En ég átti ögn erfitt með að sann- færa mig um að sú andlega ör- birgð, sú stórkostlega sálarsmæð, sem birtist af höfundarins hendi í þessari persónu — slík persóna væri yfirgengilega heimsk, óskilj- anleg smásál. Ég gat tæpast séð „eðlilega" hlið á leiknum með svo glæsilegum leikara. Auðvitað reyni ég ekki að skilja svona hugs- unarhátt — en fyrr má nú vera flagð undir fögru skinni! Sleppum þessu nöldri! En ef einhver íslend- ingur kannast við sjálfan sig í persónunni sem Kristbjörg Kjeld lék — Þá: Guð hjálpi okkur. En að lokum: Sjónvarpið á oft hrós skilið — og í heild tekst því vel og út- varpinu. Margt er á báðum stöð- um, sem ég vil hvorki sjá né heyra. En það skil ég vel — og það er skylda okkar að þakka þær stundir sem við njótum! Ár kvatt — ári heilsað - eftir Jón Á. Gissurarson Forsætisráðherra birtist lands- lýð í útvarpi og sjónvarpi á gaml- árskvöldi að venju. Hefð hefur skapast um slík erindi: Þau eru uppgjöf liðins árs, staða metin um áramót og rýnt fram á veginn. Að þessu sinni fórust þessar vanga- veltur fyrir að mestu, jafnvel vilj- ann frá í fyrra bar ekki á góma. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra átti heldur ekki hægt um vik. Samkvæmt hans eigin forspá átti verðbólga að vera sex af hundraði en nam tífaldri þeirri upphæð. Síðdegis á gamlársdag hafði hann leyst landfestar fiski- flota landsmanna, en aðeins á kostnað gengis íslensku krónunn- ar þrátt fyrir svardaga sjávarút- vegsráðherra nokkrum dögum fyrr, að svo skyldi ekki að málum staðið. Og enn er óvíst hvort þetta eru ekki látalæti ein, því að sjó- menn telja sig hlunnfarna. Ér- lendar skuldir eru svo hrikalegar — að hluta til í eyðslu og óarðbær- ar fjárfestingar. — Eru íslend- ingar nú komnir á pall með skuldakóngum heimsins. Rétt er að geta þess, að forsæt- isráðherra vék að tveimur málum varðandi líðandi stund og framtíð: Bágum efnahag og nýrri stjórn- arskrá. Aflabrest kvað hann meginor- sök bágrar fjárhagsstöðu. Afli hefði orðið snöggtum minni 1982 en metárið 1981. Hann Iét þess þó í engu getið að 1982 var þriðja aflahæsta ár frá upphafi vega. Þagað var um það að meginmagn aflans var ókynþroska smáfiskur sem hefði átt eftir að margfaldast að þyngd og verðmæti, hefði hon- um auðnast að lifa svo sem tvö ár í viðbót. Engu var getið hins geig- vænlega seiðadráps. Dauð eru þau einskis nýt, enda snarlega mokað í sjóinn að nýju. Slíku seiðadrápi má líkja við það að bændur drægju um barkann á kararlömb- um sínum og féllu svo í stafi yfir að fá ekki lagðprúða dilka af fjalli að hausti. Fyrir einni öld og liðlega átta árum færði loflegur erfðakóngur íslendingum stjórnarskrá úr föð- urhendi. Við þessa gáfu Kristjáns níunda höfum við svo búið lítt breytta til þessa dags. Um áratugi hefur verið starfandi þingmanna- nefnd. Um mörg ár hefur Gunnar Thoroddsen verið einn nefndar- manna og hin síðari ár oddviti hennar. Lítið hefur kvisast um þessa væntanlegu stjórnarskrá, rétt eins og hún væri fyrir þing- menn eina en ekki alþjóð. í raun réttri hefði sérstakt stjórnlaga- þing átt að semja hana en ekki alþingismenn. Það skal þó fúslega viðurkennt að erfitt hefði reynst að kjósa slíkt þing án atbeina stjórnmálaflokka landsins. Það var því vel þegið að forsæt- isráðherra veitti nokkra innsýn í það sem hér var á döfinni og skýrði frá nokkrum nýmælum. Hann kvað allan undirbúning svo langt á veg kominn að vænta mætti stjórnarfrumvarps að nýrri stjórnarskrá í þessum mánuði. Eitt af nýmælum er lækkun kosningaaldurs í átján ár. Fjöldi þessara tveggja aldurshópa sem kosningarétt fengju með þessari breytingu, er nú um stundir sem næst níu þúsundir. Hvers vegna er þetta fólk ekki hreinlega spurt hvort það kýs að öðlast þennan rétt? Flest er það í skólum og því auðvelt að ná til þess. Skoð- anakönnun með úrtaki gæti verið enn auðveldari leið. Kosningarétti fylgir ábyrgð sem þessum aldurs- fíokkum kynni að hrjósa hugur við að axla, eða teldu sig vanbúna að neyta hans vegna æsku. Fýsilegt hefði verið að fá meira að heyra af nýmælum, en að von- um gafst ekki tóm á þeim fáu mín- útum sem forsætisráðherra hafði til umráða. Ég drep hér á örfá atriði sem mönnum eru ofarlega í huga. Á forseta íslands að nægja til kjörs að hafa fleiri atkvæði á bak við sig en keppinautar hans, eða skal hann hafa hreinan meiri- hluta og þá tvennar kosningar, ef það næst ekki í fyrstu umferð. I síðustu kosningum voru fjórir í framboði, en við næstu kosningar á undan tveir. Með sama áfram- haldi yrðu þeir átta við næstu for- setakosningar. Kynni þá svo að fara að forseti yrði kosinn með þrettán til fimmtán af hundraði greiddra atkvæða. Á valdsvið for- seta íslands að vera óbreytt? Eiga kjörnir alþingismenn að gegna þingstörfum meðan þeir gegna ráðherrastörfum, eða eiga vara- menn þeirra að taka setu á þingi? Á að skilja betur en nú milli lög- gjafar- og framkvæmdavalds? Eða á kommissarakerfið að hald- ast óbreytt? Óhugsandi er með öllu að al- menningur gæti haft nein áhrif á gerð nýrrar stjórnarskrár ef hún yrði lögfest á þessu þingi. Misvægi atkvæða bak við hvern kjörinn þingmann eru meginrök Jón Á. Gissurarson „Engin stjórnarskrá — hversu áferðarfögur sem hún annars væri — leysir svo sem neinn vanda. Allir núlifandi íslendingar hafa búið að stjórnarskrá Kristjáns níunda alla sína ævi. Það getur ekki skipt sköpum hvort ný stjórn- arskrá tekur gildi árinu fyrr eða síðar.“ fyrir að hraða setningu nýrrar stjórnarskrár. En úr því mætti bæta með einfaldri löggjöf, nota þessa eilefu uppbótarþingmenn til þess að draga úr þeim mismun. Fjölgun þingmanna til þess að jafna þann mun er hreint neyðar- úrræði og kallar á nýja stjórn- arskrárbreytingu áður en varir. Engin stjórnarskrá — hversu áferðarfögur sem hún annars væri — leysir svo sem neinn vanda. All- ir núlifandi íslendingar hafa búið að stjórnarskrá Kristjáns níunda alla sína ævi. Það getur ekki skipt sköpum hvort ný stjórnarskrá tek- ur gildi árinu fyrr eða síðar. Vel skal til þess vanda sem lengi á að standa. Frumvarp að nýrri stjórn- arskrá mætti því gjarnan leggja fram á Alþingi því sem nú situr en lofa svo nýkjörnu þingi að fjalla um hana í ró og næði. Gæfist þá almenningi tóm til að átta sig á og taka afstöðu til einstakra atriða, enda á þjóðin öll að búa að þessari nýju stjórnarskrá, kannski heila öld eða lengur. Gunnar Thoroddsen á sér enn tvö mál sem hann ber fyrir brjósti. Annað þeirra er að koma nýrri stjórnarskrá í höfn. Víst gæti stjórnarskrá forðað nafni hans frá gleymsku, jafnvel á aðra öld, ef langlíf yrði sem hin fyrri. Flest hefur farið á annan veg af því sem Gunnar Thoroddsen lofaði við síðustu stjórnarmyndun enda í mótsögn við hans eigin kosn- ingaloforð skömmu áður. Samt er óþarft með öllu að bera kvíðboga fyrir Gunnari Thoroddsen. Hann hefur fullnægt metnaði sínum, komist til æðstu metorða, þótt síð- asta klifið væri með bellibrögðum. Margfaldur lífeyrir úr fjölda sjóða trygRÍr honum jafnvel auknar tekjur, þótt þjóðin búi við skarðan hlut vegna hans eigin aðgerða. Nafni hans ætti því að vera borgið á spjöldum sögunnar, þótt ný stjórnarskrá komi ekki til. Ekki er þó öruggt að bækurnar hans þrjár kveði upp neinn lokadóm. Nú er mál að linni. Fjórir meginþættir líflínu Gunnars Thoroddsens eru sundurhöggnir: Albert, Eggert, Friðjón og Pálmi hafa horfið undan áraburði hans. Þeir damla nú á öðrum miðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.