Morgunblaðið - 14.01.1983, Page 28

Morgunblaðið - 14.01.1983, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983 Laufey Helgadóttir Minningarorð Með nokkrum fátæklegum orð- um viljum við hjónin minnast okkar góðu vinkonu Laufeyjar Helgadóttur, sem eftir langvar- andi sjúkdóm andaðist á Land- spítalanum 4. janúar 1983, en þeim, sem til þekktu, kom það ekki á óvart. Laufey fæddist 6. ágúst 1914 að Háreksstöðum, Norðurárdal, Mýrasýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Skarphéðinsdótt- ir frá Guðlaugsvík, Strandasýslu, Jóhannessonar af ætt Einars Jónssonar, Kollafjarðarnesi, kona Skarphéðins var Guðrún Sæ- mundsdóttir Lýðssonar af Trölla- tunguætt og Helgi Þórðarson frá Grænumýrartungu, Strandasýslu, Sigurðssonar. Kona Þórðar var Sigríður Jónsdóttir Magnússonar ' frá Bálkastöðum Vestur-Húna- vatnssýslu. Systkini Laufeyjar eru: Hálf- systir, Laura Golden, San Diego, Kaliforníu. Alsystkin: Rögnvald- ur, Borðeyri, Sigurþór, Borgar- nesi, Sigurlaug, Reykjavík, Óskar, Höfn Hornafirði, Sigríður, Reykjavík, og Gunnar, Skaga- strönd. 25. september 1934 giftist Lauf- ey eftirlifandi manni sínum, Sig- urði Hermanni Magnússyni frá Brekku, Reykjavík. Börn þeirra eru: Sigurður Guðni, sölumaður hjá Þýsk-íslenska verslunarfélag- inu hf., giftur Elvu Ólafsdóttur frá Laugarvatni, þau eiga 3 börn. Helgi Ingi, deildarstjóri hjá Sam- vinnubanka íslands hf., Reykja- vík, ókvæntur og barnlaus. Til ársins 1941 bjuggu þau hjón í Reykjavík, þar sem Sigurður var togarasjómaður, fluttu þá til Skagastrandar. Sigurður hætti sjómennsku og gerðist bílstjóri hjá Kaupfélagi Skagstrendinga til ársins 1962 er flutt var til Reykja- víkur og búið síðan þar. Við hjónin fluttumst til Skaga- strandar 1946 og tókst þá fljótlega mikill vinskapur milli heimila okkar, sem haldist hefur og vaxið í gegnum árin. 1946—’47 byrjar Laufey að glíma við sína langvar- andi vanheilsu. Dvelur á Vífils- stöðum 19 mánuði. Gekkst undir um 12 aðgerðir. Síðastliðin sex ár hefur hún barist við sjúkdóm þann ólæknandi, sem ieiddi hana til bana. Ókunnugir gætu haldið af því sem hér að framan segir um lífs- hlaup þessarar mætu heiðurs- konu, að þunglyndi og víl hefði á hennar erfiðustu veikindastund- um bitnað að nokkru á hennar nánustu, og samferðafólki, en svo frábærlega hörð og dugleg var Laufey að við sem þekktum hana sem best, heyrðum aldrei kvörtun af hennar vörum hvað þá ókunn- ugir, sem datt ekki annað i hug en hér færi fullhraust manneskja, svo fulkomlega tókst henni mað hörku að fela óvininn, sem leiddi hana til bana. Gæfa Laufeyjar, þrátt fyrir veikindi, var mikil. Hún giftist framúrskarandi sómamanni, dug- legum og geðgóðum svo til var tek- ið, aldrei æðruorð af hans vörum, eignast 2 syni mannvænlega og duglega svo og ömmubörnin, yndi hennar. Heimili Laufeyjar og Sigurðar á Skagaströnd og Reykjavík var með svo miklum myndarbrag að við sem heimsóttum þau reglulega störðum steini lostin, við að dást að smekkvísi húsbænda og snyrti- mennsku, alltaf eitthvað nýtt á veggjum og gólfum til að gleðja yndi og auga, húsbænda og gesta. Þá má ekki gleyma gestrisninni. Tilgangslaust var að neita veiting- um, sem var þó mjög eðlilegt, þar sem húsmóðirin gekk fársjúk um beina, en að vísu enginn sá. Alltaf hlaðborð af hagldabrauði og kök- um af hvaða tegund sem best þótti, svo að viðbættum skemmti- legum viðræðum um náungann og landsins gagn og nauðsynjar. Laufey var mjög ræðin og sagði skemmtilega frá og þau hjón bæði, já, sannir húmoristar heim að sækja. Snillingur var Laufey í höndun- um, saumaði, heklaði og prjónaði hverskonar hluti til heimilisprýði og fyrir aðra og bjó manni sínum eins og að framan greinir hlýlegt og huggulegt heimili, féll aldrei verk úr hendi, sem fátítt og undra- vert má teljast eins og heilsufarið var bágborið. Systkini Laufeyjar og allt henn- ar ættfólk var henni mjög hjart- fólgið og hjálpfús var hún sínu fólki og öðrum. Allir virtu hana og reyndu að gera henni lokabardag- ann við óvininn mikla sem létt- bærastan. Hún var svo mjög þakklát og er þakklæti hennar hér komið á framfæri til mannsins hennar, drengjanna hennar, barnabarnanna, systkina, tengda- dóttur og allra annarra. Nú, þegar þessi sómakona er kvödd hinstu kveðju, er söknuður aðstandenda og annarra vina hennar mikill. Það er alltaf erfitt að sjá á bak nánum vinum, vissan um að slíkir fái góðar viðtökur í Guðsríki léttir söknuðinn. Við hjónin kveðjum góða vinkonu og þökkum henni minnisstæðar sam- verustundir á liðnum árum. Við biðjum Guð að styrkja og blessa eftirlifandi mann hennar Sigurð, börn hennar, systkini og allt ann- að venslafólk sem saknar hennar í djúpri sorg. Innileg saknaðar- og vinar- kveðja, Hulda og Þorfínnur Minning: Hermundur V. Tómasson fyrrverandi lögregluþjónn Fæddur 7. júní 1911 Dáinn 6. janúar 1983 í dag verður til moldar borinn frá Bústaðakirkju Hermundur V. Tómasson, Bústaðavegi 93, Reykjavík. Hermundur var fæddur 7. júní 1911 á ísafirði, en lézt að heimili sínu hinn 6. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Vil- helmína B. Guðmundsdóttir frá Vallanesi í Skagafirði og Tómas Skúlason frá Ytra-Vatni, einnig í Skagafirði. Hermundur fluttist með foreldrum sínum til Reykja- víkur sjö ára að aldri og átti heim- ili sitt hér í borginni æ síðan. Hinn 18. maí 1940 kvæntist Hermundur Gyðu Tnorlacius, ætt- aðri úr Reykjavík, og eignuðust þau þrjú börn, sem nú eru öll upp- komin og búin að stofna eigin heimili. Börnin eru, talin í ald- ursröð: Sigmundur, Bergljót og Auður. Þau Hermundur og Gyða bjuggu lengst af á Bústaðavegi 93, þar sem þau eignuðust fagurt og vistlegt heimili og gáfu börnum sínum gott veganesti út í lífið. Forsjónin unni Hermundi þess að kveðja þetta líf á heimili sínu, sem hann unni svo mjög. Aðalstarf Hermundar varð löggæzla í borginni, sem hann stundaði sleitulaust um rúmlega þriggja áratuga skeið, eða þangað til hann missti heilsuna fyrir tæp- um fimmtán árum. Starf lögreglu- manns á þessum árum var að ýmsu leyti erfiðara en nú er, og kom sér þá vel frískleiki og táp Hermundar auk þeirrar stundvísi og samvizkusemi sem honum voru í blóð borin. Auk lögreglumanns- starfsins stundaði Hermundur ýmis önnur störf, sem til féllu utan daglegs vinnutíma, einkum byggingavinnu. Er ekki ofsagt, að árum saman hafi hann lagt nótt við dag til að sjá fjölskyldu sinni farborða og koma þeim upp eigin íbúð, en laun lögreglumanna voru afar lág á þessum árum. Hermundur Tómasson var í hærra meðallagi á vöxt, karl- mannlegur á velli og bjartur yfir- litum. Hann var manndóms- og reglumaður, vinnusamur svo að af bar og umhyggjusamur fjöl- skyldufaðir. Nágrönnum sínum var hann góður granni og traustur vinur vina sinna. Það höfum við sannfrétt eftir gömlum samstarfs- mönnum hans hjá lögreglunni, að á vinnustað hafi hann verið flest- um mönnum vinsælli sökum greið- vikni sinnar og geðprýði. í röska þrjá áratugi áttum við hjónin því láni að fagna að vera búsett í næsta húsi við Hermund heitinn og fjölskyldu hans. Betra nábýli var naumast unnt að kjósa sér og sjaldan hittum við Her- mund öðruvísi en glaðan og reifan. Hann var jafnan jákvæður í við- horfum til manna og málefna og hlýr í viðmóti. Hermundur var jafnaðarmaður að lífsskoðun og var hlynntur stefnu og störfum Alþýðuflokksins. Það var ekki fyrr en á allra síðustu árum, eftir að heilsu hans tók ört að hnigna, að honum sást brugðið, þó að hann reyndi ávallt að bera sig vel og karlmannlega. Nábýli okkar hjóna við þau Hermund og Gyðu þróaðist brátt í varanlega vináttu, sem aldrei bar skugga á. Ýmsar minningar frá skemmtilegum samverustundum með þessum ágætu vinum og ná- grönnum munu seint líða okkur úr minni, t.d. höfðum við þann fasta sið um margra ára skeið að hittast sérhvert gamlárskvöld og fagna nýja árinu saman. Því viljum við nú að lokum langrar og ánægju- legrar samferðar með Hermundi heitnum senda ekkju hans, börn- um og öðrum ættingjum, einlægar samúðarkveðjur á sorgarstundu. Megi guð blessa minningu Hermundar Tómassonar. Elín og Albert Minning: Tómas Sigurðsson frá Reynifelli Fæddur 21. júní 1890 Dáinn 6. janúar 1983 I dag verður gerð frá Fossvogs- kirkju útför Tómasar Sigurðsson- ar fyrrum bónda á Reynifelli í Rangárvallasýslu, sem andaðist í Landakotsspítala 6. þessa mánað- ar. Tómas var fæddur 21. júní 1890 í Árkvörn í Fljótshlíð og var því rúmlega níutíu og tveggja og hálfs árs er hann lést. Foreldrar Tómasar voru Sigurð- ur bóndi í Árkvörn Tómasson og kona hans, Þórunn Jónsdóttir. Tómas elst upp í foreldrahúsum í stórum systkinahópi, en alls munu systkinin hafa verið tólf en átta komust til fullorðinsára. Heimilið í Árkvörn var mikið menningar- og myndarheimili. Gamla ættarsamfélagið og bændamenningin stóð enn í blóma. Þótt bóka- og blaðakostur væri ekki mikill á nútíma mæli- kvarða, tókst vel gefnu fólki, yngra sem eldra að verða sér úti um mikinn fróðleik og staðgóða þekkingu á ýmsum sviðum. Þótt skólaganga væri harla lítil á þeim árum varð lærdómurinn í skóla lífsins oft notadrjúgur og happa- sæll. Hófsemd, iðjusemi, dugnaður og jákvætt lífsviðhorf, ásamt góðri greind, reyndist Tómasi gott vega- nesti. Tómas vandist í uppvextinum öllum algengum sveitastörfum. Þegar hann hafði aldur og þroska til fór hann til sjós, eins og það er kallað. Hann reri allmargar ver- tíðir í Vestmannaeyjum og þótti þar liðtækur vel eins og við sveita- störfin. Tómas var frekar lágur maður vexti, ekki samanrekinn eða kraftalegur en samsvaraði sér vel, dökkhærður og fríður í andliti. Margur er knár, þótt hann sé smár, segir máltækið. Það sannað- ist á Tómasi, hann var fylginn sér, duglegur verkmaður, laginn og út- sjónarsamur að hvaða vinnu sem hann gekk. Ég kynntist ekki Tómasi fyrr en hann var kominn um eða yfir miðjan aldur. Mér fannst strax er ég sá hann fylgja honum hressi- legur blær, hispursleysi og glað- værð. Það var einhver höfðings- svipur í fasi hans og framgöngu. Við kynningu var sem hann stækkaði, eihnig að ytri ásýnd. Hann var sérstakur persónuleiki, einn þeirra samferðamanna sem maður gleymir ekki. Árið 1924 ræðst Tómas í það stórvirki að kaupa, ásamt Jóni bróður sínum, jörðina Reynifell á Rangárvöllum. Hófu þeir bræður þar búskap, báðir ókvæntir, en Þuríður systir þeirra var hjá þeim bústýra. Reynifell er talin ein besta fjár- jörð í Rangárvallasýslu, enda bjuggu þar jafnan gildir bændur er áttu margt gangandi gripa, einkum sauðfé. Sagt er að vinnumenn hafi sóst eftir að vistráðast að Reynifelli, og þá taldir menn að meiri. Og komið hafði fyrir áður fyrr að vinnuhjú létu börn sín heita í höf- uðið á húsbændunum í þakklæt- isskyni. í lýsingu jarðarinnar til fast- eignamats fyrir rúmum fjórum áratugum segir meðal annars: „Tún greiðfært. Jarðvegur grunn- ur. Engjar reytingur á víð og dreif um haga. Beitiland mjög víðlent, hraun, mjólendi og fjalllendi, ágætt til sauðfjárbeitar, sæmilegt fyrir kýr, en lakara fyrir hross. Jörðin nokkuð skemmd af upp- blæstri en hafin græðsla." Hinir nýju ábúendur á Reyni- felli, bræðurnir Tómas og Jón, reyndust í engu eftirbátar forvera sinna. Þeir hófust ótrauðir handa við byggingar og jarðabætur og bústofninn stækkaði ár frá ári. Eitt skorti þó, húsfreyju er bæri birtu og yl í bæinn, en síðar í fyll- ingu tímans kæmu börnin og nýja heimilið ómaði af gleði og hlátra- sköllum. Strax fyrsta búskaparár Tómas- ar rættist óskadraumurinn. Ung og fögur heimasæta, bjarthærð og bláeygð, úr Borgarfjarðardölum ræðst sem kaupkona að Reynifelli. Þessi tvítuga stúlka var Hannes- ína Einarsdóttir frá Neðrihrepp í Skorradal. Varla mun hana hafa órað fyrir því þegar hún réð sig sem kaupakonu að Reynifelli, að þessar fáu sumarvikur yrðu að ævidvöl. Þarf ekki að orðlengja það að Tómas og Hannesína bundust heitum og gengu í hjónaband hinn 22. júní 1928 og bjuggu á Reyni- felli hátt í fjóra áratugi. Þetta varð mikið gæfuspor í lífi beggja. Unga konan festi rætur í hinu nýja umhverfi, stóð trygg og örugg við hlið bónda síns í blíðu og stríðu og stjórnaði heimilinu af miklum dugnaði og skörungsskap. Tómasi og Hannesínu varð níu barna auðið, allt mesta atorku- og myndarfólk og barnabörnin munu vera orðin átján, þannig að ætt- boginn er æði stór. Börn Reynifellshjónanna eru: Sigurður búsettur í Kópavogi, kvæntur Guðrúnu Helgadóttur. Ásgeir nú búsettur í Fljótshlíð, ókvæntur. Fanney búsett í Kópa- vogi, gift Siggeir Ólafssyni. Guð- jón Ársæll búsettur í Reykjavík, sambýliskona Unnur Hlín Guð- mundsdóttir. Guðrún Magnea bú- sett í Kópavogi, gift Rögnvaldi Kjartanssyni. Trausti búsettur í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur. Unnur búsett í Kópavogi, gift Jónasi Pálssyni. Ármann Reynir búsettur í Kópa- vogi, ókvæntur. Birgir búsettur í Kópavogi, kvæntur Daðey Stein- unni Daðadóttur. Eins og að líkindum lætur hefur þessi stóra fjölskylda þurft mikils með, bæði til fæðis og klæðis. Eins og fyrr segir voru bæði hjónin mikið dugnaðarfólk og ráðdeild- arsöm í besta lagi, og hagur þeirra blómgaðist þrátt fyrir ómegðina. Elstu börnin fóru líka fljótt að létta undir með foreldrum sínum. Þrem árum eftir að Tómas festi ráð sitt kvænist Jón bróðir hans heitmey sinni, Gróu Guðjónsdótt- ur frá Vatnsdal í Fljótshlíð. Bjuggu þeir bræður í tvíbýli á Reynifelli í tvo áratugi. Voru þeir samlyndir og samhentir í hví- vetna, en eftir því sem börnunum fjölgaði og búin stækkuðu gerðist þrengra um þá. Jón brá þá á það ráð árið 1944 að taka á leigu jörð- ina Reyðarvatn í sömu sveit og þangað flyst hann með fjölskyldu sína og býr þar síðan uns hann flyst til Reykjavíkur á efri árum. Tómas eykur enn umsvif sín eft- ir að hann fer að búa í einbýli á Reynifelli, fjölgar skepnunum, vinnur áfram að jarðarbótum og bættum húsakosti. Tómas var einn af stofnendum kaupfélagsins Þórs á Hellu 1935. Allir aðdrættir voru mjög erfiðir á Reynifelli, bærinn afskekktur og vegur raunar enginn lengi framan af búskaparárum Tómasar, aðeins troðnir götuslóðar í grýttu hraun- inu. Þó var Eystri-Rangá versti farartálminn. Raunar voru það þrjú vötn sem þurfti að fara yfir, oft mjög slæm, ýmist grýtt í botni eða með sandbleytum. Fyrst var það Keldnalækurinn í túnfæti hins fornfræga höfuðbóls Keldna, þá Eystri-Rangá og loks svonefnd Teitsvötn. þessi vötn voru oft ill yfirferðar á hestum, einkum að vetri til. Síð- ar er jeppar og aðrir kraftmiklir fjallabílar komu til sögunnar skánaði þetta nokkuð. Framtíðarlausnin var brú yfir Eystri-Rangá fyrir ofan Keldur, og oft ræddi Tómas það mál við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.