Morgunblaðið - 14.01.1983, Page 29

Morgunblaðið - 14.01.1983, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983 29 Ingólf Jónsson ráðherra á Hellu, en þeir voru góðkunningjar. Tómas var maður frelsis og ein- staklingsframtaks og fylgdi ótrauður stefnu- og sjónarmiðum Sjálfstaeðisflokksins. Brúin kom, en það var ekki fyrr en skömmu eftir að Tómas var hættur búskap og Ásgeir sonur hans tekinn við jörðinni. Með tilkomu brúarinnar og nýj- um vegi má segja að Reynifell kæmist fyrst í raunverulegt sam- band við umheiminn. Ferða- mannastraumurinn jókst, því náttúrufegurð er mikil á þessum slóðum. Áður voru það einkum fjallmenn vor og haust og næstu nágrannar sem að garði bar. Gestrisni þeirra Reynifellshjóna var viðbrugðið og kem ég að því síðar. Eins atburðar get ég ekki látið hjá líða að minnast, sem hafði mikil áhrif á iíf fjölskyldunnar á Reynifelli. Snemma að morgni hins 29. mars 1947 byrjaði Hekla að gjósa sem kunnugt er. Vikri og ösku tók að rigna og myrkt varð eins og á skammdegisnótt. Þarna í næsta nágrenni Heklu var hávað- inn óskaplegur og öðru hvoru var myrkrið rofið af leiftrandi eld- blossum. Fjölskyldan hélt sig inn- anhúss, og beið þess hverju fram yndi. Þegar menn bar að garði til að grennslast eftir líðan fólksins, var ekki svarað strax, en það var óvenjulegt á Reynifelli. Sem betur fór amaði ekkert að fólkinu, en það einfaldlega heyrði ekki fyrir hávaðanum, þótt knúið væri dyra. Næstu nágrannabæir, Þorleifs- staðir og Rauðnefsstaðir, grófust undir öskuvikri og fóru í eyði. En vindáttin bjargaði Reynifelli, og tiltölulega lítil aska féll þar. Næsta sumar var votviðrasamt og kom þá gróðrinum til. Það má segja að tún og hagar hafi risið iðjagrænt undan öskulaginu. Ég kynntist Reynifellsfjölskyld- unni eftir að ég stofnaði heimili, en tengdamóðir mín, Elka Jóns- dóttir, sem nú er nýlega látin, var uppeldissystir Hannesínu. Eldri dætur okkar hjónanna dvöldu mörg'sumur á Reynifelli og enn minnast þær með mikilli ánægju þeirrar sumardvalar. Á hverju sumri fórum við hjónin og tengda- móðir mín og fleira venslafólk austur að Reynifelli og gistum þar stundum í eina eða tvær nætur. Okkur var ævinlega tekið af þeirri einlægni og hjartahlýju sem ekki gleymist. Og ekki leið löng stund uns allir sátu að dúkuðu veisluborði, sem næstum svignaði undan kræsingunum. Húsbænd- urnir ítrekuðu að gera sér að góðu það sem fram var borið og stöðugt var bætt á fötin. Hvergi þar sem mig hefur borið að garði, hvorki innanlands né utan, hefi ég mætt slíkri gestrisni og á Reynifelli. Og þá sögu hafa áreiðanlega fleiri að segja. Þau hjónin voru líka bæði einkar skemmtileg og glaðvær í góðra vina hópi. Húsfreyjan var mjög ljóðelsk og húsbóndinn greip stundum í orgelið í stofunni og all- ir sungu af hjartans lyst. Eins og fyrr var getið er nátt- úrufegurð mikil á Reynifelli. Bær- inn stendur norðan undir fjallinu Þríhyrningi, sem rís snarbratt og tignarlegt upp af láglendinu. Það mun vera rúmlega hálft sjöunda hundrað metrar á hæð. Gömul sögn hermir að af fjallinu sjáist átján kirkjur í góðu skyggni. Af Þríhyrningi er dýrlegt útsýni til allra átta í heiðskíru veðri. I austri og suðaustri krýna jökul- hettur Tinda- og Eyjafjallajökuls fjallahringinn, í norðri rís fjalla- drottningin og ógnvaldurinn mikli Hekla við himin, en í suðri og suð- vestri blasir suðurlandsundirlend- ið við augum eins og útbreitt landabréf. Er ég gekk eitt sinn á Þríhyrning og svipaðist um af hæsta hnjúk fjallsins kom mér í hug ljóð Þorsteins Gíslasonar: „Inn í faðminn fjalla þinna, fagra, gamla Kangárþing, foldin sagna frægra minna forna kringum I>ríhyrning, unað fangin augun renna, út á söndum byltist hrönn, ofar duldir eldar brenna undir tinda jökulfönn.“ Heima á Reynifelli er líka einkar fallegt. Bak við bæinn rís ávalur ölduhryggur vafinn berja- lyngi og blómskrúði. Austan öld- unnar rennur Fiská, kristaltær, í smáflúðum og fossum. Fram und- an bænum blasir við gróið hraun með ótal hellum, hraundröngum og öðrum listaverkum frá náttúr- unnar hendi. I geislum sólaruppkomu eða skini sólarlags tekur landið á sig undarlegan töfrasvip, líkt og kynjaheimar hrauns og lita lifni andartak. Er ég rifja upp gamla atburði að leiðarlokum birtist mér fyrir hugskotssjónum ferð, sem við hjónin ásamt fleira fólki fórum eitt sinn með Tómasi inn í Þórs- mörk. Við vorum á jeppa en höfð- um samflot með stórum og vel- búnum bíl frá Skógræktarfélagi íslands, en honum ók Sigurður, elsti sonur Tómasar, sem vann lengi hjá Skógræktinni. Þessi ferð mun hafa verið farin í tilefni merkra tímamóta eða afmælis fé- lagsins. Við lentum í engum erfiðleikum í Krossá og ferðalagið gekk eins og í sögu. Veður var gott og við tjöld- uðum í mörkinni eins og lög gera ráð fyrir. Um kvöldið var kveiktur varðeldur, og menn skemmtu sér hið besta við söng og sögur. Ekki sást vín á neinum þótt það væri kannski eitthvað smávegis haft um hönd. Menn voru glaðir á góðri stund og nutu friðar og fegurðar í faðmi fjallanna. Á heimleiðinni var síðasti án- ingarstaður við Stóra-Dímon á Markarfljótsaurum og þar var snætt nesti. Dregur Tómas þá ekki upp flösku, óátekna, úr tösku sinni til þess að lyfta glasi fyrir vel- heppnaðari og óvenjulega skemmtilegri ferð. Þetta litla atvik lýsir Tómasi vel, hugulsemi hans og fyrir- hyggju. Gestrisnin fylgdi honum heima og heiman. Sjálfur var hann enginn vínmaður, en hann naut þess að gleðja aðra. Tómas bjó rausnarbúi á Reyni- - felli til ársins 1961. Þá voru börnin uppkomin og þau hjón tekin að lýjast eftir langan og strangan vinnudag. Tómas bregður þá búi og lætur jörðina í hendur Ásgeiri syni sínum, en kaupir snotra íbúð í Kópavogi. Síðan flytjast þau hjónin þangað. Þótt börnin væru flutt suður og byggju nú í næsta nágrenni, að undanskildum Ásgeiri, festi Tóm- as ekki yndi hér á höfuðborgar- svæðinu. Hugurinn var í sveitinni við skepnurnar og bústörfin. Sú varð líka raunin á að Tómas fór aftur austur að Reynifelli og dvaldi þar langtímum saman bæði sumar og vetur. Hannesína bjó aftur á móti í íbúðinni í Kópavogi, með tveimur yngstu sonum sínum, sem þá voru ókvæntir. Reyndar skrapp hún alltaf austur að Reyni- felli á sumrin en aldrei til lang- dvalar. Árið 1974 veikist Tómas og þá verður hann að yfirgefa Reynifell og sveitina sinu kæru fyrir fullt og allt, og flytjast aftur hingað suð- ur. Ymist eiginkonan eða börnin önnuðust hann þá og hjúkruðu honum. Tómas náði nokkrum bata á tímabili, en versnaði síðan aftur. Um það bil hálft fimmta ár lá hann rúmfastur á Landakotsspít- ala og naut þar frábærrar umönn- unar lækna og hjúkrunarliðs, sem hann var mjög þakklátur fyrir. Eiginkona og börn hins látna færa starfsliði sjúkrahússins sínar bestu þakkir. Háöldruðum sjúkum manni er hvíldin kær eftir langan vinnudag og gifturíka ævi. Nú á síðasta degi jóla og mót hækkandi sól hverfur hann yfir landamærin miklu til landsins fyrirheitna. Þótt Tómas sé horfinn sjónum okkar lifir minningin um atorku- saman drengskaparmann og mikið ljúfmenni. Við hjónin sendum eiginkonu hans, börnum, barnabörnum, venslafólki og vinum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Tómasar Sigurðssonar. Ármann Kr. Einarsson Minning: Kristín Leifsdóttir Fimmtudaginn 6. janúar lést vinkona mín Kristín Lúðvíksdóttir eftir skamma sjúkdómslegu. Kristín var fædd í Reykjavík 28. ágúst 1927 og var dóttir hjónanna Guðrúnar Tómasdóttur og Lúð- víks Edilonssonar. Þau fluttu síð- ar upp á Akranes með tvær dætur sínar, Kristínu og Eddu, og bjuggu þar meðan Lúðvík lifði. Eftir stutta búsetu í Reykjavík giftist Guðrún aftur og fór þá á Akranes aftur. Seinni maður hennar var Sigurdór Sigurðsson. Þeirra börn eru Jónína og Sigurdór. Kristín fór frá Akranesi um tvítugsaldur og átti ekki heima þar um árabil. Hún giftist í Reykjavík, Magnúsi Bjarnasyni árið 1949, heimili þeirra var í fyrstu í Reykjavík en seinna fluttu þau til Þorlákshafnar og bjuggu þar þangað til Magnús varð veikur af þeim sjúkdómi er dró hann til dauða. Dóttir þeirra er Sigrún, sem búsett er í Bandaríkjunum. Einnig var hjá þeim lítil frænka Magnús- ar, Magnea, í nokkur ár. Eftir lát Magnúsar bjuggu þær mæðgur Kristín og Sigrún saman í nokkur ár eða þar til Sigrún gifti sig og fór út. Hún og maður henn- ar, Peter Holt, eiga tvo litla drengi. Sonur Magneu var líka ömmubarn Kristínar og hugsun hennar snerist mikið um þá þrjá. Árið 1977 giftist hún seinni manni sínum, Páli Jóhannessyni, og flutti þá aftur á Akranes. Sam- búð hennar og Páls varð ekki löng, aðeins rúmt ár. Páll var veikur í nokkra mánuði áður en hann dó. Þá var Kristín enn orðin ein, en henni líkaði vel á Akranesi og vildi ekki fara þaðan þó dvölin þar væri erfið fyrir hana eina til að byrja með vegna ónógra atvinnu- möguleika. Seinna fékk hún fast starf við sjúkrahúsið og þar með var komin sú festa í tilveruna sem hún þarfnaðist. Kristín var góður vinur að eiga. Ef eitthvað var erfitt eða við ein- hver vandamál að etja, var gott að taka símann og taia við hana, ekki að vandamálin yrðu endilega leyst, en léttlyndi hennar var slíkt að þau urðu ekki jafn merkileg á eftir. Oft undraðist ég það þrek og þá seiglu sem hún bjó yfir, hennar líf var ekki, frekar en svo margra annarra, eintómur dans á rósum, en bjartsýnin og léttlyndið var hennar styrkur. Hún fór sjálf ekki varhluta af heilsuleysi og það mein sem hrjáði hana var henni oft erfitt. Líklega hætti okkur vin- um hennar til að taka það ekki alltaf jafnalvarlega og ástæða var til, ef til vill var það ekki síst vegna þeirrar lífsgleði sem maður fann hjá henni. Kristín ætlaði svo margt og átti sér drauma og framtíðaráætlanir, — var alltaf virk. Þær áætlanir snerust oftast um Sigrúnu og drengina. Gleði hennar var mikil þegar hún kom með fjölskyldu sína hingað í fyrrasumar og von hennar var að það yrði endurtekið eða að hún gæti farið sjálf áður en langt um liði, en það hafði hún gert áður. Sú heimsókn þeirra hingað núna er með öðrum hætti en ætlað var. Áður en Kristín flutti á Akra- nes bjó hún í nágrenni við mig og kom mikið á heimili mitt og í þau ár var hún í rauninni hluti af til- veru okkar, það var ekki gestur sem kom — það var Kristin. Börn- unum mínum fannst jafn eðlilegt að hún vissi og tæki þátt í því sem þau aðhöfðust og ég. Góð kona er gengin sem margir munu minnast með hlýhug og söknuði. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag. Ég og börnin mín sendum Sig- rúnu og fjölskyldu hennar og öðr- um vandamönnum innilegar sam- úðarkveðjur. Erla Magnúsdóttir Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, ad afmælis- og minningargreinar verda að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. UTSOLUMARKAÐUR á íslenskum hljómplötum i Meðal annars: Rut Reginalds — Simmsalabimm. Guðmundur Guðjónsson og Sigfús Halldórsson. Vilhjálmur Vilhjálmsson — Hana nú. Rut Reginalds — Tóm tjara. Halli & Laddi — Fyrr má nú aldeilis fyrrvera. Ýmsir — Bara það besta. Brunaliöið — Úr öskunni í eldinn. Ruth Reginalds — Furðuverk. Börn og dagar — Ýmsir flytjendur. Björgvin Halldórsson — Ég syng fyrir þig. Kór Oldutúnsskóla. HLH flokkurinn — í góðu lagi. Bjarki Tryggvason — Einn á ferð. Brunaliðið — Útkall. Glámur og Skrámur. Spilverk þjóöanna — Bráðabirgðabúgí. Brimkló — Sannar dægurvísur. Pálmi Gunnarsson — Hvers vegna varstu ekki kyrr. Björgvin og Ragnhildur — Dagar og nætur. Halli og Laddi — Umhverfis jörðina. Vilhjálmur Vilhjálmsson — Manni. Pálmi Gunnarsson — í leit að lífsgæðum. Brimkló — Glímt við þjóðveginn. Arni Egilsson — Bassi Erectus. Brimkló — Nýtt undir nálinni. HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.