Morgunblaðið - 20.01.1983, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.01.1983, Qupperneq 1
52 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 15. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Heimsókn Gromyk- os kann að hafa áhrif á v-þýzka kjósendur lterlln, 19. janúar. AP. ANDREI Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna mun byrja viðræður við embæltismenn kommúnistastjórnarinnar í Austur-Berlín á morgun, fimmtudag, en nú er lokið þriggja daga viðræðum hans við stjórnmálamenn í Vestur-Þýzka- landi. Er talið, að heimsókn Gromykos til Bonn hafi einkum verið ætlað að reka fleyg á milli NATO-ríkjanna og hafa áhrif á kjósendur í Vestur-Þýzkalandi vegna fyrirhugaðra þingkosninga þar i marz. í Austur-Berlín mun hann vænt- anlega gera ráðamönnum þar grein fyrir viðræðum sínum síðustu daga. Talsmaður vesturþýzku stjórnarinn- ar sagði í dag, að heimsókn Gromyk- os hefði ekki breytt neinu varðandi eindreginn stuðning Vestur-Þýska- lands við NATO og áform bandalags- ins frá árinu 1979 um að koma fyrir 572 eldflaugum í Vestur-Evrópu á þessu ári, ef enginn árangur næst í afvopnunarviðræðunum við Sovét- menn. Hins vegar er ekki talið loku fyrir það skotið, að Gromyko kunni að hafa haft einhver áhrif á vestur- þýzka kjósendur, sem eru í vaxandi mæli andvígir staðsetningu nýrra eldflauga NATO þar í landi og það hafi hafi einmitt verið helzta markmið hans með förinni til Bonn. Stuðningsmenn jafnaðarmanna eru einkum taldir andvígir eldflaugun- um. „Það mun sjást 6 marz nk., hvaða áhrif Gromyko kann að hafa haft á kjósendur", var haft eftir vesturþýzkum embættismanni í dag, en þann dag eiga að fara fram al- mennar þingkosningar í landinu. Er eldflaugamálið þegar orðið eitt helzta hitamál kosninga-baráttunn- ar. Samsteypustjórn sú, sem nú fer með völd í Vesturþýzkalandi undir forystu Helmut Kohls, leiðtoga kristi- legra demókrata, styður áform NATO um að koma fyrir eldflaugum í Vestur-Evrópu, ef Sovétríkin fást ekki til þess að eyðileggja þau kjarn- orkuvopn, sem þau miða á Vestur- Evrópu. „Það er alls ekki unnt að fallast á, að Sovétríkin viðhaldi árásargetu sinni gagnvart Vestur- Evrópu", sagði Diether Stolze, tals- maður vesturþýzku stjórnarinnar í dag. Gert er ráð fyrir, að 108 eldflaug- um af gerðinni Pershiijg II og 96 stýrieldfalgum verði komið fyrir í Vestur-Þýzkalandi. Dómur fjalli um örlög Wallenbergs Vortízkan i París Tvær sýningarstúlkur frá tízkufyrirtækinu Torrentes sýna vortízkuna 1983. í baksýn má sjá Temple de Madaleine í miðborg Parísar. ap. Bandaríkin: Sjónauki á braut um jörðu Mountain View, Kaliforníu, 19. janúar. AP. SJÓNAUKA, sem vegur rúmt tonn og kostaði 80 milljónir dollara að smíða, verður í næstu viku skotið á braut um jörðu frá Vandenberg-flug- stöðinni í Kaliforníu að því er skýrt var frá í dag. Sjónaukinn verður sendur á loft með Delta-eldflaug og mun fara umhverfis jörðu yfir heimskautin í 900 km hæð. Hann er næmur fyrir innrauðu ljósi, sem gufu- hvolfið útilokar að mestu, og mun því geta greint hitamerki frá stjörnum, smástirnum og „ef til vill frá 10. plánetunni", sagði dr. Dale Compton, sem hefur yfir- umsjón með stjörnusjónaukum á vegum NASA, bandarísku geim- vísindastofnunarinnar. Hann spáði því, að sjónaukinn myndi afla „milljón nýrra upplýsinga" frá hinum innrauða hluta litrófs- ins ef hann helst á braut í sex mánuði eins og fyrirhugað er. Það eru Bandaríkjamenn, Hol- lendingar og Bretar, sem að þessu fyrirtæki standa. Tt*l Aviv, 19. janúar. AP. ALÞJÓÐLEG samtök hafa í hyggju að höfða mál gegn Sovétríkjunum til greiðslu á 14 milljörðum dollara. vegna þess að Sovétríkin hafi i haldi sænska sendistarfsmanninn Raoul Wallenberg. Er ætlunin að afla vitnisburðar ísra- elsmanna, sem segjast hafa séð hann. Wallenberg bjargaöi þúsundum ung- verskra Gyðinga frá nazistum í síðari heimsstyrjöldinni og hefur sú hetjudáð orðið þess valdandi, að honum var veittur heiðursríkisborgararéttur i Banda- ríkjunum. Er hann eini maðurinn að undanskildum Winston Churchill, sem sýndur hefur verið slíkur heiður. Wallenberg hvarf, eftir að her Sovétríkjanna náði Budapest á sitt vald og siðan er ekkert vitað um, hvar hann er niður kominn. Dr. Ernst Katin, sem á sæti fyrir ísrael í alþjóðlegu mannréttinda- samtökunum WHC (World Habeas Corpus), en þau hafa miðstöð sína í Bandaríkjunum, hefur skýrt svo frá, að þessum samtökum hafi ver- ið veitt umboð af hálfu Guy von Dardel, hálfbróður Wallenbergs, til að höfða mál gegn Sovétríkjunum til þess að fá úr því skorið í dómsmáli, hver hafi orðið örlög Wallenbergs. Því var haldið fram árið 1957 af hálfu Sovétríkjanna, að Wallen- berg hafi dáið af hjartaslagi í sov- ézku fangelsi 10 árum áður. En margt fólk hefur hins vegar sagzt hafa séð Wallenberg svo seint sem árið 1979 i fangelsi. Þannig hafði dagblaðið Haaretz það eftir sovézk- um Gyðingi í síðasta mánuði, að hann hafi rætt við Wallenberg, er hann dvaldist 4 daga í fangelsi árið 1972 í Sverdlovsk í Úralfjöllum. Katin hefur skýrt svo frá, að hann sé sannfærður um, að fyrir- hugað dómsmál nái fram að ganga og að dómstóllinn eigi eftir að leggja löghald á eignir Sovétríkj- anna í Bandaríkjunum, verði stjórnvöld í Moskvu ekki til þess að greiða ættingjum Wallenbergs skaðabætur. Málið verður flutt fyrir dómstóli í Chicago. Argentína að undirbúa árás á Falklandseyjar Brezka herliðið i viðbragðsstöðu dag og nótt New York, 19. janúar Al*. ARGENTÍNUMENN eru hugsanlega að undirbúa árás á stöðvar Breta á Falklandseyjum. Var þetta haft eftir áreiöanlegum heimildum innan bandarisku leyniþjónustunnar í dag samkvæmt frásögn bandarísku frétt- astofunnar CBS. Þá var frá því skýrt, að Argentínumenn hefðu endurnýjað flugflota sinn með nýjum orrustuþot- um frá Frakklandi, sem gætu skotið svonefndum Exocet-eldflaugum, en með slíkum eldflaugum tókst Argent- ínumönnum aö sökkva tveimur brezk- um herskipum í stríðinu um Falk- Rúblur, reyktur fiskur, koníak og siónvarpstæki VlowLc. IQ Unúar ^ Moskvu, 19. janúar. MOSKVUBLAÐIÐ Trud sagði frá því fyrir nokkru, að kennarar við kennaraskóla einn í Úkraínu hefðu orðið uppvísir að mikilli spillingu. Hún var meö þeim hætti, að eink- unnir ncmcndanna fóru alfarið eft- ir mútunum, sem þeir báru á læri- feður sína og skipti þá ekki máli hvort um var að ræða rúblur eða reyktan fisk. Þetta mútumál, sem átti sér stað í Chernikov-kennaraskólan- — og einkunn- in var 10 um í Úkraínu, var komið í svo fastar skorður, að fyrir lá verð- skrá yfir einkunnirnar. I ensku- deildinni var t.d. hæsta einkunn, 10, metin á 240 ísl. kr. en aðrar þaðan af minna. Einn kennaranna hafði þann háttinn á, að hann tók við einni heildargreiðslu frá bekknum, 4.800 kr., en íþróttakennarinn vildi helst fá greitt í koníaki, reyktum fiski og hljómsnældum. Aðalprófdómarinn í skólanum gerði sig hins vegar ekki ánægð- an með minna en sjónvarpstæki og jafnvirði 24.000 ísl. kr. Kenn- ararnir sitja nú allir í fangelsi að sögn Trud. landseyjar í fyrra. Talið er, að Argentínumenn muni fremur beita skyndiárásum á Falk- landseyjar en allsherjar árás á brezka herliðið á eyjunum. í stríð- inu í fyrra féllu 255 brezkir og 712 argentínskir hermenn. Nú hafa Bretar fjölmennt herlið til varnar á Falklandseyjum. Talsmenn brezka varnarmála- ráðuneytisins og utanríkisráðu- neytisins vildu ekkert um þetta mál segja i dag, en þó er talið víst, að brezk stjórnvöld taki alvarlega frásögn CBS-fréttastofunnar. Ekki er gert ráð fyrir, að brezka herliðið á Falklandseyjum geti komið í veg fyrir, að fámennar sveitir Argent- ínumanna geti gengið sem snöggv- ast á land í fjarlægum afkimum á eyjunum. „Það eru einfaldlega ekki nógu margir hermenn til staðar til þess að fylgjast með hverri kletta- snös á eyjunum," var haft eftir brezkum embættismanni í dag. „Snögg landganga og skyndibrott- för hefði sennilega ekki í för með sér mikla áhættu fyrir Argentínu- rnenn," sagði hann ennfremur. „Argentínumenn gætu dregið að hún fána sinn í áróðursskyni, tekið nokkar ljósmyndir og horfið siðan á braut, áður en nokkur vissi, að þeir hefðu komið." Brezka leyniþjónustan hefur áður varað við hugsanlegum landgöngu- tilraunum af hálfu Arge’ntínu- manna. „Við verðum að sjá til og bíða,“ var haft eftir brezkum emb- ættismanni í tilefni fréttarinnar í dag. „Herlið okkar er í viðbragðs- stöðu allan sólarhringinn." Fiskveiðideil- unni að ljúka? Bonn, 19. janúar. Al*. LÍKl'R eru nú á þvi að fiskveiðideila Dana og hinna landa EBE verði til lykta leidd áður en vikan er úti, eftir því sem embættismenn vestur-þýska utanríkisráðuneytisins sögðu í gær. Þriðju fundarhöldin um málið á tíu dögum voru á þriðjudaginn og ræddu þar málin þeir Hans Dietrich Genscher forseti EBE, Uffe Elle- man-Jensen utanríkisráðherra Dana og Gaston Thorn. Mál fundar- ins verður lagt fyrir ríkisstjórnir þremenninganna fyrir vikulokin og þá ætti lausn að vera í nánd. Hvorki Ellerhan-Jensen eða hinir ráðherrarnir létu hafa nokkuð eftir sér um samningsgrundvöllinn, en Daninn sagði við fréttamenn eftir fundinn, að hann efaðist ekki um að danska þingið og danskir fiskimenn myndu samþykkja þau samnings- drög sem ákveðin voru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.