Morgunblaðið - 20.01.1983, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983
„Sigurvegaramótið“ í Wijk aan Zee:
Friðrik Ólafsson í
2.—3. sæti ásamt Ribli
Wijk ud Zee, frá Berry Withuis.
FRIÐRIK Olafsson sigraði Hol-
lendinginn Peter Scheeren S 5. um-
ferð „Sigurvegaramótsins" í Wijk
aan Zee í 22 leikjum. Scbeeren
stýrði hvítu mönnunum og tefldi
lengi vel, en Friðrík þrýsti á stöðu
hans. Friðrik lenti i mikhi tíma-
hraki — varð að leika síðustu 20
leikina á 8 mínútum, en þá gerði
Scheeren sig sekan um afdrifarík
mistök og varð að gefa skákina eft-
ir 22 leiki, enda búinn að missa
mann — fyrsti ósigur Scheeren í
mótinu.
Önnur úrslit urðu:
Hulak — Nunn biðskák
Speelman — Ribli 'A — V4
Ree — Hort 0—1
Kuligowski — Korschnoi 1—0
Browne — Seirawan V4 — Ví>
Andersson — van der Wiel 1—0
Svíinn Ulf Andersson vann
Hollendinginn van der Wiel —
vann peð og jók stöðugt yfirburði
sína. Þá vakti ósigur Korchnois
athygli — hann lék af sér manni í
jafnri stöðu gegn Kuligowski. Ulf
Andersson er nú efstur en Friðrik
og Ribli fylgja fast á hæla hans
með 3'A vinning. Friðrik mætir
Andersson í 6. umferð á föstudag.
Staðan er nú; Andersson 4
vinninga, Ribli og Friðrik 3Vi,
Hulak 3 og biðskák, Seirawan 3,
Hort og Browne 2V4, Nunn 2 og
biðskák, Ree, Scheeren og
Korchnoi 2, van der Wiel og Kul-
igowski 2 og lestina rekur
Speelman með 1 vinning.
Friðrik skýrir vinningsskákina
Hvítt: Peter Scheeren (Holl.)
Svart: Friðrik Ólafsson
Katalónsk byrjun
1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 —
d5, 4. g3 — dxc4, 5. Bg2 — Bb4
Svartur sneiðir hjá hinu al-
gengara framhaldi 5. — a6, því
landi Scheerens, Sosonko, hefur
unnið marga sigra gegn því af-
brigði.
6. Bd2
Ekki 6. Rc3 vegna 6. — Rc6 og
síðan 7. — Hb8.
6. — a5, 7. Dc2
Nauðsynlegur leikur, að öðr-
um kosti stendur svartur vel
eftir 7. — Rc6.
7. — b6
Öruggara er 7. — Rc6,8. Dxc4
— Dd5 með jöfnu tafli, en leik-
ur svarts gefur honum kost á
virku mótspili í framhaldinu, ef
hann nær að leika Bc8-a6.
8. Re5 — Ha7, 9. Bxb4 — axb4,
10. Dxc4 — I)d6, 11. Db5+
Þessari skák svarar svartur
með það fyrir augum að við-
halda hótuninni Bc8-a6.
11. — Rfd7
Lakara var 11. — Ke7,12. Rc4
— Dxd4,13. Dxb4+.
12. Rd3 — c5, 13. dxc5 — bxc5,
14. Rd2 — Ba6, 15. Da4 — 0-0,
16. 0-0 - Hc7,17. Hfdl - Db6
Eftir 17. — Bxd3, 18. exd3 —
Dxd3 hefur svartur unnið peð,
en fær í staðinn afar þrönga
stöðu.
18. Hcl — I>b5, 19. Dc2
Ekki 19. Db3 vegna 19. —
Da6.
19. — Rc6, 20. Rc4 — Bxc4
Eftir 20. — Da6, 21. b3 hefur
hvítur mjög trausta stöðu.
21. Dxc4 — Rd4
22. Rxb4?
Fram að þessu hefur hvítur
haldið fyllilega í horfinu og 22.
Bfl hefði tryggt áframhaldandi
jafnvægi. Leikur Scheerens
steypir honum samstundis í
glötun.
22. — Re5 og hvítur gafst upp.
Liklega hefur honum yfirsést að
eftir 23. Da6 leikur svartur ein-
faldlega 23. — Dxb4.
Vagnar Landleiða ekki styrktir af sveitarfélögum:
Draga þarf sam-
an rekstur breytist
verðlagning ekki
*
— segir Agúst Hafberg
LANDLF.IÐIR, sem reka strætisvagna
þá sem aka á milli Reykjavikur,
Garðabæjar og Hafnarfjarðar, njóu
ekki styrkja frá þessum sveiUrfélög-
um, samkvæmt upplýsingum sem Mbl.
fékk hjá Ágústi Harberg, fram-
kvæmdastjóra Landleiða í gær.
Sagði Agúst að fargjaldahækkan-
ir fyrirtækisins hefðu haldist í
hendur við hækkanir á fargjöldum
Strætisvagna Reykjavíkur og hefði
Verðlagsráð samþykkt sömu hækk-
anir til Landleiða og til SVR. Far-
gjald til Hafnarfjarðar kostar nú 22
krónur, en 18 krónur til Garðabæj-
ar. Kvað Ágúst fargjöldin of knöpp
og þyrfti hækkunar með, ef hægt
framkvæmdastjóri
ætti að vera að endurnýja vagnana.
Ágúst sagði að rekstur fyrirtæk-
isins gengi þunglega, enda væri
verðlagning röng. Sagði hann að
hins vegar hefði síðasta ár verið
betra en árið 1981. En nú væri
rekstrinum svo komið að ef verð-
lagning breyttist ekki, þá þyrfti að
draga verulega saman reksturinn.
Gat Ágúst þess að hækkun fargjalds
væri m.a. nauðsynleg vegna þess að
skuldir hefðu sal'nast upp vegna of
lágrar verðlagningar fargjalda áður
og því þyrfti rúma hækkun nú, til
þess að vega upp skuldirnar, enda
væri fjármagnskostnaðurinn aðal
óvinurinn um þessar mundir.
Friðrik Þorvaldsson
fyrrv. frkvstj. látinn
LÁTINN er í Reykjavík Friðrik Þor-
valdsson fyrrverandi framkvæmda-
stjóri Akraborgar, 86 ára að aidri.
Friðrik Þorvaldsson var fæddur
að Álftatungukoti á Mýrum 10. des-
ember 1896. Lengst af bjó hann í
Borgarnesi, og starfaði m.a. mikið
að félagsmálum þar. Hann var
áhugamaður um blóma- og trjá-
rækt.
Á síðari árum skrifaði Friðrik
mikið um samgöngumál í blöð og
timarit, og einnig fiskirækt. Hann
aflaði sér mikillar þekkingar á brú-
argerð um víða veröld og taldi að
brúargerð yfir Hvalfjörð yrði til
mikilla hagsbóta i samgöngumál-
um.
Friðrik Þorvaldsson starfaði í
rúmlega 40 ár hjá Skallagrími og sá
um afgreiðslu Laxfoss og síðar
Akraborgar í Reykjavík þar til
hann var á áttugasta aldursári.
Friðrik Þorvaldsson
Eftirlifandi eiginkona Friðriks er
Helga Ólafsdóttir og eignuðust þau
sex börn, sem öll eru á lífi.
Davíð Oddsson um lögbannið á SVR:
Óbein fyrirmæli ríkisvalds um
að draga úr þjónustu vagnanna
„ÞESSI úrskurður fógetaréttarins hef-
ur í raun ekki aðra þýðingu en þá að
ákveðið er að frysta það ástand sem
var, áður en hækkun borgarstjórnar á
fargjöldum Strætisvagnanna kom til
framkvæmda. Á meðan verður skorið
úr hjá dómstólum, hvor deiluaðila,
borgaryfirvöld eða verðlagsskrifstof-
an, fer með rétt mál. Ég er ekki i
neinum vafa um það að þegar efnis-
dómur liggur fyrir, þá gengur hann
borginni í vil, enda fáránlegt að ætla
að verðlagsskrifstofan geti ákveðið að
eitt af þjónustufyrirtækjum borgarinn-
ar skuli rekið með 80 milljóna króna
halla á árinu, þegar borgaryfirvöld
kjósa annað,“ sagði Davíð Oddsson
borgarstjóri í samtali við Morgunblað-
ið, þegar hann var spurður álits á lög-
bannsúrskurði fógeta, vegna hækkun-
ar á fargjöldum SVR. Lögbannið kem-
ur til framkvæmda i dag.
í lögbannsúrskurðinum kemur
m.a. fram að lagagrundvöllur sé tal-
inn fyrir lögbannsbeiðni gerðarbeið-
anda (þ.e. Verðlagsstofnunar), þar
sem ekki sé útilokað að hann eigi
þau réttindi sem hann hyggst verja
með lögbanni, og því sé krafan tekin
til greina. Jafnframt var Verð-
lagsstofnun gert að leggja fram
tryggingu að upphæð 10 milljónir
kr., og verður það fé reitt af hendi í
dag, fimmtudag.
„Það er ljóst, að þar sem ríkis-
AFLEIÐING
LÖGBANNSINS:
Afsláttarkortin tekin úr
notkun og dregið úr þjónustu
„ÞAÐ ER Ijóst að hjá því verður ekki
komist að draga úr þjónustu strætis-
vagnanna og spara um leið upp í þann
mikla tekjumissi, sem þeir verða fyrir.
Jafnframt verða öll afsláttarkort tekin
úr notkun, enda ýjaði verðlagsstjóri
sjálfur að þvi i mjög svo sérstæðu sjón-
varpsviðtali, að um sjálfskaparvíti
SVR væri að ræða, þegar slíkur af-
sláttur væri veittur," sagði Davíð
Oddsson borgarstjóri
Borgaryfirvöld ákváðu í gr að
lækka fargjöld Stræt' ,agna
Reykjavíkur frá og með d ^ínum í
dag, fimmtudegi, vegna tögbanns-
úrskurðar þess sem upp var kveðinn
í gær, að því er fram kemur í frétta-
tilkynnignu frá skrifstofu borgar-
stjóra. Því verða einstök fargjöld
fullorðinna 8 kr., 10 miða farmiða-
spjöld verða á 80 kr., 25 miða far-
miðaspjöld aldraðra verða á 100 kr.,
einstök fargjöld barna verða á 2 kr.
og 25 miða farmiðaspjöld barna
kosta 50 kr.
„Á næstu dögum og vikum verður
hugað að sparnaði í þjónustu með
því að breyta tíðni í ferðum vagn-
anna, breyta leiðum og jafnvel
fækka um vissar leiðir og fleira í
þeim dúr. Auðvitað eru þetta ekki
æskilegar aðgeröir, en óhjákvæmi-
legar, í framhaldi af þessum yfir-
gangi og valdniðslu ríkisvaldsins,
sem notar skattpeninga Reykvík-
inga til þess að greiða niður laun i
landinu öllu. Ríkisvaldið er ekki
með aðgerðum sínum að koma í veg
fyrir það að farþegar í Reykjavík
greiði hærra fargjald en þeim ber.
Ríkisvaldið veit sem er, að slíku far-
gjaldi y^ði mætt með hækkuðum
launun samkvæmt vísitölureglum
og við það hækkuðu laun í landinu.
Með aðgerðum sínum og píningu á
borgaryfirvöldum er ríkisvaldið að
tryggja það að skattpeningar Reyk-
víkinga, útsvarið, sé notað til þess
að falsa vísitöluna og búa til
óraunhæfa niðurtalningu,” sagði
Davíð.
„Staðgreiðslufargjald með vögn-
unum er nú 8 krónur, en ef fargjöld-
in stæðu alfarið undir rekstri og
eignabreytingum fyrirtækisins, þá
yrðu þau nálægt 17 krónum. í tillög-
um okkar gerðum við ráð fyrir því,
að fargjaldið yrði 12 krónur, þannig
að áfram yrði um verulegan halla að
ræða, það er að segja niðurgreiðsla
á þessari þjónustu. Enda er það
verkefni borgarstjórnarinnar en
ekki skrifstofumanns á verðlags-
skrifstofunni að ákveða hve há
hallinn og niðurgreiðslan eru,“ sagði
Davíð.
„Ég held að borgarbúar séu allir
sannfærðir um það að borgaryfir-
völd eru að reyna að tryggja það að
fyrirtæki borgarinnar séu rekin með
sómasamlegum hætti, en áþreifan-
lega hefur komið í ljós að ríkisvaldið
ætlar sér með valdníðslu að gera
borginni ókleift að stjórna sínum
eigin málum," sagði Davíð Oddsson.
valdið sækir svo fast að knýja fram
vilja sinn með réttarfarslegum að-
gerðum, að þá verður borgin að taka
mið af því í sínum rekstri. Nú liggur
fyrir að 30 milljónir vantar í borg-
arsjóð vegna reksturs vagnanna á
þessu ári, eigi endar að nást saman.
Við þessu þarf borgin að bregðast,"
sagði Davíð.
„Ekki verður annað séð en ríkis-
valdið og handbendi þess séu með
þessum hætti að gefa borginni óbein
fyrirmæli um að draga úr þjónustu,
sem Strætisvagnar Reykjavíkur
hafa veitt borgarbúum hingað til.
Raunar væri rökréttasta afleiðing
þessarar valdníðslu sú, að Reykja-
víkurborg hætti um sinn rekstri
vagnanna, þar til leiðrétting fengist.
Þó slík aðgerð væri raunhæf og eðli-
leg, þá myndi hún að okkar mati,
lenda á þeim sem síst skyldi, það er
borgarbúum, og við viljum ekki láta
yfirgang ríkisvaldsins koma með
þeim hætti niður á Reykvíkingum,"
sagði Davíð Oddsson.
Georg Ólafsson verðlagsstjóri
hafði eftirfarandi að segja um þetta
mál: „Málið snýst fyrst og fremst
um það að borgaryfirvöld þurfa að
sækja um hækkun fargjalda til
Verðlagsráðs, en ekki það að Verð-
lagsráð sé á móti öllum fargjalda-
hækkunum, eins og borgarstjóri
hefur látið í veðri vaka,“ sagði
Georg.
„Það hefur ekki verið sótt um
hækkun til ráðsins, og það er aðal-
atriði málsins, en ekki hvort Verð-
lagsráð sé á móti fargjaldahækkun
strætisvagnanna," sagði Georg
Ólafsson.