Morgunblaðið - 20.01.1983, Page 3

Morgunblaðið - 20.01.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983 3 Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi: * Akvörðun tekin í kvöld um prófkjör 26 fulltrúar Kópavogs leggja til aö ekki veröi prófkjör í KVÖLI) verður tekin ákvörðun um hvort sjálfstæðismenn í Reykjaneskjördæmi viðhafa prófkjör til uppstillingar framhoðslista flokksins fvrir komandi Alþingis- kosningar. Ákvörðunina tekur kjördæmisráð flokksins. en skiptar skoðanir eru innan þess um hvort halda skuli prófkjör eða ekki, cn fundur þess verður haldinn í húsnæði Sjálfstæðisflokksins að Hamrahorg 1, Kópavogi, og hefst hann kl. 20.15. Þá verður kosningaundirbúningur einnig til umræðu. Á fundi kjördæmisráðsins, sem haldinn var í desembermánuði sl. var rætt um hvort viðhafa skyldi prófkjör eða ekki. Á þeim fundi komu fram þrjár tillögur. Ein frá 26 Kópavogsbúum um að ekki skuli fara fram prófkjör, heldur verði uppstilling listans í höndum þar til kjörinnar nefndar. Haraldur Krist- jánsson sem er 27. Kópavogsbúinn í kjördæmisráðinu flutti tillögu um að prófkjör skyldi haldið, en það haft lokað. Þriðja tillagan kom frá for- manni kjördæmisráðs, Gísla Ólafs- syni, um opið prófkjör. Þessar tillög- ur urðu ekki afgreiddar á fundinum í desember og liggja því fyrir til áframhaldandi umfjöllunar í kvöld. Reiknað er með að stjórn kjör- dæmisráðsins leggi til í upphafi fundarins að fram verði látin fara skoöanakönnun meðal kjördæmis- ráðsfulltrúanna, sem eru um 120 talsins, um hvort vilji er fyrir próf- kjöri eða ekki, en tillaga stjórnar er sú að haldið verði opið prófkjör. Að fenginni niðurstöðu í skoðanakönn- uninni afgreiðast framkomnar til- lögur. Fyrirlestur upplýsingastjóra hjá NATO: Hernaðarjafnvægið og ný skipan heimsmála GILBERT M. Sauvage, prófessor í Par- ís og aðstoðarforstjóri Upplýsingadeild- ar NATO er staddur hér á landi um þessar mundir. G.M. Sauvage lauk háskólanámi í París (lögfræði) og Oxford (stjórn- málafræði, en hefur síðan 1949 starfað og kennt við margar alþjóða- stofnanir, svo sem Alþjóðadómstól- inn í Haag, Alþjóðavinnumálastofn- unina í Genf (ILO), Stjórnmála- fræðastofnunina í París, Evrópsku stjórnunarfræðastofnunina í Fon- tainebleau (INSEAD), Stanford Uni- versity í Bandaríkjunum og Atl- antshafsbandalagið. Laugardaginn 22. janúar verður hann gestur á fundi, sem áhuga- mannafélögin tvö, SVS (Samtök um vestræna samvinnu) og Varðberg, halda í sameiningu í Átthagasal Hótel Sögu. Fundarsalur verður opnaður kl. tólf og fundur settur skömmu síðar. Sauvage, prófessor, flytur fram- sögu um efnið: Breytingar á hernaðarjafnvægi í heiminum um miðbik þessa áratug- ar. Kaflaheiti í fyrirlestri hans eru: 1. Röskun á valdajafnvægi og ný skipun heimsmála. 2. Kreppa og örðugleikar í Sovét- blökkinni. 3. Öryggi Vesturlanda á níunda ára- tugnum. 4. Almenningsálit og varnarmál í Evrópu og Bandaríkjunum á ný- höfnu ári. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku, og ræðumaður svarar fyrir- spurnum á eftir. Fundarstjóri verður Sveinn Grét- ar Jónsson. Þessi fundur er eingöngu ætlaður félagsmönnum og gestum þeirra. (l'rélUlilkynninj!) KONA var flutt á slvsadeild eftir harðan árekstur tveggja bíla á Nýbýlavegi í Kópavogi í fyrradag. Stórskemmd- ust eða eyðilögðust báðir bílarnir, en sá þriðji, sem var kyrrstæður, skemmdist minna, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá lögreglunni í Kópavogi. Árekstur þessi er dæmigerður fyrir árekstra, sem verða í ófærðinni um þessar mundir. Atvik voru með þeim hætti, að bill af Skoda-gerð, sem ók austur Nýbýlaveg ætlaði að sveigja fram hjá kyrrstæðri bifreið sem stóð í vegarkantinum, en lenti við það i árekstri við Lada-bíl sem kom á móti vestur Nýbýlaveginn. Varð þar af allharður árekstur og lenti siðan annar bíllinn á kyrrstæðu bifreiðinni, sem er af gerðinni Chevrolet Nova. Kona sem var farþegi í Lada-bílnum var flutt á slysadeild. Mikil fjölgun árekstra ÁREKSTRAR hafa verið tíðir það sem af er janúar — i Reykjavík urðu 468 árekstrar fyrstu 18 daga mánaðarins samanborið við 285 árekstra á sama tima í fyrra. f um- dæmi lögreglunnar í Hafnarfirði hafa orðið 70 árekstrar samanbor- ið við 47 á sama tíma í fyrra. Orsakanna mun fyrst og fremst að leita í slæmri færð. En það er athyglisvert að engin al- varleg umferðarslys hafa orðið í umferðinni það sem af er janúar. Mikið hefur verið um „nudd“ — bílar hafa rekist saman en litlar skemmdir orðið í mörgum tilvik- um. Orsakanna mun fyrst og fremst að leita í slæmri færð. Á sama tíma létust þrír í banaslysum í fyrra — allir á Reykjanesbraut og fernt var flutt stórslasað í sjúkrahús. Þá missti drengur meðvitund eftir að hafa orðið fyrir bifreið á mót- um Hafnarstrætis og Kalkofns- vegar og stúlka stórslasaðist á Vesturlandsvegi. Ber mönnum saman um að helsta orsök fyrir því, að slys hafa engin reynst alvarleg í ár, sé að vegna slæmrar færðar hafi ökumenn ekki ekið eins hratt og þeir eiga vanda til. Mikið fundað um kjördæmamálið innan flokkanna: Reiknað með lokaafgreiðslum um og eftir næstu helgi G.M. Savage. MIKIfí hefur verið fundað síðustu vik- ur um kjördæmamálið og virðist stefna i að breið samstaða náist innan allra þingflokkanna um tillöguflutning sem felur í sér fjölgun þingmanna í 63 og breyttar útreikningsreglur, sem jafna núverandi mismun milli flokkanna og kjördæma. Kftir fundahöld i þingflokk- unum í gær voru þingmenn úr öllum flokkum sem Mbl. ræddi við i gær- kvöldi sammála um að niðurstöður væru í sjónmáli, aðeins ætti eftir að slípa nokkur minni atriði, eins og einn viðmælenda blaðsins orðaði það, og mætti búast við niðurstöðum um helg- Formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað svo til daglega að und- anförnu. í dag kemur miðstjórn Sjálfstæðisflokksins saman og verða hugmyndir flokkanna kynntar þar, þá fjallar þingflokkurinn aftur um málið á morgun. Þingflokkur og framkvæmdastjórn Alþýðubanda- lagsins komu á sameiginlegan fund á mánudag og á ný í gær. Fundað verður á ný hjá þeim aðilum eftir að formenn flokkanna hafa komið sam- an, sem reiknað var með í gærkvöldi að yrði í dag. Álþýðuflokkurinn hefur boðað til flokksstjórnarfundar um helgina, en þingflokkurinn fundar áfram um málið fram að honum. Reiknað er með að á flokksstjórnarfundinum á sunnudag verði endanleg ákvörðun tekin. Framsóknarmenn hafa boðað til miðstjórnarfundar á sunnudag þar. sem gerð verður grein fyrir stöðu mála og væntanlega tekin ákvörðun, en þingflokkurinn hefur eins og hinir þingflokkarnir fjallað um málið síðustu daga. Þrír nýir sýndir um helgina Kærdi nauögun ÁTJÁN ára gömul stúlka kærði tvo menn fyrir nauðgun í fyrrinótt og er málið nú til rannsóknar hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins. Atvik eru þau, að lögreglunni barst tilkynning um að ölv- aður ökumaður væri fyrir utan tiltekið hús við Smiðjuveg i Kópavogi. Bifreið- inni hafði verið lagt fyrir utan húsið, þegar lögregluna bar að garði. Kom þá stúlkan út úr húsinu og sagði farir sín- ar ekki sléttar. Að loknum dansleik hefði hún og tveir menn, sem hún hefur kært fyrir nauðgun, farið í samkvæmi í Kópavoginn og þar hefði hún verið neydd til samræðis af mönnunum. Þegar lögreglumenn fóru inn í húsið voru mennirnir farnir þaðan, en voru síðar teknir, þá staddir í húsi við Ármúla. Þeir voru yfir- heyrðir hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í gær og viðurkenndu mök við stúlkuna, en þvertóku fyrir að nokkur valdbeiting hefði átt sér stað. BÍLABORG HF Smiðshöfða 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.