Morgunblaðið - 20.01.1983, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983
Snjór í Jerúsalem
Það snjóar víðar en á íslandi. Mynd þessi var tekin fyrir skömmu í Jerúsalem, en
þann dag snjóaði víða í ísrael allt frá Hermon-fjalli á Golan svæðinu til Herbrons-
fjalls við vesturbakka Jórdans.
Milwaukee:
15.000 sækja
um 200 stöður
Milwatikee, IS. janúar. Al*.
FIMMTÁN þúsund umsækjendur stóúu í sex stiga frosti í dag til að sækja
um 200 lausar stöður, sem verksmiðja nokkur auglýsti lausar til umsóknar.
Margir biðu klukkustundum saman í kuldanum og fengu ekkert fyrir sinn'
snúð, þar sem starfsmannastjórar fyrirtækisins gátu engan veginn annað því
að ræða við aHa umsækjendur.
Stöður þessar sem auglýstar
voru í laugarðagsblaði fóru að
draga að sér umsækjendur strax á
sunnudagsmorgni og kom fólk
með nesti og svefnpoka til að geta
hafst við þar til röðin kæmi að
þeim.
Lögreglan sagði að allt hefði
farið vel fram, en talsvert var um
ókvæðishróp að stjórnvöldum og
kröfuspjöld.
Walesa í mál
Varsja, 18. jan. AP.
Lech Walesa, leiðtogi hinna bönnuðu frjálsu verkalýðsfélaga,
hefur fengið lögfræðing sér til halds og trausts í viðleitni
sinni að endurheimta vinnu sína sem rafvirki við Leninskipa-
smíðastöðvarnar 1 Gdansk.
Walesa hefur sagt að hann muni
freista þess að fá aftur vinnu sína
eftir öllum hugsanlegum leiðum
og hann hefur mótmælt harðlega
því sem hann kallar skrifræðið
sem stjórnvöld beiti gegn sér.
Framtíð hans er óviss um þessar
mundir, hann hefur lýst yfir að
hann hafi áhuga á því að ferðast
til Svíþjóðar, Ítalíu, Bandaríkj-
anna og víðar til að tala máli
hinna frjálsu verkalýðsfélaga. Það
er hins vegar á huldu hvort hann
fengi brottfararleyfi. Og ef hann
fengi slíkt leyfi, er ekki síður á
huldu hvort hann fengi að snúa
aftur til Póllands.
Eiturefni í
laufblöðum
— sönnun á eiturefnahernaöi Víetnama
segja yfirvöld í Thailandi
Hangkok, Thailandi, 18. janúar. AP.
TVEIK visindamenn sem starfa hjá stjórnvöldum
laufhlöðum sem safnað var af thailenskum yfirvöldum
mæri Kambódíu.
Frétt um þetta birtist í dagblað-
inu Bangkok Post í dag, og voru öll
smáatriði kynnt í símtali við vís-
indamennina, sem ekki vilja lata
nafns síns getið.
Thailensk yfirvöld hafa um
nokkurt skeið verið að safna sönn-
unargögnum í þeim tilgangi að
sanna að Víetnamar hafi notað
eiturefni í hernaði sínum gegn
skæruliðum í Kambódíu árið 1979.
Vísindamennirnir segjast hafa
fengið í hendur ýmis sýnishorn af
segjast hafa fundið eitur á
á svæðum við landa-
laufblöðum sem á sínum tíma var
safnað af thailenskum yfirvöldum
og tókst þeim með ýmsum aðferð-
um að einangra eitrið, sem síðan
var sprautað í fjórar mýs. Þrjár
þeirra dóu.
Eitrið sem einangrað var af
thailensku vísindamönnunum er
hið sama og Bandaríkjamenn hafa
saknað Sovétmenn og Víetnama
um að beita í Afganistan, Kam-
bódíu og Laos.
Blaöburöarfólk
óskast!
Austurbær
Freyjugata 28—49
Stórholt
Úthverfi
Skeiðarvogur
Njörvasund,
Karfavogur
Vesturbær
Nesvegur frá 40—82
Skerjafjörður
sunnan flugvallar
Tjarnargata frá 39
Nesvegur frá
Vegamótum
jM*c0unhlahih
KENWOOD CHEF
8ESJI
HJALPARKOKKURINN
KENWOOD CHEF fylgir þeytari, hrærari, hnoðari, grænmetis-
og ávaxtakvörn, plasthlíf yfir skál.
KENWOOD CHEF er til í þremur mism. litum. Ennfremur er
ávalit fyrirliggjandi úrval aukahluta, svo sem, hakkavél,
grænmetisrifjárn, grænmetis- og ávaxtapressa, kartöflu-
afhýðari, dósahnífur ofl.
<
5
co
i.
UMBOÐSMENN:
J L-húsið, Hringbraut 121, Reykjavík
Rafha hf., Austurveri, Reykjavík.
Rafþjónusta Sigurd. Skagabraut 6, Akranesi
Húsprýði, Borgarnesi.
Húsið, Stykkishólmi.
Verslun Einars Stefánssonar, Búðardal.
Kaupfélag Saurbæinga, Skriðulandi, Dal.
Póllinn h/f, ísafirði.
Verslun Einars Guðfinnssonar, Boiungarvík.
Verslun Sigurðar Pálmasonar, Hvammstanga
Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi.
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki.
Radío- og sjónvarpsþjónustan, Sauðárkróki.
Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri.
Grímur og Árni, Húsavík.
Verslun Sveins Guðmundssonar, Egilsstöðum.
Mosfell, Hellu.
Kaupfélag Árnesinga, Selfossi.
Radío- og sjónvarpsþjónustan, Selfossi.
Kjarni, Vestmannaeyjum.
Rafvörur, Porlákshöfn.
Verslunin Bára, Grindavík.
Stapafell h/f, Keflavík.
RAFTÆKJADEILD
fulHEKLA HF
LAUGAVEGI 170-172 SÍMAR 11687 • 21240