Morgunblaðið - 20.01.1983, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983
í grennd við hafsaugað
eftir Björn
Bjarnaaon
Fátt vakti meiri óhug hjá
norrænum mönnum fyrr á öld-
um en það sem var fyrir norðan
og austan Knöskanes, nyrsta
odda Noregs. Að vísu þóttust
menn næsta óhultir meðan þeir
sigldu austur með Noregi og
Kólaskaga, en um leið og sveigt
var suður með honum um Hvíta
haf til Gandvíkur og Bjarma-
lands syrti í álinn, þótt þar sé
„hafið hvítt sem mjólk, og er í
fyrstu mjög undarlegt að líta,
meðan maður því ei til lengdar
vanist hefur", að sögn Jóns
Indíafara. Nafnið Gandvík bend-
ir á þá trú fornmanna að tröll og
óvættir og alls konar töfralýður
ætti heima á Bjarmalandi, enda
eru til margar fornaldarsögur
um viðureign Norðmanna við
hrímþursa og annað galdrahyski
í þessum löndum. Að því er sög-
ur herma, sigldi Óttarr hinn há-
leyski fyrstur manna norður
fyrir Knöskanes (Nordkapp) og
með strönd Kólaskaga lengst inn
í Gandvík, en hann var uppi á
dögum Haralds hárfagra og
kannaði því hinar ókunnu slóðir
í austri á sama tíma og Island
fannst í vestri. Og af frásögn
Adams frá Brimum draga menn
þá ályktun að Haraldur harðráði
hafi viljað kanna íshafið og
komist nær því á heimsenda, en
það hafði legið við, að hann ræk-
ist út í voðalegan hyldýpissvelg,
sem sumir menn hafa haldið að
væri sjálft hafsaugað, svo að
vitnað sé í Jón Jónsson að Stafa-
felli, sem þýddi frásögn um
landaleitir fornmanna í Norður-
höfum eftir Alexander Bugge og
birti í Tímariti Hins íslenska
bókmenntafélags 1902.
Eftir för Óttarrs eignuðu Nor-
egskonungar sér land allt til
Gandvíkur og var þá allur Kóla-
skaginn talinn til Noregsveldis.
Finnmörk er nyrsta fylki Noregs
og hið stærsta af fylkjunum 20.
Þar til þau landamæri voru
dregin sem nú eru á þessum
slóðum, var Finnmörk átta sinn-
um stærri en nú og náði yfir
Kólaskagann og Norður-Finn-
land. Austurhluti Finnmerkur
var viðurkennt sem norsk-rússn-
eskt skattland frá 1326 til 1826,
þegar landinu var skipt eftir
þeim merkjum sem enn eru virt.
Rússar fengu Kólaskagann en
létu 1920 Finnum eftir land-
ræmu að Barentshafi, þar sem
hafnarborgin Petsamo er, en
þaðan komust Islendingar í
frægri ferð með Esju í septem-
ber 1940. Petsamo eða Petsjenga,
eins og bærinn heitir á rússn-
esku, tóku Rússar aftur 1944, en
hann er á milli norsku landa-
mæranna og Murmansk, sem er
stærsta borgin á Kólaskaga.
Skammt fyrir vestan Kóla-
skaga gengur Varangerfjörður
inn í Finnmörk úr Barentshafi
og halda hlýir sjávarstraumar
honum opnum. Austur af Var-
angerfirði er Kirkenes, höfuð-
staður í Suður-Varangerhéraði,
sem er austasta hérað Noregs, á
sama lengdarbaugi og Lenín-
grad, Istanbul og nær jafnvel
eins austarlega og Kairó í Eg-
yptalandi. 30 km breitt belti
tengir Suður-Varangur við
næsta hérað í Noregi, landa-
mærin við Finnland eru 110 km
löng og 196 km löng við Sovétrík-
in. í síðari heimsstyrjöldinni
voru gerðar fleiri loftárásir á
Kirkenes en nokkurn annan bæ
og þegar Þjóðverjar hörfuðu
þaðan undan Rússum, brenndu
þeir stóran hluta af bænum, sem
síðan var reistur úr rústum og
þar búa nú um 8.000 manns.
Menn hafa einkum atvinnu af
járnvinnslu, en skammt frá
Kirkenes eru miklar járnnámur
við Bjarnarvatn og hefur járn
Norskir blaðamenn og einn íslenskur ásamt gestgjöfum og landamærahermönnum við vegvísinn til Sovétríkj-
anna.
Bannað er að taka
Ijósmyndir fri Nor-
egi austur yfir
landamærin til Sov-
étríkjanna. En eftir
landamærunum
endilöngum hafa
Sovétmenn reist
eftirlitsturna af
þessari gerð og sjá
menn glampa í sjón-
auka þegar litið er
til þeirra.
r
)'0 /
Jr'
/
verið unnið þar siðan 1906.
í Skírni 1902 má lesa eftirfar-
andi lýsingu eftir Jón Ólafsson:
„Aðfarir Rússa í Finnlandi
hafa vakið mikla athygli bæði
Svía, og þó einkum Norðmanna.
Þykir það engum vafa bundið, að
Rússar hafi hug á að seilast til
að leggja undir sig Finnmörk, en
það er nyrsti hluti Noregs. Árið,
sem leið, þóttust menn verða
varir við rússneska njósnarmenn
hér og þar um allan Noreg; vóru
það rússneskir liðsforingjar, dul-
arbúnir sem skærabrýnarar og
farandmenn, er gerðu við smá-
hluti fyrir fólk.
Þá fór að vakna meðvitund
Norðmanna um það, enda hafa
ýmsir ferðamenn á það bent, að
það er nokkuð einkennilegt, að
Noregsmegin fram með öllum
landamærum Noregs og Svíþjóð-
ar er allt landið ramm-víggirt,
fullt af varnarvirkjum, vígjum
og fallbyssum hvarvetna þar,
sem fært er með herlið frá Svía-
ríki; en norður frá á landamær-
um Noregs og Rússlands eru
landamærin öll opin og varnar-
laus.
Þetta er eðlileg afleiðing þess,
að samlyndi bræðraríkjanna
Noregs og Svíþjóðar hefir verið
slíkt, að Norðmenn hafa hin síð-
ari árin jafnan átt sér ófriðar
von af Svíum. Því að Norðmenn
hafa haldið fast fram sjálfstæð-
is-kröfum sínum og jafnrétti,
sem þeir eiga óefað lagalegan
rétt á; hafa, ef til vill, farið
óþjálla í málið, en þörf var á,
gert sér meira far um að sann-
færa sjálfa sig, en alþýðu Svía,
um rétt sinn. En Svíar hafa jafn-
an viljað sýna Norðmönnum yf-
irgang og eigi viijað kannast við
jafnrétti ríkjanna. En nú hafa
báðar þjóðirnar farið að sjá, að
sundurlyndi þeirra jók þeim
báðum háska úr annarri hátt, og
að nær stóð að hugsa um sinn
um að verjast ófriði af Rússa
hendi, en að eyða kröftum sínum
í viðbúnað við að berast á bana-
spjótum sjálfir. Sjá þeir nú, að
ófriður milli Noregs og Svíþjóð-
ar, mundi verða til þess eins, að
Rússar skærust í leikinn og
legðu meira eða minna undir sig
af báðum löndum."
Þegar þessi fróðlega lýsing var
rituð fyrir 80 árum, voru Svíar
og Norðmenn í konungssam-
bandi sem slitið var 1905. Nú eru
ekki lengur víggirðingar á landa-
mærum Noregs og Svíþjóðar
vegna ótta við innrás Svía í Nor-
eg og þjóðir beggja landa gera
sér grein fyrir því, þótt þær séu
ekki saman í varnarbandalagi,
að nú, eins og áður, eru það
Rússar sem sækjast til áhrifa
inn í Finnmörk. Á Kólaskaga er
nú mesta víghreiður veraldar.
Þar hafa 400 herskip og 200
kafbátar bækistöðvar í íslausum
höfnum á svæðinu frá Petsjenga
austur fyrir Murmansk. Á skag-
anum eru 16—17 herflugvellir og
700 flugvélar, skotpallar fyrir
langdrægar og meðallangdrægar
kjarnorkueldflaugar og búðir
með um 300 þúsund hermönnum.
Það eru því enn „tröll og óvættir
og alls konar töfralýður" á þess-
um slóðum sem norrænum
mönnum stendur stuggur af, lík-
lega er þó meiri ástæða til að
óttast þessar forynjur en hinar
sem menn ímynduðu sér til
forna þótt jafn erfitt sé nú og þá
að átta sig á því sem er að gerast
á þessum útskaga veraldar.
Viðbúnaður Norðmanna við
sovésku landamærin er ekki
mikill. í Suður-Varanger eru 500
norskir hermenn og er um þriðj-
ungur þeirra bundinn við landa-
mæravörslu. Þegar Rússar hurfu
orðalaust frá Suður-Varanger
1945, skuldbatt norska ríkis-
stjórnin sig til að sýna þeim
nokkra tillitssemi við landa-
mærin. Hún felst meðal annars í
því, að aldrei fara fram sameig-
inlegar heræfingar á vegum Atl-
antshafsbandalagsins í nágrenni
við landamærin og aðeins eru
norskir hermenn við störf í þeim
sjö eftirlitsstöðvum sem reistar
hafa verið við þau.
Nyrsta stöðin er í Grense Jak-
obselv sem er um 50 km fyrir
norðaustan Kirkenes. Þegar sá,
sem þetta ritar, stóð fyrir neðan
stöðina við grátt Barentshafið í
nóvember fyrir ári, þótti honum
sem hann væri kominn næst
heimsenda á ferð sinni til þessa
og hafði þó ekki í huga þær lýs-
ingar, sem rifjaðar hafa verið
upp hér að framan. Frá þessari
stöð mun vera unnt að fylgjast
með skipum sem fara frá Petsj-
enga þar rétt fyrir austan. Og
handan við Jakobselv sem renn-
ur þarna á landamærunum um 8
km langan dal, mátti sjá eftir-
litsturna Sovétmanna, en það er
öryggis- og ógnarlögreglan KGB
sem annast gæslu landamæra
Sovétríkjanna. Mér datt í hug,
þegar ég leit upp í fjallshlíðina
til norsku eftirlitsstöðvarinnar,
að líklega bærust oft þaðan
fyrstu boð um ferðir sovéskra
skipa sem síðan er fylgst með
héðan frá íslandi, því að þetta
framvarnarkerfi Norðmanna er
að sjálfsögðu tengt við hið sam-
eiginlega öryggiskerfi Atlants-
hafsbandalagsríkjanna allra.
Hagsmunir okkar allra hinna
frjálstt ríkja á norðurslóðum eru
hinir sömu þegar litið er til hins
gífurlega herbúnaðar sem Sov-
étmenn hafa nú á Kólaskaga og
vígdrekarnir þar koma Sovét-
mönnum ekki að fullum notum
nema þeir geti brotið sér leið
suður á Atlantshaf og helst suð;
ur fyrir ísland á ófriðartímum. í
síðari heimsstyrjöldinni notuðu
þýsku herskipin sem ógnuðu
siglingalestunum frá íslandi til
Murmansk firðina á Finnmörk
sem skjól og enn eru Noregur og
ísland lykillönd fyrir hvern
þann sem vill hindra siglingar
eða halda uppi siglingum frá
hinum miklu sovésku höfnum á
Kólaskaganum. Og í sömu andrá
má geta þess, að nú er haldið
uppi reglulegum ferðum milli Is-
lands og Finnmerkur, því að þar
er Tanafjörður og þangað sækja
skip kvars fyrir járnblendiverk-
smiðjuna á Grundartanga.
Anncmarie Lorentzen
hefur verið sendiherra
Noregs á íslandi í tæp
fimm ár. Áður var hún
virk í stjórnmálalífi
lands síns og helgaði sig
ekki síst málefnum
heimabyggðar sinnar,
Finnmerkur, sem er
stærsta fylki Noregs og
næst Sovétríkjunum. I
samtali við Morgunblað-
ið lýsir sendiherrann
nábýlinu við Sovétríkin
og stöðu Finnmerkur.
Norður við ystu endimörk hins
frjálsa heims þar sem áin Jakobselv
rennur um fallegan dal norður í
Barentshaf og dýpstu hyljir hennar
skilja á milli Noregs og Sovétríkj-
anna búa nú ekki nema sex mann-
eskjur allar á sjötugsaldri. Þar er
jafnan fámennur hópur ungra,
norskra hermanna sem hefur því
hiutverki að gegna að gæta landa-
mæranna og létta undir með gamla
fólkinu sem enn heldur tryggð við
dalinn sinn, og heitir byggðarlagið
Grense Jakobselv. Annemarie Lor-
entzen sem verið hefur sendiherra
Noregs á íslandi í tæp fimm ár er
fædd í Grense Jakobselv auk þess
sem hún hefur helgað málefnum
Finnmerkur krafta sína sem þing-
maður fyrir Verkamannaflokkinn.
Annemarie Lorentzen var sam-
gönguráðherra í síðasta ráðuneyti
Tryggve Bratteli 1973 til 1975 og
síðan neytenda- og verðlagsmála-
ráðherra í ráðuneyti Odvar Nordlis
til 1978 er hún varð sendiherra hér.
Hún varð góðfúslega við þeirri ósk
að fræða lesendur Morgunblaðsins
um lífið við landamærin og á
Finnmörk.
„Faðir minn var kennari í Grense
Jakobselv þegar ég fæddist og mín
fyrstu tvö ár en þá varð hann kenn-
ari annars staðar. Hann hreifst svo
mjög af dalnum og fólkinu þar, að
við fórum þangað á hverju sumri á
meðan ég var í foreldrahúsum.
Fyrstu minningar mínar eru því
mjög bundnar við þennan vinalega
dal,“ sagði sendiherrann.
„Á þessum árum eða nánar til-
greint frá 1921 til 1940 réðu Finnar
yfir landræmu norður í Barentshaf
og höfðu yfirráð yfir Petsamo eða
Petsjenga eins og Rússar kalla
þessa hafnarborg. Landamæri
Finnlands og Noregs voru opin og
við krakkarnir óðum Jakobselv yfir
til fólksins hinum megin. Þar
bjuggu rússneskir smábændur sem
eins og Norðmennirnir lifðu á því
sem jörðin gaf af sér og reru til
fiskjar út á Barentshaf. Samar
bjuggu á þessum slóðum áður fyrr
við bág kjör og skattheimtu bæði
frá norskum og rússneskum yfir-
völdum. Það var árið 1851 sem fólk
fluttist úr Guðbrandsdalnum þarna
norður, um svipað leyti og land-
flóttinn var sem mestur frá Noregi
til Vesturheims. Ekki veit ég hve-
nær fyrstu Rússarnir settust að
austan við landamærin, en þegar ég
hugsa um það nú síðar, undrast ég,
að aldrei minnist ég þess að hafa
hitt Finna þarna.
Við sóttum allt okkar til Kirke-
nes og fórum þangað á bát, því að
vegur var ekki lagður fyrr en í síð-
ari heimsstyrjöldinni. Einu sinni
fékk ég að fara til Petsamo og er
mér sérstaklega minnisstætt
klaustrið mikla sem þar var og
hlýtur enn að standa, Petsjenga-
klaustrið, og sátu munkar úr rússn-
esku rétttrúnaðarkirkjunni í því,
þótt Finnar réðu bænum.
Það var búsældarlegt í Grense
Jakobselv og íbúafjöldann á þessum
árum má marka af því, að þá voru
þar 14 nemendur í skólanum og
voru allir í sama bekk en hinir sem
lengra voru komnir sóttu heima-
vistarskóla í nágrenninu.
Landamærunum var lokað strax
og Noregur var hernuminn af Þjóð-
verjum, 2. maí 1940. Þjóðverjar
sóttu hratt norður á bóginn en við
Narvík töfðust þeir vegna andstöðu
Norðmanna og sat þá norska ríkis-
stjórnin í Tromsö en þaðan flúði
hún til London eftir að nasistar