Morgunblaðið - 20.01.1983, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.01.1983, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983 Hólmavík: Með heilsugæzlustöð- inni fjölgar sjúkra- rúmum um helming llólmavík, 15. janúar. í FYRRASUMAR var hafin bygging heil.sugæzlustöðvar á Hólmavík og gengur hún samkvæmt áætlun. Fyrirhugað er að lokið verði við fyrsta áfanga í hyrjun ágúst á þessu ári. Kru menn því vongóðir um, að taka megi stöðina í notkun eftir l—V/i ár. Sjúkrarúmum mun þá fjölga um helming — úr 13 í um það bil 25, um leið og öll aðstaða til heilsugæzlu mun batna til muna. Stöð þessi mun þjóna allri Strandasýslu, nema syðsta hreppi hennar, Bæjarhreppi. Gert er ráð fyrir að hér verði aðstaða fyrir einn lækni, en oft hefur verið erf- itt að fá þá til starfa hér. Enda þótt laun læknis sé hér til muna hærri en í Reykjavík þá er greini- legt að hin mikla ábyrgð og vinnu- álag sem fylgir því, að vera eini læknirinn í stóru læknishéraði freistar ekki margra. Eru menn hér því uggandi um, að erfiðleikar Strandamanna í læknamálum verði ekki úr sögunni með tilkomu heilsugæzlustöðvar á Hólmavík. Frá því í otkóber hafa læknar ver- ið ráðnir í 10 daga til 2 mánuði í senn og þarf vart að fjölyrða um erfiðleika þess sjúklings sem stöð- ugt þarf að skipta um lækni. í dag er hér læknislaust og lík- legt að svo muni verða fram í marz en þá kemur hingað læknir sem er ráðinn í 4 mánuði. Frúltaritarar Auður Auðuns er einn merkilegasti Bessi Jóhannsdóttir cand.mag. er Ragnhildur Helgadóttir er einarður brautryðjandinn á íslandi úr röðum núverandi formaður Hvatar. stjórnmálamaður og sjálfstæður. kvenna. SjálfstæÖiskonur taka frumkvæði Sjúkraskýlið á Hólmavík. M;,ndir Mbl. S.S. Bókmenntir HANNES H. GISSURARSON Frjáls hugsun — frelsi þjóðar Hvöt 45 ára ÍJtg. Hvöt, Reykjavík 1982 Hinn 24. október 1982 gaf Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykja- vík, út afmælisrit, en félagið hafði orðið 45 ára 19. febrúar það ár. Nú er kátt í höllinni Fjolskylduskemmtun í íþróttahöllinni Selfossi föstudaginn 21. janúar kl. 20.30 ÓKEYPIS AÐGANGUR í# # SKEMMTIDAGSKRA: 1. Lúðrasveit Selfoss. Stjórnandi Ásgeir Sigurösson. 2. Guðlaugur Tryggvi Karlsson býöur gesti velkomna. 3. Bessi Bjarnason og Ragnar Bjarnason skemmta meö gamanmálum. 4. Hljómsveitin Lótus. Gömlu og nýju lögin. 5. Sigfús Halldórsson leikur. 6. Snæbjörg Snæbjarnardóttir syngur lög Sigfúsar Halldórssonar viö undirleik hans. 7. Haukur Morthens og hljómsveit taka lagiö. 8. Karlakór Selfoss syngur undir stjórn Ásgeirs Sigurössonar. 9. Katla María. 10. Bingó: 3 umferðir. Utanlandsferö: Feröa- skrifstofan Útsýn. Heimilistæki frá M.M. Selfossi og Hljómbæ. ALLIR VELKOMNIR Stjórnandi og kynnir Bryndís Schram Sætaferðir frá Hveragerði, Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri, Hellu, Hvolsvelli og Laugarvatni. Stuóningsmenn Guólaugs Tryggva Karlssonar Þessu riti er skipt í tvo hluta. í öðrum hlutanum er sagt frá starfi Hvatar og sjálfstæðiskvenna síð- ustu 45 árin, en í síðari hlutanum eru greinar eftir nokkrar sjálf- stæðiskonur um menntun og vinnumarkað. Þetta er þriðja ritið sem sjálfstæðiskonur gefa út á tveimur árum, en hin tvö voru Fjölskyldan í frjálsu samfélagi og Auðarbók Auðuns. Þessi gróska er óvenjuleg, sjálfstæðiskonur hafa enn tekið frumkvæði, eru flokki sínum til sóma. Ég ætla í þessari grein að fara örfáum orðum um þetta rit. Mér fannst mjög fróðlegt að lesa um störf fyrrverandi alþing- iskvenna Sjálfstæðisflokksins, en þær hafa verið Ingibjörg H. Bjarnason skólastjóri, Guðrún Lárusdóttur rithöfundur, Kristín L. Sigurðardóttir húsmóðir, Auð- ur Auðuns ráðherra, Ragnhildur Helgadóttir lögfræðingur og Sig- urlaug Bjarnadóttir menntaskóla- kennari. Þær konur, sem hafa lengst verið á þingi, eru þær Auð- ur og Ragnhildur, en ég er ekki einn um þá skoðun að þær séu í hópi farsælustu og frambæri- legustu stjórnmálamanna okkar. Auður Auðuns er brautryðjandi, fyrsti kvenlögfræðingurinn, fyrsti kvenborgarstjórinn og fyrsti kvenráðherrann og gat sér alls staðar orð fyrir þá alúð, sem hún lagði við störf sín. Það var síðan mikið fagnaðar- efni, að Ragnhildur Helgadóttir skyldi ná góðum árangri í síðasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þannig að hún verður líklega þingmaður aftur eftir næstu kosningar. Hún hefur verið einn einarðasti og sjálfstæðasti þingmaður flokksins, þótt hún hafi ekki auglýst sjálfstæði sitt af sama kappi og sumir aðrir sitt. Hún hefur verið traustur stuðn- ingsmaður séreignar, atvinnu- frelsis og einkaframtaks, en Sjálf- stæðisflokkurinn var stofnaður 1929 til þess að verja þessar hugmyndir gegn samhyggjumönn- um. Og hún hefur aldrei látið neinn bilbug á sér finna í varn- armálum. Margar konur hafa lagt sitt af mörkum í þetta rit, Ólöf Bene- diktsdóttir menntaskólakennari skrifar um fyrstu ár Hvatar, Elín Pálmadóttir blaðamaður birtir viðtöl við nokkrar aldnar sjálf- stæðiskonur, og Bessí Jóhanns- dóttir cand.mag. ritar um starf Hvatar í nútíð og framtíð. Áslaug Friðriksdóttir skólastjóri skrifar síðan um skólamál, Katrín Fjeldsted læknir um einstakling- inn og skólakerfið, Sigríður Arnbjarnardóttir B.A. um mark- mið og leiðir í menntamálum, Árdís Þórðardóttir hagfræðingur um mannauð og Dögg Pálsdóttir lögfræðingur um kjarasamninga. Ragnhildur Helgadóttir tekur saman sýnishorn úr ræðum nokk- urra Hvatarkvenna á Alþingi og í borgarstjórn og Anna Árnbjarn- ardóttir stjórnartal. Allt er þetta vel gert, enda eru höfundarnir ein- valalið. Ég gerði þó nokkrar athuga- semdir. Ég er sammála Sigríði Arnbjarnardóttur og Árdísi Þórð- ardóttur um það, að þekking er dýrmæt. En þó held ég, að menn hafi lagt of mikla áherslu á skóla- bókarþekkingu og fróðleik, en of litla á þá þekkingu, sem menn fá ekki nema í skóla lífsins — hag- nýta þekkingu, peningavit, glöggskyggni, sjötta skilningarvit- ið, útsjónarsemi, verkkunnáttu og mannþekkingu. Menn geta ekki aflað þessarar þekkingar eða nýtt hana nema í frjálsu atvinnulífi, eins og margir hagfræðingar hafa bent á. Samkeppni á markaðnum er umfram allt til þekkingaröflun- ar, hún er „discovery procedure". Ég tek þó undir það með Sigríði, að menntun í framhaldsskólum á að vera almenn, hún á að vera til þess að gera menn færa um að afla síðar sérþekkingar. Þess vegna ætti að kenna íslensku og aðrar tungur menningarþjóða, sögu og stærðfræði í framhalds- skólum, en ekki sérgreinar, þær eiga heima í háskólum. Ég tek síð- an undir það með Ardísi, að hæpið getur verið að draga úr fjárfest- ingu í menntun, en hún mætti vera meiri í hagnýtri menntun fyrir atvinnulífið og minni í ýms- um greinum mannvísindanna, til dæmis félagsfræði, sálfræði og uppeldisfræði. Þess er ekki kostur að ræða rækilega um greinarnar í ritinu. En að lokum má minnast á hlut kvenna í stjórnmálum. Hvatar- konum finnst hann að vonum heldur lítill. En við eigum ekki að gera það að skráðri eða óskráðri reglu, að tiltekinn fjöldi kvenna skuli vera á hverjum framboðs- lista. Menn eiga að kjósa fram- bjóðendur, af því að þeir eru hæfir einstaklingar, en ekki af því að þeir eru konur, verkalýðsleiðtogar, íþróttastjörnur eða ungir menn. Hæfir einstaklingar gera verið eitthvað af þessu, en þeir eru ekki hæfir þess vegna. Konur eiga því að berjast sem einstaklingar, en ekki sem hópur. Margrét Thatch- er, sem er einn frambærilegasti stjórnmálamaðurinn á Vestur- löndum á okkar dögum, hefur ekki hlotið frama sinn af því að hún sé kona. Ég skil það vel, að margar konur séu gramar vegna fordóma gegn þeim. En þær verða að breyta þessum fordómum með frammistöðu sinni, en ekki með því að skipuleggja enn einn þrýsti- hópinn. Með útgáfu þessa rits og annarra eru sjálfstæðiskonur að taka fyrri kostinn, og það er fagn- aðarefni. WJf f jf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.