Morgunblaðið - 20.01.1983, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn oy skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakið.
Hættuboðar
í þjóðarbúskapnum
Verðbólgan æðir áfram.
Þrátt fyrir samtals 17%
verðbótaskerðingu launa 1982
og þrátt fyrir niðurgreiðslu
vísitölu um sex prósentustig á
fyrri hluta liðins árs, varð verð-
bólga frá uppafi til loka árs
1982 62% á mælikvarða fram-
færsluvísitölu og 65% á mæli-
kvarða byggingavísitölu. Að
óbreyttu stefnir verðbólgan í
enn meiri hæðir á hinu nýbyrj-
aða ári. Þannig hefur raunveru-
leikinn kveðið upp sinn dóm
yfir bráðabirgðalögum og
meintum efnahagsaðgerðum
ríkisstjórnarinnar.
Hættuboðar blasa hvarvetna
við í þjóðarbúskapnum:
• 1) Langvarandi taprekstur
og skuldasöfnun undirstöðu-
atvinnuvega er farinn að segja
til sín í meira atvinnuleysi á
líðandi stund en verið hefur um
langt árabil.
• 2) Fjárfesting og framleiðni
í atvinnuvegunum hefur dregizt
saman.
• 3) Stöðnun þjóðarfram-
leiðslu og samdráttur þjóðar-
tekna segir til sín í lakari
lífskjörum.
• 4) Viðskiptahallinn út á við
nam 5.000 m.kr. á 2 sl. árum og
batalíkur 1983 eru smáar.
• 5) Heildarsparnaður í
bankakerfinu hefur dregizt
saman svo nálgast hrun, pen-
ingamarkaðurinn er skroppinn
saman og fjárskortur stendur
atvinnuvegunum fyrir þrifum.
• 6) Ríkisútgjöldin og skatt-
heimtan vaxa meira en nokkru
sinni.
• 7) Og vöxtur dýrtíðar, sem
stjórnarsáttmálinn hét að
koma niður í sex til átta af
hundraði 1982, stefnir að öllu
óbreyttu í þriggja stafa tölu.
Þegar svo er komið flytur
sjávarútvegsráðherra frum-
varp um nýja lögfestingu á
sjóða- og millifærslukerfi í
sjávarútvegi, sem kostaði ærna
fyrirhöfn og fórnir að fá af-
numið á liðnum áratug. Þessi
framsóknarleið mætir andstöðu
sjávarútvegsaðila: útvegs-
manna, fiskvinnslu og sjó-
manna, sem telja hana leysa
upp hlutaskiptasamninga.
Kristinn Pétursson, útgerðar-
maður á Bakkafirði, segir ráð-
gert útflutningsgjald og upp-
töku gengismunar þýða 3 m.kr.
skattheimtu á útgerðina í því
litla plássi. „Ég tel að Vilmund-
ur Gylfason fremji pólitískt
sjálfsmorð með að styðja þetta
hneyksli," segir Kristinn Pét-
ursson.
Alþýðubandalagið og Fram-
sóknarflokkur hafa ráðið ferð í
ríkisstjórnum síðan 1978.
Ávextirnir blasa við í hættu-
boðum svo að segja alls staðar í
þjóðarbúskapnum. Fjöldi at-
vinnulausra hefur ekki verið
meiri um langt áratíil. Þrettán
verðbótaskerðingar launa
varða þann „kaupmáttarveg",
sem Alþýðubandalagið hefur
lagt inn í „láglaunabætur", sem
verða stolt þess í komandi
kosningabaráttu, en „kosningar
eru kjarabarátta" eins og menn
muna.
Mál er að linni vinstri stjórn-
sýslunni. Og á kosningaári er
það hinn almenni þjóðfélags-
þegn sem leggur línurnar inn í
framtíðina.
Fyrsta
framboðið
Kjördæmisráð Sjálfstæðis-
flokksins eru kjörin á lýð-
ræðislegan hátt í félögum
sjálfstæðisfólks í viðkomandi
kjördæmi. Þau eru fjölmenn og
fara með endanlegt vald til að
ganga frá framboðslistum
Sjálfstæðisflokksins, hvert í
sínu umdæmi. Kjördæmisráð
sjálfstæðisfélaganna í Vest-
fjarðakjördæmi hefur nú
ákveðið framboðslista flokksins
þar, og er það fyrsta framboðið
sem er endanlega frágengið.
Kjördæmisráði er í sjálfsvald
sett, í lögum Sjálfstæðisflokks-
ins, hvort það viðhefur prófkjör
til undirbúnings framboðs og
jafnframt að ákvarða fram-
kvæmd þess, innan ramma
þeirra reglna sem miðstjórn
hefur sett. Kjördæmisráðið
vestra ákvað, með lýðræðisleg-
um hætti, að viðhafa ekki
prófkjör.
Það er eðlilegt að skoðanir
verði skiptar um, hvort viðhafa
skuli prófkjör. Framsóknarn-
menn, sem víðast byggja fram-
boð sín á skoðanakönnun innan
fulltrúa- og kjördæmaráða, en
ekki í almennum prófkjörum,
ná þó naumast vopnum sínum í
gagnrýni á vestfirzkt sjálfstæð-
isfólk. Þannig fékk Ólafur Jó-
hannesson aðeins 207 atkvæði í
1. sæti framsóknarlistans í
Reykjavík. Rétt rúmlega 200
manns tóku þátt í fyrri hluta
„forvals" Alþýðubandalags í
Reykjavík. Fullskipað full-
trúaráð sjálfstæðisfólks á Vest-
fjörðum er tvímælalaust
stærra hlutfall kjósenda þar en
forvalshópurinn í höfuðborg-
inni.
Matthías Bjarnason, fyrrv.
sjávarútvegsráðherra, sem
leiddi útfærslu fiskveiðilögsög-
unnar í 200 sjómílur, skipar
fyrsta sæti listans. Þorvaldur
Garðar Kristjánsson, sem mjög
hefur látið til sín taka í raf-
orku- og húsnæðismálum á Al-
þingi, annað. Hið þriðja ungur
og efnilegur stjórnmálafræð-
ingur, Einar K. Guðfinnsson,
Bolungarvík. Listinn í heild er
mjög vel mannaður. Þriðjungur
kjósenda er ungt fólk. Einar K.
Guðfinnsson er verðugur full-
trúi þess.
MorgunhlaAirt/KAX.
„Eins og brjálaðir menn sæi
stýri, en bílarnir voru mann
— rætt við Vigfús Andrésson bónda í
Berjanesi undir Austur-Eyjafjöllum
I fárviðrinu skömmu fyrir jól varð stórtjón á bænum Berjanesi undir Austur-
Eyjafjöllum og þegar Morgunblaðsmenn heimsóttu Berjanes um síðustu helgi til
þess að ræða við bóndann, Vigfús Andrésson, kvaðst hann telja að tjónið vegna
fokskemmda næmi um 700—800 þúsundum króna.
„Það liggur ekki ennþá fyrir end-
anlegt mat á tjóninu af völdum
foksins, en ég tel að það sé ekki
undir 700—800 þúsundum króna,“
sagði Vigfús Andrésson bóndi í
Berjanesi undir Austur-Eyjafjöll-
um í samtali við Morgunblaðið þeg-
ar 'við heimsóttum hann fyrir
nokkrum dögum til þess að kanna
stöðu mála eftir fárviðrið sem olli
stórskemmdum bæði á íbúðarhús-
inu í Berjanesi og peningshúsum í
fárviðri undir Austur-Eyjafjöllum
skömmu fyrir jól. í verstu byljunum
sviptust þykkir steinsteyptir veggir
í sundur, trébitar kubbuðust og
íbúðarhúsið nötraði og skalt og bíl-
ar fuku um hlaðið eins og hráviði.
„Þegar svo var komið að húsið
nötraði og skalf stafna á milli og við
óttuðumst að efri hæðin fyki hrein-
lega af, fluttum við niður á miðhæð
hússins í íbúð foreldra minna, en
þau hafa ekki verið í henni um tíma.
Hálftíma síðar sprungu allar rúður
á efri hæðinni og allt leirtau sogað-
ist út úr skápum í íbúðinni og fór að
sjálfsögðu í mél. Það má segja að
það hafi allt farið í rúst uppi,“ sagði
Vigfús, „en við náðum þó að safna
saman mestum hluta innbúsins og
hrúga því upp í einu horni stofunn-
ar. Þar var allt sett í eina kös, smá-
munir neðst, en sófar og sófaborð
ofan á. Þetta veður skall á 19. des-
ember með austan fárviðri og síðan
norð-austan og þann 20. desember
fór hann í norðvestan fárviðri án
þess að það væri svo mikið sem
einnar mínútu hlé á milli.
Hlöðurnar, sem eru steinsteyptar,
fuku í norðvestanáttinni, en þá vor-
um við búin að loka okkur inni í
gangi í miðju íbúðarhúsinu, en áður
urðum við reyndar að negla aftur
útidyrahurðina og vorum viðbúin
því að risið færi allt þá og þegar. Ég
tel að annar hvellur í hálfa mínútu
Berjanes
hefði svipt öllu burtu, því það komu
sprungur með öllum gluggum í
þessum látum. Upp úr þessum hvelli
lygndi í eina klukkustund, en það
hafði hvinið svo rosalega í Steina-
fjalli, að ég hef aldrei heyrt annað
eins.
Norræna fjölskyldukeppnin á skíðum:
„Leggjum áherzlu á þátt-
töku allrar fjölskyldunnaru
— segir Hreggviður Jónsson formaður Skíðasambandsins
„VIÐ leggjum áherzlu á að öll fjöl-
skyldan taki þátt í þessari keppni.
Og það er hægt að taka þátt í nor-
rænu fjölskyldukeppninni á skíðum
hvar sem er. Það er til dæmis nægi-
legt aö fara út úr dyrum heima ef
svo horfir við, ekki hvað sízt meðan
snjórinn er svo mikill,“ sagði
Hreggviður Jónsson formaður
Skíðasambands íslands í samtali við
Morgunblaðið.
Skíðasambandið gengst um þess-
ar mundir fyrir svokallaðri norrænni
fjölskyldukeppni á skíðum. Keppnin
hófst 1. janúar síðastliðinn og lýkur
30. apríl. Keppt er á jafnréttis-
grundvelli milli fimm Norðurlanda-
þjóða, Danmerkur, Finnlands, Nor-
egs, Svíþjóðar og íslands. Keppt er á
jafnréttisgrundvelli að því leyti að
deilt verður í þátttakendafjölda með
sérstakri deilitölu, sem fundin er út
frá íbúafjölda viðkomandi lands.
Þannig verður deilt í þátttöku-
fjölda Svía með 36,5, í fjölda
Finna með 21, í fjölda Norðmanna
með 17,9 og í fjölda Dana með
11,25 þótt þeir séu í raun 22,5 si-
nnum fleiri en íslendingar, en
okkar deilitala er 1,0.
„Helzt viljum við að öll fjöl-
skyldan fari saman á skíði. Það
eru allir gjaldgengir í þessari
keppni, allt sem gera þarf er að
fara fimm sinnum á skíði á tíma-
bilinu, minnst klukkustund í senn,
og gildir einu hvort menn eru þá á
alpaskíðum, gönguskíðum eða
stökkskíðum.
Megintilgangur keppninnar er
að fá fólk, sérstaklega fjölskyldu-
fólk, til að fara á skíði og njóta
útiverunnar um leið og það fær
sér holla og góða hreyfingu. Það er
ekkert kynslóðabil til þegar um
skíðaiðkun er að ræða, oft má sjá
að þar fer öll fjölskyldan saman,
jafnvel afar og ömmur eru með í
ferðinni," sagði Hreggviður.
Hreggviður sagði að efnt væri
til keppninnar í tilefni 75 ára af-
mælis skíðasambanda Noregs,
Finnlands og Svíþjóðar á þessu
ári, einnig vegna aldarafmælis
Skiföreningen, skíðafélags á
Óslóarsvæðinu, sem m.a. ræki
Holmenkollen-skíðastaðinn og
aðra viðamikla skíðastarfsemi þar
um slóðir.
„Að sjálfsögðu tel ég okkur eiga
möguleika á sigra í keppninni þar
sem keppt er á jafnréttisgrund-
velli. En þó ber að geta þess að