Morgunblaðið - 20.01.1983, Page 29

Morgunblaðið - 20.01.1983, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983 29 1 Bretland 1982: Bílasala dróst sam- an um 7,4% BÍLAFRAMLEIÐSLA minnkaði um 7,4% í Bretlandi á síöasta ári og hef- ur hún ekki verið minni í 25 ár, en á síðasta ári voru framleiddir 884.000 bílar. Framleiðslan á síðasta ári er ekki helmingur af því sem hún var, þegar hún var í hámarki árið 1972, en þá voru framleiddar 1,92 milljónir bíla. Á sama tíma og þessi samdrátt- ur verður í framleiðslu, eykst bíla- sala almennt í Bretlandi um 4,7%, sem kemur þá innflytjendum til góða. IBM markaðssetur smátölvu í Evrópu | Hefur verið á markaði í Norður-Ameríku í liðlega ár IBM hefur nú ákveðið að setja á markaði í Evrópu minnstu og ódýrustu tölvu fyrirtækisins, svokallaða IBM Personai Computer, að sögn Guðmundar Hannessonar hjá IBM á Islandi, sem sagði jafnframt að að tölvan yrði nú markaðsett á Noröurlöndunum, en hún hefur verið á markaði í Bandaríkjun- um og Kanada i rúmlega eitt ár. „IBM Persónal Computer er fyrst og fremst hönnuð til nota í minni fyrirtækjum og mennta- stofnunum. Þá er tölvan mjög hentug fyrir alla, sem vilja vinna á einkatölvu í eigin þágu eða hjá fyrirtækjum. Því má segja að af- köst, rekstraröryggi og auðveld notkun geri tölvuna hentuga til ýmissa verkefna," sagði Guð- mundur Hannesson ennfremur. „Tölvan er þannig úr garði gerð að hún veldur verkefnum jafnt byrjenda sem þeirra er lengra eru komnir. Tölvunni fylgir ný útgáfa af forritunarmálinu BSAIC. Stórt forritasafn og auðskiljanlegar handbækur gera notendum kleift að taka tölvuna í notkun á tiltölu- lega skömmum tírna," sagði Guð- mundur Hannesson. IBM Personal Computer verður framleidd fyrir Evrópumarkað í verksmiðjum IBM í Greenock í Skotlandi. Samkvæmt upplýsing- um Guðmundar Hannessonar er reiknað með að hafður verði sami háttur á hér og erlendis, þ.e. að sérstakir umboðsaðilar sem IBM á íslandi velur muni selja tölvuna. Aðspurður hvenær tölvan yrði boðin til sölu hér á landi svaraði Guðmundur því til að verið væri að ganga frá samningum við um- boðsaðila. Hann reiknaði því með að eftir 2 mánuði ætti því verki að vera lokið. IBM Personal Computer hefur eftirtaldar grunneiningar: 1) Tölvumiðstöð, sem er hraðvirk 16 bita örtalva með 65.000—500.000 stafa vinnsluminni, ásamt minni fyrir 41.000 stafi. I tölvumiðstöð- inni eru þar að auki ein eða tvær diskettustöðvar, þar sem hægt er að lesa og skrifa á diskettur sem geyma 160.000 eða 320.000 stafi. 2) Með IBM Personal Computer kom á markaðinn nýtt 83 lyklaborð. 3) Um prentarann er það að segja, að um er að ræða stafaprentara, sem skrifar í báðar áttir, allt að 80 stafi á sekúndu. 4)Tölvuskermur- inn hefur 25 skriflínur, þar sem hver lína rúmar 80 stafi. Aðspurður um aðra eiginleika tölvunnar sagði Gijðmundur að nefna mætti þrjá þætti. 1) Sjálf- virk prófun: Þegar kveikt er á tölvunni prófar hún hvern ein- stakan hluta kerfisins og gerir viðvart ef eitthvað er að. 2) Af- kastageta: Tölvan vinnur á hraða sem mælist í milljónustu hlutum úr sekúndu. Hægt er að sýna línu- rit, grafískar myndir, texta og súlurit í tengslum við bókhalds- verkefni. Þá eru möguleikar á textavinnslu og öðrum viðskipta- legum og vísindalegum verkefn- um. 3) Umfang: Tölvumiðstöðin, sem er á stærð við litla ritvél, hef- ur innbyggðan hátalara fyrir tal og tónlist. Allt tölvukerfið,- sem vegur um 28 kg getur staðið á borði, sem er um það bil einn fer- metri. Lyklaborðið er með 2 metra „gormkapli", svipað og á mörgum simtólum, Þettar gerir notanda kleift að staðsetja lyklaborðið þar sem hentugast þykir hverju sinni. Þá má hafa það í kjöltu sinni eða flytja það til á borði, án þess að hreyfa tölvumiðstöðina. Lyklarnir 83, þurfa mjög litla snertingu til að endurtaka það tákn, sem valið er hverju sinni, ef lykli er haldið niðri. Þetta auðveldar skráningu og uppsetningu á hvers kyns gögn- um, svo sem upplýsingum um vörubirgðir, nafnalistum, færslum á fjárhagsbókhaldi og tölvustýrð- um leikjum. Að síðustu kom fram hjá Guð- mundi Hannessýni, að IBM Pers- onal Computer er auðvelt að setja upp og taka í notkun. Auk þess er fáanlegur mikill fjöldi forrita og forritakerfa fyrir hin margvísleg- ustu verkefni á sviði viðskipta, kennslu og vísinda. Opna þarf möguleika á lán- um út á viðskiptakröfur * r , — sagöi Arni Arnason, framkvæmdastjóri Verzlunarráös Islands HÉRLENDIS hafa yfirdrættir, víxillán og afurðalán verid helzta rekstrar- fjármögnun fyrirtækja. Viða erlendis eru lán út á viðskiptakröfur algengari út á birgðir, enda eru kröfur betri trygging, sagði Arni Arnason, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs íslands, m.a. í erindi sínu á ráðstefnu Verzlunarráðsins um lánamarkaðinn og þjónustu lánastofnana við atvinnu- lífið. Árni sagði, að slík lán væru yf- irleitt afgreidd á grundvelli greiðsluáætlana eða sem hlutfall af viðskiptakröfum. Afurðalán til iðnaðar eru hér útfærð eftir greiðsluáætlun, þótt veðið sé í birgðum. „Hins vegar þekkjast hér ekki svokölluð kröfukaup, „factoring", sem algeng eru erlendis. Þessi þjónusta byggist á því að kröfur fyrirtækja eru keyptar af þriðja aðila, sem tryggir greiðslur þeirra. Kröfukaupandi axlar sem sagt tap og kostnað vegna vanskila, annast innheimtu og bókhald. Ef fyrir- tækið þarf á fé að halda, fyrir greiðsludag, er möguleiki á lánum út á kröfurnar," sagði Árni Árna- son. „Kröfukaup hafa marga kosti. Kröfukaupandinn getur boðið upplýsingar um lánstraust, svo að kröfur tapist síður. Auka má söl- una vegna betri lánstraustsupp- lýsinga og lánafyrirgreiðslu. Öll innheimta og bókhald verður ódyrara fyrir minni fyrirtæki. Hér hafa kröfukaup ekki orðið að veruleika af ýmsum ástæðum. Betra jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar, breyttur fjár- magnskostnaður og raunverulegri líkur á tíðari gjaldþrotum breytir þó þessari mynd. Því er nauðsyn- legt að opna lánastofnunum leið til þátttöku í fyrirtækjum, sem myndu veita þessa þjónustu," sagði Árni Árnason ennfremur. TÖLVUFRÆÐSLA Ritvinnsla II — Framhaldsnámskeið ETC-ritvinnslukerfið Tilgangur námskeiðsins er aö kynna til hlítar notkunarmöguleika ritvinnslu- kertisins ETC með það fyrir augum aö þátttakendur veröi aö loknu námskeiö- inu færir um aö vinna flókin texta- vinnsluverkefni á ritvinnslukerfiö. Farið veröur yfir flókna eiginleika rit- vinnslukerfisins ETC, svo sem töflugerö og útreikninga innan þess texta sem veriö er aö vélrita. Leiöbeinendur: Koibrún MrkeaedéMr Námskeiöiö er ætlaö þeim sem þegar hafa sótt Ftitvinnslu I og þeim sem nota ETC-ritvinnslukerfiö og vilja afla sér nánari þekkingar og þjálfunar á kerfiö. Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen Tími: 24.-27. janúar kl. 09.00—13.00. Staður: Ármúli 36, 3. hæð (gengið inn frá Selmúla). Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfálagsins í síma 82930. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélags- ins í síma 82930. MNUNARFÉLAG ISLANDS SÍÐUMULA 23 SÍMI82930 Hvort tilboðið er hagstæðara? Á veröbólgutímum segir krónutala kaupverös ekki alla söguna í fasteignaviöskiptum. Hitt skiptir ekki minna máli hvenær kaupverðið er greitt. Tökum dæmi: Þú ert aö selja íbúöina þína og hefur fengiö 2 tilboð. Tilboö A Tilboö B Heildarverö kr. 1.000.000 kr. 850.000 Við samning Vi/1983 130.000 200.000 V3/1983 200.000 V4/1983 50.000 Vr/1983 70.000 100.000 Vs/1983 80.000 67.500 Vio/1983 120.000 1/i 1/1983 50.000 V12/1983 150.000 Vi/1984 (afsal) 150.000 Útborgun alls kr. 750.000 kr. 637.500 Eftirstöðvar kr. 250.000 kr. 212.500 Greiöist á 5 Greiöist á 4 árum meö 20% árum með 20% ársvöxtum ársvöxtum Hvort tilboöið skyldi nú vera þér hagstæðara? Kaupþing hf. ræöur yfir þekkingu og tölvubúnaöi sem gerir starfsfólki fyrirtækisins m.a. kleift aö bera saman mismunandi tilboö og reikna út raunvirði þeirra á augabragði. Miöaö viö spá um 65% verö- bólgu á ári og gangverð skuldabréfa hjá Kaupþingi hf. er tilboð A á raungildi 1. janúar 1983 kr. 621.843.-, en tilboð B er á raungildi kr. 628.364.-. Tilboö B er því hagstæöara en tilboö A, þótt heild- arkrónutalan skv. tilboöi A sé hærri. Reyniö viöskiþtin. KAUPÞING HF. Húsi verzlunarinnar, 3. hæö. sími 86988. c«l«gn» og varftbrrtuala IwgumiAlun •tvmnulHjsnnðis. f|arvanla. bioðnag frasöi-. refcstrar- og tölwjraöfljöf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.