Morgunblaðið - 20.01.1983, Side 30

Morgunblaðið - 20.01.1983, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983 Isaih Berlin og Grecia capta... Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Isaiah Berlin: Personal Imprcssions. Kdited by Henry Hardy. With an Introduction by Noel Annan. Oxford Univerity Press 1982. Maurice Bowra skrifaði ein- hvern tíman góðum vini sínum um Isaiah Berlin: „Þótt hann láti ekki gefa mikið út eftir sig, eins og Frelsarinn eða Sókrates, þá hugs- ar hann og talar því meira og hef- ur haft gífurleg áhrif...“ Margir álitu lengi vel að Sir Isaiah hefði hirt lítið á prenti, en því fer víðs fjarri. Hann hefur birt greinar og þætti um hin margvíslegustu'efni, en flest skrifa hans eru í ritgerða- formi. Þessi skrif hafa komið í tímaritum og blöðum og tæki- færisritlingum eða afmælisritum og eru flest ili fáanleg í frumgerð. Því var það mikið þarfaverk, þegar Henry Hardy sá um útgáfu ritgerða Sir Isaiah í fjórum bind- um á árunum 1978—’79. Þar eru birtar flestallar greinar og rit- gerðir Berlins m.a. ritgerðir um Vico og Herder, rússneska hugsuði og þá einkum Herzen, Machiavelli o.fl. o.fl. Aliar þessar ritgerðir eru skrifaðar á listilegu máli, skýrar og mjög frumlegar og persónu- legar, það er því ofur eðlilegt að Isaiah Berlin sé talinn meðal snjöllustu essayista, sem nú skrifa á enska tungu. Skrif hans um heimspeki og pólitíska hugmynda- fræði eru skrifuð út frá sjónar- miði „pluralistans" og þess sem hefur strangar móralskar for- sendur að leiðarljósi í mati sínu. Berlin er starfandi sem prófessor við Oxford háskóiann, aðalgreinar hans eru heimspeki og pólitísk hugmyndafræði. Þessi bók kom út hjá Hogarth Press 1980 og er nú endurútgefin hjá Oxford. Höfundurinn segir í formála að skrif sín um látna samferðamenn svipi að gerð til skrifa manna á 18. öld um látna ágætis eða frægðarmenn, þau skrif nefndust „éloges". Nokkrar þessara greina voru skrifaðar eftir' beiðni, en erfi- minningar um Lewis Namier, Franklin Roosevelt og greinin um fundi höfundar og rússneskra rit- höfunda á árunum 1945 og 1956 eru skrifaðar af því, „að hann taldi sig hafa eitthvað nýtt að segja um aðila“. Berlin er einkar lagið að lýsa einstaklingum á þann hátt að þeir lifna á síðunum, hann er mjög hittinn í lýsingum sínum og á auð- velt með að draga fram sterkustu persónueinkenni hvers og eins og eitt einkennir þessar greinar, hon- um þykir vænt um þá sem hann skrifar um. Fróðlegasta greinin er fyrir margra hluta sakir sú sem fjallar um fund hans og Önnu Akhmato- vu og Boris Pasternaks, það er lengsta grein bókarinnar og sú eftirminnilegasta. Lýsingar skáld- anna á ástandinu í Rússlandi á þessari öld, örlögum fjölmargra skálda. sem ýmist voru skotin eða vesluðust upp í fangabúðum, og baráttu þeirra sjálfra við að halda reisn sinni og trú á framtíðina, þar sem þursaháttur, forpokun og íllska grúfði yfir. Oxford hefur einnig gefið út þessar bækur Berlins: Four Essa- ys on Liberty, The Age of Enlight- ement, Karl Marx: His Life and Environment. Hogarth Press hef- ur gefið út fjögur bindi ritgerða Berlins, eins og áður segir: Aga- inst the Current, Concepts and Categories, Russian Thinkers og þessa bók og að auki Vico and Herder. The Cambridge History of Classical Literature II; Latin Literature. Editcd by E.J. Kenney. Advisory editor W.V. Clausen. Cambridge University Press 1982. Cambridge útgáfan hóf með út- komu þessa bindis útgáfu tveggja binda verks um klassískar bók- menntir, sem ætlað er að spanna timabilið frá Hómer til loka Rómaveldis. Þetta mun verða eina ritið um þessi efni af þessari stærð, sem kallast má nýtt. Höf- undarnir taka fullt tillit til nýj- ustu rannsókna og hugmynda um tilurð verkanna og þeirra áhrifa, sem höfundarnir urðu fyrir hver á sínum tíma. Allir þessir höfundar mótuðust af þeirri menningu sem fyrir var hverju sinni og sú menn- ing átti forsendur sínar í samfé- lagsformi hvers timabils. Til þess að gera lesendum ljóari stöðu bókmenntanna á þessu tímabili eru inngangskaflar um lesendur og bækur í rómverska ríkinu, rit- gerð sett saman af E.J. Kenney. Hann rekur þá staðreynd að „Gra- ecia capta ferum victorem cepit." — Sigrað Grikkland sigraði hina grófu sigurvegara og þar með hóf- ust rómverskar bókmenntir um leið og rómverjar gengu inn í eða aðlöguðust grískri menningu og urðu arftakar hennar. Rómverskar menntastofnanir og menntastefna var sniðin eftir gríska og fram á daga Ágúsusar var rómversk menntun í rauninni grísk menntun, grískur skáldskap- ur og prósasnið var fyrirmynd þess rómverska þar til með Cicero og Virgilíusi. Menntunin var fyrst og fremst þjálfun tungutaksins, stílsins, málnotkunarinnar og þekkingar á bókmenntun, allt þetta stefndi að fullkomnun sjálfstjáningar og skilnings á mál- inu og þar með meðvitundarinnar. Quntilian áleit að „recte loquendi scientiam et poetarum enarration- em“ — skilningur á réttu máli og útlistun á skáldunum. Heimspeki, saga og náttúrufræði mættu af- gangi. Skólarnir voru sniðnir eftir skólum Aþenu og litlar breytingar urðu á því fram á 5. öld e.Kr. Kenney fjallar nokkuð um höf- undinn og lesendurna og síðan um útgáfustarfsemi og bækur. Papýr- us var notaður framan af, papýr- uslengjur, en síðan tekur codexinn við, eða sú gerð sem á sér arftaka í „bókinni". Hin eiginlega bókmenntasaga er skrifuð af ýmsum fræði- mönnum og spannar rúmar 700 blaðsíður, í bókarlok eru bóka- skrár, höfundatöl og skrá yfir verk þeirra. Þetta annað bindi er ætlað fræðimönnum og jafnframt leik- mönnum og nemendum í klassísk- um bókmenntum. Áhrif þeirra skálda og rithöfunda sem hér er fjallað um eru öllum kunn og er óþarfi að tala um það, allar bók- menntir Evrópu eru meira og minna markaðar þessum áhrifum og evrópumenningin á sér þar sín- ar rætur ásamt i gríska heimin- um, sem fjallað verður um í fyrra bindi þessa verks, sem enn er óútgefið. Gamall Bítill í góðu formi Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson George Harrison. Gone Troppo. Ilark Horse Rec./Steinar hf. Ég get ekki með góðri sam- visku sagt að ég hafi hlakkað til þess að fjalla um George Harri- son, og yfirleitt að þurfa að hlusta á hann, því áhuginn var drepinn fyrir nokkrum árum með afspyrnu leiðinlegri plötu. En tímarnir breytast og menn- irnir með. Fyrir stuttu sendi Harrison frá sér nýja plötu sem hann kallar „Gone Troppo". Pilturinn fæddist 25. febrúar 1943 í húsi númer 12 við Arnold Grove í Liverpool. Hann var fjórða barn þeirra Harold og Louise Harrisons, Árið 1956 keypti hann sinn fyrsta gítar og þurfti að punga út þremur pund- um og 10 skildingum fyrir hann. 1958 kynnist hann Paul McCartney og framhaldið þekkja allir. 10. apríl 1970 eru endalok Bítl- anna fyrirsagnir heimspress- unnar. Síðan þá hefur Harrison ekki verið mikið í sviðsljósinu en því afkastameiri. I nóvember ár- ið 1970 kom út þreföld plata frá honum og heitir hún „All things must Pass“. 31. júlí 1971 stóð Harrison fyrir tónleikum í Madi- son Square Garden til styrktar Bangla Desh. Meðal þeirra sem komu þar fram voru Bob Dylan, Badfinger, Ringo Starr, Eric Clapton og Leon Russel. Tvöföld plata, sem innihélt upptökur frá þessum tónleikum kom út í janú- ar 1972. „Living in the material World“ var gefin út í júní 1973. Tveimur árum seinna eða í sept- ember 1975 kom „Extra Text- ure“, 1976 “33 >/3“, 1979 „George Harrison" og 1981 „Somewhere in England". Samanlagt munu þetta vera einar sjö plötur. Hann hefur einnig unnið með nokkrum öðrum tónlistarmönnum á plöt- um þeirra auk þess sem hann hefur tekið þátt í kvikmynda- gerð. Ein af þeim myndum sem hann kom nálægt er Monty Python-myndin „Life of Brian", sem var sýnd í Laugarásbíói ekki alls fyrir löngu. Eins og fyrr segir er komin út enn ein Harrison-platan. Lítið hefur farið fyrir henni hérlendis, hvers vegna sem það nú er. Að vísu skyldi ég það mæta vel við fyrstu hlustun. En mikill var barnaskapurinn. Að minnsta kosti finnst mér það nú þegar ég set „Gone Troppo" á fóninn. Platan er hreint afbragðs góð og verður sífellt betri. Helst ber það að þakka laginu „I really love you“; geysilega fallegu lagi með skemmtilegri mefódíu. Söngur Harrisons er hafður mjög bassamikill sem gefur því afar sérstakan blæ. Með þessu lagi vaknaði áhuginn á hlið eitt og árangurinn lét ekki á sér standa. Hvert lagið á fætur öðru náði eyrum mínum þar til þau öll voru orðin bráðskemmtileg. Harrison hefur tekist að skapa plötu sem inniheldur mjög góða og vandaða popptónlist. Hún er frekar róleg og melódísk. Af þeim 10 lögum sem erir á plöt- unni minnist ég á þrjú þeirra. „I really love you“ er búið að taka fyrir, en ekki er titillagið verra. Það er einhvers konar soft- rokkari. Gítar kynnir laglínuna og leiðir hana síðan gegnum allt lagið. Annað sérstaklega gott lag er „Dream Away“. Eitt enn pott- þétt popplagið með viðlagi sem freistandi er að raula með. Kannski er ósanngjarnt að taka þrjú lög út úr þeirri heilsteyptu mynd sem platan er. En vonandi gefa þau einhverja hugmynd um hvað finna má á plötunni. Bítlaaðdáendur eru ekki svo fáir hér á landi og „Gone Troppo" er plata sem þeir mega alls ekki láta fara framhjá sér. Annars er bitlaáhuginn engin nauðsyn til að njóta þessarar plötu. Það sem þarf til er áhugi á vandaðri, fallegri popptónlist. FM/AM. Friðrik sneri á Speel- man í tímahraki Skák Margeir Pétursson Það hefur gengið á með miklum sviptingum i fyrstu umferðum al- þjóðlega skákmótsins í Wijk aan /ee í Hollandi. Friðrik Olafsson fékk óskabyrjun er hann vann enska stórmeistarann Speelman i æsispennandi skák í fyrstu um- ferð, en Viktor Korchnoi á hins vegar á brattann að sækja eftir töp í tveimur fyrstu umferðunum. Þar sem Friðrik hefur lítið sem ckkert teflt á meðan hann gegndi störfum sem forseti FIDE er þessi byrjun hans framar vonum, því þótt Speelman sé ekki eins þekkt- ur í skákinni og landar hans Miles og Nunn hefur hann til skamms tíma verið stigahæsti skákmaður Englands og undanfarin ár hafa fáir náð að sigrast á öruggum stíl hans. Hvítt: Speelman (Englandi) Svart: Friðrik Ólafsson Pólsk vörn. 1. Rf3 - Rf6, 2. d4 - e6, 3. g3 - b5, 4. Bg2 - Bb7, 5. Bg5 - c5, 6. Bxf6 — Dxf6, 7. c3 — cxd4, 8. cxd4 - Bb4+ 9. Rc3 - 0-0,10. 0-0 - a6, 11. Hcl - Dd8, 12. e3 - Db6,13. Re5 — Bxg2,14. Kxg2 — d6, 15. Rd3 - Bxc3, 16. Hxc3 - Rc6, 17. Df3. Speelman hefur teflt mark- visst gegn frumlegri byrjun Friðriks og náð betri stöðu. Nú var t.d. slæmt að leika 17. — Hac8 vegna 18. Hfcl — Re7, 19. Hxc8 — Hxc8, 20. Hxc8+ — Rxc8, 21. Da8. 17. — Re7, 18. Hfcl — h6, 19. Rb4 — a5, 20. Rc6? Nú missir hvítur þráðinn. Rökrétt framhald var 20. Hc7! með þungri pressu. I framhald- inu hefur riddarinn á c6 sáralítil áhrif. 20. — Rd5, 21. H3c2 — f5! 22. Khl — Hae8, 23. g4!? — b4! 24. gxf5 — Hxf5, 25. Dg3 — Db5! Þrátt fyrir tímahrak finnur Friðrik stórsnjalla leið til mót- spils. Nú gleypir Speelman eitr- að peð, en eftir 26. Dg6! — Hf7, 27. Hgl hefði staðan verið mjög óljós. 26.1)xd6? - Dd3, 27.1)g3 — Hg5, 28. Re5 - De4+, 29. Df3 - Hxe5, 30. Dxe4 — Hxe4, 31. Hgl — a4, 32. Hg3 — a3, 33. b3 — He7, 34. Kg2 — Hh4, 35. Hc4 — Hc7, 36. f4 - Kf7, 37. Hf3 - Hxc4 og hvítur gafst upp. Hvítt: Ribli (Ungverjalandi) Svart: Korchnoi (Sviss) Enski leikurinn 1. Rf3 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — Bb4, 4. g3 — 0-0, 5. Bg2 — d5, 6. a3 — Be7. Eftir 6. — Bxc3, 7. bxc3 — dxc4, 8. Da4 vinnur hvítur peðið til baka með góðri stöðu. Korchnoi hörfar því með biskup- inn og upp kemur staða sem svipar til katalónska afbrigðis- ins af drottningarbragði, en þá byrjun þekkir Ribli mjög vel. 7. d4 — Rbd7, 8. b3 — c6, 9. 0-0 - b6, 10. Bb2 — Ba6, 11. Rd2 — Hc8, 12. e4 - dxe4, 13. Rdxe4 — b5, 14. c5. 14. — b4? Korchnoi vonast eftir 15. Re2 — Rxe4, 16. Bxe4 — Rxc5! o.s.frv., en hvítur á miklu sterkari leið. 15. axb4! — Bxfl, 16. Dxfl 6 Rxe4, 17. Rxe4 — Hc7, 18. b5 — cxb5, 19. Rc3 — Rxc5. Korchnoi fórnar manni til að stöðva aðgerðir hvíts á drottn- ingarvæng, en það leysir þó ekki öll vandamál hans. 20. dxc5 — Bxc5, 21. Re4 — Bd4, 22. Hdl — Hd7, 23. Bxd4 — Ilxd4, 24. Hxd4 — Dxd4, 25. Dxb5 — Hc8, 26. h4 — h6, 27. b4 — a6?! Aldrei þessu vant mistekst Korchnoi algjörlega að finna varnaráætlun sem hald er í. Þarna verður a peð svarts mjög veikt. 28. Db7 — Hcl + Eftir 28. — Hd8 hefur svörtum líklega ekki litist á framhaldið 29. Rc5 — a5, 30. bxa5 — Dxc5, 31. a6 o.s.frv. 29. Kh2 — Hel? 30. Dc8+ — Kh7, 31. Dc2 — Kh8, 32. Rc5 — Dd6, 33. Bf3 - g5? 34. hxg5 — hxg5, 35. Rd3 — g4, 36. Dc3+ — Kg8, 37. Rxel og svartur gaf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.