Morgunblaðið - 05.02.1983, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983
7
GOTTKVÖLDI
SSN
Skólavörðustíg
Sími 10848.
ERIC CALMON, FRANSKI
MATREIÐSLUMEISTARINN OKKAR
MÆLIR í KVÖLD MEÐ:
Humarsúpu, bættri með karrýrjóma.
★
Þurrkaðri fjallaskinku með ristuðu brauði
og sýrðum gúrkum.
★
Gufusoðnu lceberg-salati fylltu með skötusel
og Pernod-sósu.
*
Léttsteiktum rjúpubringum að frönskum hætti
með nýju grænmeti.
*
Léttreyktum grísakótelettum með rjónaportvins-
sósu, broccoli og fylltum bökuðum
kartöflum, gljáðum með osti.
*
Ránarostapate með ristuðu brauöi.
*
Gráfískjuís meö likjör.
12
Jón Möller leikur
á píanóiö.
HAUKAR
— t>ÓR
Sunnudag 6.2.
kl. 14.00
íþróttahús
v/Strandgötu
mætumcJl
MALMURK
k— Sirnl 50230 Z1
Samvinnub.
Hafnarfiröi, Strandgötu 33.
IGLERBORG HF
OALSHRAUNI 5 - HAFNARFIROI - SlMI 53333
Kgntucky
Chicken
ORANOAHRAUNI 3 - SlMI 54422
•OX 406 - 222 HArNAWlROl
NAFNNR.: t*S*-*7X
Góa hf.
Sælgætisgerð.
Hjólbaröasólun
Hafnarfjaröar
Trönwhcaunl 2. S: S2222
E.TH Mathisen hf.
Dalshrauni 5. Hafnarfiröi.
Sími 51888.
^ Kaupfélag Hafnfirdinga
Blikksmiðjan Hafnarfirði,
Helluhrauni 2.
Sími 54244.
Fólk í Sovétrikjunum
vill fyrst og fremst.tno
Ræða
Margrétar
Guðnadóttur
prófessors
frettir
FRÁ. SOVÉT-
ri'kjunum
í samvinnu 'ið
á Íslandi.
Tf|r\ 2077 Novost r*
ftni B«rbukho
Vináttutengslin efld
„Við, sem viljum Sovétþjóðunum vel. .sagði Margrét Indriöa-
dóttir, prófessor, á hátíöarfundi Sovétvina um jólin. Hún lýsti
ánægju sinni yfir stöðu einstaklingsins í Sovétríkjunum, þar sem
farið er með hann eins og hverja aðra eign ríkisins og honum
bannað að hafa aðrar skoðanir en þær sem eru að skapi einræð-
isherranna í Kreml. Hins vegar átaldi Margrét misréttið í lýðræðis-
löndunum og arðránið þar. Hún minntist ekki á það, aö lífi 60
milljóna manna hefur verið fórnað í Sovétríkjunum til að hrinda
kommúnismanum þar í framkvæmd og nú dregur meirihluti íbú-
anna þar fram lífið frá degi til dags í drykkjuskap og örbirgð.
Hátíð Sovét-
vina
I blaðinu Kréttir frá Sov-
étríkjunum sem gefið cr út
af sovéska scndiráðinu í
Rcykjavík undir nafni
Maríu l’orstcinsdóttur og
mcð handbragði Hauks
Más Haraldssonar cr skýrt
frá því aö Sovétvinir á fs-
landi hafi efnt til hátíðar
28. desember 1982. t>eir
voru ekki að fagna því að
þrjú ár voru þá liðin síðan
sovéski herinn réðst inn í
Afganistan heldur var til-
efni hátíðarhaldanna að
minnast þess að 60 ár voru
liðin frá „stofnun Sovét-
ríkjanna", eins og það er
kallað á sovésk-íslensku
stofnanamáli. Með „stofn-
un Sovétríkjanna" er vísað
til þess atburðar þegar full-
trúar fjögurra sovéskra lýð-
velda ákváðu að mynda
sambandsríki 30. desem-
ber 1922. Síðan hafa önnur
ríki nauðug viljug gerst
hluti af þessu ríkjasam-
handi. Örlög Kystrasalts-
ríkjanna eru einna dapur-
legust, þegar sú saga öíl er
rifjuð upp. íbúar þessara
smáríkja mega þola kúgun,
mannflutninga og uppræt-
ingu eigin menningar til að
vera gjaldgengir í þetta
ríkjasamhand einra-ðis-
herranna í Kreml.
Auðvitað var ekki
minnst á dapurleg örlög
Eystrasaltsríkjanna á há-
tíðarfundi Sovétvina á ís-
landi. I*eir hafa lagst svo
lágt að leggja hiessun sína
yfir innlimun þessara ríkja
í Sovétríkin meðal annars
með því að taka við sendi-
nefndum frá Eistlandi í
nafni sovéskrar menninj>-
ar! Sovétvinunum í MIR
voru færðar sérstakar
þakkir á þcssum hátíðar-
fundi. M.N. Streltsov,
sendiherra Sovétríkjanna á
Islandi, sagði meðal ann-
ars: „Arið 1982 var mikiö
starfsár í félagi yðar. Leyf-
ið mér að þakka ykkur öll-
um fyrir þessa inikilva-gu
og árangursríku starfsenti,
sem stuðlar að gagn-
kvæmri kynningu og gagn-
kvæmum skilningi milli
þjóða landa okkar, en það
þýðir aukna vináttu og
samstarf milli þeirra."
Trúir fólkið
þessu?
Fyrir hönd Sovétvina
flutti Margrét Cuðnadóttir,
prófessor, raðu. Margrét
hefur verið valin til marg-
víslegra trúnaðarstarfa af
Alþýðuhandalaginu og
mcðal annars skipað sæti á
lista þess hér í Reykjavík. í
þessari r.æðu minntist Mar-
grét auðvitað ekki einu
orði á stríðið í Afganistan
en sagði hins vegar: „Mín
skoðun er sú, að fólk í Sov-
étríkjunum eigi sér frið að
æðsta takmarki, hvernig
svo sem það takmark er
affiutt í fjölmiðlum Vestur-
landa." Og Margrét vottaði
Júri Andropov virðingu
sína með þessuin hætti:
„l’annig skil ég, að fyrsta
mál, sem nýr valdhafi í
Sovétríkjunum nú ber
fram á erlendum vettvangi
skuli vera ntálefni varan-
legs friðar og afvopnunar í
Evrópu."
I>etta friðarstagl Sovét-
vina á meðan Sovétríkin
heyja innrásarstríð í Afgan-
istan og sækja markvisst
fram til að verða ótvírætt
öflugasta herveldi heims á
öllum sviðunt víghúnaðar
kemur í sjálfu sér ekki á
óvart. En vert er að vekja
sérstaka athygli á því sem
Margrét Cuönadóttir, pró-
fessor, sagði um lífskjör
manna í Sovétríkjunum og
stöðu einstaklingsins. Mar-
grét vitnaði til þess að fyrir
jólin hefði kirkjan „hamr-
að á því“ að á hverri mín-
útu sem líður deyi 20 börn
úr hungn í hciminum. Síð-
an sagói prófessorinn:
„Hvers vegna eru þessi
börn heldur látin deyja en
að þcirra stóri vandi sé
leystur meó pólitískum
lausnuni, sem áður hafa
gefist öðrum hlásnauðum
þjóðum vel? Svarið er allt
of augljóst og er því miður
svona: Verði öllu landi
skipt og auðlindir alls stað-
ar nýttar í þágu örsnauös
almennings verður enginn
gróði eftir handa þcim ríku
og auðvald hcimsins hefur
tapað sínu stríði. I»eir ríku
hefðu þá enga von um að
yerða ríkari né voidugri.
Óhófið mundi hætta og
misréttið minnka. Eftir
sætum við í veröld, sem er
alls ekki að skapi þeirra,
sem nú ráða fyrir auó-
magninu í vestrænum
heimi. I’að kcmur þeim
ekki við hversu mörg
mannslíf misréttið í heim-
inum kostar. Vandi hinna
snauðu fa>st ekki einu
sinni ra'ddur í alvöru, en í
staðinn er í sífcllu þyrlað
upp moldviðri áróðurs um
þau ríki kommúnista og
sósíalista, sem leyst hafa
cndanlcga þessi grundvali-
anandamál með pólítísk-
um lausnum, og sýnt fram
á, aó fátæktin og fáfra'ðin
eru ekki náttúrulögmál,
hcldur stafar hvort tveggja
af misjafnri skiptingu ver-
aldarga'ðanna í heintinum.
Arðránið er grimmt vopn,
sem drepur fleira fólk en
heilar heimsstyrjaldir."
Að loknum þessum lestri
hljóta menn aó spyrja:
Trúa Sovétvinir þessum
orðum Margrétar Cuðna-
dóttur? Neitar þetta fólk
aó vióurkenna þá stað-
reynd til dæmis, að Stalín
lét drepa 15 milljónir
ha nda og eyðileggja rússn-
eskan landhúnað í nafni
kommúnismans? Og hvaó
með fjöldaflóttann frá öll-
um kommúnískum ríkjum
nú á tímum, ef „grundvall-
arvandamál" fáta'ktar og
fáfra'ði hafa verið leyst þar
í eitt skipti fyrir öll?
Húsgagnaútsala
l0—60%
afsláttur
OPIÐ LAUGARDAG
FRÁ 9—12
Viö rýmum fyrir nýjum vörum:
Furusófasett 3+1+1 frá kr. 4990.-. Leðursófasett 3+2+1 frá kr. 18.600.-. Rúm frá
kr. 690.-. Sófaborð úr furu frá kr. 1290.-. Vönduð svefnsófasett 3+1+1 frá kr.
10730.-. Klappstólar frá kr. 290.-. Pinnastólar frá kr. 690.-. Urval reyrhúsgagna
á niðursettu verði.
Seljum einnig takmarkað magn
af baðskápum á niðursettu veröi.
(Sýnishorn úr búð og eldri geröir).
Nýborg: <*,
BYGGINGAVÖRUR O
Armúla 23, húsgagnadeild, sími 86755.