Morgunblaðið - 05.02.1983, Síða 14

Morgunblaðið - 05.02.1983, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983 Framboð sjálfstæðis- manna á Vestfjörðum — eftir Guömund II. Ingólfsson, Hnífsdal l'art er ekki ástæðulaust að sú ákvörðun kjördæmisráðs sjálfstæð- ismanna á Vestfjörðum að hafna prófkjöri, hefur verið og er mikið til umra'ðu meðal stuðningsmanna flokksins. Margt óflokksbundinna manna hafði lýst yfir að þeir mundu fylkja sér um Sjálfstæðisflokkinn til þess að skapa nokkura festu í stjón landsins að nýju. Kg og fleiri flokksbundnir sjálfstæðismenn höfðum orðið þessarar hreyfingar greinilega varir, og ég er þess full- viss að í prófkjöri um val frambjóð- enda hefði þessi stuðningur komið glöggt í Jjós. En kjördæmisráð sá við þessari fylgisaukningu, og afgreiddi fram- boð flokksins á Vestfjörðum með þeim eindæmum að fylgishrun hefur átt sér stað síðan þau vinnu- brögð urðu lýðnum ljós. Þar sem mér undirrituðum finnst æði mörg atriði þeirrar at- burðakeðju, er leiddi til svo skjótrar og vanhugsaðrar ákvörð- unar býsna forvitnileg, sest ég niður og festi hugrenningar mínar á blað. Fyrst er rétt að nefna til- drög funda um málið. Á sl. sumri var haldinn aðalfundur kjördæm- isráðs og þar voru rædd fram- boösmál. M.a. kom fram tillaga um að viðhaft yrði opið prófkjör um val framjóðenda svo sem krafa kom fram um haustið 1979. Rök- stuðningur fyrir opnu prófkjöri var sá að óflokksbundnum stuðn- ingsmönnum flokksins hefði fjölg- að verulega og nauðsynlegt væri að ná til þessa fólks og gefa þvi kost á að vera þátttakendur um val frambjóðenda flokksins. Eftir snarpar umræður var þessari tillögu vísað frá á þeim forsendum að miðstjón flokksins ynni að því að gefa út endurskoð- aðar reglur um prófkjör, og rétt væri að fá þær í hendur áður en ákvörðun væri tekin. Stjórn kjördæmisráðs sendi drög að nýju reglunum til kynn- ingar til flokksfélaganna og efnt var til formannafundar í Reykja- vík þar sem nýjar og endurbættar reglur voru ræddar. Þegar þetta hafði gerst var vissulega tímabært að kalla á ný til fundar í kjördæmisráði þar sem rætt yrði um fyrirkomulag prófkjörs. Svo var þó ekki gert, fundarboð dróst á langinn þar til að boðað var til fundar 9. janúar, en þeim fundi varð að fresta um eina viku vegna samgönguerfið- leika. En þrátt fyrir að veður væri óhagstætt og fulltrúar yrðu að leggja á sig mjög erfitt ferðalag var fundurinn vel sóttur því 44 réttkjörnir fulltrúar voru mættir. Fundur kjördæmisráðs hófst laug- ardaginn 14. jan. og lauk sunnu- daginn 15., og hafði þá uppstilling verið ákveðin. Formaður kjör- dæmisráðs brá sér síðan í næstu flugvél með nýja listann, gekk á fund miðstjórnar og fékk listann samþykktan. Þá var allt klappaö og klárt. Engin áhætta var tekin varðandi fullnaðarákvörðun. Allt þetta er svo slétt og fellt, skipulagið reynd- ist vel. Formaður kjördæmisráðs gat ánægður haldið heim á ný verkefni hans var lokið og engu yrði um það breytt. Sögulegur fundur Formaður kjördæmaráðsins setti fundinn með ræðu, og skipaði honum starfsmenn. Jafnframt kynnti hann formann kjörnefndar og tilkynnti að hann myndi flytja ávarp í fundarbyrjun ásamt sér. I ávarpi ínu ræddi formaður kjör- dæmaráðs um tilhögun framboðs, og gat þeirra leiða er skipulags- reglur flokksins heimiluðu í því sambandi. Formaður kjörnefndar lýsti strax að því loknu tillögu kjör- nefndar að fundurinn svaraði því með já eða nei hvort fara ætti fram prófkjör eða ekki, og lagði til að atkvæðagreiðsla færi fram þá þegar. Kjörnefndarformaður fékk und- irtektir við þessa tillögu, því fram kom dagskrártillaga sama sinnis, og var hún samþykkt. Þá sleit fundarstjóri umræðu og lét fara fram skriflega atkvæðagreiðslu þar sem fundarmönnum gafst kostur á að segja já ef þeir vildu prófkjör en nei ef þeir vildu það ekki. Prófkjör var fellt með 26 atk. gegn 17, einn seðill var auður. Þegar þessi úrslit lágu fyrir kom strax fram óánægja með þessa niðurstöðu, en fundarstjóri frestaði fundinum og kvaddi kjör- nefnd til starfa við skipan á fram- boðslistann. Kjörnefnd skilaði síðan áliti sínu og listinn var samþykktur svo sem kunnugt er. Röng vinnubrögð Margt hefur verið rætt um þennan fund, uppbyggingu hans og ákvörðun. M.a. hefur verið vitn- að til þess er gerðist haustið 1979 og þeirra umræðna sem þá fóru fram um kröfuna um prófkjör um val frambjóðenda. óneitanlega bar undirbúningur allur og framsetning fundarefnis þess merki að forráðamenn kjör- dæmisráðs og kjörnefndar voru á varðbergi fyrir kröfunni um prófkjör. Allt virtist rækilega undirbúið og samæft. Tekið var fyrir svotil allar umræður, ákvörðun tekin í skyndingu og niðurröðun listans ákveðin þegar í stað. Svigrúm til andmæla eða rökræðna haft sem minnst. Einn fundarmanna hefur sagt að á þessum fundi hafi verið tekin með lýðræðislegum hætti ólýð- Guðmundur H. Ingólfsson „En hver er staöa flokks- ins þegar klofningur og ósætti forustumanna hans hefur staðið um nokkurt árabil? Flokkurinn er bæði í stjórn og stjórnar- andstöðu og sérframboð hafa gengið yfir og inn- byrðis ágreiningur er stór. Er á þetta bætandi? Eiga minnihlutahópar inn- an flokksins að stilla upp hver fyrir sig, á aldrei neinna sætta að leita? Getur flokkurinn í þessari stöðu verið sú kjölfesta ís- lenskra stjórnmála sem stuðningsfólk hans gerir kröfu um?“ ræðisleg ákvörðun, og eru það orð að sönnu. Krafan um prófkjör innan flokksins var svo skýrt og afdrátt- arlaust sett fram 1979, og henni hefur vaxið fylgi síðan, að það var hverjum og einum ljóst að nauð- synlegt var að viðhaft væri próf- kjör núna. Engin frambærileg ástæða hef- ur heldur komið fram sem rétt- lætt getur þessa mislukkuðu ákvörðun. Forustusveit Sjálfstæð- isflokksins á Vestfjörðum er ein- faldlega svo þröngsýn að hún leyf- ir sér að riðla öllu fylgi flokksins með skammsýnum og úreltum ákvörðunum. Engin umræða fór fram um fyrirkomulag prófkjörs, því var einfaldlega hafnað svo sem meiri- hluti kjördæmisráðs samþykkti. Afleiðingar eru þegar ljósar Mér er ekki grunlaust um að þeim sem stóðu fyrir þessari röngu ákvörðun sé nú orðið ljóst að mikil mistök voru gerð. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur eflst mjög að undanförnu hér á Vestfjörðum, og að allra áliti átti flokkurinn nú góðan byr meðal kjósenda. En með ákvörðun kjördæmis- ráðs og því írafári sem einkenndi störf kjörnenfndar sló í baksegl. Fylgið hefur hrunið af flokknum. Jafnvel gamalgrónir flokksbundn- ir sjálfstæðismenn mótmæla nú harðlega. Flokkurinn okkar sem kennir sig við lýðræði og vill byggja upp náið samráð við sína stuðn- ingsmenn, og sem vill einnig tryKgja hverjum einstaklingi sem jafnastan rétt, verður uppvís að því að fylgismönnum hans er ekki treyst til að velja flokksmenn til framboðs. Það eru 12 ár frá því að síðast var leitað til almennra stuðn- ingsmanna um álit á uppstillingu til alþingiskosninga. Flokkurinn ýtir því undir álit andstæðinga sinna með svona ákvörðunum, og verður að reka af sér slyðruorðið forréttindaflokkur með öðrum hætti. Þeir fáu sem í þessu tilfelli koma til greina eru hinir mætustu menn, og margir þeirra hafa unnið lengi og vel fyr- ir kjördæmið. Þeir hefðu líka án efa allir komið sterklega til álita þó um prófkjör hefði verið að ræða. Með tilliti til alls þessa var ákvörðunin um að hafna prófkjöri herfileg mistök. Hvað gerist nú Mikil alda mótmæla hefur haf- ist, og er það ljóst að fylgi Sjálf- Bakarasveinafélag íslands 75 ára í dag Núverandi stjórn BSFÍ, frá vinstri: Hermann Arnviðsson formaður, Sigurjón Sigurðsson gjaldkeri, Guðmundur Þ. Jónsson meðstjórnandi, Sturla Birgis- son varaformaður og Styrmir Bragason ritari. Um þessar mundir er Bakara- sveinafélag íslands 75 ára eða 5. febrúar 1983. Árið 1908 þegar Bakarasveina- félagið var stofnað voru kjör bak- arasveina svo þröng borið saman við ýmsar aðrar starfsstéttir, að bakarar töldu sig ekki geta lengur við unað. Tóku einstakir áhuga- menn í þeirra hópi að ræða mál sinnar stéttar sín í milli og hugð- ust fara fram á nokkrar umbætur á hag þeim, er hún átti við að búa. Um þær mundir var í hópi reykvískra bakarasveina, danskur maður, P.O. Andersen að nafni, sem var úr heimalandi sínu vanur stéttarsamtökum og kunni aö meta gildi þeirra. Honum var það ljóst, að samtök, sem aðeins væri efnt til um stundarsakir, meðan verið væri að þoka fram tilteknum hagsbótamálum, kæmu að litlu haldi. Hið eina, sem dygði, væri að stofna varanlegan félagsskap, sem ynni að staðaldri að bættum kjör- um stéttarinnar og gerðist samn- ingsaðili við bakarameistara. Brýndi hann þörfina á slíku fé- lagi fyrir stéttarbræðrum sínum og fékk brátt nokkra íslenska félga sína til liðs við sig um fram- kvæmd þessarar hugmyndar. Á skömmum tíma vaknaði mik- ill áhugi meðal bakara, um að stofnað yrði stéttarfélag og var ákveðið í byrjun árs 1908 að ráðast í félagsstofnun. Hinn 5. febrúar var stofnfundur haldinn í Þingholtsstræti 9, heim- ili Guðmundar Guðmundssonar, bakarasveins. Voru stofnendur 16 talsins. Á 50 ára afmæli Bakarasveina- félagsins var haldin vegleg veisla, og sagði Hannibal Valdimarsson sem þá var félagsmálaráðherra: „Ég undrast það raunar að svo fámenn stétt sem bakarastéttin var fyrir 50 árum, skyldi þá þegar vera þeim þroska gædd að stofna með sér stéttarfélag í byrjun árs 1908.“ Braut stéttabaráttunnar var þó vissulega þyrnum stráð, og enn segir Hannibal: „Ég er viss um, að Guðmundur bakarasveinn Guðmundsson í Þingholtsstræti 9, er opnaði heimili sitt fyrir stofn- fundi Bakarasveinafélags íslands þann 5. febrúar 1908 hefur verið kjarkmaður, því þeir menn sern stóðu að stofnun stéttarfélags á Lír brauógeróarhú.sinu á Kyrarbakka, sem Lefoliiverzlun stofn- Úr nýtízku brauögeróarhúsi í Reykjavík. Hannibal Valdimarsson félagsmálaráóherra flytur ræðu í 50 ára setti árió 1884. afmæli BSFI.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.