Morgunblaðið - 05.02.1983, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983
15
stæðisflokksins hefur orðið fyrir
miklum hnekki. I ólgu vonbrigða
og reiði fjölmargra stuðnings-
manna flokksins hefur krafan um
kröftug mótmæli orðið mjög sterk.
M.a. kom þetta fram á fjölmenn-
um fundi sjálfstæðismanna á ísa-
firði þann 27. janúar sl.
Þar voru hugmyndir m.a. um
hefðbundin mótmæli í formi
ályktunar, og líka krafa um harð-
ari mótmæli þar á meðal sérfram-
boð undir merki flokksins. Mót-
mæli þessa fundar hafa verið send
kjördæmisráði, en fundarboðend-
um var falið að athuga nánar með
sérframboð og framkvæmd próf-
kjörs ef til kæmi.
Á fundinum lýstu margir ágæt-
ir stuðningsmenn flokksins
óánægju sinni með ákvörðun kjör-
dæmisráðs, og töldu fullljóst að
óánægðir kjósendur myndu ekki
vinna fyrir þetta framboð sem nú
hefur verið ákveðið.
Þessi akvörðun kjördæmisráðs
kemur því til með að bitna á heild-
arfylgi flokksins en ekki þeim sem
henni var stefnt gegn.
Sérframboð
Margir hvetja til sérframboðs,
og víst er um það að stuðnings-
menn þess eru nægjanlega margir
til að auðvelt væri að koma því
fram.
Áberandi er þegar um þetta er
rætt hversu margir telja þetta
auðvelda og áhrifamikla aðferð til
sem öflugustra mótmæla við röng-
um ákvörðunum kjördæmisráðs-
ins og framsetningu listans. Víst
er um það að sumum þeim sem
boðið hafa fram sérframboð vegna
ósættis við ákvarðanir flokksins
hefur vegnað vel.
Ýmsar spurningar vakna þegar
þessi leið er rædd.
Ég efast ekki um að mikill hluti
óánægðra kjósenda á Vestfjörðum
eru hinir ágætustu flokksmenn, og
hver um sig vill án efa stuðla að
því að flokkurinn komi sem heil-
steypt og leiðandi afl fram í
stjórnmálum landsins. Þetta er
vilji sjálfstæðismanna. En hver er
staða flokksins þegar klofningur
og ósætti forustumanna hans hef-
ur staðið um nokkurt árabil.
Flokkurinn er bæði í stjórn og
þeim árum, áttu síður en svo upp-
hefð í vændum."
Eitt hið fyrsta verk félagsins, er
það hafði verið stofnað, var að
kjósa nefnd til samninga við bak-
arameistara.
Ekki gekk það snuðrulaust að fá
bakarameistarana til að viður-
kenna hið nýja félag, sem samn-
ingsaðila. Vildu þeir að sjálfsögðu
halda fornum hætti, að semja við
einstaklinga um þau kjör er þeim
þóknaðist að bjóða. En samtök
bakarasveina reyndust furðu
traust í hinni fyrstu lotu. Kom
þar, að samkomulag náðist og var
hinn fyrsti samningur sveinafé-
lagsins við meistara gerður vorið
1908.
Til gamans má geta þess að
kaup það er samið var um, var 18
kr. á viku fyrir 11 stunda vinnu-
dag.
Það hefur yfirleitt ríkt friður
milli sveina og meistara. En þess
má geta að sumarið 1967, háðu
bakarar lengsta verkfall sem háð
hefur verið á íslandi, eða í 101
dag. Verkfallið varð bakarasvein-
um og félagi þeirra að sjálfsögðu
mjög erfitt og kostnaðarsamt.
Fyrsta stjórn félagsins var skip-
uð eftirtaldir menn, Sigurður Á.
Gunnlaugsson, formaður, Kristján
P.A. Hall ritari, og Kristinn Þ.
Guðmundsson gjaldkeri. Núver-
andi stjórn sveinafélagsins er
skipuð: Hermann Arnviðarson,
formaður, Sturla Birgisson, vara-
formaður, Sigurður Sigurjónsson,
gjaldkeri, Styrmir Bragason, rit-
ari, Guðmundur P. Jónsson, með-
stjórnandi.
í tilefni af þessum tímamótum
heldur BSFÍ hátíð að Hótel Loft-
leiðum í kvöld, 5. febrúar.
(Frá l{akaras\rinaf< lai;inu.)
stjórnarandstöðu og sérframboð
hafa gengið yfir og innbyrðis
ágreiningur er mikill.
Er á þetta bætandi? Eiga
minnihlutahópar innan flokksins
að stilla upp hver fyrir sig, á
aldrei neinna sætta að leita? Get-
ur flokkurinn í þessari stöðu verið
sú kjölfesta íslenskra stjórnmála
sem stuðningsfólk hans gerir
kröfu um?
Vestfirskir sjálfstæðismenn ana
ekki hugsunarlaust útí sérfram-
boð, á móti sínum eigin flokki. Við
gerum okkur ljósa grein fyrir
stöðu þessara mála, og viljum tak-
ast á innan flokksins og síðan með
flokknum til þess að koma stefnu-
miðum okkar fram. Við þurfum að
standa vörð um áhrif okkar á al-
þingi og til þess að okkur takist
það vel verðum við að starfa sa-
man. Brýn byggðamál kalla einnig
á sameinaða krafta okkar allra.
Um þetta þurfa allir að hugsa sem
leiða hugann að sér framboð. Er
ósætti um framkvæmd uppstill-
ingar nægileg ástæða til sérfram-
boðs, þó vitað sé að mikið og öflugt
fylgi er gegn þröngsýni fámennrar
flokksforustu í héraði?
Hvernig verður sáttum náð á ný
ef nú er gengið til sérframboðs,
koma fylgjendur þess til fylgis við
flokkinn að nýju ef prófkjör fer
fram?
Þessar og þvílikar spurningar
ganga nú milli sjálfstæðismanna á
Vestfjörðum.
Á meðan þefta er rætt hér í hér-
aði, getur flokksforustan bæði hér
heima og í höfuðstöðvunum fyrir
sunnan látið sem ekkert sé. Af-
greiðslu framboðslistans er lokið,
og slíkar spurningar hafa víst ekki
þvælst fyrir þeim ágætu mönnum
hvorki í kjördæmisráði netmið-
stjórn.
Vangaveltur um fylgi flokksins
og með hvaða ráðum, hægt er að
treysta það sem best virðist ekki
hin sterka hlið flokksforustunnar,
frekar en viðleitnin til sátta og
samlyndis innan hans.
Flokksforustan, hvort sem er í
stjórn eða stjórnarandstöðu verð-
ur að fara að átta sig á því að
krafa hins almenna kjósenda er sú
að Sjálfstæðisflokkurinn komi
fram sem heilsteyptur lýðræðis-
legur flokkur, og að öll þröngsýni
á borð við ákvörðun kjördæmis-
ráðs á Vestfjörðum á engan rétt á
sér innan vébanda hans.
Ég vona að sjálfstæðismenn á
Vestfjörðum beri gæfu til þess að
standa fast saman um stefnumið
Sjálfstæðisflokksins, um leið og
þeir þó haldi fullu sjálfstæði sínu
sem hugsandi menn.
Guðm. H. Ingólfsson, Hnífsdal
^potta^ar 100 nú 65
vCeratt"Kp ctaerr'Kr' oo nú 52
Speonan''"^e,a'i.
4* *aUP'