Morgunblaðið - 05.02.1983, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983
r Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson.
Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti.6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakið.
Stjórn- og
stefnuleysi
Eins og fram kemur í bak-
síðufrétt Morgunblaðsins í
gær hefur ríkisstjórnin hafnað
kröfu Hjörleifs Guttormssonar,
iðnaðarráðherra, um einhliða
hækkun raforku til álversins.
Steingrímur Hermannsson,
formaður Framsóknarflokksins,
fylgir þessari afstöðu eftir með
því að bera fram í ríkisstjórn-
inni tillögur, sem ganga þvert á
sjónarmið og hugmyndir iðnað-
arráðherrans. I stuttu máli
ganga tillögur Steingríms út á
það að bókhalds og skattaleg
deilumál verði sett í gerð; sezt
þegar í stað við samningaborð
um hækkað orkuverð, hugsan-
legar breytingar á skattreglum,
stækkun áiversins og fleiri eign-
araðila; ný álviðræðunefnd verði
sett á laggirnar með þáttöku
allra stjórnmálaflokka; og ál-
verið hækki hugsanlega fyrir-
fram orkuverð eitthvað, til að
árétta samningsvilja af sinni
hálfu.
Þau gagnstæðu sjónarmið,
sem fram koma í afstöðu
Steingríms Hermannssonar og
Hjörleifs Guttormssonar í ál-
málinu, eru dæmigerð fyrir það
ósamkomulag sem hefur verið
og er innan rikisstjórnarinnar
um öll meiriháttar mál og við-
fangsefni.
Minna má á stór orð fram-
sóknarmanna um nauðsyn þess
að taka upp nýjan viðmiðunar-
eða vísitölugrundvöll, fyrst sam-
hliða breytingu á orlofslögum,
síðar samhliða bráðabirgðalög-
um um „efnahagsaðgerðir“, sem
koðnað hafa niður í andstöðu
Alþýðubandalagsins.
Lánsfjáráætlun fyrir líðandi
ár, sem lögum samkvæmt á að
fylgja fjárlagaafgreiðslu, og
hefur grundvallarþýðingu nú
vegna skuldastöðu þjóðarbúsins
út á við, er feimnismál í stjórn-
arherbúðunum, vegna innbyrðis
sundrungar. Enginn getur sagt
fyrir um, hvenær frumvarp að
lánsfjárlögum verður lagt fram
á Alþingi. Kjördæmamálið, sem
er stórt réttlætismál, hefur nú
flutzt frá ríkisstjórn til þing-
flokka, sem freista þess að leysa
það mál framhjá ríkisstjórn-
Þrátt fyrir rekstrarstöðu at-
vinnuvega, verðbólguhorfur,
viðskiptahalla, samdrátt í pen-
ingasparnaði sem nálgast hrun,
atvinnusamdrátt og rýrnandi
þjóðartekjur bólar síður en svo
á marktækum efnahagsaðgerð-
um af hálfu ríkisstjórnarinnar,
enda hefur hún ekki náð saman
í neinu umtalsverðu máli sl. sex
mánuði. Raunar má segja að
þriggja ára ferill hennar hafi
verið stanslausar stjórnarmynd-
unarviðræður, sem séu nú seint
og um síðir að renna endanlega
út í sandinn.
Þegar svo er komið að ríkis-
stjórn ræður ekki við þau verk-
efni, sem hún hefur tekið að sér
að leysa, vegna innbyrðis sundr-
ungar í öllum meginmálum og
vegna þess að hún hefur glatað
starfhæfum meirihluta á Al-
þingi, þá á hún að víkja. Þegar
vandamál hrannast upp í þjóð-
arbúskapnum þá er ekki verj-
andi að óstarfhæf ríkisstjórn
velti þeim á undan sér óleystum,
en haldi hjólum atvinnulífsins í
hægagangi með vaxandi erl-
endri skuldasöfnun. Slík þráset-
ustjórn skapar fleiri og stærri
vandamál en hún leysir.
Það er tímabært að þjóðin
stokki upp sín stjórnmálaspil í
nýjum kosningum. Því fyrr, því
betra.
Vörugjalds-
hækkun og lág-
launabætur
Matthías Á. Mathiesen, sem
mælti fyrir nefndaráliti
sjálfstæðismanna í neðri deild
Alþingis um bráðabirgðalög rík-
isstjórnarinnar, vakti m.a. at-
hygli á því, að ríkisstjórnin
hefði hækkað vörugjald, og þar
með útgjöld heimila í landinu,
um tvöfalda þá fjárhæð, sem
ráðgert væri að verja í láglauna-
bætur 1982 og 1983.
Helmingslækkun verðbóta á
laun átti að þjóna þeim tilgangi
að hægja á verðbólguhraðanum.
Hækkun vörugjaldsins, sem
þýðir hækkun verðs á neyzluvör-
um, eykur verðbólguhraðann.
Með því að sækja þannig í vasa
almennings tvöfalda þá fjár-
hæð, sem gengur til láglauna-
bóta, er enn einu sinni verið að
afla fjár á röngum forsendum.
Vörugjaldshækkunin gengur að
helftinni til aukinna ríkisum-
svifa. Framkvæmd láglaunabót-
anna er síðan sérkapítuli um
pólitískt vinnuvit.
Og hver er árangurinn af
framkvæmd bráðabirgðalag-
anna, spurði Matthías Á.
Mathiesen. Við blasir 70% verð-
bólga og erlendar skuldir, sem
nema munu rúmlega 50% af
þjóðarframleiðslu h'ðandi árs.
Ávextir stjórnarstefnunnar eru
fjórþættir: launaskerðing,
skattahækkanir, auknar erlend-
ar skuldir og aukin ríkisumsvif.
Það fegrar ekki myndina, að at-
vinnuleysisvofan er komin með
annan fótinn inn fyrir þrep-
skjöld þjóðarbúsins.
Karl Olsen.
j
Ólafur Bertelsson.
Hálfdán Jónsson.
Eysteinn Gústafsson. Þórður Guðlaugsso
Bergljót Snorradóttir. Kristín Lárusdóttir.
Anna Agústsdóttir. Þórður Sverrisson. Hjördís Magnúsdó
Bjarni Thoroddsen. Magnús Einarsson.
Hvalveiöibanniö:
Jón Bragi Bjarnason. Hafsteinn Ólafsson.
Skoðanir almenni
Oft hefur hvalurinn verið mikið á milli
tannanna á ísiendingum, en aldrei eins
og nú þessa dagana. Morgunblaðið hafði
í gærmorgun samband við fólk í Reykja-
vík og innti það eftir áliti þess á þeirri
ákvörðun Alþingis að mótmæla ekki
hvalveiðibanni Alþjóðahvalveiðiráðsins.
Sýndist sitt hverjum, og svo virðist sem
atkvæðagreiðslan á Alþingi (29 gegn 28)
spegli nokkuð réttilega afstöðu Keykvík-
inga a.m.k. til þessa máls. Sumir eru
fjúkandi illir út í þingmenn fyrir að „selja
sannfæringu sína fyrir nokkrar fisk-
blokkir", eins og einhver orðaði það. Aðr-
ir telja skynsamlegt að tefla ekki fisk-
mörkuðum okkar í Bandaríkjunum í tví-
sýnu með mótmælum, og enn aðrir telja
hættu á ofveiði hvala raunverulega og
standa gegn mótmælunum á þeirri for-
sendu.
starfsmaður við löndun í Reykjavík-
urhöfn. „Hins vegar liggur það ekki á
borðinu að við mundum raunverulega
tefla fiskmörkuðum okkar í Bandaríkj-
unum í hættu með því að mótmæla
banninu. Það er erfitt fyrir leikmann
að dæma um það hver viðbrögð Banda-
ríkjamanna yrðu þegar á reyndi. Hitt
finnst mér þó alger óþarfi og fásinna,
að láta Alþingi taka ákvörðun um
þetta mál, það er ríkisstjórnarinnar að
gera það, enda hefur hún það hlutverk
að stjórna landinu, ekki satt.“
hvalurinn sé í hættu. Jafnvel þótt ran-
nsóknir séu ekki fullnægjandi er
sjálfsagt öryggisatriði að hætta hvalv-
eiðum um sinn, eða þar til ljóst er hvað
hvalastofninn þolir mikla veiði.“
Erutn engir sérstakir
verndunarsinnar
„Mér líst vel á þessa niðurstöðu Al-
þingis," sagði Hálfdán Jónsson vél-
virki. „Það hefur sýnt sig að við erum
engir sérstakir verndunarsinnar og því
tími til kominn að við förum að sýna
einhvern lit í því efni. Og ég sé ekki
nokkra minnstu ástæðu til að vera með
einhvern hundshaus út af þessu. Bann-
ið kemur ekki til framkvæmda fyrr en
1986 svo menn hafa nægan tíma til að
aðlaga sig breyttum aðstæðum."
Hvalveiðibannið fyrst og
fremst tilfinningamál
„Ég hefði viljað láta mótmæla bann-
inu,“ sagði Eysteinn Gústafsson, vél-
stjóri á Ottó N. Þorlákssyni. „Við eig-
um alls ekki að láta tilfinningasamt
fólk úti í heimi ráða gerðum okkar.
Hvalveiðibannið er afsprengi af bar-
áttu sjálfskipaðra dýravina, sem ein-
hverra hluta vegna hafa tekið ástfóstri
við hvali öðrum dýrum fremur. Þetta
mál er allt saman byggt á óraunsærri
tilfinningasemi, en ekki vísindalegum
niðurstöðum. Hvalurinn á okkar slóð-
um er örugglega ekki í neinni verulegri
hættu, og því lít ég á það sem klaufa-
skap hjá Alþingi að mótmæla banninu
ekki.“
Siöiaust af Bandaríkjunum
aö bjóða mútur
Kristín Lárusdóttir húsmóðir var
hneyksluð á tilboði Bandaríkjastjórnar
að bjóða upp á veiðar í bandarískri
lögsögu gegn því að íslendingar mót-
mæltu ekki banninu. „Við eigum ekki
að láta fara svona með okkur," sagði
Kristín. „Og eingöngu vegna þessa til-
boðs hefðum við átt að mótmæla. Við
hefðum átt að sýna það að við erum
frjáls þjóð sem ekki lætur segja sér
' fyrir verkum."
Hart aö fá ekki súran hval, en
það verður að vernda stofninn
„Ég er sammála ákvörðun Alþingis.
Ef stofninn er í hættu verður að
vernda hann með því að hafa hemil á
veiðum," sagði Ólafur Bertelsson, sem
ekur bensínbíl hjá Shell. „Þó finnst
mér að rannsóknir mættu vera meiri
áður en svo örlagarík ákvörðun er tek-
in. í sambandi við þrýstinginn frá
Bandaríkjamönnum þá er ég fyllilega
sáttur við það að Alþingi skuli hafa
látið undan honum. Það er ekki annað
en raunsæi að sætta sig við að missa
hvalinn, sem er ekki nema lítið brot af
útflutningi okkar, frekar en að taka
áhættuna að missa sölumöguleika í
Bandaríkjunum. Hins vegar skal ég
játa að mér þykir súrt í broti að fá ekki
lengur súran hval, því það er herra-
mannsmatur."
Altnenningur í Banda-
ríkjunum hefði getað gert
okkur lífið leitt
„Ég er feginn því að þessi niðurstaða
varð í málinu. Það er djöfullegt að
þurfa að hætta þessum veiðum, en þó
skárra en að missa markað í Banda-
ríkjunum,“ sagði Þórður Guðlaugsson
vélstjóri á Ottó. „Persónulega efast ég
um að Bandaríkjastjórn hefði fram-
fylgt hótunum sínum, en ég er hrædd-
ur við almenningsálitið í Bandaríkjun-
um. Þessir friðunarsinnar hefðu getað
gert okkur lífið leitt ef við hefðum
mótmælt banninu. Þeir hefðu getað
breitt út óhróður um okkur íslendinga,
komið því inn hjá fólki að við værum
tilfinningalausar skepnur sem hugsi
ekki um annað en eigin hagsmuni. Og
það hefði örugglega haft neikvæð áhrif
á viðskipti okkar viö Bandaríkin."
Hvalnum stafar engin
hætta af veiðum íslendinga
Hjónin Jón Gústafsson og Sigrún
Sighvatsdóttir voru bæði á því að ís-
land hefði átt að mótmæla hvalveiði-
banninu. „Ég er óhress með niðurstöðu
Alþingis," sagði Jón. „Fyrst og fremst
vegna þess að ég álít að utanaðkom-
andi þrýstingur hafi ráðið mestu um
þetta „val“ Alþingis. í öðru lagi tel ég
að miðað við þann kvóta sem við notum
sé hvalnum engin hætta búin af okkar
hálfu." Sigrún tók í sama streng: „Við
eigum að taka okkar ákvarðanir sjálf,
og ég treysti íslenskum vísinda-
mönnum fullkomlega til að gera við-
eigandi rannsóknir til að skera úr um
það hvort hætta sé á ofveiði hvals eða
ekki.“
Vil ekki láta drepa hvalinn
Anna Ágústsdóttir, sem vinnur á
símanum í Landakotsspítala, sagðist
ekki geta sætt sig við að hvalurinn
væri drepinn. „Ég lít á þetta sem dráp,
ekki veiðar. Mér er það ógleymanlegt
hvernig farið var með grindina á sín-
um tíma. Það voru ómannúðlegar að-
farir. Mér er sagt að þetta sé skárra
núna, en þó kemur það fyrir að hvalur-
inn heyi langt og sársaukafullt dauða-
stríð. Ég veit að hvaladrápin veita
fjölda manns atvinnu, en af mannúðar-
ástæðum vil ég ekki láta drepa hval-
inn.“
l>að er ríkisstjórnarinnar
að taka afstöðu í málinu
„Ef við höfum um það að velja að
fórna litlum markaði eða stórum, þá
hljótum við að fórna þeim smærri. Svo
einfalt er það,“ sagði Karl Olsen,
Sjálfsagt öryggisatriði að
hætta hvalveiðum um sinn
„Ég er fylgjandi banninu," sagði
Bergljót Snorradóttir afgreiðsludama
hjá Jóni Loftssyni. „Það er fyrst og
fremst verndunarsjónarmið sem ræður
þessari afstöðu minni. Mér finnst rétt
að taka tillit til þess sem sagt er að
Skynsamlegt að mótmæla ekki
„Ég held að það sé mjög skynsamleg
afstaða að mótmæla ekki banninu,"
sagði Þórður Sverrisson læknir á
Landakoti. „Rök mín fyrir þessari
skoðun eru þau númer eitt, tvö og þrjú,
að ef við hefðum mótmælt, gæti banda-
riski neytendamarkaðurinn gert okkur
Ijótan grikk. Það er ekki bandarísk