Morgunblaðið - 05.02.1983, Side 21

Morgunblaðið - 05.02.1983, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983 21 Haukur Oskarsson (t.h.) og Bjarni Jónsson. ngs skiptar stjórnvöld sem ég óttast, heldur al- menningur. Bandaríkjamenn eru sam- heldin þjóð og við ættum að forðast það að styggja þessa þjóð, það gæti reynst okkur dýrkeypt. Það er um að gera að láta afstöðu sína ekki mótast af einhverjum prinsipum í svona máli, heldur sætta sig við staðreyndirnar og taka á málinu af raunsæi og skyn- serni." Skil ekki afstöðu Alþýðubandalagsins „Þessir menn sem hafa verið að stunda hvalveiðar segja að nóg sé af hval. Það er kannski ekkert að marka þeirra orð, ég veit það ekki, en þeir ættu þó alla vega að vera málinu kunn- ugir,“ sagði Hafsteinn Ólafsson leigu- bilstjóri hjá Steindóri. „Raunar finnst mér fáfengilegt af alþingismönnum að láta þvinga sig til að mótmæla ekki. Það ber vott um furðulegt ósjálfstæði. Og ég hreinlega botna ekkert í afstöðu Alþýðubandalagsins, eina flokksins sem er samtaka í þesáu máli, að þeir skuli núna allt í einu vera manna fús- astir til að lúta vilja Bandaríkjanna." A ekki að veiða hval í hundamat „Það er aumt að þurfa að láta undan þessum þrýstingi, en kannski er það ill nauðsyn,“ sagði Hjördís Magnúsdóttir sem vinnur í Ingólfsapóteki. Ég hef nú ekki vit á því hvað hvalastofninn er í mikilli hættu, en mér finnst sjálfsagt að hafa talsvert aðhald á veiðunum, hvort sem það er rétt að banna veiðar alveg eða ekki. En mér finnst að minnsta kosti óforsvaranlegt að veiða hval í hundamat." Hefði átt að reyna að fá frest til að taka þessa ákvörðun „Öll auðæfi sem menn nýta hljóta alltaf að vera í einhverri hættu. Hvað með þorskinn t.d., er hann ekki í bull- andi hættu? Eigum við kannski að hætta þorskveiðum ef einhverjum öfgahópum í Bandaríkjunum dettur í hug að heimta það?“ spurðu þeir Haukur Óskarsson og Bjarni Jónsson, en þeir eru báðir með því að mótmæla. „I fyrsta lagi er það ekki nægilega rannsakað hvort hvalurinn sé of- veiddur eða ekki til að réttlætanlegt sé að rasa svona um ráð fram í svo mikil- vægu hagsmunamáli," sögðu þeir fé- lagar, „í öðru lagi hefur hvalurinn hvort sem er verið veiddur undir eftir- liti undanfarið, og í þriðja lagi nær engri átt að láta þrýstihópa ráða gerð- um okkar í svona efnum. í öllu falli finnst okkur vinnubrögð alþing- ismanna bera vott um allt of mikla fljótfærni, það er frumhlaup að af- greiða málið svona. Það hefði átt að reyna að fá frest og kynna málið betur fyrir þjóðinni.“ Aumingjaskapur að mót- mæla þessu ekki í Sundlaug Vesturbæjar voru þrír menn með ákveðnar skoðanir. Bjarni Thoroddsen varð fyrstur fyrir svörum: „Það er hreint út sagt aumingjaskapur af alþingismönnum að mótmæla ekki hvalveiðibanninu. Það er skammarlegt að láta þvinga sig til að hætta einu veiðunum sem bera sig í dag, loka fyrirtæki sem ekki er síbetlandi, svipta fjölda manns atvinnu sinni nú á þess- um atvinnuleysistímum, fyrir nú utan það hneyksli að láta amerískar kerl- ingar segja sér fyrir verkum. Það hefur verið gert allt of mikið úr þessum hótunum Bandaríkjamanna. Auk þess höfum við sýnt það áður að við getum staðið á móti stórþjóðum. En vissulega á að rannsaka hvala- stofninn betur og meira en gert hefur verið, það er sjálfsagt mál og hefði ver- ið gert ef banninu hefði verið mót- mælt. En nú er ég hins vegar hræddur um að lítið verði úr rannsóknum þegar enginn hvalur er veiddur hvort eð er. Og þú mátt bæta því við að afstaða Alþýðubandalagsins er að mínu mati stórfurðuleg. Að þeir af öllum mönnum skuli láta stjórnast af bandarískum kerlingum er meira en ég fæ skilið." I»etta er ekkert annað en póker „Þetta er ekkert annað en póker," sagði annar sundlaugargestur, Magnús Einarsson. „Það vantar upplýsingar til að hægt sé að taka rökstudda ákvörðun í málinu. Málið gengur út á það að spá í viðbrögð Bandaríkjamanna. Á að hætta á það að styggja þá, eða fórna þessu peði fyrir lygnan sjó. Svo veit enginn neitt um það hvort hvalurinn er í hættu eða ekki.“ Hef ekki orðið var við nokkra umræðu um málið í Bandaríkjunum Jón Bragi Bjarnason, þriðji sund- laugargesturinn, tók undir það að það vantaði gögn í þessu máli til að hægt væri að fjalla um það af viti. En varð- andi hugsanleg viðbrögð Bandaríkja- manna við mótmælum á banninu sagði Jón Bragi þetta: „Ég hef verið búsettur í Bandaríkjunum sl. ár og aldrei nokk- urn tíma hef ég orðið var við umræðu um þessi mál. Ég er sannfærður um það að 95—98% þjóðarinnar lætur sig málið engu skipta, og hefði haldið áfram að borða íslenskan fisk þótt banninu hefði verið mótmælt." Biblíudagurinn á morgun: Nær 8 þúsund eintök seld af nýju Biblíunni ELSTA starfandi félag landsins, Hiö íslenska Biblíufélag, stofnað 1815, heldur árlegan Biblíudag sinn á morgun. Kirkjan helgar þennan dag Heilagri ritningu og starfi Biblíufé- lagsins aö útbreiðslu hennar. Verður tekið við fjárstuöningi til félagsins við guðsþjónustur. Aðalfundur fé- lagsins verður í Neskirkju og hefst með guðsþjónustu kl. 14.00. Ný útgáfa íslenzku Biblíunnar, sem út kom í ágúst 1981, er nálega uppseld og endurprentun væntan- leg með vorinu. Mjög hefur verið óskað eftir ýmsum sérútgáfum Biblíunnar, sérst'aklega með stærra letri fyrir sjóndapra. Verið er að setja hér á landi sérútgáfu af Nýja testamentinu og Davíðs- sálmum í millistærð, sem Gideon- félagar munu gefa skólabörnum. Ennfremur er verið að prenta Biblíuna alla 1 vasabroti, en ungt fólk hefur spurt mikið eftir slíku broti, segir í frétt frá Biskups- stofu. Koma þessar bækur á BIBLÍUDAGUR 1983 sunnudagur 6. febrúar markað með haustinu, og verður unnið að fleiri sérútgáfum eftir því sem fjárhagur leyfir. Á næsta ári eru liðin 400 ár frá því Guðbrandur biskup á Hólum gaf út fyrstu biblíuna á íslensku, og 444 ár liðin frá því fyrsta bókin kom út á íslenzku, Nýjatestament- ið, sem Oddur Gottskálksson þýddi í fjósinu í Skálholti. Væn- tanlega kon\a þessar bækur út á afmælisárinu á vegum Árnastofn- unar og Lögbergs í samráði við Biblíufélagið. Meginhluti Biblíunnar hefur verið lesinn inn á hljóðbönd og fást snældur með því efni að láni í Hljóðbókasafninu. Einnig eru Biblíusnældur til sölu hjá Blindra- félaginu. Starfssvið Biblíufélagsins er ekki aðeins að gefa Biblíuna út og dreifa henni, heldur stuðla að notkun hennar. Þess vegna dreifir félagið nú ókeypis handhægum pésa með lista yfir biblíulesefni fyrir hvern dag ársins, og fæst hann í kirkjum landsins. Starf Biblíufélagsins er fjárfrekt, enda verkefnin mörg, þó kostnaði sé haldið í lágmarki. Byggir félagið starf sitt á frjálsum framlögum og í tilefni dagsins verður tekið við fjárstuðningi við guðsþjónustur á Biblíudaginn og í Guðbrandsstofu í Hallgrímskirkju endranær, en þar er skrifstofa Biblíufélagsins. Biblían hefur nú verið gefin út á 1739 tungumálum. Bush í Genf: Mótstaða Sovétmanna einu rökin gegn „núll-leiðinni“ (ienf, 4. feb. frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. GEORGE Bush, varaforseti Bandaríkjanna, ávarpaði afvopn- unarncfnd Sameinuðu þjóðanna í Genf í Sviss í gær. Hann átti síðan fund með samninganefnd- um Bandaríkjamanna um kjarn- orkuvopn áður en hann hitti að máli bandarísku og sovésku að- alsamningamennina í viðræðun- um um meðaldrægar eldflaugar í Evrópu og START-viðræðunum. Viktor Karpov, aðalsamninga- maður Sovétríkjanna í START- viðræðunum, sagði fyrir fundinn að hann myndi gíaður svara spurningum Bush, en hann hefði lítið við hann aö segja. Bush er háttsettasti fulltrúi Bandaríkja- manna sem hefur átt fund með samninganefndum í Genf. í ræðu sinni ítrekaði Bush stefnu Ronalds Reagan forseta í afvopnunarmálum og sagði tillögur hans um verulegan niðurskurð á langdrægum kjarnorkuvopnum liggja á samningaborðinu, auk „núll- leiðarinnar“, á meðaldrægum kjarnorkuflaugum í Evrópu. Hann sagði allar tillögur Sov- étmanna hingað til verið þess eðlis að styrkja stöðu Sovét- ríkjanna á kostnað vestrænu þjóðanna. Hann sagði að Bandaríkjámenn myndu þó vera reiðubúnir að taka allar • George Bush tillögur Sovétmanna til alvar- legrar athugunar. Bush gerði einnig eiturefnahernað að um- ræðuefni og gat þess að enn væri slíkt stundað þrátt fyrir blátt bann. Eftir ræðu Bush tók fasta- fulltrúi Sovétríkjanna í af- vopnunarnefndinni til máls. Hann minnti á tillögur Andro- povs um kjarnorkuvopnalaust svæði í Mið-Evrópu og benti á orð hans um hugsanlega fækk- un SS-eldflauga í viðtali sem hann átti við Pravda fyrir skömmu. Fulltrúinn sagði enn fremur að Sovétmenn hefðu ekki beitt eiturefnum í hernaði í Afganistan og lygi yrði aldrei að sannleika hversu oft sem hún væri endurtekin. Sviss er fjórða landið sem Bush heimsækir i Evrópuferð sinni, frá Genf fer hann til Ítalíu, Frakklands og Bret- lands. Rætt verður fyrst og fremst um afvopnunar- og kjarnorkuvopnamál. Leiðtogar í Vestur-Evrópu segjast enn styðja „núll-lausnina“. Bush las bréf frá Reagan til íbúa Vestur-Evrópu þar sem forset- inn lýsti sig fúsan til að hitta Andropov hvar og hvenær sem er, til að undirrita samning um algjört bann við meðaldrægum eldflaugum á jörðinni allri. Bush sagði auk þess í ræðu sinni í Genf, að einu rökin gegn „núll-lausninni“, og fyrir því að Bandaríkjamenn hættu við hana, væru þau að Sovét- menn væru á móti henni. Hann spurði hvað væri á móti því að banna algerlega svo hættuleg vopn. Barðaströnd: Bæir einangraðir og snjóflóð féllu Haróa.sirönd. 24. janúar. HÉR gerði mikla úrkomu laugar- daginn 22. janúar, og eins og víðar á Vestfjörðuin urðu hér víða mikil óþa'gindi af. Einangruðusl þrír yztu ba'ir sveitarinnar í að minnsta kosti tvo sólarhringa vegna þess að Holtsá flæddi yfir veginn. Var áin eins og haf að líta við ba'inn Holt. Víða flæddi vatn inn í íbúðarhús og peningshús. Snjóskriða féll rétt hjá íbúðarhús- inu í Hvammi og rann til sjávar. Við urðum ' símasambands- lausir svo erfiðlega gekk að ná til almannavarna á Patreksfirði. Ófært var til Patreksfjarðar og mjög óvarlegt að fara Rakna- dalshlíð fyrir gangandi menn vegna snjóflóðahættu, sömuleið- is Kleifaheiði að vestanverðu. Að gefnu tilefni vil ég taka fram að við Barðstrendingar vorum tilbúnir að fara til Pat- reksfjarðar og aðstoða við björgun úr snjóflóðum, en eftir að hafa náð sambandi við sýslu- mann taldi hann þess ekki þörf, en bað okkur að vera tilbúna ef þyrfti og mundi hann þá senda varðskip inn á ósa eftir okkur. Vorum við samankomnir á sunnudagsmorgun milli 20 og 30 menn af þeim sökum. S.J.Þ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.