Morgunblaðið - 05.02.1983, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.02.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983 23 Fræðsluþættir irá (ieðhjálp: Geir Hallgrímsson Alþjóðahvalveiðiráði án þess að vísindaráð sömu stofnunar hafi lagt það til. Það er ekki álit vís- indaráðs Alþjóðahvalveiðiráðsins að um algert bann skuli vera að ræða. Þess vegna finnst okkur fullkomin ástæða til að bera fram mótmæli í tilefni af því banni sem Alþjóðahvalveiðiráðið hefur sam- þykkt og með þeim hætti sem hér hefur verið gerð grein fyrir. Kannsóknir efldar Við gerum okkur vissulega grein fyrir því að hér er um viðkvæmt mál að ræða og víðfeðm alþjóðleg samtök náttúruverndarmanna og smærri þrýstihópa eru mjög and- víg hvalveiðum og okkur ber að því leyti að taka tillit til þessara sjónarmiða, sem þau geta haft áhrif á okkar hagsmuni, auk þess sem við hljótum að taka tillit til allra sjónarmiða, sem fram eru sett og gera okkur grein fyrir því á hve traustum grundvelli þau eru reist. f þessu sambandi hefur ver- ið nefnt að viðskiptahagsmunum okkar verði ógnað ef hvalveiðum hér við land verði haldið áfram. Ég skal ekkert um það dæma og því síður neita að svo kunni að fara. En þá er það gert án þess að ástæða sé til og okkar hlutverk hlýtur þá að vera að snúast við því eins og bezt verður gert á hverjum tíma. I þessu sambandi hlýt ég þó að nefna, að meðal þeirra þjóða sem mótmælt hafa hvalveiðibann- inu eru þjóðir eins og Norðmennm Sovétmenn, Perúmenn og Japanir, en ég veit ekki betur en sá mark- aður, sem talinn er vera í mestri hættu af okkar hálfu fyrir frystar fiskafurðir í Bandaríkjunum, taki þannig á móti japanskri fram- leiðsiu að það þurfi að setja sér- stök innflutningshöft til þess að torvelda Japönum að selja bíla í Bandaríkjunum og það eftir að hvalveiðibannið var sett á og mót- mæli Japana kunngerð. Ég vil samt sem áður ítreka það og endurtaka, að við skulum ekki yppta öxlum við þeim mótmælum sem borizt hafa í þessu sambandi og búa okkur undir það að skýra okkar málstað. Og því er ég kom- inn að því að lýsa seinni málslið í tillögunni frá minnihluta utanrík- ismálanefndar þar sem því er beint til ríkisstjórnarinnar að auka enn rannsóknir á hvalastofn- um hér við iand í samvinnu við vísindaráð Alþjóðahvalveiðiráðs- ins í því skyni að fyrir liggi sem fullkomnust þekking á þessum hvalastofnum við frekari meðferð málsins. Við skulum nota tímann fram til 1986 til þess að gera okkur grein fyrir því með hvaða hætti unnt er að nýta þessa auð- lind, sem við eigum rétt á að nýta, og með hvaða hætti við getum snúizt gegn óréttmætum árásum erlendis frá, sem byggjast á þeim misskilningi, að verið sé að eyða hvalastofnunum hér við land. Það er að vísu rétt, að hér er um flökkudýr að ræða. Okkur ber þess vegna skylda til að taka tillit til hagsmuna annarra þjóða I þessu sambandi. En við erum að veiða hvali innan 200 mílna efnahags- lögsögu okkar og meðan við vinn- um ekki tjón á stofnum, þá erum við heldur ekki að vinna tjón á réttmætum hagsmunum annarra þjóða. Glötum vissum rétti Ég tel að aukin vísindaleg þekk- ing sé til þess fallin að styrkja málstað okkar. Ef hins vegar kem- ur í ljós að hvalastofnar séu í hættu, þá er auðvitað sjálfsagt að taka málið til endurskoðunar og draga réttar ályktanir af því. En ef eins og allar forsendur benda nú til, og tíminn leiðir í ljós, að hér sé um eðlilega nýtingu auð- linda hafsins að ræða, þá erum við að glata að vissu leyti rétti og stöðu, ef við mótmælum ekki og notum þetta tímabil meðan mótmælin standa og áður en algert hvalveiði- bann tekur gildi til þess að taka okkar endanlegu ákvörðun á grundvelli þess sjónarmiðs, sem við höfum ávallt haft í heiðri íslend- ingar, og við megum aldrei glata, nefnilega að vernda auðlindir hafs- ins en nýta þær einnig að svo miklu leyti sem eðlilegt er svo lífkeðjan verði ekki rofin. Fordómar Nokkrir iesendur hafa haft samband við okkur og sagt að við hiifum ekki skrifað mikið um fordóma. I>að er rétt, en við höfum verið að vona að þessir þættir, sem eru ætlaðir til að fræða fólk um ýmislegt er varðar geðheilbrigði gætu stuðlað að því aö minnka fordóma — fordóma sem eru svo óhugnanlega miklir í okkar litla þjóðfélagi. Þeir sem hafa þurft að leggjast inn á geðsjúkrahús hafa sagt: það var þungbært að vera veik, en að verða fyrir öllu þessu þekkingarleysi, eftir að bati var fenginn á veikindunum, það þoldi ég ekki og t.d. voru margir sem umgengust mig eins og væri ég með smitsjúkdóm. Ungur maður sagði mér um daginn: Ég var settur inn í Kleppsspítala fyrir tveimur ár- um síðan, og var þar í þrjá mánuði, ég fyrirgef þeim það aldrei, þvt enn geng ég með Kleppsspítalastimpilinn á bakinu. Ég ræddi lengi við þennan unga mann, hann var víðsýnn og víð- lesinn og hann hafði næmari tilfinn- ingu fyrir því þjóðfélagi sem við lif- um í, en margur annar er ég þekki. Hvað skyldi almenningur vita um Keppsspítala? Heldur fólk virkilega að þar sé fólk í spennitreyjum, rimlar fyrir gluggum, fólk öskrandi, gangi um gólf froðufellandi, svona eins og sjá má í þeim ýktu kvikmyndum sem hafa verið sýndar í bíóum? Sumir halda að þeir sem þurfa á hjálp að halda frá Kleppsspítala séu lftið menntaðir og mestmegnis úr verka- mannastétt, þetta er svo mikil van- þekking og forheimskan sem mest getur verið. Það er fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins sem þarf á hjálp að halda á þeim stað. Það er fólk með sömu vandamál sem leita eftir hjálp á Kleppsspítala og á Geð- deild Landsprtalans og Geðdeild Borgarspítalans. Já, vel á minnst, ég veit ekki betur en að við séum öll einn verkalýður — hvaða titlum sem við skreytum okkur annars með, talandi um fordóma. Hafa þeir sem þurfa á geðheilbrigðis- þjónustunni að halda, gert sér grein fyrir því að þeir eru ekki þeir einu sem þurfa að berjast við fordóma, hver kannast ekki við klikkuðu geð- læknana, og ég finn hvergi orð yfir hugmyndir fólks um sálfræðinga, þarna gætir svo mikilla fordóma í garð þessara manna, að það tekur engu tali, hvar hefur fólk fengið þess- ar hugmyndir! í mínum augum er enginn efi hvaðan þær eru komnar, það er úr kvikmyndum. Ef einhver hefur aðrar hugmyndir varðandi þetta, þætti mér vænt um að heyra það, til þess eru þessir þættir meðal annars, að skiptast á skoðunum. Það er staðreynd að enginn býr við eins mikla fordóma og geðsjúklingar og fólk með geðræn vandamál. 1978 var gerð könnun um atvinnumál fatl- aðra, þar kom meðal annars fram, þegar rætt var við starfsfólk um geðsjúklinga, að það taldi að þeir fengju oftast á sig orðið „Kleppari" og svo var viðkvæðið mjög oft: Hann er svo klikkaður greyið, blessað fólkið það hefur víst minnst gert að því að skilgreina sjálft sig og sína hegðan. Annars fannst mér mjög gott hvernig maður sem átti við vandamál að stríða, sagði frá veru sinni á stórum vinnustað. J kaffi- og matartfmum var aðal umræðuefni starfsfólksins: Hver hefði verið fullur eða fyllstur — hver hefði sofið hjá hverjum og hvert ætti að fara að skemmta sér o.s.frv. Þessi maður tók ekki þátt í umræð- unum en vildi heldur tala um mynd- list, ljóðagerð eða pólitík. Hann var fljótt afskrifaður með orðunum: hann er svo skrítinn greyið. Lengi væri hægt að skrifa um fordóma en ég læt þetta nægja. Gaman væri að heyra frá ykkur um þetta. En við skulum ekki gleyma að öll erum við Jslend- ingar, búum á mismunandi stöðum á landinu og vinnum hin ýmsu störf, en fyrst og fremst erum við manneskjur, og á ekki að vera sama hvort um ann- að. Bless, bless. AÞ Q cr tu > z z> * 14! —i Q CC LLI > Z Q * * 14! _i Q cr UJ > z z> 44! _i Q CC UJ > Z Q iC X. 44! Q cc UJ > V ERÐLÆKKUNVERÐLÆKKUNVERÐLÆKKUNVERÐLÆKKUNVERÐLÆKKUNVERÐLÆKKUN < Lada verðlækkun á árgerð 1982 = Vegna sérstakra samninga viö Lada-verksmiöjurnar getum viö boöiö stórkostlega verölækkun á Lada bifreiöum árgerö 1982. Lada 1300 kr. 14Or0OO. Nú kr. 99.300. Lada 1300 Safír kr. 123.400- Nú kr. 108.500. Lada 1600 Canada kr. Mi.VW. Nú kr. 126.500. Lada 1500 station kr. ^JA3r0OO. Nú kr. Lada Sport standard kr.J206.000. 129.000. Lada Sport nú frá kr. 158.000. Komið, skoðið, þiggið kaffisopa og spjalliö við sölumennina I ^ Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf Z! WM ilí)"JlLl Suðurlandsbraul 14 — Simi 38600 — 31236. Bl ■ ERÐLÆKKUNVERÐLÆKKUNVERÐLÆKKUNVEROLÆKKUNVERÐLÆKKUNVEROLÆKKUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.