Morgunblaðið - 05.02.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983
Öruggir sigrar hjá
Haukum og Gróttu
— leik KA og Ármanns frestað
TVEIR af þeim þremur leikjum
sem voru á dagskrá i 2. deíldinni
í handbolta fóru fram í gærkvöldi.
Ekki var flogiö til Akureyrar þar
sem KA átti aö leika við Armann,
en í Hafnarfirði léku Haukar og
Afturelding og á Seltjarnarnesi
Grótta og HK.
Haukar sigruöu Aftureldingu
mjög örugglega, 27—21, eftir að
staöan í hálfleik haföi verið 10—8,
þeim í vil.
Þórir Gíslason skoraöi mest fyrir
Hauka, átta mörk, Jón Hauksson
skoraöi sex (tvö víti), Ingimar Har-
aldsson fimm, Höröur Sigmarsson
þrjú, Sigurjón Sigurösson þrjú,
Sigurgeir Marteinsson eitt og Árni
Sverrisson eitt. Sigurjón Eiríksson
var markahæstur hjá UMFA meö
sex mörk (tvö víti), Steinar Tóm-
asson skoraöi fimm, Lárus Hall-
dórsson fjögur, Ingvar Hreiðarsson
þrjú, Björn Bjarnason tvö og
Magnús Guömundsson eitt.
Á Nesinu sigraöi Grótta HK ör-
ugglega, 27—17. Staðan í leikhléi
var fyrir Gróttu.
Mörkin skiptust þannig. Grótta:
Sverrir Sverrisson átta, Jón Hró-
bjartsson átta, Axel Friöriksson
fjögur, Gunnar Páll þrjú og eitt
skoruöu Siguröur Sigurösson, Jó-
hann Pétursson, Svavar Magnús-
son og Ragnar markvöröur Hall-
dórsson.
Siguröur Sveinsson geröi flest
mörk HK, sjö, Guöni Guðfinnsson
var með fjögur og Jón Einarsson
og Kristinn Ólafsson meö þrjú
hvor. — SH
Stjörnugjöfin
UMFN:
Valur Ingimundarson ★ ★★
Sturla Órlygsson ★ ★
Árni Lárusson ★
Gunnar Þorvarðarson ★
ÍR:
Pétur Guðmundsson ★ ★★
Kolbeinn Kristinsson ★ ★
Gylfi Þorkelsson ★ ★
Kristinn Jörundsson ★
Hreinn Þorkelsson ★
BIKARMÓT
Fimleikasambands íslands
Veröur haldið í Ármannsheimilinu laugardaginn 5. febrúar kl.
14. Þar keppa A-liö stúlkna. Mótið heldur áfram i Laugardals-
höll, sunnudaginn 6. febrúar kl. 14.00.
Skíðakennslunni
haldið áfram
SKÍÐAFÉLAG Reykjavíkur heldur
áfram með skíðagöngukennslu
sína um helgina við skálann í
Hveradölum. Verður kennt milli
kl. 13.00 og 15.00 í dag og á morg-
un.
Þá verður félagið meö opið
mót, Miillersmótiö og hefst það
kl. 13.00 á morgun.
Mikið um að
vera í blakinu
EINN leikur var í 1. deild kvenna í
blaki nú í vikunni og áttust þar
við efstu liðin Þróttur og ÍS. Leik-
urinn var fjörugur á aö horfa og
vel leikinn eins og oftast þegar
þessi lið eigast við. Þróttur vann
tvær fyrstu hrinurnar 15—11 og
15—12 en ÍS sigraði í þeirri þriðju
17—15. í fjóröu hrinu gekk allt á
afturfótunum hjá stúdínum, þær
réðu ekkert við uppgjafir Þróttara
og áöur en þær vissu af var hrin-
an búin, 15—0. Með þessu sigri
styrktu Þróttar stúlkurnar stööu
sína í efsta sæti deildarinnar til
muna og fer nú hver aö veröa síð-
astur til að koma í veg fyrir sigur
þeirra.
I fyrstu deild karla er lokiö
tveimur leikjum síöan um áramót
og hefur Víkingur tekið þátt í þeim
báöum. Fyrri leikurinn var viö Þrótt
og lyktaði honum meö sigri Þróttar
3—2, en tæpara mátti þaö ekki
vera hjá núverandi islandsmeistur-
um. Seinni leikur Víkinga var gegn
ÍS og þar byrjuöu Víkingar af mikl-
um krafti og unnu fyrstu hrinuna
15—11 en töpuöu síöan næstu
þremur, 3—1 fyrir ÍS.
HK menn hafa veriö í banastuöi
eftir jólafrí og eru þeir búnir aö
vinna tvo leiki og komnir í efsta
sæti ásmt Samhygö. Akurnesingar
sem voru á botni deildarinnar hafa
dregiö sig til baka úr mótinu og
eru hættir blakiðkun.
Um helgina fara fram sjö leikir.
Karlalið ÍS fer norður og leikur í
dag viö UMSE í Glerárskóla og
hefst leikurinn kl. 15. Á sama tíma
leika á Neskaupstaö heimamenn
og HK. Á morgun leika Þróttur og
Víkingur í 1. deild karla og strax á
eftir Víkingur og IS í 1. deild
kvenna. Báðir þessir leikir fara
fram í Hagaskólanum og hefst sá
fyrri kl. 19. Um kl. 15.30 leika á
Selfossi í 2. deild karla Samhygö
og Fram.
A þriöjudagskvöldiö veröa tveir
hörku leikir j Hagaskólanum og
hefst sá fyrri kl. 18.30. Þar eigast
viö toppliðin í 1. deild kvenna
Þróttur og ÍS og strax aö þeim leik
loknum Þróttur og iS í karlaflokki.
sus
Gullverölaun
fyrir hönnun
Opið í dag
kl. 10—5.
o
HÚSGÖGN Laniíholtsvotíi 111. Kcvkiavík, símar G7010
PREMK)
UNEADXDRO
DcsiVn & r
Stvi?
ítölsk
gullverðlauna sófasett