Morgunblaðið - 06.02.1983, Page 5

Morgunblaðið - 06.02.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 45 Annað atriðið er „20 mínútna seinkun" Ingibjargar Björnsdóttur við bráðskemmtilega tónlist Gunn- ars Reynis Sveinssonar. Ingibjörg þekkir vel takmörk flokksins og Meistarinn í Bíóhöllinni Bíóhöllin hefur byrjað sýn- ingar á kvikmyndinni „Meist- arinn". í umsögn kvikmynda- hússins segir svo: „Box- og karate-snillingur- inn Matt Logan (Chuck Norris) er fenginn til að komast til botns í morðmálum, sem, lög- reglan hefur ekki getað ráðið framúr. Einmitt þá er Logan í góðri þjálfun til að verja tiltil sinn á móti Jerry Sparks (Bill Wall- ace). Margt skeður, en það er ekki fyrr en Logan mætir Sparks í hringnum, þar sem þeir berjast um hver verður næsti box-karate-meistari að I>ogan uppgötvar að hann er að berjast um meira en titilinn." hefur áður gert frábæra hluti með honum. M.a. samdi hún ballettinn „Sæmund Klemenzson", sem er með því allra bezta sem flokkurinn hef- ur látið frá sér fara. Þessi dans fjallar um fólk er verður fyrir 20 mínútna seinkun á flugi. Kennir þar margra grasa allt frá bleyju- barnaforeldrum til stresstösku far- þega. Hugmyndin er góð og vel út- færð. Búningar skemmtilegir og dans og leikur eins og bezt verður á kosið. Ásdís er t.d. ógleymanleg I hlutverki flugfreyjunnar. 14 dans- arar koma fram í þessu atriði auk 5 barna sem eru nemendur í List- dansskóla Þjóðleikhússins þau Eva Hallbeck, Helena Jónsdóttir, Hrefna Björg Hallgrímsdóttir, Jar- þrúður Guðnadóttir og Þóra Kristín Guðjohnsen. „Hvar?“ var fyrra atriðið eftir hlé. Höfundar eru dansarar I verkinu, þau Birgitta Heide, Guð- rún Pálsdóttir, Ingibjörg Pálsdótt- ir, Lára Stefánsdóttir, Haukur Clausen, Jóhannes Pálsson og örn Guðmundson. Tónlistin er eftir Þóri Baldursson, rythmisk og fjör- ug og dansinn í samræmi við það. Lilja Hallgrímsdóttir Listdanssýning íslenska dansflokksins Danshöfundar: Ingibjörg Björnsdótt- ir, Nanna Olafsdóttir og meðlimir dansflokksins. Tónlist: Gunnar Rcynir Sveinsson, Leifur l>órarinsson og Þórir Baldurs- son. Kdward Klgar, Aram Katsjatúrj- an og Jean Sibelius. Lýsing: Ingvar Björnsson. Svið og búningar: Guðrún Svava Svav- arsdóttir. Ef það er rétt, sem löngum hefur verið haldið fram — að æfingin skapi meistarann — þá er ekki hægt að búast við góðri ballett- gagnrýni á fslandi. Tæpt ár er nú síðan síðast var boðið upp á ball- ettsýningu í Þjóðleikhúsinu. Það er aldeilis ótrúlegt að sjá hve dansar- arnir standa sig vel, miðað við þess- ar aðstæður. Það er ekki áhuginn sem vantar hvorki hjá dönsurum, áhorfendum né forráðamönnum leikhússins. Trúlega skortir fé og máske eitthvað fleira til þess að þessum þætti listmenningar okkar verði þjónað eins og hann á skilið. f i haust tekur Gísli Alfreðsson við Þjóðleikhússtjórastarfinu og er óskandi að hann verði ballettinum eins vinveittur og fyrirrennari hans. En einu sinni enn — við svona búið má ekki lengur una. Reglu- legar ballettsýningar er raunhæf krafa okkar áhorfenda jafnt sem dansaranna. Því við verðum alltaf á byrjunarstigi ella. Á sýningu dansflokksins, sem frumsýnd var 2. febr., voru fjögur atriði. Fyrsta „Dansbrigði" við tón- list eftir Elgar, Katsatúrjan og Sib- elius. Danshöfundar dansanna I verkinu þau Ásdís Magnúsdóttir, Guðmunda Jóhannesdóttir, Helena Jóhannsdóttir, ólafía Bjarnleifs- dóttir, Jóhannes Pálsson og örn Guðmundsson. Áberandi var í þessu atriði hve dansararnir voru léttari en oft áður. Búningar áttu vel við fallega kóreógrafíu. Verkið er í sígildum stíl. Helena og Jó- hannes sýndu mikla framför frá því i fyrra. Búningarnir voru í diskóstíl. Vel út- fært atriði og reglulega skemmti- legt. Þá var komið að síðasta atriðinu, sem reyndist aldeilis ekki vera það sísta. „Largo Y Largo“ eftir Nönnu Ólafsdóttur við tónlist Leifs Þórar- Danssmiðjan Listdanssýning íslenska dansflokksins inssonar. Ballettinn er tileinkaður Axel Jónssyni fyrrv. alþingismanni með þakklæti fyrir stuðning við ís- lenska dansflokkinn. Ballettinn lýs- ir ævi manns frá vöggu til grafar. Höfundur sér æskuna fyrir sér í fjarlægri móðu og einnig efri árin, en árin þar á milli sjást í fullu Ijósi. Það sem var, það sem er og það sem verður rennur hér saman í eina listræna heild, sem hvorki hefur upphaf né endi. Lífsins hringur. Til aðstoðar Nönnu við uppfærsluna voru þau Lára og Örn. Ég óska Nönnu til hamingju með þennan ballett. Dansarar í ballettinum eru Ásdís Magnúsdóttir, Ásta Hen- riksdóttir, Birgitta Heide, Guð- munda Jóhannesdóttir, Helena Jó- hannsdóttir, Lára Stefánsdóttir, Haukur Clausen, Jóhannes Pálsson og Örn Guðmundsson. Ásamt börn- unum Jarþrúði Guðnadóttur og Guðmundi Ingólfssyni, sem þarna dönsuðu sitt fyrsta „Pas de Deux" en áreiðanlega ekki það síðasta, þau voru yndisleg. Einnig Anna Maria Pitt, Ánna Lísa Rúnarsdóttir, Hild- ur Hafstein, Hrefna Björg Hall- grimsdóttir, Ingibjörg Agnes Jónsdóttir og Marta Rut Guð- laugsdóttir. Nútímaleg tónlist Leifs Þórarinssonar, flutt af hljóð- færaleikurunum, Hólmfríði Sigurð- ardóttur, píanó, Einari Jóhannes- syni klarinett og Kolbeini Bjarna- syni flautu, átti sinn þátt í að gera verkið spennandi. Einnig hér voru búningar og tjöld við hæfi. Lýsing í öllum atriðunum var góð. Þetta er virkilega vönduð sýning og tóku frumsýningargestir vel á í lófa- klappi er dansarar og aðrir að- standendur sýningarinnar, þ.á m. þrír íslenskir tónsmiðir, gengu fram á sviðið í lok sýningarinnar. Takk fyrir skemmtunina. Lilja Hallgrímsdóttir ao pessi nusgogn iengu gullverðlaun 1982 og aftur nú 1983, fyrir frábært handverk stíl og gæði. Ármúla 44 - Símar65153 Listdans

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.