Morgunblaðið - 06.02.1983, Page 13

Morgunblaðið - 06.02.1983, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 53 „Bracque og Ficasso voru alveg frá sér numdir yfir óendanlegum möguleik- um nýrrar aldar, sem byggðist á hraðri, fleygri umsköpun og tilfinningu fyrir afstæðum heimi. Hér er ein af frægustu myndum Picassos „llngfrúrnar í Avignon". ar þess skreppa ótrúlega hratt sam- an. Ef til vill fer best á því að það umvefji sína eigin skreytilist, en það er langt frá þeirri framtíðarsýn sem Kandinsky, Malevich og Mondrian höfðu fyrir þess hönd,“ segir Hugh- es. Hér er ein af myndum Mondri- ans frá því í lok heimsstyrjaldarinn- ar. löngunina til að búa til helgimynd- ir úr ódýrum, fjöldaframleiddum heimi — og nær í gegn um feril listamanna á borð við Stuart Dav- is, Rauchenberg, Johns, Rosen- quist, Oldenburg og Warhol. Popp- ið er alveg búið að missa sinn drif- kraft, en það er þess virði að líta á það vegna þess að það var tilraun til að ná fjöldamenningunni og há- leitum listastíl saman í einhvers konar djöfulótt form. Áttundi og síðasti sjónvarpsþátturinn er svo nokkurs konar uppgjör, fremur svartsýnar horfur um framtíðina." Hvers vegna svartsýnar, spyrj- um við. „Vegna þess að listin er ekki lengur beður hugsjónanna, eins og hún var í upphafi aldarinnar", svaraði Hughes. „Við lifum í ákaf- lega svartsýnu samfélagi, sém hef- ur mikið til misst trúna á hæfileika listarinnar til að holdi klæða trú- arlegar eða huglægar, heimspeki- legar þenkingar. Og ég sé ekkert fyrir endann á þeirri stefnu að hversdagsgera listina fyrir mark- aðinn. Ég sé heldur ekki fyrir end- ann á goðadýrkun „meistaraverka" í söfnum fyrir aukna aðsókn fjöld- ans. Listaverk eru nú á dögum dæmd „góð“ eftir frægðarorðinu sem af þeim fer. En frægð á torg- um er ekki umbun fyrir sýnd afrek, heldur frægð fyrir að vera þekktur. Það sem kveikir logann og blæs í glæðurnar eru peningar. Sú al- menna niðurstaða samfélagsins að list sé gull, dregur allan mátt úr þjóðfélagslegri gerjun hennar, hindrar með öðrum orðum hæfi- leika listarinnar til að geta tengst öðrum sameindum, sem berast að henni úr þjóðfélaginu og flytur list- ina upp á pall óumbreytanlegra og gagnslausra hugaróra. Þetta fagn- ar engu eða frægir. Tvær hug- myndir liggja til grundvallar þess- ari heilu öld sem við kennum við nútímalist. Önnur er skörp tilfinn- ing fyrir myndmáli verksins, fyrir formeiginleikum þeirrar listar sem maður er að stunda — þannig að formeiginleikarnir verða að vissu marki viðfangsefni verksins. Hin er ákaflega sterk von nútímans um að listin geti bjargað heiminum, fært okkur réttlæti, samræmi og orðið undirstaða þjóðfélagslegra umbreytinga. Það var á hinu fyrr- nefnda sem nútímalistin náði sér raunverulega á strik, en á hinu síð- ara sem hún brást, eftir að hafa framleitt sín bestu verk. Vegna þess að hún færði okkur ekki neitt betri heim. Hún gaf okkur ekki annað en örlítið frábrugðinn heim.“ (E.Pá. þýddi). Þingkosn- ingar í Astral- íu 5. marz Sjdncy, 3. fobrúar. Al*. MALCOLM Fraser, forsætisráð- herra Ástralíu, hoðaði í dag til al- mennra þingkosninga í landinu og ciga þær að fara fram 5. marz nk. Ástæðan fyrir þingrofi nú er and- staða verkalýðsfélaganna við launa- bindingu og hótanir þeirra um verk- foll. Fraser lýsti því yfir í ræðu, sem hann flutti í dag, að tilraunir verkalýðsfélaganna til þess að brjóta launabindinguna á bak aft- ur sýndu „eigingirni þeirra og græðgi" og að ekki væri unnt að þola þær. Sagði Frazer, að hann myndi hætta við fyrirhugaðan fund með Reagan Bandaríkjafor- seta vegna kosninganna. Tilkynning Frazers um kosn- ingarnar kemúr í kjölfar afsagnar Bill Haydens, sem leiðtoga stjórn- arandstöðunnar á þingi, en Hayd- en er leiðtogi Jafnaðarmanna- flokksins. FLEKA MOTAKERFI tré eöa stál — Tréflekarnir eru framleiddir af Malthus as. i Noregi. Mest notuð kerfismót þar í landi. — Stálflekarnir eru framleiddir at VMC Stálcentrum as. í Dan- mörku. Fjöldi byggingameistara nota þessi mót hér á landi. — Notið kerfismót, það borgar sig. — Ath. algreíðslutími ca. 1—2 mán. — Stórt og smátt í mótauppslátt. BREIÐFJORÐS BLIKKSMIÐJA HF Leitió nánari uppiýsinga aó Sigtúni 7 Simii29022 Fer inn á lang flest heimili landsins! Þarftu AÐSTOÐ? • Rádgjöf eða hönnun • Jarðvinnsluverktaka • Byggingarverktaka • Pípulagningarverktaka • Rafverktaka • Múraraverktaka f Málaraverktaka • Innréttingaverktaka • Hurðasmiðjur • Gluggasmiðjur • Dúklagningameistara • Stálsmiðjuverktaka • Hreingerningarverktaka • Flutningsverktaka • o.fl. o.fl. Þetta er fyrirtæki sem leitast við að veita góða þjónustu þar sem ábyrgð, ráðvendni og þekking eru höfð í fyrirrúmi. Fyrirtækið er eingöngu í sam- vinnu við fullgilda fagmenn. O VERKTAKAIÐNAÐUR HF Skipholti 19, 105 Reykjavík. Sími 29740. Tilboð — verksamningar — greiösluskilmálar. Fyrirtækið starfar almennt á sviði framkvæmda og breytinga, jafnt í gömlum sem nýjum húsum. THOMSON Þvottavélar Framhlaðnar / Verö: 16.995.- Utborgun: frá 6.000 Eftirstöövar: Allt aö 6 mán. Fáðu þér Thomson tryllitæki. Sendum hvert á land sem er. Topphlaðnar Hagkvæmni + afköst Hverjir eru kostirnir við topphlaðnar þvottavélar: • FYRIRFERÐARLITLAR: Vélin er aðeins 45 cm breið og kemst vel fyrir í eldhúsi eða á baði. • GÓÐ VINNUAÐSTAÐA Ekki er nauðsynlegt að beygja sig þegar verið er að hlaða eða athlaða vélina. Það er hægt aö opna vélina, þó hún sé full af vatni. (Það er gagnlegt þegar ýmis gerviefni eru þvegin.) • MEIRI ENDING: Þvottabelgurinn er á legum báöum megin, sem stóreykur endinguna og minnkar titring. THOMSON er stærsti framleiöandi þvottavéla í Evrópu. THOMSON þvottavélarnar fara nú sig- urför um Island og hljóta bestu meö- mæli. Við bjóðum: 5 kg topphlaðna vél meö mjög fullkomnu þvottakerfi og auk þess þurrkara sem not- ar nýjustu tækni og þarf ekkert útblásturs- rör, þar sem vélin breytir gufunni í vatn, sem er síðan dælt út á sama hátt og ööru vatni. Þessi nýja tækni er margfalt öruggari, þar sem þessi tækni kretst ekki flókins blástursbúnaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.