Morgunblaðið - 06.02.1983, Síða 21
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983
61
Tilraunir á dýrum héldu
vöku fyrir sjúklingum.
Frá Þriöja sjúkrahúsinu
í Peking.
Kristján Guðlaugsson, frétta-
ritari Morgunblaðsins í Peking, var
fyrir nokkru skorinn upp á Þriðja
sjúkrahúsinu þar í borg vegna
sprungins maga. í greininni segir
hann frá reynslu sinni af sjúkra-
húsdvölinni. í bréfi til ritstjórans
tekur hann fram að þótt lýsingarn-
ar séu svolítið krassandi þá hafi
hann fremur dregið úr þeim en auk-
ið við. Að því er Morgunblaðinu er
bezt kunnugt hefur Kristján náð
heilsu á ný þrátt fyrir þá lífs-
reynslu sem hann varð fyrir.
Kínverskar hjúkrunarkonur á vaktinni.
Klukkan rúmlega 6 að
morgni, þegar ég
hrekk upp við að ein-
hver ræskir sig og
hrækir af lífs og sálar
kröftum úti á ganginum. Það er
engu líkara en tannburstinn hafi
hrokkið ofan í lungun á aumingja
manninum. Norðangarrinn næðir
innum gisna gluggana, svo ljósblá-
ar plastgardínurnar lyftast frá
kölkuðum steinveggnum. Glugg-
arnir eru tvöfaldir, en einhvern
tímann hafa báðir ytri gluggarnir
brotnað í stormi. Annar hangir á
einum hjörum en hinn er bundinn
aftur með sárabindi. Næturhjúkr-
unarkonan kemur inn og réttir
mér hitamælinn, sem ég sting
möglunarlaust undir armkrikann
og hjúfra mig aftur undir sæng-
ina. Svo setur hún frá sér stóran
hitabrúsa fullan af sjóðheitu vatni
og brosir vingjarnlega til mín. Nýr
starfsdagur er að hefjast á Bei Yi
San Yuan — þriðja sjúkrahúsinu í
Peking. Mér verður ósjálfrátt
hugsað til frásagna af elstu ís-
lensku sjúkrahúsunum, þegar ég
staulast á fætur og tek að þrífa
mig.
Allt byrjaði þetta þegar tíðinda-
maður Morgunblaðsins hneig fár-
sjúkur niður með sprunginn maga
um hábjartan dag á heimavistinni
austur í Peking. Nærstaddir
hringdu umsvifalaust á lækni
skólans, sem harðneitaði að koma
á vettvang, uns haft hafði verið í
hótunum við hann. Hann hafði þó
engin ráð tiltæk önnur, en að
slæva sársaukann með hláturgasi,
sem hann dældi upp í mig með
gúmmíslöngu úr koddalöguðum
físibelg. Og ekki var hægt að
flytja mig á spítala, fyrr en ábyrg-
ur kennari hafði komið til skjal-
anna og fullvissað sig um að ég
hefði öll skjöl á reiðum höndum til
þess að fá inngöngu á sjúkrahúsið.
Engir sjúkrabílar
í Peking
„Það eru engir sjúkrabílar í Pek-
ing,“ upplýsti hún og sletti svartri
fléttunni aftur á bak, orðum sín-
um til áréttingar. Það var því ekki
um annað að ræða en drösla mér
inn í aftursætið á Shanghai-
drossíu skólans og keyra mig með
tilheyrandi flauti niður á Bei Yi
San Yuan-sjúkrahúsið. Raunar
hef ég séð marga sjúkrabíla hér í
Peking, en þar sem skólinn kostar
sjúkraflutninga og heilsugæslu
nemenda, er ekki kallað á sjúkra-
bíl, nema mikið liggi við. Á Bei Yi
San Yuan upphófst mikil reki-
stefna út af mér. Ungur og tauga-
veiklaður læknanemi tók að
þrýsta og pota víðs vegar i mag-
ann á mér, meðan hópur af for-
vitnum borgarbúum safnaðist
saman um okkur og fylgdist með
af áhuga. Læknaneminn var
sannfærður um að þetta væri
botnlangabólga og það þýddi ekk-
ert að benda honum á 20 ára gam-
alt ör á kviðnum á mér. Slíkt til-
heyrði auðsæilega ekki vísinda-
legri rannsókn og var ósamboðið
lærðum iækni. Hann ýtti höndinni
vinsamlega burt og hélt áfram að
pota og kreista þar til ég hélt að
hann myndi drepa mig. Og sífrinu
um kvalastillandi lyf var svarað
með umburðarlyndu brosi og upp-
lýsingum um að botnlangasjúkl-
ingar þyrftu ekki slík lyf. Nær-
staddir ræddu málin af miklum
hita og sífellt bættust fleiri í hóp-
inn sem stungu höfðunum inn um
dyrnar á herberginu.
Dílabrcnnsla og
nálarstungur
f nærliggjandi herbergi var
mikið fjaðrafok út af óvæntri og
óboðaðri heimsókn minni á
sjúkrahúsið. Skrifstofufólkið gat
ekki skipt peningum og neitaði að
taka við hærri upphæð en fram
átti að leggja. Áuk þess hafði
sjúklingurinn ekkert sendiráð og
hver átti þá að skrifa undir papp-
írana, ef til skurðaðgerðar kæmi?
Norskur skólafélagi minn hringdi
þá í norska sendiráðið og þar vissu
menn að danska sendiráðið hefði
verið fslendingum innan handar
hér í Peking. Og um síðir hringdi
danska sendiráðið og gekkst í
ábyrgð, fyrir hugsanlegum fram-
kvæmdum. Þar með var allt
klappað og klárt frá sjónarhóli
skriffinnanna, enda búið að leita í
vösum sjúklingsins og finna rétta
mynt til að borga innganginn.
Læknaneminn sat enn og þukl-
aði mig og varð æ vissari um sjúk-
dómsgreiningu sína. Og þegar yf--
irlæknirinn var búinn að fyrir-
skipa uppskurð með hraði og
heimta morfíngjöf og röntgen-
myndatöku, sat hann enn og blað-
aði í handbók læknanema, til að
kynna sér einkenni botnlanga-
bólgu.
Skurðstofan var stórt og kulda-
legt herbergi með hvítkölkuðum
og flögnuðum veggjum. Eitt
skurðborð stóð á miðju gólfi og
yfir því hékk risavaxinn lampi.
Inni í honum var heilmikið dýra-
líf, bæði flugur og kóngulær, sem
ég stytti mér stundir við að horfa
á meðan ég beið þess að skurðað-
gerðin hæfist. Þrjár stundir voru
nú liðnar frá því ég hneig niður.
Sjúkrahúsið er korters aksturs frá
skólanum.
Kínverjar eiga langa og merki-
lega sögu í lækningum og þar
kennir margra grasa. Líklega
státar engin þjóð af slíkri auðlegð
sem forn læknisdómur er í Kína.
Mér var tilkynnt, að ég yrði
mænustunginn og deyfður með
nálarstungum og dílabrennslu.
Dílabrennsla fer þannig fram, að
litlum hnoðra af jurt sem Moxa
heitir er hnoðað á hárfína nál,
sem síðan er stungið í kropp sjúkl-
ingsins. Á eftir er kveikt í jurtinni
og hitinn frá brunanum veldur
svipuðum áhrifum og nálarstunga.
Meðan ég seig inn í þungt mók,
var tréramma með óhreinum og
blóðugum dúk komið fyrir yfir
höfði mér, svo ég sæi ekki til
skurðlæknanna, sem teknir voru
að brýna busana. Ég mókti meðan
á aðgerðinni stóð, en minnist þess
þó að hafa talað við skurðhjúkrun-
arkonuna sem stóð við höfðalagið
tvívegis.
Aðbúnaður og eftirköst
Þegar ég vaknaði sat skólafélagi
minn yfir mér. Hún upplýsti mig
um það, að skólafélagar mínir
hefðu skipst á að vaka yfir mér
um nóttina, því næturhjúkrunar-
konan svaf. Heljarmikil hand-
pumpa var tengd við slöngu sem
þrædd var um nös mér ofan í mag-
ann, eða það af honum sem enn
var innanborðs. Alls konar pípur
og slöngur héngu í flækjum utan á
mér og öllu þessu stýrðu skólafé-
lagar mínir. Enginn þeirra hefur
reynslu eða menntun í hjúkrun.
Starfsfólk spítalans var afskap-
lega vinsamlegt, en sá hængur var
þó á, að það sinnti ekki störfum
sínum að sama marki og ég vænti
af því, út frá reynslu af íslenskum
sjúkrahúsum. Þannig varð ég að
þrífa mig sjálfur og öðru hvoru
gleymdist að gauka að mér mjólk-
urglasinu, sem ég þó hafði leyfi til
að sötra í mig.
Hreinlætið á Bei Yi San Yuan
var ekki beinlínis til fyrirmyndar.
Fyrir kom að magaslangan stífl-
aðist og þá þurfti að soga stífluna
úr með sprautu og hjúkrunarkon-
urnar spýttu miður geðslegu inni-
haldi hennar ævinlega eftirá í
hornið hægra megin við höfða-
gaflinn minn. Raunar var gólfið
sópað með blautum kústi einu
sinni á dag, en þvottalög sá ég ekki
meðan ég dvaldist á sjúkrahúsinu.
Salernin voru með ólíkindum
óhrein og líktust helst flór í niður-
niddu fjósi. Áhöld og verkfæri
lágu í einhverskonar hreinsilög,
en voru þó ekki hreinni en það, að
tíðindamaður Morgunblaðsins í
Peking fékk alls kyns bólgur og
sýkingar fyrir vikið. Lyfjagjöf var
fremur fábrotin, 8 töflur af
C-vítamíni og annað eins af
B-vítamíni á degi hverjum. Þá var
mér tilkynnt, að of mikil verkjalyf
yrðu bara til að gera mig að
eiturlyfjasjúklingi og þess vegna
voru þau tekin af mér á öðrum
degi sjúkrahússdvalarinnar. En
Kína er fátækt land og lyf eru dýr.
„Það eru bara
hundarnir“
Fyrstu dagana lá ég í bælinu og
gat mig ekki hreyft. En þegar ég
fór að hressast, ranglaði ég um
gangana og skoðaði sjúkrahúsið.
Kínversku sjúklingarnir voru
kappklæddir og höfðu náttfötin
yst klæða. Mikið af ættingjum og
vandamönnum sat yfir sinum
nánustu og aðstoðaði við hjúkrun-
ina. Margir komu með mat handa
sjúklingunum, enda matur dýr á
sjúkrahúsinu. Kínverjar eru árris-
ulir og iðnir. Þess vegna var eng-
inn vakandi á Bei Yi San Yuan
eftir ellefu á kvöldin nema ég og
það af starfsliðinu, sem ekki svaf.
Fyrsta kvöldið sem ég hafði fulla
rænu hrökk ég í kút við einhver
skelfilegustu óhljóð sem ég hef
heyrt. Nístandi ýlfur barst neðan
úr kjallara og bergmálaði í stein-
veggjunum og ég var sannfærður
um að þau kæmu frá skurðstof-
unni. Deyfilyfin eru svo dýr. Þegar
ég spurði lækninn um þessi hljóð,
svaraði hann afsakandi, „það eru
bara hundarnir“. Niðri í kjallara
fór nefnilega fram vísindaleg
rannsókn á lifandi dýrum í þágu
mannkynsins. Þótt ég sé ekki and-
vígur framvindu þjóðfélagsins,
átti ég bágt með að sofna meðan
ég var að venjast þessum óhljóð-
um.
Þegar ég útskrifaðist frá Bei Yi
San Yuan, fjórtán dögum eftir
innlögn, kvaddi læknirinn mig
með þessari hughreystingu:
„Mundu svo, að ef þú borðar
eitthvað sem þér verður illt af,
skaltu ekki borða það aftur.“
TIL SÖLU
Báturinn er 11 tonn og honum fylgja 6 rafmagns-
handfæravindur, netabúnaður og net.
Upplýsingar í síma 35494 eftir kl. 20.00.
TÖLVUFRÆÐSLA
Tölvuval — undirbún
ingur og framkvæmd
Tilgangur námskeiðsins er að gera þátttakendur færa um
að taka ákvarðanir varðandi undirbúning og framkvæmd
tölvuvæðingar og val tölvubúnaöar fyrir eigin fyrirtæki.
Leiðbeinandi:
Þarfnast fyrirtækið tölvu?
— Hvað á að tölvuvæða?
— Hvenær er rétti tíminn til að tölvu-
væðast?
— Með hvaða búnaði á að tölvuvæða?
Efni: Fjallað verður um alla verkþætti
tölvuvæðingar frá undirbúningi til vals
tölvubúnaðar. Auk þess verður fjallað
sérstaklega um áhrif tölvuvæðingar á
stjórnskipulag og starfsfólk fyrirtækis-
ins.
Páll Pálsson
hagverkfræðingur.
Námskeiðið er ætlað framkvæmdastjórum og öðrum þeim
stjórnendum sem taka þátt í ákvörðunum um tölvuvæðingu
og val tölvubúnaðar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur þekki
helstu hugtök á sviði tölvutækni og kerfisfræöi.
Staður: Síöumúli 23, 3. hæð.
Tími: 16,—18. febrúar kl. 13—18.
RITVINNSLA I
Notkun ritvinnslukerfa viö vélritun hefur nú rutt sér til rúms
her a landi. Tilgangur þessa námskeiðs er að kynna rit-
vinnslutæknina og kenna á ritvinnslukerfiö ETC sem er
tengt tölvu Skýrsluvéla ríkisins ,
og Reykjavíkurborgar. Leióbemendur:
Efni:
— Hvað er tölva?
— Áhrif tölvuvæðingar á skrifstofu-
störf.
— Þjálfun á ritvinnslukerfið ETC.
Námskeiðið er ætlað riturum sem vinna
við vélritun bréfa, skýrslna, reikninga
o.fl. og nota eða munu nota ritvinnslu-
kerfi tengd stórum tölvusamstæðum á
vinnustað.
Leiðbeinendur á þessum námskeiöum
eru Kolbrún Þórhallsdóttir og Ragna
Siguröardóttir Guðjohnsen, sem báöar
eru sérhæfðar í kennslu á ritvinnslu-
kerfi.
Ragna
Sigurðardóttir
Guöiohnsen
Staður: Ármúli 36, 3. hæö, (gengið inn
frá Selmúla).
Tími: 21.—25. febrúar kl. 09.00—
13.00.
1
Kolbrun
Þórhallsdóttir
u-,,. . . wumaiisaoinr
Þatttaka tilkynmst til Stjórnunarfélagsins í
síma 82930.
SUÚRNUNABFÉLA£
ÍSLANDS^H
SÍÐUMULA 23 SÍMI 82930