Morgunblaðið - 06.02.1983, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983
69
Jakob Magnússon hér, en ekki
Anna Björns. Hver veit nema
hún geri grín aö honum líka.
Anna Björns
gerir grín
aö rokkurum
nútímans
Anna Björns, scm við íslend-
ingar getum augum barið í kvik-
myndinni „Með allt á hreinu"
þessa dagana, hefur að undan-
förnu staðið í ströngu við leik í
einu stærstu hlutverkanna í
stórmynd, sem framleidd er í
Hollywood. „Get crazy“ heitir
þessi mynd og í henni er ákaft
grín gert að rokkinu og þá sér í
lagi rokki nútímans og stórstjörn-
um þess.
Aðalhlutverkið í þessari mynd
er í höndum hins heimskunna
leikara, Malcolm McDowell, sem
menn ættu að þekkja úr eftir-
minnilegum hlutverkum hans í
„Clockwork Orange" og „Cali-
gula“. í „Get crazy“ leikur
McDowell enska rokkstjörnu,
sem kölluð er Reggie. Lýsir
McDowell Reggie þessum sem
eigingjörnum náunga, sem hef-
ur einangrað sig frá raunveru-
leikanum.
I nýjasta hefti breska tíma-
ritsins „Movies & Video", er
fjallað um myndina og skýrt frá
því, að McDowell viðurkenni að
hafa stolið einu og öðru frá þeim
Rod Stewart og Mick Jagger í
leik sínum. Leiðir blaðið getum
að því, að þeir kump.ánar verði
litlir vinir McDowels eftir að
þeir hafi barið myndina augum.
Anna Björns, eða Anna Björn
eins og blaöið nefnir hana, leik-
ur sætu skvísuna, sem hangir
utan í rokkstjörnunni. Ber hún
nafnið Countess Chantamina,
(var einhver að tala um Mari-
anne Faithfull?).
Skemmtun SATT, „Konur í framlínu“, í Broadway í kvöld:
Konur í popp- og jasstónlist
verða í framvarðasveitinni
SATT bætir enn einni skrautfjöðr-
inni í hatt sinn í kvöld þegar
skemmtun undir yfirskriftinni
„Konur í framlínu" fer fram í veit-
ingahúsinu Broadway. A skemmtun
þessari verða konur í fyrirrúmi eins
og yfirskriftin bendir til og það ekki
neinar af lakara taginu (ekki svo að
skilja að konur séu yfirleitt eitthvað
annað en fyrsta flokks).
Ef farið er yfir nöfn skemmti-
kraftanna í kvöld kemur strax í
ljós, að af nógu er að taka. Við
förum ekkert í manngreinarálit
hér á Járnsíðunni og nefnum fyrst
Tappa tíkarrass með Björk Guð-
mundsdóttur í broddi fylkingar.
Auk þeirra koma Grýlurnar, með
Ragnhildi Gísladóttur sem drif-
fjöður, fram, svo og ný hljómsveit,
sem nefnir sig Bakkabræður.
Hljómsveitin Bakkabræður er
skipuð þeim Bergþóru Árnadóttur,
Grímu Guðjónsdóttur og Önnu
Maríu hvers föðurnafn var ekki
vitað. Þeim til trausts og halds
verður Gísli Helgason. Stúlkurnar
vilja taka það fram, að nafnið
Bakkabræður sé í þessu tilviki
notað í kvenkyni. Beygingin því
Bakkabræður, um Bakkabræður,
frá Bakkabræðum og til Bakka-
bræða. Hljómsveitin kemur fram
fyrsta sinni í kvöld.
Jazzunnendur fá heilmikið fyrir
sinn snúð, rétt eins og poppaðdá-
endur. Oktavía Stefánsdóttir
jazzsöngkona sem lítt eða ekkert
hefur heyrst til hérlendis en hefur
sungið við góðan orðstír í Dan-
mörku um margra ára skeið, treð-
ur upp í kvöld ásamt jazzkvartett
Jazzvakningar. Kvartettinn er
skipaður þeim Kristjáni Magnús-
syni/píanó, Árna Scheving/bassa,
Guðmundi Steingrímssyni/-
trommur, og Birni Thoroddsen/-
gítar.
Auk þessara gesta, sem hverjir
eru öðrum betri, kemur sænska
jazzhljómsveitin Salamöndrurnar
fram, en hún er einvörðungu skip-
uð kvenfólki. Er ekki að efa, að
hún á eftir að vekja verðskuldaða
athygli Það má hins vegar segja
nú eins og svo oft áður, að sjón er
sögu rfkari.
Kynnir í kvöld verður hin góð-
kunna Edda Andrésdóttir og Egill
Ólafsson verður sérstakur gestur
og treður væntanlega upp með
Grýlunum í nokkrum vel völdum
lögum.
Þorravakan hjá |\
MS að hef jast
— popptónleikar og margt annað áhugavert
Tvær góðar
gefast upp
Tvær af þekktustu poppsveitum
íra hafa nú gefið upp öndina. Þetta
eru flokkarnir Thin Lizzy og Stiff
Little Fingers.
Meðlimir Thin Lizzy segjast
vera orðnir þreyttir á „ströggl-
inu“, sem fylgir hljómsveitabrans-
anum, en hafa engu að síður
ákveðið að halda í kveðjutónleika-
ferð.
Ástæðurnar fyrir uppgjög SLF
munu vera svipaðar. Meðlimirnir
telja sig m.a. ekki hafa notið
verðskuldaðra vinsælda. Safn-
plata með SLF er væntanleg.
Menntaskólinn við Sund gengst
fyrir sinni árlegu þorravöku dagana
9.—15. febrúar nk. Þorravaka þessi
felst fyrst og fremst í því, að nem-
endur jafnt sem kennarar lyfta sér
upp frá hinu hefðbundna náms-
amstri. Vinna þeir þess í stað í hóp-
um að hugðarefnum sínum. Að
þessu sinni eru hóparnir um 35 tals-
ins. Má þar t.d. nefna hópa um
dulspeki, pönk, hesta, bardaga- og
leiklist.
Auk þess verða á þessari þorra-
vöku ýmsar uppákomur, s.s.
hljómleikar og kvikmyndasýn-
ingar. Fimmtudaginn 10. febrúar
verða aðalhljómleikarnir, en þeg-
ar þetta er ritað hefur ekki verið
ákveðið hvaða hljómsveitir leika,
en Grýlurnar hafa þó verið nefnd-
ar.
Daginn eftir, á föstudag, verður
síðan efnt til hljómsveitakynn-
ingar og hafa einar sjö sveitir boð-
að komu sína. Þetta eru Svart/-
hvítur draumur, Haugur, Véband-
ið, Hin konunglega flugeldarokk-
sveit, Trúðurinn, Englabossar og
Vonbrigði. Hljómleikarnir verða í
leikfimisal skólans og hefjast um
kl. 20.30. Öllum er heimill aðgang-
ur.
Nemendur skólans munu einnig
starfrækja útvarpsstöð dagana
sem þorravakan stendur yfir.
Verður útvarpað á FM-bylgju og
ættu útsendingar að nást í ná-
grenni skólans. Efnið byggist
einkum upp á popptónlist, auk
þess, sem fréttum frá skólanum
verður skotið inn í. Þá verður
nemendum skólans gefinn kostur
á að koma með eigið efni til flutn-
ings. Reyndar er hverjum sem er
boðið að koma með efni, þannig að
telji menn sig hafa eitthvað
skemmtilegt fram að færa er um
að gera að taka það upp á segul-
band og koma því til útvarpsráðs
skólans.
Fyrir þá, sem hafa áhuga, verð-
ur útvarpað á þessum tímum alla
dagana. Frá kl. 08.30 til 09.15,
12.00 til 13.50, 15.30 til 17.30, 19.30
til 20.30 og frá kl. 23.00 til mið-
nættis stangist það ekki á við
uppákomur. — DP/— SSv.
Ragga Gísla í Grýlunum skartar sínu fegursta í kvöld.
Mezzoforte færir sig upp á skaftið hjá Bretum:
Þvílíkt og annað eins!
Þaó fór eins og við spáðum, þegar
við vorum hér að segja frá góðum
dómum Mezzoforte í Record Mirror
fyrir skemmstu, að e.t.v. liði ekki á
löngu þar til nafn hljómsveitarinnar
færi að sjást á vinsældalistum í
Bretaveldi. Við hétum lesendum vor-
um því að hafa augu og eyru opin og
vangaveltur okkar um hugsanlega
frægð og frama Mezzoforte gætu
verið að rætast að einhverju leyti.
í síðasta hefti Record Mirror,
dagsettu þann 29. janúar, getur að
líta nafn sveitarinnar á lista
plötuverslanakeðjunnar Our
Price, sem auglýsir mjög mikið í
breskum poppritum og hefur mik-
ið umfangs. Þar er plata Mezzo-
forte „Surprise, Surprise" í 44.
sæti af 60 plötum, sem á listanum
eru. Þótt listi þessi segi e.t.v. ekki
mikið um sölu plötunna'r' gefur
hann þó ákveðna vísbendingu um,
að heilmikið sé um hana spurt og
hún keypt.
Það, sem meiru máli kann þó að
skipta fyrir vinsældir Mezzoforte í
Englandi er, að hljómsveitin
kemst inn á diskó-listann hjá Rec-
ord Mirror í fyrsta skipti með 12
tommu plötuna með lögunum
Garden Party og Funk Suite No. 1.
Situr platan í 67. sæti listans, en
alls eru 85 plötur á honum. Listi
þessi er gerður af verslunum, sem
sérhæfa sig í sölu á diskóplötum
fyrir þá dansóðu.
Þótt þetta séu vissulega gleði-
legar fréttir er engin ástæða til að
taka bakföll af gleði. „Instru-
mental“-tónlist á mjög erfitt upp-
dráttar í Englandi alla jafna. Ekki
bætir úr skák ef menn eru hvorki
breskir eða bandarískir.
Listi Our Price yfir 60 mest
seldu plöturnar hefur aðeins að
geyma fimm plötur með „instru-
mental“-tónlist. óhætt er að
segja, að strákarnir í Mezzoforte
séu þar í góðum félagsskap, því
þeir fjórir aðrir, sem á listann
komast með umrædda tegund tón-
listar eru engir aðrir en Incanta-
tion, Sky, Richard Clayderman og
John Williams. Á listanum eru
líka bara fjórir „útlendingar":
Men At Work, ABBA, Riehard
Clayderman og Mezzoforte. „Því-
líkt og annað eins.“
Sabbath hugsar sér til hreyfings
Töluvert er nú um liðið frá því
eillhvað heyrðist í Black Sabbath.
Hljómleikaplata þeirra er reyndar
nýverið komin út, beinlínis sett til
höfuðs hljómleikaplötu Ozzy Oz-
bourne.
Höfuðpauramir, Tony Iommi og
Geezer Butler, eru nú að hugsa sér
til hreyfings á ný og eru á höttunum
cftir efnilegum mönnum. Ronnie
James Dio sagði skilið við sveitina,
en í mesta bróðerni. Var það helst
ágreiningur um „sánd“, sem olli
skilnaðinum.
„Ronnie vildi hafa „sándið" hjá
okkur eins og hjá Tom Joncs, en við
vildum hafa það heldur grófara,"
sagði Geezer. Ekki náðist samkomu-
lag og þar ineð skildi leiðir.
Geezer Butler hefur sagt, að að-
dáendur Sabbath (ef þeir eru þá til
ennþá) muni ekki verða fyrir von-
brigðum með væntanlega liðsskipan
flokksins því aðeins verði valdir úr-
valsmenn.
-EO ZEPPCLIN
v'OOA
IMAGINATION
N THl m, A* v.'f -Hl N ,H'
ORlGINAL SOUNOTRACK
I T
BLANCMANGE
.-.APPv f AMU t S
MELBA moore
WpTRACK
46 38
47 45
48 46
FLOCKOf SEAGULLS
L.lVk.'E *l :
JONI MITCMELL
61 71
62 58
FIRE SHE'S GOT TO BE IA DANCERI/I M DOWN FOR THAT, Jerry
Kmght. US A&M LP
THÉ PREACHER'ASPHALT GARDENS. George Howard, US Palo Alto
.l,S-E I P
FEELIN HOT (INSTRUMENTAL}, Futura, US Reelin & Rockin 12in
FALL IN LOVE WITH ME, Earth Wind & Ftre, CBS 1 2m
STEP IN THE LIGHT/YOUNG FREE AND SINGLE, Sunfire, US Warner
Bros L.P
I I 1 iTF AROLiNn Outi.iil Smniiju All.-rnn,- 1 t
46
GAILDLN PAHTY.Í UNK SLIÍTF NO 1 M,Stmn'.'.r 1 ?„f
TOO TOUGH/AIN T NOTHING LIKE THE REAL THING/IS THIS A
DREAM/LOVE YOU TOO MUCH. Angel Bofill. US Ansta LP
69 42 HUEVO DANCING/CHIMENTAL MIX, Fresh Face. US Catawba 1 2m
70 72 I LL BE IHERE/YOU CAN T TAKE MY LOVE/PARADISE/I KNEW IT