Morgunblaðið - 06.02.1983, Síða 36

Morgunblaðið - 06.02.1983, Síða 36
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 _____________________ ______________■ 'W? VsLtra! . „éq v/ii. hafa. ■fremur stutt og 6kipt í miðju " ósí er... ^xx ... að gefa honum léttan koss þegar hann sefur. TM Bag U.S. Pat Ott -alt rights reswvwt e1983 Los Ang*1** Times Syndicate Hér með Ijúkum við þættinum um vaxandi ofbeldi í þjóðfélaginu. Nei þú átt ekki að fara útaf. — Þú hefur lagt hílnum þínum svo illa. Hvalasaga hin nýja BéDé skrifar: „Hver var að segja, að „Valli víðförli" væri skynslaus skepna? Hvernig stendur á þvi, að póli- tískir sagnfræðingar dýraríkisins, sem verið hafa undanfarið að tjá sig í blöðum, útvarpi og sjónvarpi, vegna hingað komu Valla, hafa ekki flett uppí hinu ágæta riti Theodórs Einarssonar, skálds þeirra Akurnesinga, sem út var gefið árið 1981 og heitir því mat- arlega nafni Allt í steik“? Það hefur ekki farið fram hjá einu einasta mannsbarni hér á landi, og líklega fáum á eyjunum hér næst okkur, Bretlandseyjum, Færeyjum og Grænlandi, að rost- ungurinn Valli víðförli, er nú aft- ur kominn til íslands á sínar fyrri slóðir eftir mikið volk í mesta skammdegi ársins og erfiða ferð gegnum hæðir og lægðir veður- fræðinganna. Hér skal því skotið inní til fróð- leiks, að tímaritið Ný vísindi skýrði nýlega frá því, að Rússum hefði tekist að sanna með rann- sóknum austur þar að auk mannskepnunnar hafi rostungar sérstakan innbyggðan kompás í nefinu. Það er nú orðið ljóst, að Valli víðförli er aðeins of snemma á ferðinni, sem getur ekki stafað að öðru en því, að dýrið hafi ekki ver- ið rétt matað á upplýsingum. — En hvað um það, ég hefði gaman af að sjá framaní þann sérfræð- ing, sem þyrði að halda því fram í alvöru, að kempan Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra, hafi ekki vitað lengra fram í tímann en nef hans nær, þegar hann greiddi götu Valla árið 1981, til hinna uppruna- legu heimkynna sinna. I riti Theodórs Einarssonar á bls. 5—7 má lesa eftirfarandi: „Eins og allir hafa heyrt ákvað einn grænlenskur rostungur að fara í reisu til sólarlanda eins og tíðkast nú til dags. Hann hafði heyrt um basl hjá Flugleiðum og ákvað að fara á eigin spýtur. Synti hann sem leið lá suður um höf og hugðist millilenda á Bret- landseyjum, sem hann gerði. En þá stóð þá yfir brúðkaup aldarinn- ar. Þegar hann fann lyktina af gæs- um og grísum, akurhænum og antilópum, að ógleymdum laxin- um, sem Kalli veiddi í Vopnafirði í fyrra, stóðst hann ekki mátið. Renndi Valli sér nú upp að strönd- inni og horfði alvarlegum rost- ungsaugum á alla dýrðina. Fólki varð líka starsýnt á hann, skríngi- legan með eina tönn í munni. Einn konunglegur hirðmeistari gaf honum nafn. Hér eftir skyldi hann heita „Valli víðförli". Þá var ákveðið að Valli skyldi ekki fara lengra. Hann skyldi aft- ur heim til Grænlands með fyrstu ferð. Hvernig átti hann að komast heim? Gunnar forsætisráðherra íslands var staddur á enskri grund um þessar mundir, svona til að sýna sig og sjá aðra. Gunnar er dýravinur mikill, enda hefur stjórnarandstaðan ekkert undan honum að kvarta á því sviði. Hann frétti af vandamálum Valla víð- förla. Spánarreisan hans að engu orðin og hann í erfiðleikum með Falskur fréttaburður Jórsalafari skrifar: „Velvakandi. Ég þakka fyrir grein Ragnars Magnússonar í Morgunblaðinu í gær (miðvikudag), um rangar og rangtúlkaðar fréttir, þótt ég sé sannfærður um, að okkar ágæti útvarpsstjóri eigi þar ekki nokk- urn hlut að máli. Það hefur oft verið bókstaflega ægilegt að heyra, lesa og sjá síðastliðið ár, hve oft hefur verið hallað á ísra- el af fréttamönnum útvarps og blaða. Þeir ættu þó að muna hvílíkar skelfingar slíkur áróður hefur haft í för með sér á þess- ari öld fyrir Gyðinga og raunar fyrir Vesturlandaþjóðirnar, þvi að hinn óafmáanlegi skuggi grimmdarathafnanna í Þýska- landi gæti aldrei gleymst. Hins vegar minnist ég þess ekki að ég hafi nokkurn tíma orðið þess var, að ísraelsþjóð hafi framleitt einn einasta hryðjuverkamann og aldrei herjað á neinn, nema þegar á þá hefur verið ráðist, síðan þeir urðu þarna þjóð í annað sinn. Eins ætti ekki að gleyma því, að engin þjóð hefur verið jafn auð- ug að manngildi, gáfum, snilli, og manngöfgi mætti einnig nefna, því að besti sonur mannkyns er hennar barn, og í visindum, listum og bókmennt- um stendur þessi smáa, hrjáða þjóð ofarlega ef ekki æðst allra. Eins mætti minna á, að þrátt fyrir allt, sem um hrakninga og landflótta Palestínumanna hef- ur verið sagt, bæði satt og ósatt, þá býr engin Arabaþjóð við svo mikla farsæld sem sú milljón þeirra sem er innan landamæra Israels og nýtur þar trúfrelsis, HÖGNI HREKKVÍSI Þessir hringdu . . . Eg mundi segja að ég væri alfarið á móti þessu Gestur Sturluson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Töluvert hefur verið fjallað um móðurmálið í útvarpi og blöðum undanfarið og er það vel. Það hef- ur m.a. verið rætt um framburð, slettur o.s.frv. Ég ætla mér ekkert að fara út í þá sálma, enda væri ég þá kominn út á hálan ís, þar sem ég er enginn málfræðingur. Mig langar þó að minnast hér á slæm- an galla í málfari fólks, ekki síst í fjölmiðlum, galla sem hefur farið vaxandi á seinni tímum. Það er orðfæð og ofnotkun vissra orða. Ég ætla að taka hér tvö dæmi. Það er þá fyrst þetta sífellda „ég mundi segja“ ef einhver er spurð- ur álits á einhverju, þá er svarað nær undantekningarlaust: „Ég mundi segja ..." sem er auðvitað alrangt, þar sem spurningin er borin fram í nútíð og því eðlilegt að svarið sé það einnig. Og svo eru til önnur orð í þessu sambandi, sem mætti nota svona einstöku sinnum til tilbreytingar, svo sem: Ég tel ..., Ég álít ..., Ég held ... o.s.frv. Svo er það annað orð sem hefur bókstaflega riðið húsum hjá okkur undanfarið og hefur farið ansi mikið í taugarnar á mér. Það er orðið „alfarið", t.d.: Ég er alfarið á móti þessu ... Ég er alfarið sam- þykkur þessu ... Ég er alfarið ósammála ... Nú ku þetta ekki vera rangt, svona strangmálfræði- lega séð, en það eru bara til orð, sem fara miklu betur í sumum til- fellum. Þau heyrast þó helst aldr- ei, ekki frekar en þau væru ekki til, svo sem: „alveg", „eingöngu", „algjörlega" o.s.frv. Orðið „al- farið" finnst mér ekki eiga að nota, nema þegar maður ætiar eitthvað „alfarinn" frá stað sem maður hefur dvalið á. Þessi ofnotkun sumra orða, sem hver apar eftir öðrum, er að mínu mati alvarlegt hnignunarmerki. Hún gerir málið sviplaust og flatn- eskjulegt, ber vott um litla máltil- finningu og það sem verst er: and- legan sljóleika. Sameiginlegur fjárhagur fjölskyldunnar Magnús Jónsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég get ekki lengur orða bundist yfir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.