Morgunblaðið - 16.02.1983, Page 5

Morgunblaðið - 16.02.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 5 íslenzk karnival- drottning til Ríó Útsýn efnir til karnival-hátíöar og ferða- kynningar á Broadway á konudaginn MORCUNBLAÐINU barst í gær eftir- farandi fréttatilkynning frá Ferða- skrifstofunni Útsýn. „Bolludagur, sprengidagur og öskudagur er eini vísir þeirra há- tíðahalda á íslandi, sem víða fara fram með miklum glæsibrag erlend- is dagana fyrir föstuinngang og nefnast karnival eða kjötkveðjuhá- tíð. Vegleg hátíðahöld með dansi og dunandi tónlist, skrúðgöngum, skemmtunum, þar sem fólk klæðir sig í alls konar gervi, og hvers kyns uppákomur setja svip sinn á allan borgarbrag víða um heim á þessum tíma árs, og er hápunktur hátiða- haldanna á miðvikudag fyrir föstu- inngang, sem við köllum öskudag. Karnival-hátíðir í Köln og Nice er með þeim frægustu í Evrópu, en Karnival í Ríó slær þó allt út í þess- um efnum, þar sem göturnar fyllast af dansandi og syngjandi fólki svo dögum skiptir. Ferðakynning Útsýnar í Broad- way nk. sunnudagskvöld verður með nýstárlegu sniði, þar sem fólki gefst kostur á að taka þátt f karnival- hátið að erlendri fyrirmynd með hvers konar skemmtun og uppátækj- um. Fólk er hvatt til að klæðast grímubúningi eða öðrum óvenju- legum klæðnaði, til þess að undir- strika karnivalstemmninguna, en grímubúningur er ekki skilyrði, og geta gestir þannig klæðst venju- legum fatnaði eftir vild. Stórverð- laun verða veitt fyrir frumlegustu og skemmtilegustu búningana, m.a. ókeypis flugfar til Ríó de Janeiró í boði Útsýnar og brasilíska flugfé- lagsins VARIG. Kjötkveðjuhátíðin hefst kl. 19.00 með fordrykk og leik lúðrasveitar, en veislan verður til- reidd á hinu stóra sviði Broadway, þar sem blandaðir kjötréttir verða glóðarsteiktir fyrir augum gesta. Heiðar Ástvaldsson og Áuður Har- aldsdóttir, ein fyrrv. ungfrú Útsýn, sýna suður-ameríska dansa. Valin verður karnival-drottning Útsýnar úr hópi gesta. Efnt verður til óvenju- legrar tízkusýningar og spilað bingó um 3 veglegar Útsýnarferðir til sól- arlanda. Hljómsveit Björgvins Hall- dórssonar heldur uppi fjöri í dansin- um meðan kvöldið endist. Brasilískir gestir koma fram f.h. flugfélagsins Varig og margt fleira verður til gamans gert eins og jafnan á Út- sýnarkvöldum. Hin nýja sumaráætl- un Útsýnar verður kynnt og mynd- bandasýning og ferðaþjónusta í gangi í neðri sal.“ * Sinfóníuhljómsveit Islands: Níundu áskriftartón- leikarnir á Næstkomandi fimmtudag, 17. febrú- ar, mun Sinfóníuhljómsvet íslands halda níundu áskriftartónleika sína á þessu starfsári og eru það fyrstu tón- lcikar síðara misseris, kl. 20.30 í Há- skólabíó. Verkefni: Saint-Saens: La Muse et le Poéte op. 132, Mozart: Sin- fónía nr. 25, og Brahms: Konsert fyrir fiðlu, selló og hljómsveit. Stjórnandi tónleikanna er aðalhljómsveitarstjóri hljómsveitarinnar, Frakkinn Jean- Pierre Jacquillat. Einleikarar eru Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeistari og Nina G. Flyer frá Bandaríkjunum, sem undanfarin ár hefur verið fyrsti sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Jer- úsalemborgar. Guðný og Nína hafa leikið saman kammertónlist síðan fimmtudag þær voru við nám í Bandaríkjunum eða í hartnær fimmtán ár. Skömmu eftir að Guðný varð konsertmeistari við Sinfóníuhljómsveit Islands, 1975, réðst Nína til hljómsveitarinnar sem fyrsti sellóleikari og starfaði þar í eitt og hálft ár. Um sama leyti hljóp hún einnig um hálfs árs skeið í skarðið fyrir fyrsta sellóleikara í Harmonien í Bergen. Þær Guðný stofnuðu ásamt öðrum kammer- sveitina Reykjavík Ensemble, sem kom fram bæði hér heima og erlend- is og flutti fyrir utan klassísk tón- verk af ýmsu tagi talsvert af nýjum íslenskum og erlendum verkum við góðan orðstír. Þetta er í fyrsta sinn sem þær koma fram saman í tvíleik með hljómsveit. Borgarstjórn ákvað nýverið að kaupa nýja stólalyftu af Doppclmeyer-gerð sem sett verður upp í Bláfjöllum næsta sumar. Tilboð bárust frá 12 framleiðendum í ýmsum löndum, en Bláfjallanefnd mælti með kaupunum á Doppelmeyer-Iyftunni. Ýms önnur tilboð voru lægri, m.a. frá frönsku fyrirtæki, og meðal þcirra sem fund- ið hafa að meðferð tilboðanna er Ph. Moreau viðskiptafulltrúi í franska sendiráðinu. Morgunblaðið bað Moreau að segja álit sitt á stólalyftu- kaupunum. Hann sagði: „Það er ýmislegt við útboðið ög meðferð tilboðanna að athuga. Tvö af frönsku tilboðunum voru á sér- staklega góðu verði, frá Poma- galski og Montaz, en hið síðar- nefnda hefur m.a. reist lyftur í löndum með svipað veðurfar og á Islandi, það er í Kanada, Noregi og Nýja Sjálandi. Lyftuhús í Montaz-lyftu franska. Lyftuhús af þessari gerð er hægt að setja hvort heldur er fyrir ofan eða neðan lyftuna. I þessu tilfelli er húsið við neðri enda lyftunnar. „Hætta á að hér myndist einok- un fárra erlendra fyrirtækja“ - segir franski viðskiptafulltrúinn vegna lyftukaupa í Bláfjöllin Það var auðvitað þægilegast fyrir íslenzku verkfræðingana að velja þá lyftu sem þeir þekktu og til er hér á landi. En það er leitt til þess að vita að þeir skyldu ekki notfæra sér alla möguleikana sem í tilboðunum fólust. Þeir tóku til dæmis ekki boði margra keppi- nautanna um að koma og skoða tækin í gangi, og það sem meira er, þeir þáðu ekki boð útlendu fyrir- tækjanna um að hingað yrði send- ur fulltrúi til umræðna um tilboð- in. Þetta var innifalið í tilboðunum og hefði ekki kostað íslendinga neitt. Þvert á móti má ætla að koma þessara manna hefði aukið á gjaldeyristekjur íslendinga og fært Flugleiðum, hótelum og veit- ingahúsum nokkra viðskiptavini, nú þegar ferðamannastraumur er í lágmarki. Ég óttast að þessi afstaða ís- lendinga eigi eftir að hafa áhrif á viðskipti Islendinga við útlönd. Þessi viðskiptaaðferð virðist alltof ríkjandi hér á landi, og hættan er auðvitað sú að hér myndist nokk- urs konar einokun fárra erlendra fyrirtækja sem geta haldið hér uppi sínum lögum og sínu verði. Það kæmi í veg fyrir tæknilegan og viðskiptalegan samanburð, sem önnur tilboð kæmu til með að bjóða upp á. Ég sé ekki að Pomagalski geti leyft sér að gera lélegt tilboð vegna stöðu sinnar á alþjóðamarkaði. I þessu sambandi rifjast það upp, að stuttu eftir að ég kom hingað til lands, hitti ég af tilviljun einn af fyrirmönnum skíðaíþróttarinnar .. á hestamannamóti. Hann var ákaflega hreykinn vegna þess að Pomagalski hafði loksins heimsótt landið. Fyrir honum var Frakk- land „Poma“ og „Poma" tákn vetraríþróttanna. I millitíðinni vakti ég athygli annars fyrirtækis, Montaz, á því sem var að gerast í skíðalyftumál- um hér á landi. Montaz hefur mjög gott orð á sér vegna reynslu sem fengizt hefur af lyftum fyrirtækis- ins í löndum, þar sem veðurfar er svipað og hér á landi. Áhugaleysi Islendinga á sérunn- um tilboðum þessara fyrirtækja, Pomagalski og Montaz, gæti orðið til þess að þau missi áhuga á að vinna nánar fyrir ísland. Og ís- lenzkir skíðamenn fá ekki tækifæri til þess að bera saman hinar ýmsu lausnir tækninnar, en nokkrar þeirra bjóða upp á verulega sparn- aðarmöguleika." Verðfall á sængum og koddum J6x***K? 595.- 140x200 JCft-870^ 195.- 50x70 Nú er tœkifœrið að endurnýja rúmfatnaðinn Austurstræti 27211

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.