Morgunblaðið - 16.02.1983, Qupperneq 14
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983
Brjóstagjöf og barna-
matur Sigrúnar
eftir Katrínu
Fjeldsted
í lok ársins 1982 gaf Almenna
bókafélagið út bókina „Brjóstagjöf
og barnamatur" eftir Sigrúnu Dav-
íðsdóttur. Sigrún er löngu kunn af
skrifum sínum um mat og næringu í
„Pottarími“ sínu í Morgunblaðinu.
Að auki hefur hún sent frá sér tvær
matreiðslubækur.
Reyndar er Sigrún íslenzku-
fræðingur að mennt, og athyglis-
vert hvernig hún hefur haslað sér
völl meðal sælkera þessa þjóðfé-
lags og unnið sér sess í flestum
eldhúsum með uppskriftum sín-
um. Ég er ein þeirra, sem mikið
gagn og gaman hafa haft af skrif-
um Sigrúnar, enda ætlast hún til
þess að maður skemmti sér í eld-
húsinu. Þannig endar hún marga
þætti sína á „Góða skemmtun ...“
eins og margir hafa tekið eftir.
Með bókinni „Brjóstagjöf og
barnamatur" er Sigrún ekki að
gera sig að sjálfskipuðum „fræð-
ingi“ í meðferð ungbarna. í hóg-
værum „aðfaraorðum" lýsir hún
því, að reynsla hennar sjálfrar af
vel heppnaðri brjóstagjöf hafi
hvatt hana til að miðla þeirri
reynslu til annarra.
Hún hefur víða leitað fanga við
samningu bókarinnar. Á bls. 120
má finna lista yfir bækur og bækl-
inga, sem hún vísar á til nánari
lestrar. Flestar eru þær skrifaðar
af konum og fjalla sumar um
börn, sem við sérstök vandamál
eiga að stríða. Ég saknaði þess að
sjá ekki nefndar ýmsar vel þekkt-
ar bækur um ungbörn, sem flestar
innihalda talsvert um brjóstagjöf,
en e.t.v. minna um barnamat, en
Sigrún tekur fram, að bókin eigi
ekki að vera leiðarvísir um með-
ferð ungbarna til að styðjast við
umhugsunarlaust. Bókinni fylgir
vel unnin efnisskrá, sem auðvelt
er að fletta upp í.
Fyrri hluti bókarinnar fjallar
svo til eingöngu um brjóstagjöf og-
ýmislegt henni tengt. Seinni hlut-
inn er almennt um barnamat, þar
er að finna uppskriftir og einnig
nokkurn fróðleik um matarvenjur
barna og næringu. Þar sem Sigrún
skrifar um brjóstagjöf er hún víða
varkár í orðum, stundum hikandi
og lítillát, eins og hún sé að feta
ótroðnar slóðir. Hún kemur þar
fram með ýmis heilræði, ræðir um
þau vandamál sem helst koma upp
í sambandi við það að hafa barn á
brjósti. Ýmislcgt finnst mér hún
einfalda og sumar fullyrðingar tel
ég vafasamar. Má þar nefna að á
bls. 15 stendur, að leikfimiæfingar
geti flýtt fyrir því að brjóstin nái
aftur fyrra lagi eftir brjóstagjöf.
Stinnleiki brjósta er talinn fara
eftir hlutfalli milli fituvefs og
kirtilvefs en hefur mér vitanlega
ekkert með undirliggjandi vöðva
að gera.
Eg hnaut um það á bls. 30, að
„Mjólkandi mæður mega ekki taka
inn getnaðarvarnarpillur". Víst er
það óæskilegt, en þó stundum
nauðsynlegt, og rétt að taka til yf-
irvegunar ýmsar aðrar getnaðar-
varnir. En heldur eru það stór orð
að segja það meðmegi ekki. Ýmis-
legt af þessu tagi hnaut ég um, en
hvergi er svo, að til skaða megi
verða fyrir lesandann.
Næstu kaflar eru um hversu oft
eigi að gefa, hve mikið í senn og
hvort barnið fái nóg. Þessir kaflar
eru mjög þarfir, en hefðu mátt
vera ítarlegri, því að þarna eru
spurningar, sem flestar mæður
velta fyrir sér. í kafla, sem ber
heitið „Erfiðleikar sem geta hrjáð
mjólkandi móður fyrstu vikurn-
ar“, nefnir Sigrún margt, sem
þarft er að ræða og fer vel í
vandamál þau, sem upp geta kom-
ið.
Þegar fram í síðari hluta bókar-
innar kemur, situr hinn þaulvani
uppskriftahöfundur við ritvélina.
Þar er að finna lystilegar upp-
skriftir að ýmsum mat, sem fólk
kaupir dýrum dómum í verzlun-
um, en útbúa má með lítilli fyrir-
höfn heima fyrir, mun betra að
gæðum og bragði. Með því að nota
gott hráefni, fara vel með það að
hætti Sigrúnar, nota góð ílát,
vandaða potta og áhöld og hafa
hugmyndaflugið í lagi, má veita
börnunum þá beztu fæðu sem völ
er á. Finnst þér freistandi að
kaupa ávaxtamauk í krukkum og
blanda því saman við barnamjöl
úr pökkum??? Ef svo er skaltu líta
í bókina hennar Sigrúnar, því sjá:
Sigrún Davíðsdóttir
í raun er sáraeinfalt að gera þetta
sjálfur. Má þá útbúa margar mál-
tíðir í senn ef vill og frysta, t.d. úr
ávöxtum og grænmeti. Sigrún
ræðir ítarlega um verksmiðju-
framleiddan mat, tilbúinn barna-
mat í krukkum og pökkum og er af
hvorugu hrifin. Hún bendir á, að
fáir fullorðnir vilji lifa eingöngu á
tilbúnum verksmiðjumat. Börn
eru líka fólk, og meira að segja
bezta fólk, sem allt gott á skilið,
og er að byrja að kynnast lysti-
semdum heimsins með matnum.
Hví þá ekki að bjóða börnunum
upp á mat, eins og hann getur ver-
ið beztur? spyr Sigrún og notar Z
eins og bezt verður á kosið.
Uppskriftir Sigrúnar eru fyrir
börn á ýmsum aldri.
Fyrir börn allt að sjö mánaða má
nefna:
Kartöflugraut
Hrísgrjónagraut (úr hýðis-
hrísgrjónum auðvitað)
Bókhveitigraut og fleira.
Sjö mánaða börnum býður hún upp
á:
Harðsoðna eggjarauðu með
appelsinusafa
Harðsoðna eggjarauðu með
sólberjasafa (hreinan safa, ekki
lit, sykur eða gervibragðefni)
Maisgraut og fleira.
Ég get ekki stillt mig um að
koma hér á framfæri einni uppá-
stungu Sigrúnar, en hún er um
musl (musli). Ætlað fyrir 10 mán-
aða og eldri, líka fyrir fullorðna:
1-2 hlutar rúsínur (eða aðrir
þurrkaðir ávextir) saxað
1 hluti heslihnetur (eða sólblóma-
fræ) saxað
1 hluti hveitiklíð
1 hluti hveitikím,
2 hlutar hveiti eða rúgflögur
2 hlutar haframjöl
nýsöxuð epli eða aðrir ávextir.
Svona blanda er bæði ódýrari og
bragðbetri en tilbúnar blöndur,
hollari að auki og laga má mikið
magn í senn og geyma, ef hentar.
Sigrún mælir með því, að þar
sem því verði við komið, sé börn-
um gefin brjóstamjólk eingöngu,
fyrstu 6 mánuði ævinnar. Liðin er
sú tíð þegar mælt var með því að
gefa kornabörnum kúamjólk,
endilega gefa þeim graut, allt til
þess að draga úr áliti móðurinnar
á því sem hún í hjarta sínu vissi
að var barninu bezt: brjósta-
mjólkinni. Endurreisn þess álits
var orðin löngu þörf og fær hér
öflugan stuðning Sigrúnar Dav-
íðsdóttur. Ég þakka framtakið og
segi eins og Sigrún: Góða skemmt-
un.
Góður gestur — Harris
lávarður af High Cross
eftir Hannes H.
Gissurarson
Kominn er til íslands góður
gestur, Harris lávarður af High
L'ross, en hann flytur ræðu á við-
skiptaþingi Verslunarráðs íslands á
morgun. Harris lávarður lauk hag-
fræðiprófi frá ('ambridge-háskóla,
sem hefur verið höfuðsetur stjórn-
lyndra hagfræöinga í Bretlandi frá
dögum Keyness lávarðar (þaðan var
Nikulás Kaldor, sem flutti fyrirlest-
ur í Háskóla Islands sumarið 1981).
En hann er sjálfur síður en svo
stjórnlyndur, heldur í hópi frjáls-
lyndustu hagfræðinga Breta og hef-
ur verið yfirmaður einnar öflugustu
rannsóknastofnunar þeirra í
atvinnumálum, Institute of Econom-
ic Affairs í Lundúnum, frá stofnun
1956, og hann gegnir einnig forseta-
starfi í Mont Pélerin-samtökunum
næstu tvö árin, en þau eru alþjóða-
samtök frjálslyndra fræðimanna.
Institute of
Economic Affairs
Enginn vafi er á því, að Insti-
tute of Economic Affairs er orðin
langáhrifamesta rannsóknastofn-
un Breta í atvinnumálum, þótt
hún hefði ekki látið mikið yfir sér
í byrjun eða fyrir tuttugu og sjö
árum. Hún sendir frá sér hvern
bæklinginn af öðrum, sem allir
eru ódýrir, aðgengilegir og skýr-
lega skrifaðir, en í þeim greina
kunnir fraeðimenn mál og leggja á
ráðin um lausn þeirra. Rauði
þráðurinn (eða á ég heldur að
segja „blái þráðurinn"?) í þeim er
sá, að markaðurinn geti tekið við
ýmsum þeim málum, sem ríkið
sinnir, og leyst þau á miklu hag-
kvæmari hátt. Flestir eru bækl-
ingarnir ætlaðir hagfræðinemum
í háskólum eða upplýstum leik-
mönnum, og vitað er, að frú Mar-
grét Thatcher tekur á þeim mikið
mark.
Þessir bæklingar eru um ýmis
mál og ólík. í The Vote Motive (At-
kvæðavoninni) 1976 bendir pró-
fessor Gordon Tullock á það, að
flestir stjórnmálamenn Iáta
stjórnast af atkvæðavon eins og
atvinnurekendur af arðsvon. í The
Economics of the Colour Bar (Hag-
fræðilegri greiningu kynþátta-
aðskilnaðar) 1964 leiðir prófessor
W.H. Hutt rök að því, að markað-
urinn hefði, ef hann hefði fengið
að starfa eðlilega í Suður-Afríku,
komið kynþáttamismununinni
niður í fullkomið lágmark. Ríkis-
afskiptunum megi kenna um mis-
mununina. í The Counter-Revolu-
tion in Monetary Theory (Gagn-
byltingunni í peningamálum) 1970
lýsir prófessor Milton Friedman
þeirri miklu breytingu, sem orðið
hefur á hugmyndum hagfræðinga
um hagstjórn, verðbólgu og pen-
ingamál á síðustu áratugum.
Nefna mætti marga aðra hnýsi-
lega bæklinga frá Institute of Éco-
nomic Affairs, en merkilegastir
eru líklega þeir, sem eru um hag-
nýt mál: um mjólkurdreifingu,
byggðastefnu, lífeyrissjóði, skatta,
heilsugæslu, rekstur skóla, bóka-
söfn, útvarp, eldsneyti, póst og
síma og margt annað. Árið 1981
hóf stofnunin síðan útgáfu tíma-
rits, sem þegar hefur aflað sér
mikillar virðingar í Bretlandi, The
Journal of Economic Affairs, en
hagfræðingurinn Arthur Seldon
er ritstjóri þess. Hann á ásamt
Harris lávarði heiðurinn af því, að
tekist hefur að breyta hugmynd-
um margra breskra menntamanna
um stjórnmál og atvinnulíf.
„Ekki vegna góðfýsi ...“
Institute of Economic Affairs
hvílir á þeirri meginhugmynd,
sem Adam Smith kom orðum að
fyrir tvö hundruð árum í Auðlegð
þjóðanna: „Vér væntum ekki mat-
ar vors vegna góðfýsi slátrarans,
bruggarans eða bakarans, heldur
vegna umhyggju þeirra um eigin
hag. Við áköllum ekki manngæsku
þeirra, heldur sérgæslu, og nefn-
um ekki nauðsyn vora við þá, held-
ur ábata þeirra." Stofnunin hvílir
með öðrum orðum á hugmyndinni
um ósýnilegu höndina — á því, að
menn vinni án þess að ætla sér
það að almannahag, þegar þeir séu
að vinna að eigin hag, ef þeir búi
við samkeppni á markaðnum.
Margir kunnustu hagfræðingar
heims hafa skrifað fyrir stofnun-
ina, svo sem Friedrich Hayek,
Milton Friedman og George Stig-
ler, sem allir hafa fengið nóbels-
verðlaunin í hagfræði, einnig
Robbins lávarður og James M.
Buchanan, sem hélt fyrirlestur á
íslandi haustið 1982. Þess má
geta, að Harris lávarður er einn af
útlendum ráðgjöfum Stofnunar
Jóns Þorlákssonar, sem hóf að
starfa í ársbyrjun 1983, en henni
er ætlað að auðvelda fræðilegar
rannsóknir á íslandi með svipuð-
um hætti og Institute of Economic
Affairs gerir í Bretlandi.
Mont Pélerin-samtökin
Harris lávarður var kosinn for-
seti Mont Pélerin-samtakanna á
fundi þeirra í Vestur-Berlín í sept-
ember 1982 og tók við af prófessor
Chiaki Nishiyama. Mont Pélerin-
samtökin eru kennd við stofnstað-
inn, Pílagrímsfjallið í Svisslandi,
en á því komu ýmsir frjálslyndir
fræðimenn saman árið 1947 og
báru saman bækur sínar. Þeir
höfðu áhyggjur af því, sem Hayek
hafði nefnt „leiðina til ánauðar"
og skrifað um sína frægu bók
þremur árum áður, og það varð að
ráði, að þeir hittust árlega til
skrafs og ráðagerða. í þessum
hópi voru menn eins og Ludwig
von Mises, Frank Knight, Karl
Popper, Milton Friedman, George
Stigler og Bertrand de Jouvenel að
ógleymdum Hayek, sem var fyrsti
forseti samtakanna. Nokkrir
stjórnmálamenn hafa verið í sam-
tökunum, svo sem Ludwig Erhard,
kanslari Vestur-Þýskalands, Luigi
Einaudi, forseti Ítalíu, Sir Geoff-
rey Howe, núverandi fjármála-
ráðherra Bretlands, og William E.
Simon, fyrrverandi fjármálaráð-
herra Bandaríkjanna.
Mont Pélerin-samtökin starfa
ekki á milli funda, sem eru árlega,
svæðisfundur annaðhvort ár, aðal-
fundur hitt árið. Þau eru í raun-
inni ekki annað en árlegur fund-
arstaður frjálslyndra manna,
óháð öllum stjórnmálaflokkum og
hagsmunasamtökum. Ég hef
þrisvar sótt fundi þeirra, í Stan-
ford í Kaliforníu 1980, en þá var
rætt um skattborgarabyltinguna
bandarísku, í Stokkhólmi 1981, en
þá var rætt um kreppu velferðar-
ríkjanna vestrænu, og í Vestur-
Berlín 1982, en þá var rætt um
muninn á skipulaginu í austri og
DAGANA 18.—21. febrúar fer fram
í Abo (Turku) í Finnlandi einstakl-
ingskeppni í norrænni skólaskák.
Keppt verður í 5 flokkum, 17—20
ára, 15—16 ára, 13—14 ára og flokki
10 ára og yngri. Tíu íslendingar
keppa á mótinu. Þeir eru Karl Þor-
steins og Elvar Guðmundsson í
flokki 17—20 ára; Arnór Björnsson
vestri. Þessir fundir voru mjög
fróðlegir, menn úr öllum heims-
hornum, sem hafa lifandi áhuga á
einstaklingsfrelsinu, hafa tæki-
færi til þess að skiptast á skoðun-
um.
Þeir, sem eru í Mont Pélerin-
samtökunum, aðhyllast frjáls-
hyggj u í hinni gömlu og góðu
merkingu orðsins. Þeir eru arftak-
ar hugsuða eins og John Lockes,
Adam Smiths, Alexis de Tocquev-
illes og John Stuart Mills. Þeir
telja, að einstaklingarnir eigi að
njóta fulls frelsis innan marka
laga og almenns velsæmis og að
valdið sé því hættulegra sem það
sé víðtækara. Þeir styðja réttar-
ríkið og markaðskerfið. Þeir segja,
að séreignarskipulagið sé skilyrði
fyrir þeim almennu mannréttind-
um, sem Vesturlandabúar telja
sjálfsögð, og að í sameignarskipu-
lagi verði ekki komist af án kúg-
unar. Þeir vara við þeirri þróun,
sem orðið hefur í vestrænum lýð-
ræðisríkjum, er ríkið hefur vaxið
og vaxið. Þeir voru ekki margir
árið 1947, sem höfðu þessa skoðun,
en reynslan hefur sýnt, að þeir
höfðu rétt fyrir sér, og það er ekki
síst æskan, sem gengið hefur til
Iiðs við þá síðustu árin. Hún tekur
undir lokaorðin í Leiðinni til ánauð-
ar eftir Hayek: að stefna ein-
staklingsfrelsisins sé eina stefnan
fram á við.
og Halldór G. Einarsson í flokki
15—16 ára; Þröstur Þórhallsson og
Davíð Ólafsson í flokki 13—14 ára;
Arnaldur Loftsson og Magnús Pálmi
Örnólfsson í flokki 11—12 ára; og
loks llannes Hlífar Stefánsson og
Þröstur Árnason í flokki 10 ára og
yngri.
Norræn skólaskák
í Finnlandi