Morgunblaðið - 16.02.1983, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 16.02.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 15 Við svo búið má ekki standa eftir Kristjönu Millu Thorsteinsson „Markmiðið í framtíð- inni hlýtur því að vera: jafn kosningaréttur hvar sem er á landinu.“ Langt er síðan, að greinilegt var, að sífellt hefir orðið meiri skekkja á þeim fjölda atkvæða, sem stendur á bak við hvern þing- mann Alþingis. Kjósendur hafa því mismikinn atkvæðisrétt og mismikið að segja um þjóðmálin eftir því, hvar á landinu þeir eiga lögheimili. Nú er svo komið, að misvægið á atkvæðisretti er orðið meira en fjórfalt. Má því öllum ljóst vera, að við svo búið má ekki standa. Krafan hlýtur að vera að jafnrétti ríki í þessum efnum eins og sjálf- sagt þykir, að jafnrétti ríki hvort sem um kyn, litarhátt eða efnahag er að ræða. Rök þeirra, sem fylgjandi eru misvægi í atkvæðisrétti eru helst þau, að þeir, sem búa í þéttbýlinu hafi greiðari aðgang að allskyns opinberri þjónustu og geti næstum daglega haft samband við fulitrúa sína á þingi. Þessvegna sé réttlæt- anlegt, að færri kjósendur séu að baki hvers þingmanns úr dreifbýl- inu, svo að þeir hafi meiri tíma fyrir hvern og einn kjósanda. Einnig er talið, að dreifbýlið þurfi öflugri forsvarsmenn, en þeir, sem á mölinni búa, vegna verri lífskjara í dreifbýli. Um fyrri röksemdina er það að segja, að mikill fjöldi kjósenda bak við hvern þingmann gerir það að verkum, að lítill eða enginn tími gefst fyrir hvern einstakan, þótt þeir búi á sama stað. Þeirri skoðun vex einnig fylgi, að svonefnd fyrirgreiðslupólitík sé gengin sér til húðar. Það sýnir, að breyttir tímar eru að halda inn- reið sína, enda er það í hæsta máta óeðlilegt, að þingmenn séu meira uppteknir að sinna smá er- indum kjósenda sina, en að kryfja þau mál til mergjar, sem mest þurfa samvizkusamlega af- Kristjana Milla Thorsteinsson greiðslu. Væru þingmenn ekki svo háðir hverjum og einum kjósanda í dreifbýlinu, hefði ef til vill margt farið öðru vísi og sumar fjárfest- ingar, sem lagt hefir verið í, skoð- aðar betur, hefði fyrirgreiðslupól- itíkin ekki verið í öndvegi. Margir íbúar þéttbýlis hugsa oft með löngun í huga til þeirra, sem búa í dreifbýlinu við frjálsræði náttúrunnar og þurfa ekki að aka langar leiðir til vinnu sinnar kvölds og morgna í löngum bíla- lestum. Oft fara margir klukku- tímar til einskis á hvérjum degi aðeins í að komast af einum stað á annan í þéttbýlinu. ísland er stjórt land með tiltölu- lega fáum íbúm. Hver og einn verður því að leggja fram alla þá krafta, sem hann megnar til að bæta upp fólksfæðina. Þetta á við um alla landsmenn, hvort sem þeir búa í dreifbýli eða þéttbýli, og þó svo hafi til æxlast, að þéttbýlið hafi mestallt safnast saman á suð- vesturhorn landsins, eiga íbúar þess ekki að gjalda þess með skertum mannréttindum. Markmiðið í framtíðinni hlýtur því að vera: jafn kosningarréttur hvar sem er á landinu. Metsölublad á hverjum degi! Þvottavélin ALDA UMBOÐSMENN REYKJAVÍK: KÓPASKER: Vörumarkaóurinn hf., Kf. N-Þingeyinga, AKRANES: ÞÓRSHÖFN: Þóróur Hjálmsson, Kf. Langnesinga, BORGARNES: VOPNAFJÖROUR: Kf. Borgfiróinga, Kf. Vopnfiróinga, GRUNDARFJORÐUR: EGILSSTAÐIR: Guóni Hallgrlmsson, Kf. Héróasbúa. STYKKISHÖLMUR: SEYÐISFJÖRÐUR: Húsió, Stálbúóin, PATREKSFJÖRÐUR: REYÐARFJÖRÐUR: Kf. Héraösbúa, FLATEYRI: ESKIFJÖROUR: Greipur Guóbjartsson, Pöntunarfélag Eskfiróinga iSAFJÖRÐUR: FASKRUOSFJÖRÐUR: Straumur hf., Verzl. Merkúr, BOLUNGARVlK: HÖFN: Jón Fr. Einarsson, K.A.S.K., BLÖNDUÓS: VlK: Kf. Húnvetninga, Kf. Skaftfellinga, SAUÐARKRÓKUR: ÞYKKVIBÆR: Radlo og sjónvarpspjónustan Fr. Frióriksson, SIGLUFJÖROUR: HELLA: Gestur Fanndal, Mosfell sf., ÓLAFSFJÖRÐUR: SELFOSS: Raftækjavinnustofan, G.Á. Böóvarsson, AKUREYRI. VESTMANNAEYJAR: Kjarni sf., HÚSAVlK: GRINOAVlK Verzl. Báran, KEFLAVlK: Stapafell hf., PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í REYKJANESKJÖRDÆMI 26.-27. FEBRÚAR 1983 Stuðningsmenn Krístjönu Millu Thorsteinsson hafa opnað skrifstofu að Haukanesi 28, Garðabæ. Skrifstofan verður opin kl. 16.00 til 20.00 virka daga og kl. 13.00 til 19.00 um helgar. Sími 41530.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.