Morgunblaðið - 16.02.1983, Síða 16

Morgunblaðið - 16.02.1983, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir BJÖRN BJARNASON Francois Millerrand, Frakklandsforseti, og Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, eru samstiga í eldflauga- málum í óþökk vestur-þýskra jafnaóarmanna. Evrópskir jafnaðar- menn í eldflaugavanda N° 1 vlll Sósíaldemókrötum eða jafnaóarmönnum í Evrópu er mikill vandi á hönd- um vegna þess klofnings sem orðió hefur í þeirra röðum undanfarin misseri og má að verulegu leyti rekja til ágreinings í öryggismálum. Einkum á þetta við um þá flokka sem eru utan ríkisstjórna. Þegar jafnaðarmenn hafa náð völdum verður annað uppi á teningnum en meðan barist er fyrir því að komast í valdastólana. Til marks um þetta má nefna einarða afstöðu Francóis Mitterrands, Frakklandsforseta, og Felipe Gonzales, forsjetisráðherra Spánar. Báðir fylgja þeir þeim sjónarmiðum sem Atlantshafsbandalagið hefur mótað varðandi nýjar kjarnorkueld- flaugar á vegum NATO í Evrópu takist ekki samkomulag um „núll lausnina" í viðræðum Bandaríkjamanna og Sovétmanna í Genf. forski Verkamannaflokkur- Healy, varaformaður hans, eru andvígir þessari stefnu flokks- ins. Athyglin beinist mjög að jafn- aðarmönnum í Vestur-Þýska- landi nú um stundir vegna kosn- inganna sem þar fara fram 6. mars næstkomandi. Helmut Schmidt, fyrrum leiðtogi þeirra og kanslari, vakti fyrstur evr- ópskra stjórnmálamanna (í október 1977) máls á því að snú- ast yrði gegn hættunni af SS-20 eldflaugum Sovétríkjanna með endurnýjun á kjarnorkuherafla NATO í Vestur-Evrópu. Ákvörð- unin um Evrópueldflaugarnar í desember 1979 var tekin í beinu samhengi við þessa hvatningu Schmidts og að hans ráði var einnig ákveðið, að ákvörðunin yrði tvíþætt: um Pershing II og stýriflaugarnar og afvopnunar- viðræður við Sovétmenn. Markið í afvopnunarviðræðunum yrði að NATO-ríkin myndu hætta við að koma nýju bandarísku eldflaug- unum fyrir ef Sovétmenn hættu að ógna þeim með SS-20' eld- flauginni (,,núll-lausnin“). Á flokksþingi sem vestur- þýskir jafnaðarmenn héldu í Dortmund upp úr miðjum janú- ar s.l. kom fram að sögn frétta- manns The New York Times á staðnum, að ræðumönnum þótti ekki ástæða til að gæta þýskra hagsmuna gagnvart Sovétríkj- unum heldur gegn Ronald Reag- an og stjórn hans í Washington. Mestu skipti fyrir flokkinn sögðu menn að Hans-Jochen Vogel sá sem tók við forystu í flokknum þegar Helmut Schmidt sagði af sér við stjórnarskiptin í haust stæði fastur fyrir gegn Banda- ríkjamönnum en ekki væri unnt að segja það um Helmut Kohl, kristilega demókratann sem tók við kanslaraembættinu af Schmidt. Vestur-þýskir jafnað- armenn hafa ekki formlega fall- ið frá stuðningi sínum við Evr- ópueldflaugarnar en andúð þeirra á þeim fer ekki á milli mála. inn gengur nú í gegnum tölu- verðar raunir vegna afstöðunnar til Evrópueldflauganna. Flokk- urinn var við völd þegar ákvörð- un um stefnu Atlantshafsbanda- lagsins í þessu máli var mótuð í desember 1979 og samþykkti hana þá. Jafnframt lá þá fyrir, að þau ríki sem eiga aðild að sameiginlegum framkvæmda- sjóði NATO, en ísland er ekki í þeim hópi, myndu leggja fram fé til að smíða skotpalla undir þessar eldflaugar. Vorið 1982 var frá því skýrt í Noregi að á fjár- lögum 1983 yrði varið ákveðinni upphæð í þessu skyni. Og þegar fjárlögin komu til afgreiðslu í nóvember 1982 flutti sjálfur Knut Frydenlund, sem var utan- ríkisráðherra Noregs í desember 1979 breytingartillögu við þau sem miðaði að því að fella niður fjárveitingu til skotpallanna. Var tillaga hans felld með aðeins eins atkvæðis mun, 77 gegn 76. Þessi kúvending Verkamanna- flokksins hefur valdið deilum innan flokksins, sem gerðar verða upp á landsfundi hans í apríl næstkomandi. í Bretlandi er Verkamanna- flokkurinn klofinn. Eftir að Roy Jenkins, David Owen, Shirley Williams og fleiri kvöddu hann og stofnuð flokk sósíaldemó- krata hafa átökin milli öfga- manna til vinstri og hinna sem kjósa að fara hægar tekið á sig ýmsar myndir. f öryggismálum var til dæmis mótuð næsta þverstæðukennd stefna í varn- armálum á síðasta flokksþingi Verkamannaflokksins. Þar var ákveðið að vera áfram í NATO en þurrka út kjarnorkuvopn og vera á móti áætluninni um Evr- ópueldflaugarnar. Þessi afstaða minnir nokkuð á þá stefnu sem framsóknarmenn héldu á loft hér á landi, að unnt væri að vera áfram í NATO en rifta varnar- samningnum við Bandaríkin. Áhrifamiklir menn í Verka- mannaflokknum eins og Denis Um svipað leyti og flokksþing- ið var haldið í Dortmund fór jafnaðarmaðurinn Francois Mitterrand, forseti Frakklands, til Vestur-Þýskalands til að minnast 20 ára afmælis vináttu- og samstarfssamnings landanna. í ræðu í sambandsþinginu í Bonn var Mitterrand ómyrkur í máli um nauðsyn þess að standa fast að ákvörðun NATO um Evr- ópueldflaugarnar. í tilefni af ræðu Mitterrands rifjaði The Times upp í leiðara, að Helmut Schmidt hefði ekki viljað ljá máls á stuðningi við Mitterrand þegar hann barðist gegn hægri manninum Valery Giscard d’Estaing um forsætaembættið. Og mátti skilja blaðið að nú væri Mitterrand að launa þýskum jafnaðarmönnum lambið gráa með því að styðja sjónarmið kristilegra demókrata í eld- flaugamálinu. En meira er í húfi að mati Mitterrands og Frakka. Þeir líta Vestur-Þjóðverja öðrum augum en áður. Le Monde spurði hvort Vestur-Þýskaland tæki nú þá stefnu, að það yrði ekki áfram eins og virkisveggur við austur landamæri Frakklands heldur ætluðu ráðamenn í Bonn að lúta einskonar neitunarvaldi Kreml- verja um varnir lands síns. Að mati ýmissa háttsettra embætt- ismanna í Frakklandi hefur þeim vaxið fiskur um hrygg meðal vestur-þýskra ráðamanna sem láta stjórnast af þránni eft- ir sameiningu Þýskalands í eitt ríki og vilja þess vegna friðmæl- ast við Sovétríkin. Hlutlaust sameinað Þýskaland hefur löng- um verið markmið og draumur Kremlverja en eitur í beinum þeirra Frakka sem annt er um sjálfstæði þjóðar sinnar og Vestur-Evrópu. Felipe Gonzales hinn sigur- sæli leiðtogi spánskra sósíalista og forsætisráðherra lofaði að efna til þjóðaratkvæðis um aðild Spánar að NATO. Hvorki honum né utanríkisráðherranum þykir þörf á að hraða þessari atkvæða- greiðslu hins vegar er varafor- sætisráðherrann fulltrúi þeirra innan flokksins sem vilja ekkert með NATO hafa að gera. Kann því fyrr en síðar einnig að verða rimma meðal sósíaldemrókrata á Spáni um þessi mál, þó varla meðan allt gengur bærilega við stjórn landsins. Tónleikar á Höfn FÖSTTUDAGINN 18. febrúar kl. 20.30 verða haldnir tónleikar í Hafnar- kirkju á Höfn í Hornafirði. Þar koma fram þau Ingveldur Hjaltcstcd sópransöngkona, Hrönn Geirlaugsdóttir fiðluleikari og Guðni Þ. Guð- mundsson organisti. Á efnisskrá verða m.a. verk eftir Albinoni, Bach, Dvorak, Elgar og Hándel. Laun dómara eru á bilinu 20.640— 27.663 krónur - Hæstaréttardómarar fá hins vegar 43.164 krónur samkvæmt ákvörðun kjaradóms LAUN borgardómara og héraðsdómara eru samkvæmt upplýsingum Indriða Þorkclssonar, forstöðumanns launadeildar fjármálaráðuneytisins, greidd samkvæmt launaflokkum 119 og 120 í kjarasamningi Lögfræðingafélags Islands og Bandalags háskóiamanna. Sömu sögu er að segja af kjör- um dómara í ávana- og fíkniefna- málum og síðan sakadómara. Dómurum er síðan greidd yfir- vinna eftir ákveðnu mati, en yfir- vinnan fer hins vegar ekki yfir 30 tíma á mánuði, sem er frekar lítið miðað við það sem gengur og ger- ist meðal starfsmanna ríkisins. Yfirvinna dómara er eins og ann- arra ríkisstarfsmanna 1% af launum. Laun samkvæmt launaflokki 119,5. þrepi, eru í dag 20.640 krón- ur, sem þýðir að yfirvinnutíminn er 206,40 krónur. Launin sam- kvæmt launaflokki 120 eru í dag 21.279 krónur, sem aftur þýðir, að eftirvinnutíminn er 212,79 krónur. Ef gert er ráð fyrir, að dómar- arnir fái greidda 30 yfirvinnu- tíma, þá gerir það á bilinu 6.192—6.384 krónur, sem aftur þýðir, að heildarlaun dómara eru þá á bilinu 26.832—27.663 krónur. Laun hæstaréttardómara eru ákvörðuð af kjaradómi með ákveðnu millibili og fylgja síðan almennum launabreytingum í landinu. í dag eru laun hæstarétt- ardómara 43.164 krónur á mánuði. Ingvi Ingvarsson ráðuneytisstjóri: Fer í heimsókn til Dan- merkur og A-Þýskalands INGVI Ingvarsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu mun fara í heimsókn til Ilanmerkur og Austur-Þýskalands síðar í þcssum mánuði, þar sem hann hittir og ræðir við starfsbræður sína, sem verða gestgjafar hans í förinni. í Danmörku mun Ingvi verða dagana 24. og 25. febrúar, og síðan í Austur-Þýskalandi 28. febrúar og 1. mars. Ingvi Ingvarsson sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að hann færi einn íslenskra embættismanna í umræddar heim- sóknir. Rangt væri, er fram kom hjá Magnúsi Torfa Ólafssyni blaða- fulltrúa ríkisstjórnarinnar fyrir skömmu, að Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra væri á förum í opinbera heimsókn til fyrrgreindra landa. Þyrla sótti sjúkan skipverja í FYRRINÓTT var haft samhand við Slysavarðstofuna í Reykjavík vegna Trillukarlar - leiðrétting í frétt Mbl. af trillukörlum á Akureyri var ranglega sagt að gerðir væru út fimm bátar á línu og net. Hið rétta er að þeir eru aðeins gerðir út á línu og handfæri. Biðst Mbl. velvirðingar á mistök- unum. skipverja á Helgu RE, sem hafði veikst hastarlega er skipið var á veiðum um 60 mílur útaf Jökli. Læknum á slysadeildinni þótti ráðlegast að senda þyrlu eftir skip- verjanum. Veður var óhagstætt og var ákveðið að báturinn sigldi inn til Rifs með sjúklinginn. Þegar þangað kom var þyrla frá varnarliðinu kom- in og flutti hún skipverjann á Borg- arspítalann. Var komið með hann þangað um hádegið. Líðan mannsins var eftir atvikum góð í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.