Morgunblaðið - 16.02.1983, Síða 17

Morgunblaðið - 16.02.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 17 Framsókn á Vestfjörðum: Atkvæða- seðlar fóru til Reykja- víkur í stað ísafjarðar Atkvæði í prófkjöri Framsóknar- flokksins í Vostfjarðakjördæmi verða talin í dag i ísafirði, svo fremi sem takist að koma atkvæðaseðlum fri Patreksnrði þangað. Að sögn Kristins Jónssonar i ísafirði, formanns kjör- nefndar, itti að flytja seðlana fri Pat- reksfirði til ísafjarðar í fyrradag, flug- lciðina. I*í tókst hins vegar ekki betur til en svo, að kjörkassarnir fóru suður til Reykjavíkur, og í gær var ekki flog- ið til Vestfjarða. Erfiðlegi hefur gengið að ljúka kosningu og safna saman atkvæða- seðlum í þessu prófkjöri Framsókn- arflokksins. Upphaflega var próf- kjörið haldið dagana 29. og 30. janú- ar, en síðan var kosning á Patreks- firði framlengd til 6. febrúar. Síðan hefur verið reynt að ná saman kjör- gögnunum með fyrrgreindum ár- angri, en tíðarfar og samgöngur sagði Kristinn Jónsson hafa verið með alversta móti á Vestfjörðum að undanförnu. Framsóknarmenn á Vesturlandi: Hér ganga hjónin Steinunn Sæmundsdóttir og Birgir Viðar Halldórsson frá hafurtaski Birgis i Englandsforinni. M.a. má sjá hluta af þeim lopa- peysum, sem Birgir mun gefa ýmsum framámönnum tengdum rallakstri ytra. (Ljósm. Mbl. Gunnl. R.) Hafsteinn og Birgir héldu utan í gær RALLKAPPARNIR Hafsteinn Hauksson og Birgir Viðar Halldórsson héldu til Englands í gærmorgun, en eins og kunnugt er keppa þeir í svokölluðu Mintcx-ralli dagana 24. og 25. febrúar. Morgunblaðið ræddi stuttlega við Birgi fyrir brottförina, en þá var hann ásamt konu sinni að Ijúka við að setja farangurinn í töskurnar. Meðal þess sem Birgir og Haf- steinn taka með sér út eru land- kynningarbæklingar og mynd- bönd um íslensk röll. Einnig hyggjast þeir afhenda ýmsum forráðamönnum rallsins o.fl. ís- lenskar lopapeysur frá Álafossi. Mikill áhugi hefur vaknað meðal fjölrniðla úti á röllurunum tveimur og íslandi. Hefur í mörgum tilvikum verið skrifað jafn mikið um þá Hafstein og Birgi og þekktustu ökumenn rallsins. En við spurðum Birgi hvemig undirbúningur hefði gengið undanfarna daga. „Bjarmi Sigurgarðarsson sem er úti að vinna í bílnum hefur feng- ið frábærar móttökur á verk- stæði Malcolm Wilson. Allt hef- ur gengið að óskum. Vélin sem við ætluðum að nota verður ekki tilbúin fyrir rallið, en Wilson ætlar að lána okkur svipaða vél. Þannig að í staðinn fyrir að vera með 240 hestafla vél, þá verðum við með 260 hestöfl. Vélin sem við fáum er búin beinni innspýt- ingu, en er að öðru leyti sams- konar og okkar vél. Þessa dag- ana er verið að koma vélinni fyrir í bílnum," sagði Birgir. — Hafsteinn varð fyrir því óhappi fyrir nokkrum dögum að togna í baki, kemur það til með að há honum eitthvað í rallinu? „Nei, ég nudda hann bara þang- að til hann verður góður! Ég er ekki hræddur um að tognunin hái honum, það er enn hálfur mánuður til keppninnar og hann er óðum að skána," svaraði Birgir. Að lokum kvað Birgir þá félaga ætla að æfa sig í akstri næstu daga, en kvað tímann heldur knappan, sérstaklega þar sem Hafsteinn þyrfti að takast á við 100 hestöflum kraftmeiri vél en áður. G.R. Ákveða fram- boðslistann á sunnudaginn FRAMSÓKNARMENN í Vestur landskjördæmi hafa boðað til kjör- dæmisþings framsóknarfélaganna f Borgarnesi á sunnudaginn, hinn 20. febrúar. Að sögn Davíðs Aðalsteins- sonar alþingismanns, sem blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við f gær, er ætlunin að ganga þar frá framboðslista flokksins við næstu alþingiskosningar. Kjördæmisþingið átti að halda um síðustu helgi, en var þá frestað vegna miðstjórnarfundar Fram- sóknarflokksins. Fyrirlestur um svefn GEDHJÁLP, félag gcðsjúkra, aðstand- enda þeirra og velunnara gengst í vet- ur fyrir fyrirlestrum um geðheilbrigð- Lsmál og skyld cfni. Fyrirlestrarnir vcrða haldnir á geðdeild Landspítal- ans, í kcnnslustofu á 3. hæð. Þeir verða allir á fimmtudögum og hefjast kl.20. Fyrirlestrarnir eru bæði fyrir fé- lagsmenn svo og alla aðra, sem áhuga kynnu að hafa. Aðgangur er ókeypis. Fyrirspurnir og umræður verða eftir fyrirlestrana. Þann 17. febrúar 1983 heldur Ing- ólfur Sveinsson geðlæknir, fyrirlest- ur um svefn og þýðingu hans fyrir heilbrigði okkar. Leidrétting — Þingeyrakirkja IIÉR með er þeirri leiðréttingu komið á framfæri, vegna fréttar í Mbl. 15. febrúar þar sem sagt var frá tré- skurðarmyndum af postulunum sem fara ciga í Þingeyrakirkju, að ekki var um formlcga afhendingu að ræða, heldur var verið að sýna þá vclunnur- um kirkjunnar, og þeim er lagt hafa málinu lið. Þá var og mishermt að sóknarnefndin hefði verið viðstödd. Hin formlega afhending mun hins vegar fara fram í kirkjunni sjálfri síðar á árinu. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. 20—5« atstóttur Keramik púðar glervara fatnaður lampar Ath: Ymsar tegundir hætta, f/% KRISTJPíl SIGGEIRSSOÍl HE m LAUGAVEGI 13, REYKJAVIK, SIMI 2S87D

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.