Morgunblaðið - 16.02.1983, Page 18

Morgunblaðið - 16.02.1983, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 Danmörk: Hafnarverka- menn snúa aftur til vinnu kaupmannahofn, 15. febrúar. AP. LANGFLESTIR dan.skra hafnar- verkamanna samþykktu í dag að snúa aftur til vinnu en þeir hafa nú verið í verkfalli í tíu vikur. Hafnar- verkamenn í Kaupmannahöfn ákváðu hins vegar að halda það út í einn dag enn a.m.k. Verkfallsmenn hafa engu fengið áorkað með verkfallinu, sem fé- lagsdómur hafði dæmt ólöglegt, en þeir efndu til þess í mótmælaskyni við 20% niðurskurð stjórnarinnar á atvinnuleysisbótum til þeirra, sem ekki vinna fulla vinnu. Blóðug átök urðu nokkrum sinnum milli verkfallsmanna og lögreglunnar, tveir menn létust af slysförum og eldsvoðar urðu nokkrir, sem taldir eru stafa af íkveikju. Ákvörðunin um að hætta verkfallinu kemur á sama tíma og samningaviðræður milli verkalýðsfélags hafnar- verkamanna og atvinnurekenda eru að hefjast. Poul Schluter, forsætisráð- herra, sagði snemma í þessum mánuði, að verkfallið ylli engum skorti og atvinnurekendur kváðu langflest skip vera afgreidd af öðrum en hafnarverkamönnum og þá oftast nær undir lögregluvernd. Nýtt heims- met í mara- þonkossum lx>s Angeles, 15. febrúar. AP. ÞJAKAÐ af bakverkjum og með skapsmunina á suðupunkti gerði ungt par í Los Angeles í gærmorg- un tilkall til heimsmeistaratignar í maraþonkossum eftir að hafa kysstst samfleytt í rúmlega 132 klukkustundir. Uppátækið fer fram í sýningarglugga stórrar verslunar. „Varir þeirra eru stokkbólgn- ar og efri vör hans er nánast eins og blaðra," sagði sá er að uppátækinu stóð. „Þau kvarta bæði undan miklum verkjum í baki og hafa stöðugan höfuð- verk,“ sagði hann ennfremur. Parið náði heimsmetinu snemma í gærmorgun, en ætl- aði ekki að gefast upp við svo búið. Ætluðu þau að halda áfram og bæta metið almenni- lega úr því upp á þessu var tekið á annað borð. Ekki hefur frést af endanlegum árangri skötu- hjúanna. Fimm mínútur á hverri klukkustund eru ætlaðar til hvíldar og matar. Frá fundi Moshe Arens, varnarmálaráðherra ísraels (til vinstri) og Caspar Weinbergers, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna i Washington á mánudag. Arens, sem var sendiherra ísraels í Bandaríkjunum, hefur verið skipaður varnarmálaráðherra lands síns í stað Ariels Sharons, sem varð að segja af sér vegna atburðanna í Beirút í september sl. Sovétríkin: Vestur-Þýskaland: Dregur saman með stærstu flokkunum llamborg, 15. febrúar. AP. SÍÐUSTU skoðanakannanir í Vest- ur-Þýskalandi benda til, að heldur dragi saman með kristilegum demó- krötum og jafnaðarmönnum en kosningar munu fara fram þann 6. mars nk. í könnuninni kemur fram, að hvorir tveggju, græningjarnir og frjálsir demókratar, fengju 6% at- kvæða ef nú væri kosið en það er einu prósenti meira en þarf til að fá fulltrúa á sambandsþinginu. Að undanförnu hefur verið útlit fyrir, að frjálsir demókratar fengju ekki tilskilið lágmark en þeir hafa þó stöðugt verið að bæta stöðu sína. Könnunin fór fram á vegum blaðs- ins „Bunte" dagana 13.—24. janú- ar og voru 2.000 manns spurðir. Samkvæmt vestur-þýskum kosningalögum hefur hver kjós- andi tvöfaldan atkvæðisrétt. í fyrsta lagi kýs hann einhvern frambjóðandann í sínu kjördæmi, sem síðan fer á þing ef hann verð- ur efstur að atkvæðatölu, og í öðru lagi kýs hann þann flokk, sem er honum best að skapi. Flokkurinn velur svo sína menn og sendir á þing í samræmi við landsfylgið. Könnunin leiddi í ljós, að 44% ætla með síðara atkvæði sínu að styðja kristilega demókrata og systurflokk þeirra, Kristilega sósí- alsambandið, en 41% jafnaðar- menn. 45% kváðust hafa mesta trú á Helmut Kohl sem kanslara en 43% á Hans-Jochen Vogel, kanslaraefni jafnaðarmanna. Fjórar milljónir í nauðungarvinnu Washington, 15. rcbrúar. AP. UM FJÓRAR milljónir manna eru í nauðungarvinnu í Sovétríkjunum og „oft við mjög erfiðar og niðurlægj- andi kringumstæður“ að því er bandaríska utanríkisráðuneytið sagði í dag. Sagt var, að hér væri um að ræða brot á alþjóðlegum sam- þykktum um inannréttindamál og lögum, sem kvæðu á um afnám þrælahalds. í skýrslu utanríkisráðuneytisins til þingsins segir, að nauðungar- GRUNSAMLEGT dufl fannst fyrir helgina í sjónum út af vesturströnd Noregs. Sérfræðingar norska hers- ins munu kveða upp úrskurð sinn í dag hvers eðlis það er. Talið er næsta víst, að hér sé um að ræða sovéskt hlustunardufl. Hefur það líkast til verið fest við hafsbotn af kafbáti, en losnað og flotið upp á yfirborðið. Dufl þetta er þriggja metra langt og næstum metri á hæð. í því er að finna háþróaðan hlust- unarbúnað, sem skráir upplýs- ingar um allar skipaferðir og fjöldamargt annað. Lengi hefur vinnan í Sovétríkjunum sé sú um- fangsmesta í heimi og að búðirnar séu samtals um 1.100. Látnar eru í ljós áhyggjur af þúsundum Víet- nama, sem nú vinna í Sovétríkjun- um, og sagt, að þótt margir kunni að vera þar sjálfviljugir sé samt sem áður stórum hluta launa þeirra haldið eftir sem greiðslu upp í skuld Víetnama við komm- únistaríkin. í skýrslu, sem gefin var út í nó- verið vitað, að Sovétmenn koma slíkum duflum fyrir við strendur annarra ríkja. Norsk yfirvöld staðfestu í dag, að slík dufl hefðu áður fundist við strönd landsins, en aldrei jafn sunnarlega og nú. Alls er vitað um 226 könnunar- ferðir kafbáta í sjónum við Nor- egsstrendur á árunum 1969—1982. A síðasta ári einu var vitað um 15 tilfelli og sannað er að í mörgum tilvikum var um sovéska kafbáta að ræða. Norski sjóherinn hefur á hinn bóginn aldrei komist í færi við þessa kafbáta og ekki gert til- raun til að neyða þá upp á yfir- borðið. vember sl., var sagt frá því, að fangar væru látnir vinna erfið og hættuleg störf við gasleiðsluna nýju, sem verið er að leggja frá Síberíu til Vestur-Evrópu. Meðal þeirra væru menn, sem dæmdir hefðu verið í fangelsi fyrir póli- tískar skoðanir sínar eða trú. Öll fórnarlömb- in köfnuðu Tórínó, 15. febrúar. AP. FJOLDI manns vottaði hinum látnu virðingu sína fyrir utan dómkirkjuna í Tórínó er líkkistum 52 fórnarlamba kvikmyndahúss- brunans í borginni var komiö fyrir á gólfi kirkjunnar. Útför hinna látnu verður gerð þaðan á morgun. Forsætisráðherra Ítalíu, Sandro Pertini, verður viðstaddur athöfn- ina. Jarðarfarir hinna tólf verða gerðar af aðstandendum. Krufning á líkunum hefur leitt í ljós, að fórnarlömbin virðast öll hafa kafnað er þykkur reykur gaus upp og fyllti sýningarsal kvikmyndahússins á örskömm- um tíma. Ekki hefur enn verið útskýrt hvað olli brunanum, en íkveikja er talin óhugsandi. Sum- ir telja skammhlaup hafa valdið brunanum. Veður víða um heim Akureyri 8 skýjaó Amsterdam 0 heióskírt Aþena 16 heiðskírt BrUssel 0 heióskírt Chicago 7 skýjaó Dublin 6 skýjaó Feneyjar 7 þoka Frankfurt +1 skýjaó Faereyjar S skýjað Genl 3 skýjaó Helsínki 46 heióskírt Hong Kong 15 skýjaó Jerúsalem 13 skýjaó Jóhannesarborg 22 heiðskirt Kaupmannahöfn 2 heióskírl Kairó 25 skýjaó Las Palmas 20 léttskýjaó Lissabon 9 skýjað London 3 skýjaó Los Angeles 22 heióskírt Madrid 3 heióskírt Mallorca 11 léttskýjað Malaga 8 skýjaó Mexíkóborg 23 heiðskírt Miami 22 heiöskírt Moskva 49 heióskírt Nýja Delhí 24 skýjaó New York 4 heiöskírt Ósló 3 heióskírt París 4 heiðskírt Peking 4 heióskírt Perth 21 rigning Reykjavik 6 súld Rio de Janeiro 34 skýjaó Rómaborg 14 heióskírt San Francisco 16 skýjaó Stokkhólmur +7 heióskírt Sydney 29 skýjaó Tel Aviv 20 skýjað Tókýó 14 heióskírt Vancouver 9 rigning Vínarborg 43 snjór Grunsamlegt hlustunar- dufl finnst við Noreg Osló, 15. febrúar. Frá Jan Krik l>auré, fréltaritara Morgunblaðsins. „Gerði aðeins skyldu mína“ segir Barbie í fréttaviðtali New Vork, 15. febrúar. Al*. EFTIR heimsstyrjöldina síðari virtu bandarísk stjórnvöld að vett- ugi óskir 20 aðila um framsal á stríðsglæpamanninum Klaus Barbie. Kemur þetta fram í viðtali í síðasta tölublaði bandaríska vikuritsins Newsweek við Frakkann Serge Klarsfeld, sem lengi hefur unnið aö því að fletta ofan af stríðsglæpamönnum nazista í Frakklandi. í þessu viðtali segir Klarsfeld, að 20 beiðnir hafi borizt eftir mismunandi leiðum, þar á meðal um franska sendiráðið í Bonn, þar sem lagt var hart að þáver- andi hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna í Múnchen að framselja Barbie frönskum yfir- völdum. Þá heldur Newsweek því fram, að bandarísk yfirvöld hafi látið koma Barbie fyrir í öruggu húsi í Augsburg í Vestur-Þýzkalandi með það í huga að fá frá honum Klaus Barbie. Mynd þessi var tek- in í Bólivíu 1973. vitneskju hans um njósnir land- anna fyrir austan járntjald. Hefur blaðið það eftir Erhard Dabringhaus, sem var I hópi þeirra Bandaríkjamanna, er yf- irheyrðu Barbie, að Bandaríkja- menn hafi látið honum í té hreint sakavottorð og 1.700 doll- ara á mánuði. Þá hefur Newsweek það eftir Klarsfeld, að nú, þegar búið er að framselja Barbie frá Bólivíu til Frakklands, þá sé þessu máli í rauninni lokið og réttarhöldin yfir honum eigi ekki eftir að leiða neitt nýtt í ljós. Áður sé búið að skrásetja alla starfsemi Barbies og réttarhöldin nú eigi því aðeins eftir að hafa „tákn- rænt gildi", segir Klarsfeld. Viðtal við Barbie eftir handtökuna í viðtali við fréttamenn sjón- varpsins í Bólivíu, sem fram fór í flugvél þeirri, er flutti Barbie frá La Paz í Bólivíu til Lyon, sagði hann um gerðir sínar sem yfirmaður Gestapo í Lyon 1942—1944: „Ég gerði skyldu mína. Ég var yfirmaður þeirra deilda sem áttu að vinna bug á andspyrnuhreyfingunni, en þær voru fleiri en ein og hver með sitt sérstaka verkefni." Viðtal þetta fór fram á spænsku og var birt í sjónvarpi á sunnudag. Barbie sýndi hvergi merki um iðrun vegna gerða naz- ista í stríðinu né það, sem hann aðhafðist þá sjálfur. „Hingað til hefur enginn maður úr hópi bandamanna verið sakaður um svokallaða stríðsglæpi, því að þeir ruddu úr vegi öllum slíkum vandamálum eftir stríð. Það sem ég vil segja með þessu er: Maður verður að vinna stríðið." Barbie, sem var fluttur úr Fort Monluc-fangelsinu í Lyon til Saint Joseph-fangelsisins af öryggisástæðum seint á laugar- dagskvöld, var spurður: „Trúir þú því, að Frakkland, Evrópa og heimurinn eigi að fyrirgefa þér glæpi þina?" „Já, algerlega," svaraði Barbie.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.