Morgunblaðið - 16.02.1983, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.02.1983, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 19 Leitin að fórnarlömbum fjöldamorðingjans heldur áfram: Lundúnum, 15. febrúar. AF. LÖGREGLAN í Lundúnum telur sig hugsanlega geta borið kennsl i sex fórnarlamba fjöldamoróingj- ans eftir að umtalsverður fjöldi mannabeina fannst þegar greftri var haldið áfram í bakgarði húss við Melro.se Avenue í norðurhluta Lundúna í morgun. Talsmaður lögreglumann- anna, sem vinna að rannsókn málsins, sagði að beinin hefðu verið stærst 15 sm. Þá hafa einn- ig fundist fjöldamargar tætlur úr fatnaði í garðinum, en ekki hefur verið sannað hvort þær kunni að vera hlutar úr klæðum fórnarlambanna. Um 2.000 manns er saknað í Lundúnum frá því 1975, þannig að erfitt kann að reynast að bera kennsl á líkin með fullri vissu. Svo virðist, sem líkin hafi ver- ið brennd, áður en reynt var að koma þeim endanlega fyrir katt- arnef. Lögreglan útilokar ekki Garðurinn að baki hússins við Melrose Avenue númer 195. Nágrannarnir segjast hafa veitt tíðum brennum í garðinum athygli. Mikilvægum sönnunargögn- um kann að hafa verið hent þann möguleika, að líkamshlut- um hafi verið komið fyrir í sorptunnum og morðinginn los- að sig við þau á þann máta. Sönnunargögnum hent Þá skýrir Daily Mail frá því í dag, að mikilvægum sönnunar- gögnum kunni að hafa verið hent þegar byggingarverkamenn, sem unnu við að breyta umræddu húsi úr leiguherbergjahúsi í tveir sjálfstæðar íbúðir, fundu fataböggul, að sögn blaðsins, en hentu honum í góðri trú um að þetta væru larfar, sem enginn notaði hvort eð er. Fari svo, að lögreglan finni öll fórnarlömbin, 17 talsins, er hér um ræða umfangsmestu fjölda- morð í sögu Englands. Reyndar kvaðst tvítugur brennuvargur fyrir tveimur árum hafa orðið 26 manns að bana í Leeds á árunum 1973—79, en dró framburð sinn til baka er hann var úrskurðaður til vistunar á geðveikrahæli. Frægir fjöldamorðingjar Ekki eru nema tvö ár frá því upp komst um frægan fjölda- morðingja, „The Yorkshire Ripp- er“ Hann varð 13 konum, aðal- lega vændiskonum, að bana á fimm ára tímabili, auk þess sem hann reyndi að myrða sjö konur til viðbótar. Hann var dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar þar sem dauðadómur hefur verið afnuminn í Bretlandi. Tveir aðrir frægir fjöldamorð- ingjar Breta á þessari öld eru John George Haigh og John „skrímsli" Christie. Haigh hafði þann háttinn á að myrða fórnarlömb sín og eyða líkunum síðan í sýruupplausn. Hann viðurkenndi við yfir- Maðurinn, sem talinn er vera að baki fjöidamorðunum óhugnan- legu, Dennis Andrew Nilsen. heyrslur að hafa drukkið blóð sumra fórnarlambanna. Er hann var hengdur 1949 hafði hann ját- að á sig níu morð af þessu tagi. Christie var hengdur 1953 eft- ir að hafa játað að hafa nauðgað og kyrkt a.m.k. sex konur, þ.m.t. eiginkonu sína. Hann faldi lík fórnarlamba sinna í elhússkáp- um, undir gólffjölum og í garðin- um við hús sitt. Upp um hann komst þegar nýr leigjandi flutti inn í húsið, þar sem hann hafði búið. Sá fjöldamorðingi Bretlands, sem líkast til er þó enn í dag nafntogaðastur þeirra allra er Jack The Ripper. Hann framdi sín ódæðisverk í skjóli nætur- þokunnar við bakka Thames á ofanverðri síðustu öld. Hann skar fimm vændiskonur á háls, en fannst aldrei. um NATO á Ítalíu Káre Willoch Njósnaði Róm, 15. fobrúar. AF. ÍTÖLSK yfirvöld hafa nú til yfir- heyrslu starfsmann sovéska Áug- félagsins Aeroflot og ítalskan kaupsýslumann, sem handteknir hafa verið fyrir njósnir. Að því er ítalska blaðið Corri- ere della Sera segir, reyndi Sov- étmaðurinn, Victor Pronine að nafni, 46 ára gamall, að komast yfir örfilmur með upplýsingum um stöðvar Atlantshafsbanda- lagsins á Norðaustur-Ítalíu frá Azelio Negrino, eiganda ör- filmufyrirtækis í Genúa. Sagt var, að skjöl, sem fundust í fór- um Negrino, hafi sýnt aðsetur herdeilda og vopnabúnaðar í héraðinu í kringum Feneyjar. ítölsk blöð segja, að fylgst hafi verið með Sovétmanninum mánuðum saman en hann var handtekinn ásamt ítalanum í Róm sl. mánudag þegar þeir áttu viðskipti með sér. Rómar- blaðið II Tempo segir, að átta Sovétmenn hafi verið reknir frá Ítalíu að undanförnu fyrir njósnir en ítalska utanríkis- ráðuneytið vill ekkert um það segja. Sovéska sendiráðið kallaði handtöku Pronines „fordæmis- lausa vitleysu og ástæðulausa", sem ekki tæki að hafa nein orð um. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL: Jan ............. 21/2 Jan ............. 7/3 Jan ............. 21/3 Jan ............. 4/4 ROTTERDAM: Jan ............. 22/2 Jan ............. 8/3 Jan ............. 22/3 Jan ............. 5/4 ANTWERPEN: Jan ............. 23/2 Jan ............. 9/3 Jan ............. 23/3 Jan ............. 6/4 HAMBORG: Jan ............ 25/2 Jan ............ 11/3 Jan ............ 25/3 Jan ............. 8/4 HELSINKI: Helgafell ....... 2/3 Helgafell ....... 4/4 LARVIK: Hvassafell ..... 17/2 Hvassafell ..... 28/2 Hvassafell ..... 14/3 Hvassafell ..... 28/3 GAUTABORG: Hvassafell ...... 1/3 Hvassafell ..... 15/3 Hvassafell ..... 29/3 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ...... 2/3 Hvassafell ..... 16/3 Hvassafell ..... 30/3 SVENDBORG: Hvassafell ...... 3/3 Hvassafell ..... 14/3 Hvassafell ..... 17/3 Hvassafell ..... 31/3 AARHUS: Hvasssafell ..... 3/3 Hvasssafell .... 17/3 Hvassafell ..... 31/3 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ..... 22/2 Skaftafell ..... 23/3 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ..... 24/2 Skaftafell ..... 25/3 ^SKIPADEILJD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Willoch heimsæk- ir Washington Washington, 15. febrúar. AF. KÁRE Willoch, forsætisráðherra Noregs, er væntanlegur til Washington á morgun til við- ræðna við Reagan forseta og aðra bandaríska leiðtoga um samskipti austurs og vesturs og alþjóöleg efnahagsmál. Þetta verður fyrsta heimsókn norska forsætisráðherrans til Banda- ríkjanna og fyrsti fundur hans með Reagan forseta. Á fimmtudag ræðir Willoch við Caspar Weinberger, varn- armálaráðherra Bandaríkj- anna, og síðdegis sama dag á hann fund með utanríkismála- nefnd Bandaríkjaþings. Jafn- framt mun Willoch ræða við George Bush varaforseta þá um kvöldið. Á föstudag er fyrirhugað, að Willoch eigi fund með utanrík- ismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings og ræða þá einnig við Donald T. Regan fjármálaráðherra, en haldi síðan til Hvíta hússins, þar sem hann hittir Reagan for- seta að máli. Síðdegis þennan sama dag ræðir Willoch síðan við George P. Schultz utanrík- isráðherra. Willoch heldur heim til Nor- egs á föstudagskvöld. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 26.—27. febrúar 1983. Stuðningsmenn Gunnars G. Schram hafa opnað skrifstofu að Hamraborg 6, Kópa- vogi, 2. hæð. Skrifstofan verður opin kl. 14—22 virka daga og kl. 13—20 um helgar. Símar 46944 og 46945.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.