Morgunblaðið - 16.02.1983, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.02.1983, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 Alþýðuflokkur um bráðabirgðalögin: „Knýja þarf óstarf- hæfa ríkisstjórn frá“ - „Hættuástand blasir við“ þingmenn Alþýðuflokks greiddu atkvæði gegn bráöabirgðalögum rík- isstjórnarinnar í neðri deild Alþingis sl. mánudag. Þeir geröu svohljóð- andi grein fyrir atkvæðum sínum: „Bráðabirgðalögin eru aðeins einn hlekkurinn enn í óslitinni keðju bráðabirgðaráðstafana. Þrátt fyrir ítrekaðar skamm- tímaaðgerðir af þessu tagi hefur heildarárangurinn enginn orðið. Verðbólgan hefur farið árvax- andi unz nú er svo komið, að hættuástand blasir við verði grundvallarstefnubreyting ekki gerð. Bráðabirgðalögin fela ekki sér slíka stefnubreytingu. Þau fjalla aðeins um skattahækkanir og launaskerðingu. Áhrif þeirra eru nú þegar að engu orðin. Nú þarf að gera grundvall- arbreytingu á stjórn efnahags- mála. Þingmenn Alþýðuflokks- ins hafa lagt fram ákveðnar til- lögur um, hvernig slíkt skuli gert. Aðeins breyting af slíku tagi getur skilað varanlegum árangri. Áframhaldandi bráða- birgðaráðstafanir tefja aðeins fyrir því, að slík breyting verði gerð. Þess vegna greiða þing- menn Alþýðuflokksins atkvæði gegn bráðabirgðalögunum, en krefjast þess, að tillögur Alþýðu- flokksins um gerbreytta efna- hagsstefnu verði teknar til um- ræðu og afgreiðslu án frekari tafa. Með vísan til þessarar grein- argerðar um afstöðu þingmanna Alþýðuflokksins segi ég nei.“ I greinargerð Árna Gunnars- sonar (A) sagði m.a.: „Nú ber brýna nauðsyn til þess að knýja óstarfhæfa og vanmáttuga ríkis- stjórn til að láta af völdum, svo unnt verði að efna til kosninga Árni Gunnarsson og mynda nýja, starfhæfa ríkis- stjórn, sem tekizt geti á við þann efnahagsvanda er ógnar afkomu þjóðarinnar og efnahagslegu sjálfstæði. Bráðabirgðalögin, sem hér eru til afgreiðslu, eru dæmigerð skammtímalausn, sem hvorki leysir vandann til skemmri eða lengri tíma ... ég stend við yfirlýsta afstöðu Al- þýðuflokksins og segi nei.“ Þessi fréttafrásögn af afstöðu Alþýðuflokksins til bráðabirgða- laganna átti að koma á þingsíðu Mbl. í gær — og er beðið velvirð- ingar á því að hana skorti í frétt- um gærdagsins af bráðabirgða- lögunum. notkun nýjan vísitölugrundvöll, enda væri sá gamli orðinn úreltur. Steingrímur sagði að Framsókn- arflokkurinn hefði aðhyllst 6 mán- aða tímabil greiðslu vísitölubóta, en til þess að freista þess að ná samkomulagi við Alþýðubanda- lagið, hefði verið lagt til að 4 mán- aða verðbótatímabil gilti. Það hefði orðið framsóknar- mönnum vonbrigði að Alþýðu- bandalagið hefði ekki getað staðið að frumvarpinu, þrátt fyrir þessa tilslökun, og ítarlegar umræður um málið í ríkisstjórn. Gat hann þess að Framsóknarflokkurinn hefði teygt sig langt í samkomu- lagsátt, en þrátt fyrir það hefði samkomulag ekki náðst. Á móti frumvarpinu Vilmundur Gylfason sagði að með frumvarpi þessu væri þess freistað að banna verðbólgu með lögum, en reynslan sýndi að ekki væri hægt að ráða niðurlögum verðbólgunnar með því að lög- banna hana. Til þess að minnka verðbólguna væri fyrst nauðsyn- legt að kanna undirstöðurnar. Sagði Vilmundur að samþykkt þessa frumvarps væri „tómt rugl“, nema áður væri búið að leiðrétta ákveðin mál, og nefndi hann stjórnkerfisbreytingar og kosn- ingarétt í því sambandi. Vilmundur lýsti sig andstæðan frumvarpinu, ekki vegna þess að þau mál sem frumvarpið næði til og tilgangur þess væri óskynsam- legur, heldur vegna þess að óskynsamlegt væri að lögbinda þessa hluti. Um þá ættu frjálsir menn að semja um sín á milli í frjálsum samningum. Gjörbreytt efnahagsstefna Sighvatur Björgvinsson (A) krafði deildarforseta upplýsinga um, hvort fordæmi væri fyrir því að svo hafi verið að framlagningu frumvarps staðið áður sem þessa. Hann krafði og forsætisráðherra svara um, hversvegna hann hafi lagt svo ríka áherzlu á að snið- ganga efri deild við framlagningu málsins. Ég hélt, sagði Sighvatur efnislega, að forsætisráðherra hafi verið tiltölulega sáttur við að taka sæti í deildinni á sinni tíð, enda var koma hans í hana undan- fari að myndun núverandi ríkis- stjórnar. Sighvatur taldi rétt að miða vísitölugrundvöll við neyzluvenjur hvers tíma. Annað mál væri, hvern veg hann væri tengdur við laun í landinu. Núverandi vísitölu- kerfi er ónýtt til þeirra nota, sem þurfa að vera af því. Einstakir gjaldaliðir vega misþungt eftir búsetu, s.s. húshitun, og má því gjarnan huga að landshlutavísi- tölu. Aðalatriðið er þó gjörbreytt efnahagsstefna og nýr vísitölu- grundvöllur getur verið liður í slíkri breytingu. Toflir stjórninni í tvísýnu Svavar Gestsson (Abl) sagði frumvarp forsætisráðherra ekki (Ljósm. Ól.K.M.) Stjórnarfrumvarp eöa þingmannsfrumvarp? Þessi mynd var tekin í fyrradag, er efasemdir vóru uppi um, hvort frumvarp forsætisráðherra ætti heima í efri eða neðri deild, væri stjórnarfrumvarp eða þingmannsfrumvarp. Sverrir Hermannsson, forseti deildarinnar, heldur á „Stjórnskipun íslands" eftir Ólaf Jóhannesson. Friðjón Sigurðsson, skrif- stofustjóri Alþingis, er kominn honum til ráðgjafar. Matthías Bjarnason heldur sínu striki í ræðustól þrátt fyrir þingskapasamanburö að baki sér. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra: Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra ekki gert annan fyrirvara gagn- vart lengingu vísitölutímabilsins en þann, að lenging þess ætti að koma lítið eitt síðar til fram- kvæmda en aðrir stjórnarsinnar vilja. Hann væri og sáttur við að setja inn í hinn nýja grundvöll ákveðinn „leka“, varðandi mæl- ingu verðlags. Ágreiningurinn væri því um „lekaformið", ekki „lekann" í sjálfu sér. Þetta frum- varp er og skilgreint sem fylgi- frumvarp bráðabirgðalaganna, sem Alþýðubandalagið hefur fylgt fast fram, og byggt er á bókun í ríkisstjórn frá í ágúst, sem það stóð að. Áhrif frumvarpsins vega fimm til sex prósent í annars 75% sýni- legri verðbólgu frá upphafi til loka 1983. Friðrik gagnrýndi, hve frum- varpið kæmi seint fram. Ríkis- stjórnin hefði tekizt á um það mánuðum saman. Því væri síðan fleygt inn í þingið í gær, mælt fyrir því í dag, og þyrfti að fá fullnaðarafgreiðslu fyrir miðja næstu viku, ef áhrif ætti að hafa 1. marz nk. Góður partur stjórnar- innar, þ.á m. forsætisráðherra, væri á förum utan, frá frumvarp- inu og öðrum málum óleystum. Þetta væru vinnubrögð í lagi eða hitt þó heldur. Engu að síður væri sjálfgefið að athuga þetta mál vel í nefnd. Að slíkri athugun myndi Sjálfstæðis- flokkurinn standa. Nýr vísitölugrunnur dregur ekki úr kaupmætti ráðstöfunartekna - Alþýðubandalagið ber pólitíska ábyrgð á frumvarpinu, sagði Friðrik Sophusson Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi sem hann flytur „um nýtt viðmiðunarkerfi á laun o.fl.“ Hann gat þess að frum- varpið væri ekki flutt fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar, enda ráðherrar Alþýöubandalagsins andvígir því, heldur af sér sem forsætisráðherra og með stuðningi 7 ráðherra af 10. Þá vitnaói hann til „Stjórnskipunar íslands“, fræðirits dr. Ólafs Jóhannessonar, þar sem skýrt kæmi fram, að einstakur ráðherra getur flutt frumvarp sem væri ígildi stjórnarfrumvarps, hvað það áhrærir, að framlagningarréttur nái til beggja þingdeilda sem og sameinaðs þings „Dregur ekki úr kaupmætti" Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, rakti fyrst aðdraganda og efnisatriði frumvarpsins, eins og þau koma fram í greinargerð, og eins og frá þeim er sagt í frétt á þingsíðu Mbl. í gær (bls. 31). Hann sagði m.a. að kerfisbreyt- ingin, sem frumvarpið felur í sér, væri fjórþætt: 1) Vísitölugrund- völlur væri byggður á neyzluvenj- um dagsins í dag í stað þess sem var fyrir áratugum, 2) óbeinir skattar og niðurgreiðslur hafi ekki áhrif á greiðslu verðbóta, eins og nú er, 3) tekinn er upp sérstakur orkufrádráttur og 4) verðbætur greiðist á fjögurra mánaða fresti í stað þriggja. Forsætisráðherra sagði það sannfæringu sína að þessar ráð- stafanir dragi á engan hátt úr kaupmætti ráðstöfunartekna, heldur styrkti hann þegar frá liði. Ekki er rétt að horfa eingöngu á kaupmátt kauptaxta. Ýmsar að- gerðir, eins og áhrif skatta og vinnustig í landinu, hefðu áhrif á kaupmátt rauntekna, ekki kaup- taxta. Frumvarpi þessu er ætlað að styrkja atvinnustigið, þ.e. at- vinnuöryggið, og hamla gegn víxlhækkunum verðlags og kaup- gjalds, og verkalýðshreyfingin hefur jafnan metið lækkun verð- bólgu til kjaragildis. Pólitísk ábyrgd Alþýöubandalagsins Frðrik Sophusson (S) vék að skilgreiningu frumvarpsins, hvort væri þingmannsfrumvarp eða stjórnarfrumvarp. Forseti deild- arinnar hefði úrskurðað frum- varpið stjórnarfrumvarp, ella hefði forsætisráðherra orðið að leggja það fram í efri deild. Það væri því óumdeilt, að Alþýðu- bandalagið bæri pólitíska ábyrgð á frumvarpinu, hvað sem liði lög- formlegri ábyrgð, meðan það ætti aðild að ríkisstjórninni og hún ætti tilveru sína undir stuðningi þess á Alþingi. Engin breyting hefði hér á orðið, a.m.k. ekki á borði, þó sitt hvað hafi fram kom- ið í orði. Friðrik vék og að því að Þröstur Ólafsson, fullt.rúi Alþýðubanda- lagsins í vísitölunefndir ni, hefði stjórnarfrumvarp. Framlagning þess varpaði skugga á stjórnar- samstarfið og tefldi því í tvísýnu. Við höfum mótmælt þessum vinnubrögðum harðlega. Svavar tók þó fram að bæði forsætisráð- herra og formaður Framsóknar- flokks hefðu verið sáttfúsir í ráð- herranefnd um þetta mál, en haukar að baki þeirra hefðu knúið á. Svavar vék að afstöðu verka- lýðshreyfingarinnar, sem væri tortryggin út í þessa breytingu, og minnti á ákvæði í stjórnarsátt- mála, að ekki yrði gripið til skerð- ingar á kjarasamningum, nema allir aðilar stjórnarsamstarfsins yrðu sammála um slíkt. Svavar sagði breytingu á vísi- tölugrunni vel koma til greina, en hann þyrfti að hafa samflot við aðrar aðgerðir í efnahagskerfinu, ef ná ætti þeim markmiðum, sem að væri stefnt. Ef þetta frumvarp nær fram þýðir það, að mati Þjóð- hagsstofnunar, 5 vísitölustig í 70% verðbólgu. Það er allt og sumt. Það er eitt að bera fram frum- varp, annað að fá það samþykkt. Alþýðubandalagið mun móta af- stöðu sína til stjórnarsamstarfs- ins í ljósi þeirrar framvindu sem þetta og önnur mál hafa hér í þinginu næstu vikur. Svavar gat þess jafnframt að Alþýðubanda- lagið féllist ekki á að fyrsta greiðsla vísitölubóta færi fram 1. apríl, eins og frumvarpið gerði ráð fyrir, og sagði hann að launafólk gæti ekki borið dýrtíðina einum mánuði lengur en núverandi regl- ur kvæðu á um. Teygt sig langt í samkomulagsátt Steingrímur Hermannsson (F) sagði að eðlilegt væri að taka í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.