Morgunblaðið - 16.02.1983, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR1983
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
I. og II. stýrimaður
vantar á 300 tonna netabát frá Reykjavík.
Upplýsingar í síma 21623 og 13903.
Starfskraftur
á miðjum aldri
óskast til vörumóttöku og verzlunarstarfa,
hálfan eða allan daginn. Þarf að kunna á
reiknivél og nokkur málakunnátta er æskileg.
Tilboö merkt: „Ábyggileg — Austurstræti —
3630“, sendist Mbl. fyrir 25. febrúar.
Fjórðungs-
sjúkrahúsið
á Akureyri
óskar eftir aö ráða sérfræðing í augnlækn-
ingum (31/3 eyktir) viö augnlækningadeild
sjúkrahússins.
Upplýsingar um stöðuna veitir Loftur Magn-
ússon, sérfræðingur á augnlækningadeild,
sími 96-22100.
Umsóknir sendist framkvæmdastjóra eigi
síðar en 30.04.1983.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Yfirlögregluþjónn
Staða yfirlögregluþjóns á Sauöárkróki og í
Skagafjarðarsýslu er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 20. febrúar nk.
Sýslumaðurinn í Skagafjarðarsýslu,
Bæjarfógetinn á Sauöárkróki.
Varahlutaverslun
Stórt bifreiöaumboð óskar eftir aö ráða nú
þegar afgreiðslumann í varahlutaverslun.
Starfsreynsla æskileg.
Umsóknir merktar: „Varahlutaverslun —
477“ sendist augl.deild Mbl. fyrir 19. febrúar
nk.
Starf hluta dags
Traust iðnfyrirtæki óskar að ráða starfskraft
til stjórnunar á innheimtu.
Bókhaldskunnátta og reynsla í almennum
skrifstofustörfum áskilin.
Vinnutími: 4 stundir fyrri hluta dags, þó allan
daginn 2 daga í mánuöi.
Umsóknir með uppl. um menntun og fyrri
störf sendist augl.deild Mbl. merkt: „Ábyggi-
leg — 305“ fyrir 19. febrúar nk.
Óskum að ráða
starfsfólk á saumastofu.
Verksmiðjan Hlín hf.,
Ármúla 5, sími 86999.
Tækniteiknari
Verkfræöistofan Hnit hf. óskar eftir aö ráöa
tækniteiknara til starfa nú þegar.
Umsækjendur komi skriflegum upþl. um
menntun, starfsreynslu og fyrri störf til Guð-
mundar Björnssonar, Verkfræðistofunni Hnit
hf., Síðumúla 31, R.
Starf veitustjóra
Starf veitustjóra Selfossbæjar er laust til um-
sóknar. Umsóknarfrestur er til 7. mars nk.
í starfinu felst framkvæmdastjórn, rafveitu,
hitaveitu og vatnsveitu Selfossbæjar. Æski-
legt er að umsækjendur hafi tækni- eöa
verkfræðikunnáttu.
Umsóknum sé skilað til undirritaðs, sem jafn-
framt veitir nánari uppl.
Bæjarstjórinn á Selfossi, 14. febrúar 1983.
Kyimingar- og merkjasöludagur
Rauða krossins er í dag, öskudag
Fréttatilkynning frá Reykjavík-
urdeild Rauða kross Islands.
Um langt árabil hefur öskudagur-
inn verið kynningar- og merkjasölu-
dagur Rauða krossins um land allt.
Við þetta tækifæri hefur Reykja-
víkurdeildin notið margra ágætra
sjálfboðaliða, þar sem stærstu hóp-
arnir hafa verið nemendur grunn-
skóla í Reykjavík, en þeir hafa alla
tíð verið boðnir og búnir að annast
merkjasölu með miklum dugnaði og
þannig styrkt starf Rauða krossins
og tekið þátt í að efla mannúðar- og
hjálparstarf stofnunarinnar.
Á þessum degi kynnist fjöldi
skólabarna Rauða krossinum í
fyrsta sinn. Sú þekking og fræðsla
um starf Rauða krossins hefur
fest rætur í traustu minni hinna
ungu borgara. Stór hluti fulltíða
Reykvíkinga hefur á unga aldri
tekið þátt í merkjasölu Rauða
krossins á öskudegi. Þetta hefur
orðið grundvöllur vinsælda og
virðingar Rauða krossins og skap-
að traust tengsl stofnunarinnar
við þjóðfélagið. Starf Rauða kross-
ins beinist að því að efla mannúð
og samhjálp, og auka virðingu
fyrir því jákvæða í heiminum.
Rauði kross fslands vinnur að
þessum málum bæði hér heima og
erlendis í samvinnu alþjóða Rauða
krossins, en hver deild vinnur
fyrst og fremst að verkefnum á
sínu félagssvæði.
Sjúkraflutningar hafa allt frá
stofnun deildarinnar verið meðal
BÚNAÐARÞING verður sett á
Hótel Sögu mánudaginn 24. febrú-
ar. Tuttugu og fimm fulltrúar eru
kjörnir til þess að sitja búnaðar-
þing og var kosið til þess á síðast-
liðnu ári. Fjórir nýir menn taka
meginverkefna hennar og farið
vaxandi með ári hverju. Deildin á
nú 6 sjúkrabíla og starfrækir þá í
samvinnu við Slökkvilið Reykja-
víkurborgar, sjúkraflutninga-
nefnd Reykjavíkurborgar og Borg-
arspítalann. Einn bílanna er gerð-
ur fyrir erfiðan akstur í torfærum
og ófærð. Á síðasta ári fékk
Reykjavíkurdeild til landsins
sjúkrabíl, búinn nútíma lækninga-
tækjum, ásamt starfsaðstöðu fyrir
lækni, til þess að veita hjálp í
bráðustu tilfellum. Áratugir eru
síðan slíkir bílar voru teknir í
notkun erlendis, með aðstöðu í
tengslum við gjörgæslu og slysa-
deildir. Slíkur búnaður og fyrir-
komulag sjúkraflutninga hefur
sannað gildi sitt við björgun
mannslífa.
Bifreiðin er af Ford-gerð, en yf-
irbyggingin smíðuð í sérstakri
sjúkrabílaverksmiðju í Bandaríkj-
unum. Þetta er í rauninni fyrsti
neyðarbíllinn, sem starfræktur er
hér á landi. Frá 28. september hef-
ur hann verið í tengslum við slysa-
deild Borgarspítalans og starf-
rækslan byggð á samvinnu lækna
slysadeildar Borgarspítalans og
slökkviliðsmanna.
Aðal verkefni Reykjavíkurdeild-
ar RKÍ á síðasta ári voru rekstur
sjúkrabíla og stofnun þjónustu-
miðstöðvar aldraðra, Múlabær,
Ármúla 34. En auk þess má nefna
margþætt starf kvennadeildar
(sjálfboðadeildar), en þar starfa
nú þátt í störfum búnaðarþings,
sem kjörnir fulltrúar. Þá verða
einnig tveir nýir, sem hafa setið
sem varafulltrúar áður. Formaður
stjórnar Búnaðarfélags íslands
mun setja þingið.
um 300 sjálfboðaliðar og annast
rekstur sjúkrabókasafna á sjúkra-
húsum, heimsóknarþjónustu,
heimsendinga máltíða til aldr-
aðra, hljóðbókaþjónustu og fjár-
öflun til heilbrigðis- og mann-
úðarmála. Af öðrum starfsþáttum
deildarinnar má nefna námskeið í
skyndihjálp og aðhlynningu
sjúkra í heimahúsum, þátttaka í
almannavarnarstarfi og fl.
Á ári aldraðra vann deildin að
stofnun Múlabæjar, húsið var til-
búið 15. desemþer. Rekstrarleyfi
var veitt 29. desember 1982 fyrir
24 dvalargesti, ætlunin er að
fjölga þeim í 48 á þessu ári.
Sé heimilið nýtt til þess ítrasta
getur það tekið 64 dvalargesti
samtímis. Á heimilinu er veitt
ýmiss konar þjónusta, en auk þess
föndur og nokkur vísir að verk-
stæði og bókbandi. Gert er ráð
fyrir að þar verði verzlun með
brýnustu þarfir fyrir dvalargesti
og starfsfólk. Aðstaða verður fyrir
lækni, prest og félagsráðgjafa. Þar
er setustofa, borðsalur, eldhús,
fjögur hvíldarherbergi. Einnig
verður fullkomin aðstaða fyrir
bað, fyrir sjúkraleikfimi, fótsnyrt-
ing, hársnyrting o.fl.
Reykjavíkurdeild hefur kostað
allar innréttingar og breytingar á
húsnæðinu, sömuleiðis húsgögn
öll, borðbúnað og flest þjónustu-
tæki. Heildarkostnaður var alls
2,8 milljónir króna, þar af hefur
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar
lagt til húsbúnað í borðstofu og
setustofu, borðbúnað og sjúkra-
baðker af fullkomnustu gerð, að
verðmætum alls kr. 550.000.00.
Reykjavíkurdeild RKÍ hefur notið
styrks úr sérverkefnasjóði Rauða
kross íslands til þessara fram-
kvæmda alls 980.000.00 krónur.
Einnig hafa ýmis félagasamtök og
einstaklingar gefið heimilinu
rausnarlegar gjafir. Forstöðumað-
ur heimilisins er Guðjón Brjáns-
son, félagsráðgjafi. Símar stöðv-
arinnar eru 32550 og 32167. Enn
vantar nokkuð af búnaði fyrir
heimili þetta. Lovisa Christiansen
arkitekt var ráðin til að gera til-
lögur og teikningar varðandi
breytingar og innréttingar á hús-
inu. Annaðist hún það verkefni af
mikilli kostgæfni og smekkvísi, og
hefur tekist að breyta þessu verk-
smiðjuhúsi í vistlegt heimili. Allar
teikningar voru gerðar á Litlu
teiknistofunni Hafnarfirði.
Ágóða af merkjasölu á öskudag
mun Reykjavíkurdeildin láta
renna til þjónustumiðstöðvar Múl-
abæjar.
V aka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta:
Réttur Reykjavíkur að ráða
rekstri þjónustufyrirtækja
VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta hefur sent frá sér ályktun, vegna álykt-
unar sem samþykkt var í Stúdentaráði um fargjaldahækkun SVR. í ályktun
Vöku segir m.a. að það se siðferðile
þjónustufyrirtækja sinna. Ályktunin er
Á fundi Stúdentaráðs þann 26.
janúar sl., var samþykkt ályktun
þar sem farmiðahækkun SVR var
fordæmd. Vökumenn í Stúdentaráði
greiddu atkvæði gegn þessari tillögu
á þeim forsendum að ríkisvaldið eigi
ekki að hlutast til um málefni sveit-
arfélaga með þeim hætti sem hér
var gert. Vökumenn telja að það sé
siðferðislegur réttur Reykvíkinga,
sem og annarra sveitarfélaga, að
ráða rekstri þjónustufyrirtækja
sinna og því hafi hér verið brotið
harkalega á rétti Reykjavíkurborg-
ar eða hvaða þýðingu hefur það að
kjósa borgarstjórn sem skal í svo
veigamiklum málum hlýða fyrir-
mælum ríkisins. Ef umrædd far-
•gur rettur Reykjavíkur að ráða rekstri
svohljóðandi:
miðahækkun hefði náð fram að
ganga þá hefði verið búið í haginn
fyrir þá sem kröppust hafa kjörin
því á þessu ári átti aðeins að hækka
fargjald SVR um 50% en fyrrver-
andi meirihluti hafði það að venju
að hækka fargjöldin um 100% milli
ára. Með samþykkt þessarar tillögu
hafa umbótasinnar lagt lið sitt við
hallastefnu vinstri manna eða hefðu
umbótasinnar unað því fyrir 2 árum
að ríkisvaldið hefði bannað okkur að
gera þær breytingar á rekstri Fé-
lagsstofnunar stúdenta sem nauð-
synlegar voru til að koma F.S. á
réttan kjöl eftir 10 ára óstjórn
vinstri manna.
Búnaðarþing sett
á mánudaginn