Morgunblaðið - 16.02.1983, Page 36

Morgunblaðið - 16.02.1983, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 dCfc/l/Vllfl ■ 1W? UnivtrMl Pf... SynJicil.________________________ „LánsumsÓKrún þin crhér eins cx} bim kom ervdursend -frtí a.h<2.lba.nkanum." Hann hættir ekki að hlæja ef þér þykir þetta eitthvað sniðugt, matnma! Þessir hringdu . . . Vorkenni ekki fólki á suðvestur- horninu Sævar Halldórsson, Vestmanna- eyjum, hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Nú er mér heldur betur nóg boðið. Hvað er þetta fólk, sem býr á suðvesturhorni landsins að tala um vægi atkvæða, skert mannréttindi og annað þar fram eftir götunum? Eg skal segja því í eitt skipti fyrir öll, að það fær hvaðeina upp í hendurnar fyrir lágmarksverð. Það hefur hreinlega allt það besta sem býðst í þessu landi, en kvartar samt. Það yrði langt mál að rekja allt það sem því býðst en öðrum lands- mönnum ekki, en ég nefni eitt mikilvægt atriði, hitaveituna. Er það ekki misrétti að borga fjórum til fimm sinnum hærri hitaveitu- gjöld en tíðkast í Reykjavík eins og Akureyringar, Vestmannaey- ingar og fleiri þurfa að gera? Nei, ég vorkenni ekki fólki á suðvest- urhorni landsins, þótt það sé að væla um jafnan atkvæðisrétt. Það ætti að líta sér nær og rýna í allan lúxusinn, sem það hefur framyfir fólk í öðrum landshlutum. Fyrirspurn til umferðarráðs og gatnamálastjóra Starfsmaður í Sundaborg hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að beina þeirri fyrirspurn til umferðarráðs og gatnamálastjóra hvort ekki sé kominn tími til að setja upp gangbrautarljós á Kleppsvegi hjá Laugarásbíói. Þar er gangbraut, sem ég og margir fleiri fara yfir. Oft er það þó svo, að maður á fót- um fjör að launa, því að ökumenn sem þarna eiga leið um keyra mjög greitt og virða ekki gang- brautarréttinn. Þó þurfa margir að fara yfir þessa gangbraut, m.a. starfsmenn Hrafnistu og Sunda- borgar, auk þess sem strætis- vagnabiðstöð er þarna skammt frá.Jfcar óskast sem fyrst. HÖGNI HREKKVÍSI Ásgeir Jakobsson Vil gjarna fá meira að heyra Kristján Benediktsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri í þessum dálkum sérstöku þakklæti mínu til Ásgeirs Jakobssonar fyrir mjög góða þætti í Lesbók Morgun- b.laðsins um Þórð kakala og fé- laga. Mér finnst þessir þættir ein- staklega skemmtilega unnir og vil gjarna fá meira að heyra hjá Ás- geiri um svipað efni. Frelsi í sjón- varpsmálum G.A. skrifar: „Velvakandi. Það kemur sífellt betur í ljós að sjónvarpið okkar íslenska er langt frá því að vera gjaldgengur fjölmiðill, hvað þá að það megi flokka undir alhliða afþrey- ingartæki. I raun var íslenska sjónvarpið andvana fætt og meira af stolti en getu, að það var sett á laggirn- ar. íslenskt sjónvarp er orðið enn einn bagginn á okkur skattgreið- endum. Keflavíkursjónvarpið sem sendir út einhverja bestu skemmti- og afþreyingarþætti sem þekkjast, er okkur meira en fullnægjandi nú eins og á þeim árum, er við fyrst kynntumst sjónvarpsútsendingum. Nú hefur komið í ljós, að ráð- stöfunarfé til lista- og skemmti- deildar sjónvarps (sér er nú hver skemmtideildin!) verður 70% minna en það var í fyrra, og var þá ekki svo burðug dagskrá held- ur. Það er sem sé ekki gert ráð fyrir neinu fjármagni til inn- iendrar dagskrárgerðar. Bættur sé skaðinn að vísu! En hver er þá orðinn munur á þvf „íslenska" sjónvarpi og öðrum erlendum sjónvarpsstöðvum hvað varðar dagskrá, sem við gætum notið hér ef vilji væri fyrir hendi? Aðsókn í vídeóleigur og mynd- efni þeirra sannar einkar vel óskir almennings um allt annað sjónvarpsefni en það sem ís- lenska sjónvarpið hefur á boð- stólum. Kostnaður við að afla þessa efnis er viðbótarútgjöld, og væri óþarfur ef skynsamlega væri staðið að málum með frjáls- um og óheftum útsendingum þess sjónvarpsefnis, sem er til staðar í landinu. Nú er það staðreynd að sovésk- ur gervihnöttur endurvarpar sjónvarpsefni m.a. til íslands og er staðsettur þannig að sovéska sjónvarpið sést hér svo vel, að móttökuskilyrði eru jafnvel betri en frá íslenska sjónvarpinu sjálfu! Þetta geta landsmenn sann- reynt með því að ganga inn í verslunina Hljómbæ í Reykjavík. Þangað koma tugir ef ekki hundr- uð manna dag hvern sem opið er til að forvitnast um þetta. — Og þar gefur á að líta bestu hljóm- listar- og skemmtidagskrár sem sést hafa frá Evrópu. Einn daginn, er ég skrapp inn í verslunina þessara erinda var þar á dagskrá sönglaga- og dægur- hljómlist af léttara taginu. Þar var ekkert til sparað. Dagskráin í lit að sjálfsögðu og stórhljóm- sveitir léku. Þar var ekki troðið upp með einhver „mini“-gítar- bönd, sem hér er verið að sýna okkur frá fjármagnsþurfandi norrænum dreifistofnunum fyrir íslenska sjónvarpið. Ekki er ég fylgjandi heims- valdastefnu risaveldisins í austri, en frekar vil ég hafa frelsi til að njóta góðrar sjónvarpsdagskrár frá Sovétríkjunum en sitja uppi með það ógnvekjandi ofbeldis- og klámmyndasafn sem það íslenska býður upp á. En nú birtast engir 60-menn- ingar, sem krefjast lokunar fyrir útsendingar sovéska sjónvarpsins og móttöku þess í Hljómbæ! Það var bara það bandaríska, sem ógnin stóð af! — Auðvitað eigum við íslendingar að fá að njóta hvors tveggja, úr því til þess næst, sýnishorns þess besta, sem gerist í heiminum í sjónvarps- málum — og sem er okkur að kostnaðarlausu. Og varðandi það bandaríska, sem enn er við lýði í landinu, á Keflavíkurflugvelli, þá eigum við nú að gera lokatilraun og skora á ráðamenn að fara fram á opnun Keflavíkursjónvarpsins fyrir alla landsmenn, og nota dreifikerfi ís- lenska sjónvarpsins til þess. Við getum ekki verið þekktir fyrir núverandi einangrunarstefnu, sem stafar af misskildum þjóð- Kötturinn níu Kristján Olafsson snikkari, Reykjavík, skrifar: „Ágæti Velvakandi. Viltu vera svo góður að koma eftirfarandi á framfæri í dálkum þínum: Háttvirti herra kennari, Gísli Jónsson, Akureyri. í einum hinna ágætu þátta þinna um íslenskt mál í Morg- unblaðinu, nánar tiltekið 22. janúar sl. (þ. 179), birtir þú hina gömlu góðu vísu um með- göngu nokkurra kvenkynshús- dýra, þar sem stendur að með- göngutími kattarins sé 8 vik- ur. Ég sem þessar línur set á blað og er fæddur og uppalinn vestur við Breiðafjörð, lærði vísu þessa fyrir síðustu alda- mót, og á eftirfarandi hátt: Kötturinn níu, tíkin tíu ... o.s.frv. Á langri ævi minni hef ég heyrt fólk víðs vegar að af landinu fara með vísu þessa, og ávallt á sama veg og ég lærði hana. Sem sé kötturinn níu... Og nú bið ég þig, ágæti málvöndunarmaður, að taka þetta mál til nýrrar athugun- ar, því að það er ekki viðeig- andi að hafa tvenns konar ósamhljóða útgáfur af þessri gömlu góðu vísu. En komi það hins vegar í ljós að þín kenn- ing sé réttari en mín, hlýt ég að sætta mig við það, því að Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaöeina, sem hugur þeirra stcndur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.