Morgunblaðið - 16.02.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.02.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 37 „Aðsókn í vídeóleigur og myndefni þeirra sannar einkar vel óskir almennings um allt annað sjónvarpsefni en það sem íslenska sjónvarpið hefur á boðstólum." „Nú er það staðreynd, að sovéskur gervihnöttur endurvarpar sjónvarpsefni m.a. til Islands og er staðsettur þannig, að sovéska sjónvarpið sést hér svo vel, að móttökuskilyrði eru jafnvel betri en frá íslenska sjónvarpinu sjálfu!“ ernisrembingi. Hann er lítils virði, þegar öllu er á botninn hvolft. Fyrir nokkrum mánuðum var í gangi söfnun undirskrifta, vegna áskorana til stjórnvalda um opnun Keflavíkursjónvarpsins. Þar söfnuðust um átta þúsund undirskriftir. Þær hafa þó ekki verið lagðar fyrir ráðamenn eða Alþingi. Þarna er varla um þrýstihóp að ræða og ekki er þarna verið að fara fram á greiðslur úr ríkis- sjóði, fremur að koma í veg fyrir aukin útgjöld ríkisins til handa íslenska sjónvarpinu, og sem yrðu óþörf, ef um er að ræða aðra stöð til afnota fyrir landsmenn, þ.e. Keflavíkursjónvarpið. Ef ég man rétt lét forsætis- ráðherra núverandi þau orð falla á opinberum vettvangi, er hann var spurður, að hann myndi taka slíka áskorun til umfjöllunar, ef hún bærist frá kjósendum. Nú hafa framtakssamir ein- staklingar hrundið af stað skoð- anakönnun um kjördæmamálið og sett fram áskorun til stjórn- arskrárnefndar til að tryggja grundvallarréttindi borgaranna. Má ekki flokka frelsi lands- manna í sjónvarpsmálum undir grundvallarréttindi nú á tímum, og að þeir fái að horfa á það sem þeir sjálfir vilja? Við skulum láta reyna á fylgi við áskorun um opnun Keflavíkursjónvarpsins og senda það þingmönnum til um- fjöllunar og atkvæðagreiðslu. Eða er kannski meira fylgi við afnot af því sovéska fyrir lands- menn? Vonandi láta fleiri frá sér heyra um þessi mál.“ báðir munum við vilja hafa það sem sannara reynist. Ég vona og óska þess að þú hafir fram sem hingað til að skjóta af þinni andans og málvöndunarbyssu á þessa rassbögubósa, sem misþyrma okkar ástkæra móðurmáli. Með vinsemd og virðingu." Þeir heyra það ekki Einar Ingvi Magnússon skrif- ar: „Heill og sæll Velvakandi og lesendur allir. Þökk fyrir síðast og gleði- legt ár. Það er ábyggilega tilgangs- lítið að láta í ljós óánægju sína með þrjósku kirkjunnar. Sóley Jónsdóttir á Akureyri skrifar með fjöðurstaf Drott- ins og biður sér hljóðs á prenti, gerir tlraun til að vekja lögskipaða presta og biskupa af föstum svefni. Greinarkorn Sóleyjar fjallaði um það á skýran hátt og rökstuddan, að barnaskírnin væri ekki byggð á orði Guðs, Biblíunni. Þetta er laukrétt hjá henni. Barnaskírnin er ekki af kristinni rót, heldur tíðkaðist hún á Norðurlöndum og víðar fyrir kristinn tíma. Heiðnir menn, þ.e.a.s. ókristn- ir, jusu vatni á börn sín, þegar þeim var gefið nafn. En það er sama hvað þess- um mönnum er sagt þetta oft, það er engum orðum um það komandi við þá. Það er jafnvel sama þó að Einar J. Gíslason í Fíladelfíu, sem ég vildi þó frekar kalla gjallarhorn Guðs, lesi þessa lexíu fyrir guðfræð- ingum og prestum, — þeir heyra það ekki, og er raust Einars þó skýr.“ GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Þessi mál báru á góma. Rétt væri: Þessi mál bar á góma. B Bílastilling Birgis Skeifan 11 — Sími: 37888 viö hliðina á Braut. NOTUM 1212 STILLITÖLVU Mótorstilling Hjólastilling Ljósastilling VÖNDUÐ VINNA Seljum og setjum í bíla Sparkrite, platínulausu, raf- eindakveikjuna. Seljum einnig kerti, platínu, þétta- kveikju hamra, kveikjulok, kertaþræði, háspennukefli, mótstöður, Redex sóthreinsiefni, loftsíur, bensínsíur, bensínslöngur, ljósaperur, samlokur, ísvara o.fl. BRDSTU! MYNDASÖGURNAR * Vikuskammtur af skellihlátri AUGLYSINGAilOA KHISTINAR nr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.